Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á HÁTÍÐLEGUM stundum verður okkur Íslend- ingum gjarnan tíðrætt um hversu mikilvægt það sé að vera virkir þátttakendur í samfélagi þjóðanna, að sýna hvað í okkur býr þannig að þjóð og landi sé sómi að. Þegar að listum kemur er þó stundum eins og slíkur vilji sé fremur í orði en á borði og við sem hér búum gerum okkur litla grein fyrir þeim miklu tækifær- um sem liggja í samstarfi utan land- steinanna – ómetanlegum tækifærum til að beina sjónum umheimsins að okkur í sam- hengi þar sem við, smáþjóðin, höfum alla burði til að standa öðrum þjóðum jafnfætis. Gott dæmi um illa nýtt tækifæri af þessu tagi er opinber þátttaka Ís- lendinga í Feneyjatvíæringnum sem nú hefur verið regluleg um nokkuð langt skeið. Þó er sú þátttaka afar mikilvæg, því þótt Íslendingar taki vissulega þátt í ýmsum viðburðum á sviði lista á ári hverju, er tvíæring- urinn er eina stóra alþjóðlega list- sýningin þar sem íslenskur lista- maður fær tækifæri til að sýna meðal fulltrúa allra þeirra þjóða sem við berum okkur gjarnan við. Það er því mikið í húfi fyrir íslenskan myndlistarheim og brýnt að vel tak- ist til hverju sinni. Feneyjatvíæringurinn var opn- aður í 49. skipti fyrir rúmri viku en hann hefur verið stefnumarkandi í hinum alþjóðlega listheimi í rúma öld. Þó nú til dags megi nefna til sögunnar örfáa viðlíka stórviðburði í listheiminum á ári hverju, þá er mikilvægt að hafa sögulegt forskot Feneyja í huga hvað varðar athygli umheimsins, því þangað koma bók- staflega allir sem einhvers mega sín á sviði samtímalista; sýning- arstjórar, safnstjórar, listfræðingar, safnarar og listamenn – auk lit- skrúðugrar flóru áhangenda af ýmsu tagi. Einmitt vegna þessa miklaáhuga hefur Fen-eyjatvíæringurinn ótví-rætt vægi í listheiminum þar sem ungir listamenn fá einstakt tækifæri til að ná athygli þeirra áhrifaríku aðila sem þangað flykkj- ast, beinlínis til að leita að nýjum og ferskum straumum, vaxtarsprotum sem hægt er að kippa fyrirvaralaust inn í gallerí og söfn til að sjá hvernig þeir dafna í samhengi við stærri og þekktari spámenn. Þátttökuþjóðir á tvíæringnum leggja því undantekningarlítið afar mikið undir við val, undirbúning og kynningu á fulltrúum sínum. Enda er ekki einungis menningarleg ásýnd þjóðanna í húfi, heldur hags- munir allra þeirra sem sinna listum í hverju landi, ekki síður en þeir ótrú- legu fjármunir sem listheimurinn veltir, í atvinnusköpun, sölu verka og ímyndarhönnun stórra fyr- irtækja og stuðningsaðila, sem sjá sér ótvíræðan hag í samstarfi við listageirann. Sem dæmi um slíkt frá tvíæringnum í ár, má nefna framlag hins heimsfræga listamanns Rich- ard Serra, sem fékk Gullljónið í ár, en það hefur álíka þýðingu í mynd- listarheiminum og Óskarinn í kvik- myndaheiminum. Öll framkvæmd við uppsetningu risavaxins verks hans, var kostuð af tískufyrirtækinu Gucci og lét einn helsti frammámað- ur þess, Tom Ford, sig ekki muna um að vera sjálfur á staðnum til þess að tryggja að allt gengi að ósk- um og fjárfestingunni væri rétt varið. Framkvæmd tvíæringsins er með þeim hætti að áður en sýning- arsvæðið er opnað fyrir almenningi er fyrrnefndu áhrifafólki á listasvið- inu og fjölmiðlafólki alls staðar