Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 44
Höfnin verður við álverið, eins og sést á þessari mynd. Fyrirhugað byggingarsvæði er 5 km austan við Búðareyri.                                  !           FYRIRHUGUÐ höfn á Mjóeyri við álverið í Reyðarfirði verður stærsta höfn á Austurlandi og mun ellefu hektara svæði fara undir hana. Höfnin verður gerð í tveimur áföng- um og verður viðlegukantur 380 metra langur eftir síðari áfanga, en 260 eftir þann fyrri. Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hafnarinnar er nú til athugunar hjá Skipulagsstofn- un og hefur almenningur frest til 6. júlí næstkomandi til að gera athuga- semdir. Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hef- ur umsjón með framkvæmdinni og er heildarkostnaðurinn við fyrsta áfanga talinn rúmur milljarður. Þar af er hlutur ríkisins 450 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdir við höfnina hefjist árið 2003 og ljúki síðla árs 2004. Ráðgert er að síðari áfangi framkvæmda hefjist árið 2010 og að kostnaður við hann verði um 300 milljónir króna. Höfnin er hluti af Noral-verkefninu sem felur í sér vatnsaflsvirkjun við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði. Talið er að 225 þúsund fermetrar af fylliefni verði notaðir við hafnar- gerðina og segir í matsskýrslu að mestur hluti þess falli til vegna dýpkunarframkvæmda. Viðbótar- efnisins sem upp á vantar, um 70 þúsund fermetra, er áætlað að afla með dælingu úr sjó í næsta nágrenni Mjóeyrar og úr áreyrum Sléttu sem rennur í botni Reyðarfjarðar. Stórir hnullungar í grjótvörn verða fengnir með sprengingu klappar á iðnaðar- lóðinni. Núverandi dýpi við viðlegukant- inn er frá 2 m upp í 14 m og verður 135 þúsund fermetrum af seti dælt upp til að ná 14,3 m viðlegudýpi. Það verður notað sem fylling baklands hafnarsvæðisins. Hætta á mengunarslysum eykst Skipakomum um Reyðarfjörð mun fjölga með tilkomu stóriðju sem eykur hættu á mengunar- og sjóslys- um í firðinum. Skip með súrálsfarm verða með allt að 60 þúsund tonna burðargetu og 230 metrar að lengd, en einnig er gert ráð fyrir skipum með 25–45 þúsund tonna burðar- getu. Í hættumati á siglingarleiðum eru settar fram tillögur um hvernig megi auka öryggi á siglingarleiðinni um fjörðinn og mynni hans. Boðar og sker verða staðsett nákvæmlega á sjókorti sem gert verður af svæðinu. Þá verður hafnarleiðsögn komið upp og mun Hafnarsjóður Fjarðabyggð- ar sem sér um rekstur hafnarinnar koma sér upp dráttarbáti með 15–20 tonna togkrafti sem verður búinn slökkvibúnaði. Reyðarfjarðarhöfn er flokkuð sem aðalhöfn vegna viðbragða við bráða- mengun sjávar. Þar er því mengun- arvarnarbúnaður og segir í mats- skýrslunni að haft verði samráð við Hollustuvernd ríkisins um hvaða mengunarbúnaður verði í höfninni á Mjóeyri þurfi þess við. Reyðfirðingar verða varir við hávaða Í matsskýrslunni segir að hávaða- stig vegna byggingar og reksturs hafnarinnar verði innan viðmiðunar- marka í byggðinni innar í firðinum. Hávaði verður þó greinanlegur handan fjarðar í stilltu veðri og sagði Valgeir Kjartansson, verkfræðingur hjá Hönnun hf., á kynningarfundi um matsskýrsluna á Reyðarfirði að íbúar í firðinum muni á kyrrlátum kvöldum verða varir við fram- kvæmdir við höfnina. Umhverfisvöktun er fyrirhuguð vegna þeirrar starfsemi sem mun fara fram innan hafnarlóðarinnar. Mælingar verða gerðar á þung- málmum og lífrænum efnum sem eru þrávirk. Þær verða gerðar bæði í sjávarseti og í lífverum í nánasta ná- grenni við höfnina. Þá segir í skýrslunni að meginnið- urstaða mats á umhverfisáhrifum vegna byggingar og reksturs hafn- arinnar sé að áhrif á lífríki séu ekki mikil og að þau séu staðbundin við það svæði sem fer undir fram- kvæmdirnar. Þó fer einn af fjórum fundarstöðum rauðþörungsins sjáv- arkræðu á Austfjörðum, sem er kuldafælinn þörungur, undir hafnar- svæðið. Í matsskýrslunni segir að hvorki hafi fundist jarðfræðimyndanir né plöntutegundir eða gróðursamfélög sem beri að vernda. Tvennar forn- minjar eru í hættu vegna fram- kvæmdanna, þær verða huldar með uppfyllingu og segir í matsskýrsl- unni að reynt verði að raska þeim ekki að öðru leyti. Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna hafnargerðar í Reyðarfirði Heildarkostnaður við hafn- argerð um 1,3 milljarðar FRÉTTIR 44 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALIÐ er að allt að 20–30% fólks þjáist reglulega af iðraólgu en það er óróleiki í meltingarvegi sem get- ur verið allt frá ógleði niður í krampakennda verki með nið- urgangi eða harðlífi. Sjúkdómurinn er mun algengari hjá konum en körlum, en 80% þeirra sem leita sér lækninga vegna iðraólgu er konur. Orsakir iðraólgu eru ekki kunnar að fullu, en vitað er að streita, kvíði, depurð og t.d. misnotkun í æsku hafi áhrif þar á. Erfitt hefur reynst að lækna þetta ástand en iðraólga getur verið mjög hvimleiður kvilli og haft mikil áhrif á félagslíf og atvinnuþátttöku þeirra sem eru hvað verst haldnir. Dr. Michel Delvaux, meltingar- sérfræðingur hjá Sjúkrahúsunum í Toulouse í Frakklandi, hélt fyr- irlestur um nýjungar í lyfjameðferð við iðraólgu, á lokadegi þings nor- rænna meltingarsérfræðinga sem fram fór nýlega í Reykjavík. Í fyr- irlestri sínum sagði Delvaux frá fjölda lyfja sem hafa verið þróuð, en ekki fengist skráð. Delvaux segir mjög erfitt að finna lækningu við sjúkdómnum þar sem orsakir hans séu óljósar og erfitt fyrir lækna að vita hvort lækn- inguna sé að finna í heilanum eða meltingarfærunum. Hann segir að þunglyndislyf hafi sýnt mikinn árangur en að margir læknar séu tregir við að vísa þeim á sjúk- linga og að margir sjúklingar vilji sömu- leiðis ekki taka þau. Hann segir að meðferð hjá sálfræðingi geti verið mjög árangursrík hvað iðraólgu varðar og að meiri áherslu þurfi að leggja á sál- ræna þáttinn sem og að kenna sjúklingum að lifa með iðraólgu og hjálpa sér sjálfir. Delvaux segir það hafa sýnt sig að sjúk- lingum, sem aðeins eru gefin gervilyf sem viðmiðunarhópur þegar ný lyf eru prófuð, fari mikið fram einungis við það að hitta lækni reglulega sem sýnir þeim umhyggju. „Þetta getur valdið vandamálum við að fá lyf skráð. Helmingur þeirra sjúklinga, sem aðeins fá lyfleysu, sýnir batamerki og áttum við von á að þeim sjúklingum myndi hraka smám saman aftur, meðan þeim sem fengu lyfið myndi halda áfram að líða betur. Það gerðist hins vegar ekki og þó að sum lyfin hafi sýnt 15– 25% betri árangur en gervilyfin hef- ur það ekki verið nóg fyrir lyfjaeft- irlitið til að fá lyfin skráð,“ segir Delvaux. Hér á Íslandi eru tvö lyf á mark- aðinum, fyrir utan þunglyndislyf, sem læknar geta gefið sjúk- lingum með iðraólgu. Þetta eru lyfin spasm- erin og duspatalin, en Delvaux segir að ekki hafi verið sýnt vís- indalega fram á að þau geri gagn, þótt vitað sé að þau hjálpi mörgum sjúklingum og segist Delvaux trúa því að þau hjálpi. Hann segir að eitt lyf sem hafi fengist skráð, alosetr- on, hafi reynst vel en að það hafi verið tekið af markaðinum eftir að sjúklingar létust eftir notkun þess. „Þarna var um að ræða læknamis- tök. Læknarnir vísuðu lyfinu á ranga sjúklinga en lyfið var aðeins skráð fyrir konur með iðraólgu sem hafa niðurgang.