Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 57

Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 57 Viðvaningurinn (Company Man) G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit: Douglas McGrath og Peter Askin. Aðal- hlutverk Douglas McGrath, Woody Allen, Sigourney Weaver. (95 mín.) Bandaríkin 2000. Myndform. Bönn- uð innan 12 ára. ÞAÐ fyrsta sem maður veltir fyrir sér er hvers vegna mynd sem skartar nafntoguðum stjörnum á borð við Woody Allen, Sig- ourney Weaver, Denis Leary, John Turturro og Ryan Phillippe getur hafa farið fram hjá ann- ars fremur athugul- um bíófylgjanda sem undirrituðum. En skýringin var fljót að koma í ljós og reyndist sú sem mann svo sem grunaði – vegna þess að myndin er svo léleg að þeir hafa viljað þegja hana í hel! Sá sem er annars allt í öllu í þessum aulalega farsa heitir Douglas McGrath. Nafnið hringir engum bjöll- um en þegar ferill hans er skoðaður þá leikstýrði hann og skrifaði hand- ritið að ágætlega heppnaðri kvik- myndun á skáldverki Jane Austen Emmu árið 1996, þeirri sem gerði Gwyneth Paltrow að stjörnu. Hann hefur einnig skrifað handrit og leikið í nokkrum Woody Allen myndum síð- asta veifið, t.a.m. hinni stórsmellnu Bullets Over Broadway. Þá má líka í raun álykta svo að hann sé í læri hjá Allen karlinum og vilji vera alveg eins og hann. En hann á langt í land – verulega langt. Þetta er í raun eins og þriðja flokks Bananas. Og laglegt leikaralið með Allen í fararbroddi fylkingar bjargar litlu sem engu. En það er eins með þessa og marg- ar aðrar ónýtar gamanmyndir. Eitt fyndið atriði gerir hana næstum þess virði að sjá hana; tilraun McGraths, sem leikur óþolandi málfræðing, til að kenna pirruðum CIA-töffaranum (Leary), rétt málfar. Drepfyndið at- riði. MYNDBÖND Annars flokks Allen Skarphéðinn Guðmundsson Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.