Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „AÐALATRIÐIÐ var að klára stúdentinn og það er enginn mun- ur þó maður sé dúx,“ sagði Guð- laugur K. Jörundsson, þegar hann var inntur eftir því hvernig tilfinn- ing það væri að vera dúx Iðnskól- ans í Reykjavík. Guðlaugur útskrifaðist af tölvu- fræðibraut og tæknibraut og er því tæknistúdent. Hann segir að þessi góði árangur byggist á því að hann hafi mætt vel í tíma og tekið vel eftir. „Mér líkaði námsvistin vel en auðvitað voru kennararnir misjafnir eins og gengur og gerist. Heimalærdómurinn var í lágmarki og svo var félagslíf skólans ekkert að þvælast fyrir manni, þar sem lítið félagslíf er í Iðnskólanum.“ Guðlaugur hefur starfað hjá Veraldarvefnum hf. síðan í febrúar og í haust fer hann í stærðfræði í Háskóla Íslands. „Áhuginn á stærðfræði hefur komið á síðustu mánuðum. Ég hef fengið ákveðinn leiða á tölvum og vil ekki vinna við tölvuforritun allt mitt líf.“ Morgunblaðið/Sverrir Guðlaugur K. Jörunds- son, Iðnskólinn í Reykjavík Félagslífið ekki fyrir að hennar sögn. „Það var ekki fyrr en maður vissi að það væri að fara að leysast. Aðalatriðið er að mæta í tíma og taka vel eftir og ég lærði bara þegar ég þurfti að læra.“ Útskriftarhópur Fjölbrautaskól- ans Ármúla fór í byrjun apríl í stutta útskriftarferð til Prag og segir Sig- ríður að það hafi verið mjög gaman, en í sumar mun hún starfa í Lands- banka Íslands. Í Morgunblaðinu hefur á undanförnum dögum verið greint frá fjölda útskrifta úr framhaldsskólum landsins. Skóla- starf vetrarins varð mörgum erfitt vegna kennaraverkfalls- ins og ekki skiluðu allir sér aftur í skólana að því loknu. Að ljúka stúdentsprófi er mikill áfangi og um er að ræða mikil tímamót hjá fólki sem á lífið framundan. Morgunblaðið tók tali dúxa úr tíu skólum þar sem meðal annars var rætt um framtíðaráætlanir, hverju megi breyta í framhaldsskólum og hvað þurfi að gera til að verða dúx. Fjögur ár að baki Morgunblaðið/Arnaldur Viðtöl Morgunblaðsins við tíu dúxa Morgunblaðið/Billi Guðni S. Guðjónsson, Borgarholtsskóli Öll mennt- un af hinu góða GUÐNI S. Guðjónsson útskrifaðist af náttúrufræðibraut Borgarholts- skóla en skólinn var á sínu öðru starfsári þegar hann hóf nám þar. „Þetta var mjög skemmtilegur tími í Borgarholtsskóla. Margir nýút- skrifaðir kennarar eða kennarar úr öðrum skólum byrjuðu við skólann og sameiginleg menntun þeirra var sú mesta á landinu að meðaltali. Um mikinn metnað var og er að ræða og kennararnir voru að leggja fyrir nemendur öðruvísi verkefni en ann- ars staðar. Þar að auki er skólinn frekar lítill þannig að maður náði að mynda persónuleg tengsl við kenn- arana. Í rauninni má segja að það hafi verið persónuleg tengsl á milli allra kennara og nemenda. Kennararnir þekktu alla með nafni og kunni ég vel við það enda kem ég úr Eyjum.“ Agi, skipulag og líkamleg hreysti Aðspurður segir Guðni það vera ágætis tilfinningu að vera dúx og það sé gaman að sjá árangur erfiðisins. „Ég bjóst alveg eins við þessu en þó ekkert frekar. Mér hefur alltaf geng- ið vel í námi og átt auðvelt með að læra.