Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag. Kommandor Amalie fer í dag. Brúarfoss fer á morgun. Helgafell, Dettifoss og Lindholm koma á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Ostankino og Oryik koma í dag. Brúarfoss kemur á morgun. Mannamót Norðurbrún, Furugerði og Hæðargarður. Fimmtudaginn 21. júní verður farið að Ljósa- fossvirkjun, lagt af stað frá Norðurbrún kl. 12.30, síðan verða far- þegar teknir upp í Furugerði og Hæð- argarði, ekið verður um Mosfellsheiði og Þing velli að virkjuninni þar sem skoðaðir verða m.a. munir í eigu Þjóð minja- safns Íslands. Ekið verður til baka um Þrengslin. Farþegar taki með sér nesti og hlýjan fatnað. Skráning í Norðurbrún, s. 5686960, Furgerði, s. 5536040, og Hæð- argarði, s. 568 3132. Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10–16 púttvöllurinn op- inn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9.30–11 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 samverustund, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Farið verður norður Kjöl, fimmtudaginn 21. júní kl. 8. Þingeyr- arkirkja í A-Hún. skoð- uð. Kvöldverður í Hreðavatnsskála. Nesti og góður klæðnaður. Upplýsingar og skrán- ing í síma 568-5052 fyrir þriðjudaginn 19. júní. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan á Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð, kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Garðabæ. Þjónustubók 2001–2002 er komin, og geta félagar nálgast hana á skrifstofu félags- ins í Kirkjuhvoli. Skrif- stofan er opin þriðju- daga og fimmtudaga frá kl 10.30 til 11.30, en verður lokuð í júlí. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag verð- ur félagsvist kl 13.30. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli á þriðjudögum kl. 14 til 16. Þriggja daga ferð til Horna- fjarðar 3. júlí til 5. júlí. Nokkrir miðar lausir. Haustferðin 1. okt. nk. til Prag, Búdapest og Vínar, kynning verður miðvikudaginn 27. júní nk. kl. 14. Orlofið í Hót- el Reykholti í Borg- arfirði 26.–31. ágúst nk. Skráning og allar upp- lýsingar í Hraunseli, sími 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeg- inu. Sunnudagur: Félagsvist fellur niður. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda kl. 19 fyrir framhald og byrj- endur kl. 20.30. Dags- ferð 18. júní. Söguferð í Dali, skoðaðir verða Ei- ríksstaðir, Höskulds- staðir í Laxárdal, Hjarðarholt, Búð- ardalur, Krosshólar og landnámsbærinn Hvammur. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leið- sögumaður er Sigurður Kristinsson. Dagsferð 10. júlí Þórsmörk – Langidalur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir og Pálína Jónsdóttir. Eyja- fjörður – Skagafjörður – Þingeyjarsýslur, 6 dag- ar. 26.-31. júlí. Ekið norður Sprengisand til Akureyrar. Farið um Eyjafjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Svalbarðsströnd o.fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Ath: Vegna mikillar aðsókn- ar í hringferð um Norð- austurland viljum við biðja þá sem eiga pant- að að koma og greiða inn á ferðina sem fyrst. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 15.30 almennur dans hjá Sigvalda. Allir vel- komnir, ekkert skrán- ingargjald. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Fimmtudaginn 21. júní er Jónsmessufagnaður í Skíðaskálanum í Hvera- dölum, m.a. ekið um Heiðmörk o.fl., veglegt kaffihlaðborð að hætti hússins. Söngur og dans undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar harmoniku- leikara. Miðvikudaginn 27. júní ferðalag í Húna- þing vestra m.a. staldr- að við í Víðigerði, ekinn Vatnsneshringurinn. Kaffiveitingar á Hvammstanga með eldri borgurum. Allir velkomnir. Uppl. og skráning 575-7720. