Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ PÓLÝFÓNÍUHÁTÍÐ sem staðið hefur yfir í Nýlistasafninu frá 7. júní, lýkur nú um helgina og verð- ur af því tilefni efnt til sérstakrar hátíðardagskrár í dag, 17. júní. Þar kemur mikill fjöldi listamanna fram og eru allir velkomnir að líta inn og taka þátt í þeirri þjóðhátíð- arstemmningu sem þar mun svífa yfir vötnum. Dagskráin hefst kl. 12 á hádegi með hádegisdansi sem Ingibjörg Magnadóttir leiðir í rúman klukkutíma. Fram til kl. 18 verða síðan ýmsir listamenn með atriði og má þar nefna Sally Chap- man, Serge Comte, Egil Sæbjörns- son, Söru Jennýar og Gulleik Lövskar. Þá mun Vigna leikdúó troða upp og fjöllisthópurinn Translight 2000 bjóða upp á pylsur og hátíðarsprell. Hópurinn, sem samanstendur af myndlistar- og tónlistarmönnum, mun varpa stemmningsaukandi myndum á veggi listasafnsins, og verður þar um að ræða „beina“ útsendingu frá Smáralindinni annars vegar, og frá Þingvöllum hins vegar. Þá munu listamennirnir bjóða upp á sérstakar Rammstein-pylsur í til- efni dagsins. Á dagskránni ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, en þar er ekki síst lögð áhersla á fjölskyldustemmningu. Veglegir lokatónleikar Kl. 20 í kvöld hefst síðan tón- leikadagskráin Artpönk 2001, sem Birgir Örn Thoroddsen stendur fyrir. Þar koma fram hljómsveit- irnar Fallega gulrótin, Graupan, Thunderlove, Djasscoresveitin Anus, Dópskuld, The Zuckakis ólíkum aldri og úr ólíkum geirum listarinnar. Það hefur verið áberandi und- anfarið hvernig þessar listgreinar hafa verið að renna saman. Tón- listarmenn eru í auknum mæli farnir að notast við sjónræn meðul í sínum flutningi og tónlistarsköp- un, og sömuleiðis hafa myndlist- armenn verið að nýta sér hljóðin og tónlistina. Þessi skörun er reyndar ekkert ný af nálinni, þar sem hún hefur birst á ólíkan hátt í listsköpun alla síðustu öld. Hins vegar má segja að þessi samruni sé ef til vill að verða almennari og sýnilegri um þessar mundir, eins og sjá má á þeim fjölbreyttu atrið- um sem verið hafa á döfinni hér í Nýló undanfarna daga,“ sagði Helga. Þjóðhátíðarstemmning og Rammstein-pylsur Frá Pólýfóníuhátíðinni í Nýlistasafninu sem lýkur í dag. Mondeyano Project og Thunder- gun. Með tónleikunum er hnýttur veglegur endahnútur á hátíðina, en þeir standa til kl. 23. Á dagskrá Pólýfóníunnar und- anfarnar vikur hefur fjöldi lista- manna komið fram, þar sem lögð hefur verið áhersla á að kanna mörkin og markaleysið milli tón- listar og myndlistar. Skipuleggj- endur hátíðarinnar, þær Hanna Styrmisdóttir, Helga Óskarsdóttir og Særún Stefánsdóttir, eru mjög ánægðar með hvernig til hefur tekist. „Við höfum náð til mjög breiðs áhorfendahóps, mun breiðari en almennt er að finna á myndlistarsýningum,“ segir Helga. „Sama er að segja um þann hóp listamanna sem hefur komið fram á hátíðinni. Um er að ræða fólk á BRYNDÍS Brynjarsdóttir hefur opnað málverkasýningu undir heit- inu Óendanleikinn, í ráðhúsi Dalvík- ur. Er þetta fyrsta einkasýning hennar. Bryndís útskrifaðist árið 1999 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands af málunardeild. Málverkin eru öll unnin á árunum 2000–2001 með olíulitum á heavy cotton-striga. Viðfangsefni sýningarinnar er umhverfi Dalvíkur, þar sem fjöll Svarfaðardalsins og hafsins óendan- leiki eru sett saman við rýmisform er túlka dýptina umhverfis Dalvík- ina. Sýning Bryndísar stendur til 28. júní og er opin á opnunartíma ráð- hússins. Óendanleiki á Dalvík FÉLAGAR í Myndlistarfélagi Bessastaðahrepps halda samsýn- ingu í hátíðarsal íþróttahússins á Álftanesi í dag, sunnudag. Sýningin stendur aðeins í einn dag í hátíðarsal íþróttahússins en hluti hennar verður settur upp í Hauks- húsum á Jónsmessu í tengslum við