“ Delvaux segir að 20% sjúklinga með iðraólgu fái harð- lífi og niðurgang til skiptis og að sumir slíkir sjúklingar hafi fengið lyfið, sem hafi leitt til alvarlegs harðlífis. Skera þurfti upp nokkra sjúklinga í kjölfarið og létust þrír þeirra. Lyfinu var alls vísað 500 þús- und sinnum á 350 þúsund sjúklinga. „Iðraólga er ekki lífshættulegt ástand og verða því allar tilraunir að vera öruggar og sýna árangur. Hefði lyfinu aðeins verið vísað á þá sjúklinga, sem það var ætlað, hefði þetta aldri gerst,“ segir Delvaux. Hann segist bjartsýnn um að á næstu árum eigi eftir að koma fram lyf sem geti hjálpað sjúklingum með iðraólgu. „Við höfum lært mikið á síðustu árum og sjáum fram á nýjar leiðir fyrir framtíðarrannsóknir. Við höfum ekki lagt árar í bát þrátt fyrir allt, það er verið að rannsaka lyf sem verða tilbúin til prófunar eftir nokkur ár og reynast þau vonandi betur,“ sagði hann. Kjartan Örvar, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, segir að rannsókn sem gerð var á Íslandi staðfesti háa tíðni iðraólgu hér á landi. Hann segir allt benda til þess að sjúkdómurinn hafi svipaða út- breiðslu hér og á öðrum Vestur- löndum. Kjartan segir að langflestir sjúklingar geti lifað með sjúkdóm- inum og leitt hann hjá sér. Viss hóp- ur hafi þó svo slæm einkenni að þeir þurfi mikillar athygli við vegna verkja, en hefðbundin verkjalyf gagnast þessum sjúklingum illa. Segir hann að þeir eigi alls ekki að nota þau vegna hættu á að þeir verði háðir lyfjunum. Fjarvistir frá vinnu eru, að sögn Kjartans, mjög óreglubundnar og oft stuttan tíma í einu. Hann segir þó að yfir árið geti þetta verið mjög margir veikindadagar. Franskur læknir á þingi norrænna meltingarsérfræðinga í Reykjavík Erfitt hefur reynst að finna lyf við iðraólgu Dr. Michel Delvaux Dæmdar bætur fyrir ólögmæta frelsissvipt- ingu HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyr- irtæki og íslenska ríkið til að greiða manni 150.000 króna bætur og 250.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti vegna ólögmætrar frelsissviptingar í tengslum við ólögmæta endurupp- töku fjárnáms sem gert hafði verið í eignum hans. Að boði sýslumannsins í Hafn- arfirði var maðurinn sviptur frelsi í rúman sólarhring í tengslum við endurupptöku fjárnámsins. Um- rætt fyrirtæki hafði krafist endur- upptökunnar án þess að í beiðninni kæmi fram í hvaða tilgangi hún skyldi fara fram. Hæstiréttur telur að ekki hafi verið fyrir hendi skil- yrði til að verða við beiðninni og að sýslumanni hafi borið að hafna henni þegar í stað af sjálfsdáðum. Því hefði gerðin verið endurupp- tekin án heimildar í lögum. Þá hefði lengd frelsissviptingar- innar verið úr hófi og af gögnum málsins yrði ekki annað ráðið en að varðhaldstíminn hafi ekki verið nýttur nema að litlu leyti til að afla upplýsinga um eignir mannsins. Þótti Hæstarétti fyrirtækið og sýslumaður hafa sýnt af sér gá- leysi, sem meta yrði þeim til sakar. Þar sem lagastoð hafi brostið fyrir endurupptökunni var fallist á að frelsissvipting mannsins hafi verið ólögmæt og að hann ætti rétt til bóta af þeim sökum. Maðurinn krafðist 1,5 milljóna í bætur en var dæmd tíund þess eða 150.000 krón- ur. Varað við erlendum farand- sölu- mönnum ERLENDIR farandsölumenn hafa síðustu daga falboðið búsáhöld, m.a. pottasett sem seld eru á miklu hærra verði en í verslunum hér á landi. Mennirnir munu jafnvel hafa farið fram á um 100.000 krón- ur fyrir 5-6 potta. Samtök verslunarinnar sendu í gær frá sér frétta- tilkynningu þar sem varað er við mönnunum. Líkur bendi til að þeir hafi ekki leyfi til að stunda þennan rekstur og dregið er í efa að þeir greiði tilskilin opinber gjöld. Allt bendi því til að hér sé um ólöglega starfsemi að ræða. Í fréttatilkynningunni er enn- fremur minnt á að skilafrestur á þessum vörum er ekki virtur en samkvæmt lögum um hús- göngusölu er skilafrestur 14 dagar. Stefán G. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði frétt af mönnunum á höf- uðborgarsvæðinu og á Ísafirði og Akureyri. Svipað mál hefði komið upp fyrir nokkrum ár- um en þá hefðu tyrkneskir teppakaupmenn verið á ferð- inni. Hjá lögreglunni í Kópavogi fengust þær upplýsingar í gær að nokkrar kvartanir hefðu borist vegna mannanna. Engin formleg kæra hefði þó verið lögð fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.