Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðar hátíð, hann er skrýddur, höfuðstaðurinn. Níræður er nákvæmlega núna Háskólinn. Fjallið mikla – Esja orðin innan borgar skjól. Arnarhólnum heldur grænum höfuðborgar sól. Dáðrík Jóns er Sigurðssonar sérstök ögur-stund. Öldin heil og hálf er síðan hann sat mikinn fund. Kúgun þjóðar þeir andmæltu Þjóðfundarins menn. Áhrif Jóns þar skiptu sköpum, skila þau sér enn. Brautryðjandinn hér á hæstan heiðursmanna sess, sannkallaður sómi Íslands sverð og skjöldur þess. Óréttlæti móti mælum meðan heitt er blóð. Lofum Guð, hans gjafir dagsins göfga Íslands þjóð. Pétur Sigurgeirsson biskup Sögurík þjóðhátíð Morgunblaðið/Sigurður JökullÞjóðfundarmynd í Alþingishúsi. MIKIL umræða hefurátt sér stað undan-farið um fornleifa-uppgröftinn á horniAðalstrætis og Túngötu, þar sem áformað er að reisa hótel árið 2003. Í janúar sem leið var hafist handa við rannsókn- ir á svæðinu og hafa fornleifafræð- ingar afhjúpað fjölda forvitnilegra hluta, þar á meðal skála frá land- námsöld og stétt frá tímum Inn- réttinga Skúla Magnússonar land- fógeta. Viðfangsefni fræðimanna Saga fornleifarannsókna á þessu svæði er mjög áhugaverð og telja margir að þarna sé um bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar að ræða. Fyrir 40 árum skrifaði Helgi Hjörvar rit- höfundur og útvarpsmaður fjölda lærðra greina í Morgunblaðið þar sem hann viðraði möguleikann á því að á þessu götuhorni væri upp- haflegt bæjarstæði Ingólfs Arnar- sonar. Bæði vísaði Helgi til land- fræðilegrar stöðu stæðisins og þess hversu staðsetningin er kjörin fyr- ir landnámsbæ. Þá styður hann sig meðal annars við mál Eiríks Briem fræðimanns sem skrifaði árið 1886 um það að bær Ingólfs hefði staðið „syðst við Aðalstræti vestanvert, undir brekkunni, gegnt austri.“ Ennfremur samdi Helgi ásamt mörgum af fremstu sagnfræðing- um og rannsóknarmönnum þjóð- arinnar ályktun sem hófst svo: „Vér, sem undir þetta ávarp ritum, beinum því til Alþingis og ríkis- stjórnar, forráðamanna Reykjavík- ur og allrar þjóðarinnar, að bæj- arstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóð- legur helgistaður.“ Ennfremur seg- ir þar: „Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjarvík hafi stað- ið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn.“ Fyrir þá sem ekki þekkja til staðhátta lá gamli kirkjugarðurinn þar sem nú er lítið torg við hlið Landssímahússins á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Undir ávarpið skrifuðu meðal ann- arra Helgi Hjörvar sjálfur, Krist- ján Eldjárn, þjóðminjavörður og síðar forseti Íslands, Tómas Guð- mundsson skáld, Sigurður Nordal, prófessor og rektor Háskóla Ís- lands, og Þorkell Jóhannesson há- skólarektor. Í raun bendir Helgi á að flestir helstu fræðimenn síðustu tveggja alda, sem eitthvað hafa um málið fjallað, hafi verið á sama máli um stöðu bæjarins. Vissulega höfðu þeir mun skýr- ari mynd af landslagi Reykjavíkur en menn hafa nú til dags, þegar land miðbæjarins er þakið bygg- ingum hvert sem auga er litið. Einnig sagði Helgi að fullvíst væri talið að bær Ingólfs hefði staðið „óhreyfður í 875 ár, þar til þegar Skúli reif síðasta bæ Reykjavík- urbóndans að mestu og reisti á hinu ævaforna bæjarstæði verk- smiðjuhús sín“. Skipulagsvandi Þessar hugmyndir Helga um bæjarstæði Ingólfs fengu byr