“ Að hans mati þarf þrennt til að ná góðum árangri í námi; „Maður þarf að vera skipulagður, agaður og leggja áherslu á að hreyfa sig. Ég held nefnilega að það skipti máli að halda líkamlegri hreysti. Ég er ekki sjálfur í íþróttum en hleyp mjög mik- ið, þá oft í Elliðarárdalnum, og enn fremur lyfti ég stundum með.“ Þegar talið berst að félagslífi skól- ans og hvort hann hafi þurft að tak- marka það til að ná svo góðum náms- árangri segir Guðni; „Ég var nú frekar virkur í félagslífinu. Ég mætti á öll böll og flest alla viðburði sem voru í skólanum þannig að góð frammistaða í skólanum bitnar ekki endilega á þátttöku í félagslífi.“ Hvað mætti bæta í framhalds- skólanámi almennt? „Þetta nýja kerfi sem er komið í dag er hálfgerð fá- sinna. Það er verið að skikka nem- endur til að velja nánast strax hvað þeir ætli að leggja fyrir sig í framtíð- inni. Maður verður að velja ákveðið sérsvið og nánast hvaða háskólanám maður ætlar í. Í dag gerir háskólinn stöðugt meiri kröfur í sambandi við þá áfanga sem fólk tekur en mér finnst að þetta mætti vera aðeins opnara. Það eru nefnilega rosalega margir og eflaust vel flestir sem vita ekkert hvað þeir ætla sér að læra þegar þeir byrja í framhaldsskóla. Ég er því frekar skeptískur á þetta kerfi,“ segir Guðni en hann telur að það mætti einnig vera strangara mætingarkerfi. „Ég hef náttúrulega alltaf mætt vel sjálfur en finnst of mikið frjálsræði hvað mætingu varð- ar. Það mætti vera strangara í fram- haldsskólum og þannig veita meira aðhald.“ Flugið heillar Í sumar starfar Guðni hjá skilta- fyrirtækinu Nota Bene og er hann í útideildinni. „Maður er að setja upp og gera við skilti. Þetta er ansi fjöl- breytt starf og maður er mikið á þeytingi og það á vel við mig. Hvað haustið varðar er allt á huldu enn þá en ég er þó búinn að skrá mig í véla- og iðnaðarverkfræði. Ég hef mestan áhuga á raungreinum og spilar flugið þar inn í. Ég er búinn að taka slatta af tímum og er að skríða í gegnum sóló- prófið. Svo er ég búinn að vera nógu kræfur við að fara með flugfélögun- um í ferðir, bæði Flugleiðum og Atl- anta, og einnig með Landhelgisgæsl- unni. Flugið heillar rosalega og ég veit að ég á eftir að verða flugmaður. Þó held ég að það sé ekki slæmt að vera með verkfræðipróf enda eru margir íslenskir flugmenn með slíkt próf. Enn fremur er öll menntun af hinu góða.“ ÞAÐ eru ekki margir sem feta í fót- spor Sigþrúðar Ármannsdóttur, dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði, en hún brautskráðist af hagfræði- braut skólans. Sigþrúður hóf nám í öldungadeild skólans árið 1997 ásamt því að vera í fullu starfi á Veðurstofu Íslands. „Það hafði reyndar staðið lengi til að fara í nám, en svo ákvað ég þegar krakkanir voru orðnir það fullorðnir að drífa mig bara og ég sé svo sann- arlega ekki eftir því. Ég byrjaði í öldungadeildinni, en hún var lögð niður í fyrra vor og eftir það tók ég námið utan skóla og mætti þegar ég gat. Þá hafa Námsflokkar Hafnar- fjarðar tekið við öldungadeildinni á nokkurn hátt og ég sat nokkur nám- skeið þar.