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað frá kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 til 14.30 gönguferð. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 almenn handavinna, kl. 10- 11 ganga Halldóra og Sig- valdi , kl. 11.45 matur, kl. 12.15-13.15 dans, kl. 13.30- 14.30 dans kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, morgunstund og almenn handmennt, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 leik- fimi og frjáls spil, kl. 14.30 kaffi. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ, fer sína árlegu sum- arferð miðvikudaginn 20. júní. Fyrir valinu í ár var ferð að Sól- heimum í Grímsnesi. Lagt verður af stað kl 13 frá SBK. og komið við í Hvammi og Selinu. Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa ferð, láti skrá sig í síma 861- 2085 eða 421-4322. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðu- múla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Brúðubílinn Brúðubíllinn verður á morgun kl. 10 við Ljós- heima. Í dag er sunnudagur 17. júní, 168. dagur ársins 2001. Lýðveldisdag- urinn. Bótólfsmessa. Orð dagsins: Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna finnur það. (Matt. 10, 39.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 fress, 4 fuglar, 7 hvelfda, 8 niðurgangur- inn, 9 veiðarfæri, 11 pen- inga, 13 kraftur, 14 lærir, 15 Ísland, 17 fljót, 20 kona, 22 á kú, 23 knappt, 24 leturtákn, 25 óbeit. LÓÐRÉTT: 1 haltra, 2 glennir upp munninn, 3 svelgurinn, 4 raup, 5 kústur, 6 vitlausa, 10 gufa, 12 elska, 13 slöngu, 15 hugmyndarík- ur, 16 gerjunin, 18 geð- vonska, 19 virðið, 20 skjótur, 21 þyngdarein- ing. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nærklæðin, 8 grind, 9 tælir, 10 dúr, 11 saggi, 13 ilmur, 15 hjörs, 18 aðrar, 21 kið, 22 sudda, 23 angan, 24 þrákálfar. Lóðrétt: 2 æfing, 3 koddi, 4 æstri, 5 illum, 6 uggs, 7 þrár, 12 ger, 14 lið, 15 hása, 16 öldur, 17 skark, 18 aðall, 19 rugla, 20 rann. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJA þykir ákaflega væntum börnin sín og hefur ætíð tal- ið sér trú um að aðrir foreldrar séu sama sinnis. Og trúir því enn þótt margir hagi sér eins og þeim sé alveg sama um afkvæmin. Þetta er ótrúleg fullyrðing, en engu að síður sönn. Víkverji er ætíð jafnundrandi þeg- ar hann sér börn í bíl með foreldrum sínum, eða einhverjum öðrum, án þess að þau sitji bundin í þar til gerð- an barnastól eða setu. Og stundum sér Víkverji börn meira að segja í framsæti bifreiða og ekki einu sinni með öryggisbelti. Hvers konar ótrú- legt kæruleysi er hér á ferðinni hjá sumum foreldrum þessa lands? Ger- ir fólk sér virkilega ekki grein fyrir því hverslags heimska það er að láta börnin komast upp með svona lagað? Auðvitað má búast við því að börn- in maldi í móinn, þegar foreldrarnir vilja njörva þau niður í bílstól. En það er glæpur gagnvart barninu að leyfa því að ráða för þegar öryggið er annars vegar. Auðvitað hefur Vík- verji lent í því að reyna að skýra út fyrir börnum sínum hvers vegna nauðsynlegt er að nota öryggisbelti eða sitja í þar til gerðum stólum, en það á ekki að taka langan tíma. Börnin sætta sig á endanum við til- mæli foreldranna. Enda er ekki fyrr farið af stað en búið er að koma börn- unum í skilning um mikilvægi örygg- isbúnaðarins. Foreldrar! Í guðs bænum verndið börnin ykkar í umferðinni. x x x VÍKVERJI er vanafastur maður.Hann hefur stundum dvalist á Akureyri á þjóðhátíðardaginn og jafnan skynjað vel þá skemmtilegu stemmningu sem því fylgir að Menntaskólinn á Akureyri braut- skrái stúdenta þann dag. Góður vinur Víkverja er stúdent frá MA og segir það einhverja dásamlegustu daga lífs síns – biðina frá próflokum að brautskráningu um árið. Veðrið hafi verið yndislegt í höfuðstað Norðurlands á þessum tíma (eins og alla jafna, að mati heimamanna!) og