undir báða vængi á árunum 1971–75 þeg- ar upp var grafinn skáli frá land- námsöld og ekki síður nú í vor, þegar eldri skáli var grafinn upp við hlið hans. Þessar geysimerki- legu uppgötvanir renna styrkum stoðum undir þá hugmynd að land- námsbær Ingólfs hafi verið reistur á þessum stað. Því hefur hann mik- ið sögulegt gildi fyrir Reykjavík og Reykvíkinga alla. Vegna hinnar bjargföstu vissu sinnar um stað- setningu bæjarstæðisins hvatti Helgi ráðamenn til þess að fullt til- lit yrði tekið til bæjarstæðis Ing- ólfs þegar ákvörðun yrði tekin um frambúðarskipu- lag miðbæjarins. Helgi var mikill áhugamaður um skipulagsmál og fegrun miðbæjarins og gagnrýndi í grein í Morgunblaðinu ráðamenn þjóðarinnar harðlega fyrir að raska gamla kirkjugarðinum í nafni framfara. Þá hvatti hann til þess að Landssímahúsið yrði rifið vegna þess hversu mikið það spillti fegurð miðborgarinnar. Helgi gagnrýndi bæjarstjórn Reykjavíkur og skrifaði með hæðn- istón: „Það er einna líkast mein- semi við bæjarstjórnina að land- námsmaðurinn skuli gerast sannur að því að hafa reist sín bæjarhús svona alveg í sjálfum miðbænum, án þess að leita nokkurs leyfis, nema hjá guði sínum. Og taka þar að auki allar dýrustu lóðirnar.“ Umræða um meðferð sögunnar Í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins laugardaginn 15. júlí 1961 erframtaki Helga um friðun bæj- arstæðis Ingólfs fagnað. Þar segir meðal annars: „Enn sýnist færi á að marka bæjarstæði fyrsta land- námsmanns Íslands og frumbyggja Reykjavíkur með virðulegum hætti og haga byggingum í næsta ná- grenni með hliðsjón af því.“ Þessi orð vekja vissulega athygli í dag, þegar mikið er rætt um hvernig skuli búa um þessar leifar og næsta umhverfi þeirra. Menn hafa að sjálfsögðu mis- munandi skoðanir um skipulag svæðisins. Þarna er um verðmætt byggingarsvæði að ræða og eru hagsmunir borgarinnar að um- hverfi miðbæjarins sé bæði smekk- legt og fallegt. Byggingaraðilar segjast stefna að því að hótelið falli vel að miðbænum vegna þess að leitast verði við að láta það vera í stíl við gömlu húsin í Kvosinni. Á hinn bóginn koma skoðanir þess efnis að vernda beri fornleifarnar og veita þeim þann sess sem sögu- legum minjum sæmi. Í því tilliti er gert ráð fyrir að í kjallara hótels- ins verði almenningi gert kleift að skoða rústirnar. Þetta fyrirkomu- lag er sagt njóta síaukinna vin- sælda þegar vernda skal fornar minjar á dýrum byggingarsvæðum. Til margs ber að líta þegar farið verður í framkvæmdir á þessu svæði og mun varfærni verða lyk- ilorðið í því starfi sem framundan er. Fornminjar og skipu- lagsmál í miðborginni Fornleifauppgröfturinn í Aðalstræti hefur vakið mikla forvitni og um- ræðu jafnt meðal fræðimanna sem al- mennings. Svavar Knútur Kristinsson leit í gömul skrif Helga Hjörvar um skipulags- mál í Aðalstræti og velti fyrir sér framtíð bæjar- stæðisins forna. Innan hálfhringsins á myndinni taldi Helgi Hjörvar algerlega víst að bæjarstæði Ingólfs væri staðsett. Fornleifauppgröfturinn fer nú fram á Aðalstræti 16–18. Morgunblaðið/Jim Smart Fornleifauppgröfturinn í Aðalstræti þar sem fundist hafa menjar frá landnámsöld. Þarna töldu Helgi Hjörvar og fleiri fræðimenn að Ingólfur hefði reist sér bæ. Ein af greinum Helga Hjörvar um bæjarstæði Ingólfs í Morgunblaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.