að úr heiminum boðið til leiks. Þá opna skálar hinna ýmsu þjóða sínar sýn- ingar og þar sem blaðamaður Morg- unblaðsins átti þess kost að fylgjast með þessum hátíðahöldum dag frá degi, fór ekki hjá því að honum yrði nokkuð brugðið við að samanburð- inn á því hversu markvisst þátttöku annarra þjóða var fylgt eftir miðað við þátttöku okkar Íslendinga. Verk íslenska listamannsins Finnboga Péturssonar, Diabolus, var þó að sönnu mjög sterkt og féll í hug- myndafræðilegum skilningi afar vel inn í samhengi heildarinnar, en þrátt fyrir það fór fjarri að þetta ómetanlega tækifæri til að koma honum á framfæri væri nýtt með viðeigandi hætti, íslenskum list- heimi og ímynd okkar allra til fram- dráttar. Á meðan aðrar þjóðir kepptust við að laða sem flesta gesti inn á sínar opnanir, þar sem smekklega var veitt í mat og drykk, var íslenska opnunin afar fátækleg. Fáir höfðu fengið boðskort þar sem enginn formlegur boðslisti virðist vera til reiðu hjá menntamálaráðuneytinu af þessu tilefni. Boðskortum var því einungis dreift af handahófi í hólf á tvíæringnum sjálfum, í stað þess að vera send fyrirfram til málsmetandi áhrifafólks úr listheiminum áður en það kemur þar saman. Veitingarnar við opnunina voru neyðarlega naum- ar; lítið eitt af íslensku vatni (sem gerði þó mikla lukku í hitanum), auk fáeinna flaskna af volgu hvítvíni sem keypt var í næsta stórmarkaði. Kostnaðurinn við þau innkaup var um 7000 íslenskar krónur, en það brennivín sem sást á borðum höfðu listamaðurinn og vinir hans sjálfir keypt af mikill forsjálni, til að koma í veg fyrir vandræðalegan skort. Aðrir skálar voru opnaðir á form- legan hátt með ávörpum háttsettra fulltrúa ríkisstjórna, sendiráða eða menningarafla, (auk þess sem víða voru flutt stutt tónlistaratriði eða aðrar uppákomur til að tryggja að gestirnir dveldu nógu lengi á staðn- um til að skynja hvað þar var um að vera), en enginn tók til máls við ís- lenska skálann – hvorki til að árna listamanninum heilla eða bjóða þá óvæntu gesti sem þangað rötuðu velkomna. Má það teljast fádæma tómlæti af hálfu íslenskra yfirvalda sem vissulega hefðu gott af því að víkka sjónarhorn sitt með því að kynnast hringiðu myndlista samtím- ans af eigin raun. Nánari eftirgrennslanleiddi í ljós að margir,bæði vinir listamannsinsog fólk tengt ráðuneyt- inu, höfðu komið að íslenska verk- efninu og lagt í það ómælda og óeig- ingjarna vinnu til þess að allt færi sem best fram. Það dugði þó ekki til að draga fjöður yfir þá staðreynd að það var ekki einungis opnunin sjálf sem einkenndist af skorti á metnaði og forsjá. Sem dæmi um það má nefna að þó búið væri að prenta töluvert magn af mjög fallega hönn- uðum bæklingi og veggspjöldum, var dreifingu á þessu efni mjög ábótavant. Ekki virtist vera til fjár- magn til að koma veggspjöldunum í dreifingu hjá því fyrirtæki sem sér um þá framkvæmd fyrir tvíæring- inn, þótt einungis væri um smáupp- hæð að ræða, enda reyndust þau þar að auki vera af rangri stærð. Bækl- ingurinn rataði heldur ekki á réttan stað í bókabúð tvíæringins þar sem honum fylgdu engin innflutnings- skjöl. Ástæðan fyrir því var sú, að til að spara sendingarkostnað voru að- stoðarmenn listamannsins og hann sjálfur beðnir að bera hann