Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRAR Sölu- félags garðyrkjumanna svf. (SGF), Ágætis hf. og Mötu ehf. fagna þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar sam- keppnismála að félögin hafi ekki gerst sek um samsæri gegn hags- munum neytenda, eins og haldið var fram í ákvörðun samkeppnisráðs. Þeir eru hins vegar mjög óánægðir með að nefndin hreinsar félögin ekki af öllum ásökunum samkeppnisyfir- valda og hafa SGF og Mata þegar ákveðið að vísa málinu til dómstóla, og forsvarsmenn Ágætis hafa til skoðunar að gera það einnig. Áhyggjuefni að vera fundnir sekir um samráð ,,Við undrumst niðurstöðu áfrýj- unarnefndar, en á henni eru bæði já- kvæðar og neikvæðar hliðar. Við er- um mjög ánægðir með að vera sýknaðir af ásökun stofnunarinnar um samsæri gegn neytendum,“ segir Pálmi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Sölufélagsins. „Það er engin spurning að stofn- unin fór offari gegn okkur. Hins veg- ar er það áhyggjuefni að við erum fundnir sekir um samráð, og þá sér- staklega hvað snertir framleiðslu- stýringu og kvótasetningu en þarna hefur áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála fallið í þá gryfju, eins og sam- keppnisráð, að skoða ekki sögu félagsins. Félagið er 60 ára sam- vinnufélag í eigu framleiðenda og það var beinlínis kveðið á um í lögum félagsins að starfsmenn félagsins og félagið skuli hugsa um hagsmuni framleiðenda að einu og öllu leyti, enda er fyrirtækið samvinnufélag í eigu framleiðenda og ekkert óeðli- legt þótt það vinni að hinum ýmsu hagsmunamálum með framleiðend- um. Fyrir þetta er félagið dæmt í 25 milljóna króna sekt og það er alveg ljóst að við munum áfrýja þessu til æðri dómstiga,“ segir Pálmi. Mannorð félagsins hreinsað af ásökunum um samsæri ,,Ég er mjög ánægður með að mannorð félagsins hefur verið hreinsað af ásökunum um samsæri gegn neytendum. Það er stórsigur út af fyrir sig, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá að málinu yrði vísað aftur heim, þar sem mér finnst persónu- lega og mínum lögmanni, að miklir annmarkar hafi verið á allri máls- meðferðinni, frá upphafi til enda,“ segir Almar Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Ágætis. ,,Þessi niðurstaða er ákveðinn áfangasigur fyrir okkur. Við munum svo skoða framhaldið, kanna okkar stöðu og ákveða hvort við förum með þetta fyrir dómstóla,“ segir hann. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði sektarákvörðun samkeppn- isráðs úr 35 milljónum í 17 millj. Almar segir þarna um verulega lækkun að ræða hvað Ágæti varðar eða sem nemur 18 milljónum kr. ,,Ekki er talið sannað að um samráð Ágætis og Mötu hafi verið að ræða og á sama hátt eru aðrir veigamiklir þættir í málinu sem snerta Ágæti felldir niður,“ segir hann. Áfangasigur fyrir Mötu Forsvarsmenn Mötu ehf. sendu í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála: „Mata ehf. fagnar skjótum vinnu- brögðum áfrýjunarnefndar sam- keppnismála og yfirvegaðri umfjöll- un hennar. Áfrýjunarnefndin hafnar niðurstöðu samkeppnisráðs í mörg- um veigamiklum atriðum sem varða Mötu og er úrskurðurinn því áfanga- sigur fyrir Mötu þótt fyrirtækið sé ekki að öllu leyti sátt við niðurstöðu nefndarinnar. Ólíkt samkeppnisráði gerir áfrýj- unarnefndin skýran greinarmun á Mötu annars vegar og félögum í eigu og stjórn bænda hins vegar. Það kemur skýrt fram í úrskurði áfrýj- unarnefndarinnar að Mata hefur ekki verið þátttakandi í framleiðslu- stýringu og meintu samráði græn- metisbænda. Sektarfjárhæð sú, sem áfrýjunarnefndin gerir Mötu að greiða, er ekki nema brot af því sem samkeppnisráð hafði úrskurðað. Þessi úrskurður er frekari staðfest- ing á því að samkeppnisráð hefur verið fullkappsamt í framgöngu sinni gagnvart Mötu eins og fyrirtækið hefur ávallt haldið fram. Það er ljóst af úrskurði áfrýjunar- nefndarinnar að samkeppnisráð hef- ur farið offari í málflutningi sínum, sektarákvörðunum og yfirlýsingum um samsæri gegn neytendum. Með þessu glannalega háttalagi, sem tæpast er opinberu stjórnvaldi sæm- andi, hefur samkeppnisráð valdið Mötu ómældum skaða sem hefði mátt komast hjá með vandaðri vinnubrögðum. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála standa einungis eftirfarandi atriði eftir af málatilbún- aði samkeppnisyfirvalda gegn Mötu: „1. Meint samráð milli Sölufélags garðyrkjumanna (SFG) og Mötu um hækkun á heildsöluverði banana.“ Mata hefur mótmælt að um samráð hafi verið að ræða og hefur sýnt fram á í gögnum málsins að heildsöluverð banana hjá Mötu hækkaði minna en almennt verðlag frá því fyrir meint samráðstímabil (1995–1999) og fram að lokum þess tímabils. „Meint stýring Mötu á heildsölu- verði SFG á ávöxtum sem Mata seldi SFG.“ Mata hafnar þessari fullyrð- ingu og hefur bent samkeppnisyfir- völdum á að samkvæmt svokölluðum „framlegðarsamningum“ sem Mötu skilst að SFG hafi gert við marga af sínum stærstu viðskiptavinum hafi SFG sjálft ekki fulla stjórn á sínu heildsöluverði, hvað þá að Mata hafi það. Samkeppnisyfirvöld hafa hins vegar ekki hirt um að rannsaka þessa ábendingu Mötu. „2. Samkeppnisyfirvöld komast að þeirri niðurstöðu að kaup Mötu á ís- lensku grænmeti af SFG brjóti í bága við samkeppnislög.“ Mata undrast þessa niðurstöðu þegar litið er til anda úrskurða samkeppnisráðs frá 1993 og 1994 í sveppamálinu svo- kallaða og tilmæla landbúnaðarráðu- neytisins á undanförnum árum að heildsölufyrirtækin miðli á milli sín íslensku grænmeti þegar framboð þess er takmarkað. Það er eins og samkeppnisyfirvöld skynji ekki það haftaumhverfi í verslun með græn- meti sem stjórnvöld hafa komið á með ofurtollum og innflutningshöft- um. Það er kaldhæðnislegt að fyrir- tæki, sem hefur æ ofan í æ barist gegn þessu kerfi, sé talið brjóta sam- keppnislög með því að fara að til- mælum yfirvalda. Í ljósi ofangreinds mun Mata ehf. vísa málinu áfram til dómstóla,“ seg- ir í yfirlýsingu Mötu í gær. Viðbrögð forsvarsmanna grænmetisheildsala við úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála Ánægja með hreinsun af ásökunum um sam- særi gegn neytendum Félögin undirbúa áfrýjun úrskurð- arins til æðri dómstiga ERLENDIR hælisleitendur hér á landi eru orðnir 21 það sem af er árinu en voru fimm á sama tíma í fyrra. Alls leituðu 24 útlendingar eft- ir hæli hér á landi á síðasta ári. Kristín Völundardóttir, lögfræð- ingur hjá Útlendingaeftirlitinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að of snemmt væri að segja til um ástæður fyrir þessari miklu fjölgun. Þá væri aðsókn hælisleitenda sveiflukennd og ekki útséð um að þeir yrðu miklu fleiri en í fyrra. Stærsti hópurinn, sem sótt hefur um hæli, er frá Austur-Evrópu. Nokkur fjöldi er frá Afríku þ.m.t. Alsír og Líbýu og einnig frá Íran og Írak. Kristín segir að flestir fari þeir fram á hæli af pólitískum ástæðum en einstaka biður um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Kristín segir að rannsókn á málum hælisleitenda geti tekið mjög langan tíma. Grafast þarf fyrir um hvernig fólkið kom til landsins og frá hvaða landi það kemur. Kanna þarf hvaða aðstæður fólkið bjó við í föðurlandi sínu og hvort fólkið gefi réttar per- sónuupplýsingar en vitað sé að margir gefi upp röng nöfn og fram- vísi fölsuðum skilríkjum. Um þessar mundir er verið að úr- skurða í málum þeirra sem komu til landsins í fyrra. Kristín segir að fæstir þeirra uppfylli skilyrði til að teljast pólitískir flóttamenn og sé því synjað um hæli hér á landi. Nokkrir hafi fengið tímabundið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Erlendir hælis- leitendur mun fleiri en í fyrra NOKKRAR tafir hafa orðið á viðgerð á TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem erfiðlega hefur gengið að útvega varahluti frá Frakklandi. Landhelgisgæslan hefur leitað eftir varahlutum hjá framleiðanda þyrl- unnar og söluaðilum og er búist við að málin skýrist í vikunni. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, sagði í samtali að enn væri ekki ljóst hver heild- arkostnaður við viðgerðina yrði. Þó væri víst að Land- helgisgæslan þyrfti að greiða um 30 milljónir vegna sjálfsábyrgðar. Hafsteinn sagði að þrátt fyrir að önnur þyrlan væri úr leik í bili skapaði það ekki hættuástand. Stærri þyrlan væri í góðu lagi og þyrfti aðra þyrlu myndi varnarliðið koma til hjálpar. TF-SIF skemmdist þegar þyrluspaðarnir rákust í stél vélarinnar þar sem hún var yfir Snæfellsnesi 25. maí sl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ómar Þór Edvaldsson hjá tæknideild Landhelgisgæslunnar dyttar að TF-SIF. Beðið eftir varahlutum í TF-SIF TÆPLEGA 30% samdráttur verður á skurðlækn- ingasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss yfir sumarið, að sögn Lilju Stefánsdóttur aðstoðar- hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins. Á öldrunar- sviði verður samdrátturinn um 18% og 14% á lyf- lækningasviði. Talsverður samdráttur er sömuleiðis á geðlækningasviði, þar verður nokkr- um deildum lokað tímabundið og aðrar verða sam- einaðar. Ein bráðadeild verður t.d. lokuð fyrstu mánuði sumarsins. Lilja segir að mestur sé samdrátturinn á skurð- lækningasviði, en mun færri valaðgerðir, sem geta beðið, verða gerðar yfir sumarið en á öðrum tíma ársins. Lýtalækningadeildinni verður t.d. lokað tímabundið næsta föstudag, sú deild sér m.a. um sjúklinga með brunasár og verður þeim sinnt á annarri deild meðan deildin er lokuð. Lilja segir að aðrar deildir dragi úr starfsemi og á það einkum við sérhæfðari deildir. Alls segir hún samdráttinn á sjúkrahúsinu vera svipaðan og síð- ustu ár. Öllum bráðatilfellum verður sinnt að hennar sögn og verða engir sjúklingar sem þurfa lækningar við sendir heim. 5.000 starfsmenn vinna á sjúkrahúsinu og þyrfti að ráða um þriðjung þess starfsmannafjölda, eða um 1.700 starfsmenn, til að halda óbreyttri starf- semi yfir sumarleyfistímann, en Lilja segir að slík- an fjölda sé ekki unnt að fá til starfa. 1.300 hjúkr- unarfræðingar starfa á spítalanum og mætti því segja að það þyrfti að ráða rúmlega 400 hjúkr- unarfræðinga yfir sumarið. Lilja segir ómögulegt að ráða svo marga, en um 60–70 hjúkrunarfræð- ingar útskrifast á hverju ári. Einnig vantar sjúkraliða, meinatækna, rönt- gentækna og lækna. Lilja segir að allir sem sæki um og uppfylli inntökuskilyrði séu ráðnir. Sumarlokanir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Ráða þyrfti um 1.700 starfsmenn ÞRETTÁN ára ökumaður velti jeppabifreið foreldra sinna á Eyrar- bakka um klukkan þrjú í fyrrinótt, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Pilt- urinn hafði tekið bifreið foreldra sinna í óleyfi og endaði ökuferðina utan vegar á móts við Litla-Hraun við Eyrarbakkaveg. Lögregla sagði drenginn hafa sloppið lítið meiddan en bíllinn mun vera talsvert skemmdur. Þrettán ára pilt- ur velti jeppa TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík á aðfaranótt laugardags. Ráðist var á mann í Lækjargötu og honum veittir áverk- ar í andliti. Lögregla fann árásar- manninn skömmu síðar í biðröð að einu af öldurhúsum borgarinnar. Þá réðst hópur manna á pilt á Laugaveginum og tók af honum tösku sem í voru áritaðir aðgöngu- miðar á Rammstein-tónleikana. Pilt- urinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn mikið meiddur. Lögregl- an segir bæði menn og tösku enn ófundin. Rammstein-tónleikarnir fóru annars vel fram. Erill hjá lögregl- unni í Reykjavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.