aðra viðburði á Álftanesi á Jóns- messunni. Samsýning í einn dag OLGA Pálsdóttir opnar sýningu á málverkum í Selinu, Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag, sunnudag, kl. 16. Sýningin er haldin í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní og hefur yfirskriftina Ímynd íslenskra kvenna og er í tengslum við þema sem listakonan hefur unnið að undanfarin ár. Sýningin er opin daglega frá kl. 13–18 og stendur til 30. júní. Málverk í Selinu JARÐSKJÁLFTAVIRKNI í eld- stöðvum Vatnajökuls er yfirskrift fyr- irlesturs sem Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur flytur í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði á þriðjudag kl. 20. Fyrirlesturinn er í tengslum við Jöklasýninguna. Vorið 1998 var 38 síritandi jarð- skjálftamælum komið fyrir á norð- vestanverðum Vatnajökli og þeir reknir þar í 12 vikur. Rúmlega 20 mælar voru einnig reknir á Gríms- vatnasvæðinu í 8 vikur sumarið 1999. Meginmarkmið þessa verkefnis var að kortleggja og meta ástand grunn- stæðra kvikuhólfa undir Bárðar- bungu, Skaftárkötlunum og Gríms- vötnum, en einnig að skoða uppbyggingu jarðskorpunnar og inn- byrðis tengsl á milli eldstöðvanna. Helstu niðurstöður þessarra mæl- inga verða kynntar í fyrirlestri Bryn- dísar. Bryndís Brandsdóttir er jarðeðlis- fræðingur að mennt og starfar á Raunvísindastofnun Háskólans. Hún leggur megináherslu á rannsóknir á jarðskjálftum í eldfjöllum og upp- byggingu jarðskorpunnar undir Ís- landi. Fyrirlestur í Sindrabæ MÝVETNSK myndlist við aldamót nefnist sýning Sólveigar Illuga- dóttur sem hún opnar í Sel-Hótel Mývatn í dag, sunnudag, kl. 15. Þetta er 16. einkasýning listakon- unnar. Myndefnið sækir Sólveig í náttúruna og eru myndir frá ýmsum stöðum á landinu og einnig frá Noregi, Bandaríkjunum og Jamaica. Mývetnsk myndlist ÍSLENSK-KANADÍSKA skáldið, rithöfundurinn, háskólakennarinn og fræðimaðurinn David Arnason flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands og Norræna félagsins um kanadísk fræði á þriðjudag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Canadian Prairie Writing and the Radical Tradition eða Bókmenntaskrif á kanadísku sléttunum og andófs- hefðin. Þar verður fjallað um helstu drætti bókmennta í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta á síðustu öld, og þá nýsköpun sem sprottið hefur upp úr fjölmenning- arlegri samsetningu fylkjanna, sem myndaði frjóan jarðveg fyrir andóf. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. David Arnason kennir kanadísk- ar bókmenntir og ritlist við Mani- tobaháskóla, þar sem hann er hvort tveggja, forseti ensku- og ís- lenskudeildarinnar. David er einn þekktasti rithöfundur, skáld og bókmenntagagnrýnandi Kanada- manna af íslenskum uppruna, og hefur um árabil tekið virkan þátt í opinberri umræðu um bókmenntir og listir þar í landi, einkum á kana- dísku sléttunum. Eins og kynnt hefur verið í Morgunblaðinu, þá var nýlega út- gefið sérstakt hefti af bókmennta- ritinu Prairie Fire til að heiðra framlag Davids til kanadískra bók- mennta, en hingað kom hann til að kenna Kanada- og Bandaríkja- mönnum ritlist á Hofsósi, ásamt ís- lensk-ameríska skáldinu Bill Holm. Fyrirlesturinn er öllum opinn. David Arnason með fyrirlestur MÁLARINN Lárus H. List er einn af þeim mörgu Akureyringum, sem pentskúfnum sveifla en eru óþekkt stærð sunnan heiða. Að vonum, þar sem hann fór seint að fást við myndlist og hefur ekki verið sérlega virkur á sýningavettvangi. Áhuginn vaknaði er hann var starfsmaður Listasafnsins á Akureyri um sex ára skeið, einkum fyrir viðkynningu af fjölmörgum listamönnum. Það mun raunar allur lærdómur hans og skóli í myndlistinni, en annars er hann sjálfmenntaður og byggir list- sköpun sína á