í hand- farangri til Ítalíu, sem er auðvitað kolólögleg leið til innflutnings á söluvarningi. Má þetta teljast með nokkrum ólíkindum þegar litið er til þess að ráðuneytinu berast allir pappírar með nauðsynlegum upplýs- ingum um framkvæmdina með góð- um fyrirvara. Allt eru þetta þó einungis smá- vægilegir hnökrar (sem þó geta skipt meginmáli við markaðssetn- ingu) miðað við það hneyksli að sumir þeirra sem hvað harðast lögðu að sér við uppsetningu verksins fyr- ir hönd íslensku þjóðarinnar, skulu hafa þurft að gera það af ótrúlegri óeigingirni, meira og minna á eigin kostnað. Þannig sætir það furðu að boð ríkisins til þátttöku í tvíær- ingnum skuli einungis felast í því að vera fulltrúi Íslands og að engin starfslaun tengist valinu. Í raun þýðir þetta að listamaðurinn, eins og í tilfelli Finnboga Péturssonar, vinn- ur launalaust mánuðum saman að verkefni sínu og verður hreinlega að ganga á sína varasjóði eða vinna fyr- ir sér með öðrum hætti á meðan á undirbúningi stendur. Í ljósi þess að þeir listamenn sem valdir eru á tvíæringinn eru með fremstu lista- mönnum þjóðarinnar og myndlist er undantekningarlítið þeirra eini starfi, má telja þetta undarlega ráð- stöfun. Víst er að fáir í öðrum grein- um þjóðlífsins myndu sætta sig við slíka kosti. Það vekur ekki síður furðu að þrátt fyrir að verkefnið hafi verið samþykkt af hálfu mennta- málaráðuneytisins, var ekki til fjár- magn til að standa straum af smíði þess og uppsetningu í Feneyjum. Listamaðurinn þurfti tvo menn í tíu daga sér til aðstoðar við smíðina á sýningarsvæðinu og fékk annar þeirra ferð sína greidda, en hinn stóð sjálfur straum af ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi auk þess sem báðir unnu launalaust alla þessa daga. Það er ekki ofsagt að margir hafa lagt listinni höfðinglegt lið í gegnum tíðina án þess að bera nokk- uð úr býtum annað en ánægjuna, en það er ekki oft sem það gerist í nafni opinberra aðila. Þess má svo geta, svona rétttil að bíta höfuðið afskömminni, að í mat-arsamsæti til heiðurs lista- manninum að kvöldi opnunardags- ins varð blaðamaður þess áskynja að þessir heiðursmenn (að listamann- inum undanskildum), sem og aðrir sem verkefninu lögðu beint lið með einum eða öðrum hætti, urðu þá einnig að greiða mat sinn og drykk sjálfir. Íslenska ríkið virtist ekki einu sinni geta boðið þeim málsverð sem þakklætisvott þetta eina kvöld þótt um mjög látlaust veitingahús væri að ræða. Það má ef til vill velta því fyrir sér hvað orðið hafi um stolt og höfðingskap landans; í eina tíð þótti engum skrítið að Bjartur í Sumarhúsum sparaði ekki sykurinn ofan í gesti þótt sultarólin herti að – allir skildu að sjálfsvirðing hans hefði ekki leyft slíkan sparnað. Nú gæti mörgum sýnst sem ofan- greind tala fjallaði um eintóma smá- muni. Staðreyndin er þó sú að við- burðir á borð við Feneyjatvíær- inginn geta skipt íslenska menningu verulegu máli ef vel er að málum staðið. Til þess að svo verði er ekki nóg að velja listamann og koma verki hans á sinn stað og bíða þess að hann verði uppgötvaður. Kynn- ingarstarf og markaðssetning skipta öllu því listheimurinn er harður, ekki síður en heimur viðskiptanna. Stór hluti vinnunnar við tvíæringinn ætti með réttu að