Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 31 STJÓRN Umhverfisverndarsamtaka Íslands hefur sent frá sér ályktun um Kárahnjúka- virkjun þar sem eindregið er lagst gegn því að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu án ít- arlegri rannsókna á umhverfisáhrifum, mats á fórnarkostnaði og án efnahagslegs mats á heildaráhrifum og hagkvæmni virkjunar og ál- bræðslu. Tölulegar upplýsingar um efnahagslegt gildi liggja ekki fyrir Umhverfisverndarsamtökin gera athuga- semd við matsskýrslu Landsvirkjunar til Skipulagsstofnunar ríkisins, og segir meðal annars í ályktun þeirra að í skýrslunni skorti mikilvægar upplýsingar til að unnt sé að „rétt- læta þau gríðarlegu náttúruspjöll sem munu verða af virkjunarframkvæmdum og viður- kennd eru í matsskýrslu Landsvirkjunar“. Þar segir ennfremur að ekki liggi fyrir tölu- legar upplýsingar til að meta efnahagslegt gildi sölu á raforku frá slíkri virkjun til ál- bræðslu og til að bera saman við aðra kosti til atvinnuuppbyggingar á Austfjörðum. Þannig sé ekki hægt að „sannreyna þá fullyrðingu Landsvirkjunar, að hin miklu umhverfisspjöll séu réttlætanleg vegna þess hags, sem þjóð- arbúið muni hafa af virkjuninni og meðfylgj- andi álbræðslu“, segir í ályktuninni. Stjórn samtakanna segir að engin tilraun hafi verið gerð til að meta fórnarkostnað „eða með öðrum orðum efnahagslegt verðmæti þess lands sem er spillt eða fórnað“, segir í ályktuninni. Til þess hafi þó verið þróuð að- ferðarfræði sem fulltrúi Umhverfisverndar- stofnunar Bandaríkjanna hafi kynnt á ráð- stefnu Umhverfisverndarsamtaka Íslands vorið 1999. Einnig hafi Umhverfisverndarsamtökin lát- ið gera frumskýrslu um verðmætamat á ósnortnu landi, sem kynnt var á Náttúru- verndarþingi árið 2000, en „án þess að slíkt verðmætamat fari fram, er útilokað að meta hagkvæmni Kárahnjúkavirkjunar,“ segir í ályktuninni. Í stjórn Umhverfisverndarsamtaka Íslands sitja Steingrímur Hermannsson, Gunnar G. Schram, Ólöf Valdimarsdóttir, Júlíus Sólnes og Guðfinna Bjarnadóttir. Heiðursforseti sam- takanna er Vigdís Finnbogadóttir. Ályktun Umhverfisverndarsamtaka Íslands um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun Lagst gegn fram- kvæmdum án mats á fórnarkostnaði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun aðalfundar Um- sjónarfélags einhverfra: „Aðalfundur Umsjónarfélags ein- hverfra, haldinn 29. maí 2001, harm- ar það ófremdarástand sem er að skapast í málefnum einhverfra og annarra sem njóta þeirrar mikil- vægu þjónustu, sem þroskaþjálfar veita með störfum sínum. Vellíðan og jafnvel öryggi mikils fjölda einstaklinga með einhverfu og fjölskyldna þeirra eru háð því að þroskaþjálfar geti unnið störf sín á sambýlum, í dagvistun, skammtíma- vistun og öðrum stöðum sem helg- aðir eru þeirri umönnun, sem er lífs- nauðsyn einhverfum einstaklingum í þjóðfélaginu. Öll röskun á þessum störfum stefnir öryggi og heilsu þessara ein- staklinga og fjölskyldna þeirra í hættu. Það er óumdeilt, að þroskaþjálfar sinna sínum mikilsverðu störfum í þágu einhverfra í íslensku samfélagi af einstakri umhyggju, fagmennsku og ósérhlífni. Þessi störf hafa löngum verið ótrúlega vanmetin til launa, og því er mikil þörf á að leið- rétta þau með myndarlegum hætti. Sú óvissa sem fylgir þeim deilum sem þroskaþjálfar eiga nú í við vinnuveitendur um sín launamál er afar skaðleg fyrir allt þeirra starf með einstaklingum með einhverfu, og afleiðingar hennar kunna að bitna verst á þeim sem síst mega við rösk- un á sínu umhverfi og daglegu lífi. Umsjónarfélag einhverfra hvetur deiluaðila því til að komast sem fyrst að samkomulagi um launamál þroskaþjálfa. Félagið treystir því að slíkt samkomulag feli í sér umtals- verðar launabætur fyrir þroska- þjálfa, sem megi verða til að efla og styrkja til framtíðar þennan mikil- væga starfshóp sviði umönnunar ein- hverfra einstaklinga á Íslandi.“ Harma ófremdar- ástand í mál- efnum ein- hverfra RANGHERMT var í frétt í blaðinu í gær að Kári Jónasson væri fyrrver- andi fréttastjóri. Kári er fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hljóðvarps. Velvirð- ingar er beðist á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ Ert þú í vanda? Ókeypis símaþjónusta 800 6464 Vinalínan opin á hverju kvöldi frá kl. 20 - 23. 100% TRÚNAÐUR Eingöngu sjálfboðaliðar sem svara í símann. Símaþjónusta fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.