vitundarástandi sem hann verður fyrir hverju sinni þá hann hefur hvítan grunnflötinn fyr- ir framan sig og verkfærin á milli handanna. Ekki skortir Lárus at- hafnasemina, metnaðinn né hug- rekkið í glímunni við liti og form, en hins vegar hefur hann þessu sinni valið sér leið sem er lítt greiðfær öðrum en þeim sem hafa gengist undir langa skólun og mikinn aga. Hann er ekki nævisti þótt hann máli af fingrum fram, og ei heldur mini- malisti þótt hann álíti svo sjálfur, en samþykkja má að það sé viss hug- myndafræði að baki þessara mál- verka í Ketilhúsinu, svona eins og að baki allri listsköpun. Fram kem- ur að litræn kennd Lárusar er meiri en sú formræna og myndbygging virðist honum nær lokuð bók. Mál- unarhátturinn eins konar ósjálfrátt og grunnfært flipp um myndflötinn, dálítið í anda nýja og villta mál- verks níunda áratugarins, útkoman þó satt að segja naumast lakari en iðulega sér stað innan veggja lista- skóla á seinni tímum. En skólar og skólun er tvennt ólíkt þegar um list- ir er að ræða, hér skipta áhugi og þjálfun sköpum sem fyrri daginn. Ekki gott að spá í framhaldið, en skilirí eins og Ræs (10), Konsert (16) og Tríó (17) gefa fyrirheit og eins gott að fullyrða hvorki né for- taka. Þó má það vera raunhæf ályktun, að í þessum myndveröldum og glímu við frumlitina hafi Lárus reist sér hurðarás um öxl og að sjálfur óformlegur leikurinn sé sem fyrr styrkur athafna hans í mynd- listinni. MYNDLIST K e t i l h ú s i ð , A k u r e y r i Opið daglega frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 18. júní. MÁLVERK LÁRUS H. LIST „Vitundarástand“ Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Lárus H. List: Ræs, Olía, blek á striga, 80x70 sm, 2001. Bragi Ásgeirsson ÁRLEGT kennaranámskeið Kram- hússins verður haldið dagana 23.-26. júní 2001. Gestakennarar námskeiðs- ins koma að þessu sinni frá Bretlandi þar sem þeir starfa með Stomp-lista- hópnum sem síðastliðið sumar sýndi listir sínar í Háskólabíói. Stomp hefur vakið athygli víða um heim með fram- komu sinni og leikaðferðum þar sem þeir nota hluti úr hversdagslegu um- hverfi sem hljóðgjafa fyrir hreyfingu, rytma og leikrænt form á fjölbreyttan og skapandi hátt. Einnig hafa þeir vakið athygli fyrir starf sitt með börn- um og unglingum. Ásamt Stomp-kennurum munu sex listgreinakennarar leiða námskeiðið í formi myndlistar, leiklistar, tónlistar og dans. Auk kennaranámskeiðsins mun verða boðið upp á almennt Stomp- námskeið dagana 25. - 27. júní fyrir dansara, tónlistarmenn, leikara og aðra Stomp-unnendur sem vilja kynna sér hugmyndir og vinnuaðferð- ir Stomp-leikhússins. Kennara- námskeið Kramhússins ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SÝNING á verkum Philippe Ricart verður opnuð í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi, í dag, sunnudag, kl. 16. Þema sýningarinnar, sem ber yfirskriftina XXI í byrjun nýrrar aldar, er annars vegar tæknivæðing- in og hins vegar þorsti í ósnortna náttúru. Verkin á sýningunni eru eirskúlptúrar og textílverk unnin með blandaðri tækni. Sýningunni lýkur 1. júlí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15– 18. Skúlptúr eftir Philippe Ricart. Eirskúlptúrar í Kirkjuhvoli  Út er kominn 21. árgangur tíma- ritsins Sagnir, tímarit um söguleg efni, unninn og gefinn út af nem- endum í sagnfræði við Háskóla Ís- lands.Meðal efnis í þessu tímariti má nefna grein um Félag Íslendinga í Þýskalandi sem stofnað var árið 1934. Grein um íslenskan tónlistar- arf frá 16., 17. og 18 öld og grein eftir danskan sagnfræðinema sem fjallar um sjálfsmynd Dana á miðöldum. Ritstjórar Sagna eru Sif Sigmars- dóttir, Karólína Stefánsdóttir og Benedikt Eyþórsson. Tímarit ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.