Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hann Margrímur mágur minn er látinn, varð bráðkvaddur 9. júní sl. aðeins 55 ára að aldri. Ég kynntist Mar- grími árið 1959, þegar ég kom á heimilið með Jóhönnu systur hans. Við urðum strax bestu vinir, þrátt fyrir aldursmuninn, sú vinátta hélst síðan alla tíð. Mar- grímur gerðist lærlingur hjá mér í skriftvélavirkjun og unnum við að þeirri iðn í mörg ár og bar aldrei skugga á hvorki í vinnu né í einkalíf- inu. Margrímur gerðist síðar húsa- smiður, hann var handlaginn við allt það sem hann tók sér fyrir hendur og iðinn með afbrigðum, féll nánast aldrei verk úr hendi. Það er kannski engin tilviljun að hann lést við vinnu í sumarbústaðnum sínum á Stóra- Hofi. MARGRÍMUR GÍSLI HARALDSSON ✝ Margrímur Gíslivar fæddur í Reykjavík 5. septem- ber 1945, hann varð bráðkvaddur 9. júní sl. Útför Margríms fór fram frá Foss- vogskirkju föstudag- inn 15. júní sl. Þau eru ófá skiptin sem hann leit aðeins inn í bæði á Vestur- berginu og nú síðast í Háulindinni, í kaffi- spjall, og gat orðið býsna fjörugt við eld- húsborðið þegar synir mínir 3 voru staddir þar líka. Það voru mörg vandamálin leyst þar. Barngóður var hann og hændust held ég öll börn að þessum góða frænda sínum. Söngurinn var hans áhugamál seinustu ár- in og söng hann bæði í Snæfellinga- kórnum í Reykjavík og í Kór Óháða safnaðarins í Reykjavík. Þar naut hann sín. Við Jóhanna eigum eftir að sakna þess að fá hann ekki oftar í heim- sókn og sama segja synir okkar og þeirra fjölskyldur. En við treystum því að öll munum við hittast á nýjan leik. Við þökkum öll samfylgdina gegn- um árin og sendum sonum hans, El- ínborgu elskulegu vinkonunni hans, hennar börnum, og öllum öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði kæri vinur. Gunnar V. Magnússon. Hvar söngur ómar sestu glaður, það syngur enginn vondur maður. Það eru ekki 3 ár liðin síðan Maddi minn studdi við bakið á okk- ar fjölskyldu við andlát tengdaföður hans, föður okkar og maka Guðjóns Guðmundssonar, tók utan um okk- ur, kom fyrstur með stóran og fal- legan blómvönd. Hann stóð eins og bjargið sem haggaðist ekki. Óneit- anlega minnti hann mann á bjargið sem hægt var alltaf að treysta á. Drengjunum sínum og fyrrverandi eiginkonu reyndist hann alltaf mjög góður faðir og maki. Ég gleymi ekki Madda mínum á fimmtugsafmælinu hans, þegar ég, börn mín og tengda- börn, slógum saman í smoking, skyrtu og linda handa honum í af- mælisgjöf, hvað hann var barnslega glaður og hrifinn, það var hugsað, sem og gat komið sér vel, fyrir kór- samkomur, sem hann hafði mjög mikla ánægju af. Ég sé hann fyrir mér við skírn fyrir stuttu síðan þegar fyrsta afa- barnið hans var skírt, þéttan og myndarlegan á velli með sitt hvíta hár og skegg. Það sópaði af honum. Ég kveð að síðustu með kveðjunni okkar, sem ég notaði alltaf á börnin mín. Guð geymi þig! Hafðu þökk fyrir allt og allt, Maddi minn. Kveðja, Þóra „tengdó“. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Hvíl þú í friði. Indiana. Kór Óháða safnaðarins er ekki stór. Stórt skarð er höggvið í okkar raðir. Góður vinur og félagi er fall- inn í valinn langt um aldur fram, að- eins 55 ára. Það segir sig sjálft að þegar slíkur atburður gerist verður söknuður okkar og eftirsjá mikil. Margrímur var einstaklega glað- sinna og gefandi. Þær voru ófáar gleðistundirnar sem við áttum sam- an. Skemmst er að minnast rausn- arlegs heimboðs hans og Ellu fyrir fáeinum vikum. Margrímur var ætíð hrókur alls fagnaðar og dró venju- lega ekki af sér í þeim efnum. Sam- verustundir í leik og starfi eru ógleymanlegar, fyrir þær viljum við þakka. Minningin um Margrím mun lifa með okkur félögum hans um langa framtíð. Við biðjum aðstandendum hans Guðs blessunar og styrks á erfiðum stundum. Kór og kórstjóri Óháða safnaðarins. Þegar samferða- menn hverfa af sjón- arsviðinu bregður fólki í brún, þótt við vitum að það á fyrir okkur öllum að liggja að deyja einhverntíma bregður okkur við þá vissu að eiga aldrei eftir að eiga samneyti við þann látna framar. En þegar náinn ættingi deyr eru tilfinningarnar sterkari – bæði söknuður og hryggð. Þannig varð okkur innan- brjósts þegar fréttir bárust um að Lalla frænka lægi fyrir dauðanum, minningarbrot flögruðu um hugann Við sem höfðum svo nýlega skemmt okkur saman í brúðkaupi, sem haldið var í fjölskyldunni, Lalla í heimsókn á Hagamelnum hjá mömmu, en hún keyrði alltaf ÓLÖF SÍMONARDÓTTIR ✝ Ólöf IngibjörgSímonardóttir (Lalla) fæddist á Stokkseyri 1. júní 1916. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands laugardaginn 9. júní síðastliðinn. Ólöf var jarðsett frá Selfoss- kirkju laugardaginn 16. júní sl. sjálf á „Lödunni“ sinni frá Selfossi. Næstum hálfrar aldar minn- ingar um góðu frænk- una í útlöndum sem sendi svo oft bréf og kort með útlendum frímerkjum Eftir- vænting jólanna í þá daga hófst með pakka frá Danmörku sem innihélt dýrindis daga- töl, sem ekki þekktust á Íslandi þá. Dýrðar- ljóminn hvarf ekki af Löllu frænku við að hún flytti til Íslands eftir 40 ára dvöl í landi kóngsins, þar sem allir ættingjar og vinir er þangað lögðu leið sína áttu athvarf, heldur kynntumst við betur mann- kostum hennar, kraftinum, stjórn- seminni, skipulagningunni, gjaf- mildinni, ræktarseminni en umfram allt umhyggjunni sem hún sýndi öllum er hún þekkti. Hinsta kveðja okkar er fátækleg miðað við allar þær góðu minningar sem hún skilur eftir. Guð styrki alla þá sem elskuðu Löllu frænku. Albína og Þórdís Unndórsdætur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.                                               !       " #    ! " # $ %  " #   &' ! (    (   )     & )*&)   +     + !                         "#$%&#                            !"" ' ( ( )*** +,* ( )*** *  ( )*-   (. ( )*- /,* (- *0  00  - 000.                                  !    ""# $    %   &'  ( !!   )'    *    +        % ,,     ' *     !"   #    $ !  #  #  !" %  & #'  (  #    )  #  !" # *  #  !" + #  ,    -       - .                         ! "        ! # $ %  &'    ( ! "    ) *  ++ # ! "! $  %&' %!' '"! (&)!* $ '"!  %!'  +$ $ '"! ,-& '&! . "  !")!" $  "&!'- $ '"!  $+ /'&!0 við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri                                         ! "  "#$%#$&'!$# !# #$ "#$%#$&&(  )* & +$$,  #  ' "#$%#$&'!$# - # !. &&(  / 0$ #$  #% #&&(  !1# %$ "#$%#$&&(   # ! &'!$# "#$%#$ 2  -&&( 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.