líf og fjör í hópi ný- stúdentanna síðustu dagana áður en þeir héldu út í „alvöru lífsins“ eins og stundum er sagt. Það er skemmti- legur og góður siður hjá MA að brautskrá stúdenta sína á þjóðhátíð- ardaginn og Víkverji vonar að þeirri hefð verði aldrei breytt. BIKARKEPPNIN er eittskemmtilegasta knattspyrnu- mót sumarsins. Það sannast stundum oft á hverju keppnistímabili að ekkert er öruggt fyrirfram í knattspyrnu, frekar en öðrum íþróttum, og aldrei betur en í bikarkeppninni. Í vikunni komust tvö „stór“ lið í hann krappan gegn „litlum“ liðum en höfðu reyndar bet- ur í bæði skiptin. Valsmenn, sem leika í efstu deild, mörðu sigur á 2. deildarliði Hauka með marki í blá- lokin og Fylkismenn, sem voru nærri því orðnir Íslandsmeistarar síðastliðið haust og eru eflaust með eitt besta lið landsins, voru stál- heppnir að merja sigur á 3. deild- arliði KFS frá Vestmannaeyjum. Víkverji efast um að margur knatt- spyrnunnandinn hafi einu sinni heyrt á þetta Eyjalið minnst fyrir 32 liða úrslit bikarkeppninnar! Já, hún er skemmtileg knatt- spyrnan. x x x AÐ ENDINGU finnst Víkverjavið hæfi að óska Íslendingum nær og fjær til hamingju með þjóðhátíðardaginn. MARTIN A. Fischer hafði samband við Velvakanda og bað um aðstoð við að leita að konu sem hann kynntist hér á landi á stríðsárunum. Martin var hermaður í Bandaríska hernum og dvaldist í her- búðum, Camp Belvoir, rétt fyrir utan Reykjavík á ár- unum 1943-44. Konan sem hann er að leita að heitir Fanney Vilhelmsdóttir. Þeir sem gætu gefið Mart- in einhverjar upplýsingar geta haft samband við hann á Hótel Sögu, en þar dvelst hann fram á mið- vikudag, eða skrifað hon- um: Martin Fischer, Northbridge L.P., 408 Vine Street, Philadelphia, Pa. 19106, U.S.A. Þakklæti ÉG vil þakka Kristjáni í versluninni Marco og starfsfólki hans fyrir frá- bæra þjónustu og heiðar- leika. Sigríður. Víkingslækjarætt ER einhver sem á 3. bindið af Víkingslækjarætt (rómv. III)? Vinsamlegast hafið samband við Leif Sveins- son í síma 551-3224 eða í faxnúmeri 551-3227. Rúm fyrir tvo KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að athuga hvort einhver ætti kojur, fyrir tvo unga drengi, sem hann vill losna við. Vinsamlegast hafið samband í síma 588-8244. Þakklæti OKKUR langar að þakka fyrir góð garðaverk í Hólmgarðinum. Elín flokkstjóri á sérstakar þakkir skildar fyrir vel og fallega unnin störf. Gömul hjón í Hólm- garðinum. Dýrahald Dimmalimm er týnd DIMMALIMM er kol- svört læða. Hún stökk úr bíl við Mjódd fimmtudag- inn 17. maí sl. Dimmalimm er með rauða ól. Ef ein- hver getur gefið einhverj- ar upplýsingar um ferðir hennar, vinsamlegast hafið samband í síma 557-2405. Köttur í óskilum KÖTTUR hefur verið á þvælingi í kringum Miklu- braut 72 í svolítinn tíma. Hann er svartur á hryggn- um og skotti, hvítur á kvið, í andliti og á fótum.Upp- lýsingar hjá Jónu í síma 561-2229. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Konu leitað STAÐAN kom upp á Evr- ópumóti einstaklinga sem er nýlokið í Ohrid í Mak- edóníu. Hvítt hafði úkr- aínski alþjóðlegi meistarinn Evgeny Miroshnichenko (2520) gegn Jóni Viktori Gunnarssyni (2366). 20.Bxh7+! Athyglisverð fórn en leiðir hún til vinn- ings? 20...Kf8 20...Kxh7 hefði einnig leitt til taps þar sem eftir 21.Dh5+ Kg8 22.Hh3! er svarti ómögulegt að svara tvöfaldri máthótun hvíts. 21.Bxg7+! Kxg7 22.De5+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir t.d. 22...Kxh7 23.Dh5+ Kg7 24.Hg3+ Kf8 25.Dh6#. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rd2 c5 4.exd5 Dxd5 5.dxc5 Bxc5 6.Rgf3 Rf6 7.Bd3 O-O 8.De2 Rc6 9.Re4 Be7 10.O-O Rd4 11.Rxd4 Dxd4 12.Bd2 Rxe4 13.Bxe4 Dxb2 14.Hab1 Dd4 15.Hfd1 Da4 16.Bc3 e5 17.Bxe5 Be6 18.Hxb7 Bc5 19.Hd3 Hfe8 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.