“ Sjálfsagi, skipulag og áhugi Sigþrúður var reyndar meirihlut- ann af námstímanum í 120% vinnu á Veðurstofunni og hefur aðeins verið í 100% starfi frá því í desember síð- ast liðnum. Því liggur beinast við að spyrja hvernig henni tókst að ná svo góðum árangri? „Sjálfsagi, skipulag og síðast en ekki síst áhugi er það sem þarf, en mér fannst mjög gam- an í skólanum. Kennararnir voru hver öðrum betri og mig langar til að fá að þakka þeim kærlega fyrir samfylgdina. Enn fremur er það nú þannig, að flestir sem fara í kvöld- skóla eru þar vegna ánægjunnar og til þess að læra. Þeir gera kröfur til þeirra sjálfra og til kennarana og yf- irleitt ná allir vel saman. Þá finnst mér það kostur að færri eru í bekkj- um í kvöldskóla heldur en í dagskóla og maður nær þannig betri tengsl- um við kennarana.“ Stefnir á framhaldsnám Aðspurð segist Sigþrúður ekki ætla að láta staðar numið hér, held- ur stefni hún á framhaldsnám. „Ég reikna ekki með því að fara í nám í haust heldur á ég eftir að bíða með það í ár eða svo. Þá á ég eftir að skoða hvaða nám hentar mér best, þar sem ég verð að vinna fullt starf með því eins og áður. Mér finnst reyndar vanta nám á háskólastigi, sem er á viðráðanlegu verði og fólk gæti stundað með vinnu.“ En hvernig er að vera dúx? „Voða gaman.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigþrúður Ármanns- dóttir, Flensborgarskól- inn í Hafnarfirði Dúx í fullri vinnu SIGRÍÐUR Karlsdóttir útskrifað- ist af náttúrufræðibraut úr Kvennaskólanum í Reykjavík og hlaut hún einkunnina 9,51 en það er hæsta einkunn sem nemandi hefur hlotið á stúdentsprófi við skólann. „Það kom mér á óvart að ég yrði sú hæsta sem hefur útskrifast frá skólanum, en þó var mig farið að gruna að árangurinn yrði nokkuð góður,“ sagði Sigríður þegar Morgunblaðið náði tali af henni. Góður stuðningur fjölskyldunnar Sigríður er frá Vík í Mýrdal og segir að þar sé gott fyrir börn að alast upp, en hún hefur búið í Kópavogi síðan hún hóf nám við Kvennaskólann. Hún segir jafn- framt að henni hafi ávallt gengið vel í námi. „Mamma er kennari og því hefur mér verið haldið vel við efnið. Ég er með góðan grunn og fjölskyldan hefur stutt vel við bak- ið á mér og auðvitað hafði það góð áhrif að ég var í skemmtilegasta bekknum í Kvennó, 4.-NÞ.“ Sigríður segir að til að ná góð- um árangri verði fólk að vera metnaðarfullt. „Ég held reyndar að ekkert síður sé mikilvægt að eignast góða vini og vera í góðum Sigríður Karlsdóttir, Kvennaskólinn í Reykjavík Efla þarf sjálfstæð vinnu- brögð SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir út- skrifaðist af hagfræðibraut Fjöl- brautaskólans Ármúla. Hún ætlar í viðskiptafræði í Há- skóla Íslands í haust þó svo það hafi ekki alltaf verið stefnan. „Ég var fyrst á sálfræðibraut en svo snerist áhuginn að öðru. Ég ætla að sjá hvernig mér líkar viðskiptafræðin og svo kemur ljós hvernig framhaldið verður.“ Hvernig er að vera dúx? „Ég var mjög hissa. Þetta kom mér virkilega á óvart en ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með þennan árangur.“ Sigríður vann með skólanum um hverja helgi í Hagkaupum í Kringl- unni og í verkfallinu lærði hún lítið Morgunblaðið/Billi Sigríður Guðmunds- dóttir, Fjölbrautaskól- inn Ármúla Kom á óvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.