Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HRINGFERÐIN ersjálfstætt verkefninemenda við mynd-listardeild Listahá-skóla Íslands í sam- vinnu við ýmis bæjarfélög vítt um landsbyggðina og var það form- lega opnað í gærdag í húsnæði Listaháskóla Íslands. Verkefnið felur í sér að fjörtíu nemendur myndlistar- og hönnunardeilda skólans hafa opnað myndlistarsýn- ingar á tólf stöðum á landinu. Nemendurnir fóru í smærri hópum til ákveðins bæjarfélags og dvöldu þar í eina til tvær vikur við vinnu og uppsetningu myndlistarsýn- inga. Á meðan á dvölinni stóð, voru vinnustofur þeirra opnar og gátu gestir og gangandi fylgst með listamönnunum við störf sín. Opn- anirnar fóru fram á tímabilinu 16. maí til 6. júní og munu sýning- arnar vera opnar til 21. júlí. Á sýningunni í Laugarnesi gaf að líta heimildavinnu sem unnin var í kring um verkefnið af sýning- arstjórninni, en í henni eru sex nemendur í Listaháskóla Íslands, og gafst þá nemendum og kenn- urum skólans tækifæri til að kynna sér verkefnið, sem og lista- mönnunum að bera saman bækur sínar og reynslu. Staðurinn endurspeglast í listinni Hugmyndina að verkefninu og framkvæmd má rekja til sýninga- stjórnarinnar, þeirra Bryndísar Ragnarsdóttur, Daníels Björns- sonar, Hugins Þórs Arasonar, Re- bekku Ragnarsdóttur, Ágústar Ævars Arnarsonar og Geirþrúðar Hjörvar, en þau luku öll öðru ári við myndlistar- eða hönnunardeild- ir Listaháskólans í vor. Leiðbein- andi hópsins var Ósk Vilhjálms- dóttir. „Hugmyndin kviknaði fyrir ári síðan,“ segir Daníel Björnsson, að- spurður um tilurð Hringferðarinn- ar. „Við hugsuðum þetta þannig að þetta væri eins konar framlenging á skólanum. Skólayfirvöld tóku þessu mjög vel, en frumkvæðið var algerlega okkar. Við fórum þá í einskonar forhring um landið, skoðuðum staði og könnuðum möguleika á því, að nemendur úr Listaháskólanum gætu komið og verið í tvær vikur og fengið að- stöðu til að búa, vinna og sýna.“ Mikil undirbúningsvinna fylgdi í kjölfarið og hittust sexmenning- arnir reglulega á fundum í vetur. Send voru bréf til allra bæjar- félaga og fengu þau að sögn mjög jákvæð viðbrögð, en úr voru svo Kort af sýningarstöðunum tólf er í bæklingi sem gefinn er út í tengslum við Hringferðina. Morgunblaðið/Arnaldur Sýningastjórn og hugmyndasmiðir Hringvegarins. Frá vinstri: Daníel, Geirþrúður, Huginn, Bryndís og Ágúst. Á myndina vantar Rebekku Ragnarsdóttur. Land lagt undir fót í nafni listarinnar Mótel Venus Berglind Ágústsdóttir Hanna Christel Sigurðardóttir Melkorka Þ. Huldudóttir Ísafjörður-Gamla sjúkrahúsið Davíð Örn Halldórsson Guðmundur Thoroddsen Margrét Rós Halldórsdóttir Pétur Már Gunnarsson Blönduós-Safnaðarheimili Blönduóskirkju Arndís Gísladóttir Hrund Jóhannesdóttir Karen Ó. Sigurðardóttir Margrét M. Norðdahl Þórunn Inga Gísladóttir Siglufjörður-Bæjar- skrifstofur Siglufjarðar Arnfinnur Amazeen Baldur G. Bragason Elín Helena Evertsdóttir Sigrún Sigurðar Húsavík-Hvalamiðstöðin og víðsvegar um bæinn Elín Hansdóttir Sara Riel Sigurður Guðjónsson Tómas Lemarquis Úlfur Chaka Skriðuklaustur Elísabet Stefánsdóttir Margrét Ómarsdóttir Seyðisfjörður- Norðurgata 2 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Sólveig Einarsdóttir Þórarinn Hugleikur Dagsson Neskaupsstaður-Egilsbúð Gunnar Þ. Vilhjálmsson Svavar Pétur Eysteinsson Djúpivogur-Langabúð Asami Kaburagi Julia Steinman Luigi Puxeddu Höfn í Hornafirði- Pakkhúsið og Sindrabær Þuríður Elfa Jónsdóttir Vík í Mýrdal- Gamla pósthúsið Birta G. Guðjónsdóttir Bryndís Erla Hjálmarsdóttir Linda Dögg Ólafsdóttir Sigríður Björg Sigurðardóttir Þorlákshöfn-Bæjarskrif- stofur Þorlákshafnar Markús Þór Andrésson Ólafur Breiðfjörð Þuríður S. Sigurðardóttir Hringferðin er yfirskrift myndlistarsýninga nemenda úr Listaháskóla Íslands, þar sem Ísland allt er sýningarsalurinn. Inga María Leifsdóttir hitti tvo af skipuleggjendum, þau Daníel Björnsson og Geir- þrúði Hjörvar, og ræddi við þrjá þátttakendur, Úlf Chaka og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, myndlist- arnema, og Hafstein Jó- hannesson, sveitarstjóra í Mýrdalshreppi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.