felast í því að koma listamanninum á framfæri við fjölmiðla, markaðsstjóra stórfyr- irtækja, sýningarstjóra, safnstjóra og safnara, því án slíkra tengsla á listin afar erfitt uppdráttar og for- sendur fyrir íslenskum listmarkaði næsta hverfandi. Ef vel væri að verki staðiðmyndi menntamálaráðu-neytið sjá til þess að þeirsýningarstjórar sem stjórna viðburðum á borð við Fen- eyjatvíæringinn og stærstu lista- kaupstefnunum kæmu hingað til lands með reglulegu millibili til að skoða íslenskan myndlistarheim. Ljóst er að menn á borð við Harald Szeemann, sýningarstjóra tvíær- ingsins, sem er mjög áberandi í hin- um alþjóðlega listheimi, velja ekki til sýninga það sem þeir ekki þekkja. En Szeemann skipuleggur t.d. al- þjóðlegan skála á Arsenale- sýningarsvæðinu sem tilheyrir á tvíæringnum og sýnir þar það sem hann finnur áhugaverðast í heim- inum hverju sinni. Margar þátt- tökuþjóðir hafa því brugðið á það ráð að bjóða honum að sækja sig heim í því skyni að kynna innlenda listamenn fyrir honum og auðvelda þeim að koma sér á framfæri. Á það ráð brugðu t.d. frændur okkar Finn- ar, enda voru kornungir finnskir listamenn áberandi á Arsenale að þessu sinni. Ef íslenska ríkið telur sig ekki hafa efni á að bjóða slíku áhrifafólki heim, væri í það minnsta hægt að bjóða því til veglegrar opn- unarveislu í Feneyjum og spara þannig flugfargjöld og gistingu hér heima. Tæpast þarf að minna á þá margvíslegu möguleika sem hægt væri að nýta í slíku boði við að kynna íslenskt lambakjöt, fisk, vatn og fleira, í samstarfi við íslensk framleiðslufyrirtæki og margverð- launaða matreiðslumenn. Þegar grannt er að gáð er það ef til vill engin tilviljun að þeim ís- lensku listamönnum sem kosið hafa að búa erlendis virðist ganga mun betur við að hasla sér verðskuldaðan völl á alþjóðavettvangi en þeim sem búsetu hafa hér heima. Má nefna listamenn á borð við Erró, Sigurð Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Steinu Vasulku og Ólaf Elíasson í því sambandi. Ólafur hefur t.d. ítrekað verið valinn til að sýna verk sín í þeim hluta Feneyjatvíærings- ins sem sýningarstjórnin sér um, en því fylgir töluverð vegsemd. Enda er óhætt að fullyrða að Ólafur sé nú heimsþekktur á sviði samtímalista þrátt fyrir ungan aldur. Svo virðist sem það fjármagn sem íslenska menntamálaráðuneytið reiðir af hendi í þetta mikilvæga verkefni hrökkvi hreinlega ekki fyr- ir fyrirsjáanlegum kostnaði. Þó er ekki um hærri upphæð að ræða fyrir þjóðarbúið en sem nemur andvirði ódýrs jeppa. Hér er því ekki um mikla peninga að ræða, en samt er freistandi að velta því fyrir sér hversu arðbær sú fjárfesting er sem ekki dugir til að fylgja verkefninu eftir á viðunandi máta. Það er því næsta sorglegt að hugsa til þess að ef við jeppaverðið hefðir verið bætt hóflegum „aukabúnaði“ er enginn vafi á að framlag okkar hefði vakið verðskuldaða athygli og verið okkur öllum til sóma. Í orði en ekki á borði Listsköpun þessa skrautlega pars felst í því að heimsækja alla helstu listviðburði í heimi og eru þau orðin fræg fyrir. Þau létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á Feneyjatvíæringinn og hópuðust aðdáendurnir að þeim hvar sem þau fóru. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.