Morgunblaðið - 20.06.2001, Side 1

Morgunblaðið - 20.06.2001, Side 1
137. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚNÍ 2001 TVEIR þingmenn úr hægri armi breska Íhaldsflokksins, Iain Duncan Smith og David Davis, lýstu yfir framboði til leiðtogaembættisins í flokknum í gær. Áður hafði Michael Portillo, talsmaður flokksins í ríkis- fjármálum, gefið kost á sér. Iain Duncan Smith fer með varn- armál í skuggaráðuneyti Íhalds- flokksins. Stuðningsmenn hans höfðu á mánudag greint frá því að hann myndi gefa kost á sér og hann tilkynnti síðan formlega um fram- boðið á fréttamannafundi í London í gærmorgun. Duncan Smith er af mörgum álit- inn leiðtogi hægri armsins í Íhalds- flokknum og hann er sagður njóta víðtæks stuðnings meðal Thatcher- ista. Í yfirlýsingu sinni í gær viður- kenndi hann að flokkurinn þyrfti að taka breytingum í takt við nýja tíma, en varaði við því að snúa baki við hefðbundnum gildum íhaldsmanna. Skaut hann þannig á Michael Port- illo, sem hefur verið boðberi frjáls- lyndari stefnu. Duncan Smith er 47 ára gamall, kvæntur og fjögurra barna faðir. Hann var kjörinn á þing fyrir Ching- ford árið 1992, varð skuggaráðherra almannatrygginga eftir kosningaó- sigurinn 1997 og talsmaður í varn- armálum árið 1999. Hann er ein- dreginn evruandstæðingur, en lagði í gær áherslu á að Evrópumál mættu ekki lengur kljúfa flokkinn. David Davis er minnst þekktur þeirra sem helst hafa verið orðaðir við leiðtogastöðuna, en hann til- kynnti um framboð sitt skömmu eft- ir að Duncan Smith gaf út yfirlýs- ingu sína í gærmorgun. Davis hefur setið á þingi í fjórtán ár, síðustu fjög- ur árin fyrir kjördæmið Haltemprice og Howden og gegnt ýmsum trún- aðarstöðum fyrir Íhaldsflokkinn, þar á meðal aðstoðarráðherraembættum í ríkisstjórn Johns Majors 1993- 1997. Hann er efasemdarmaður í Evrópumálum og hefur talist til hægri armsins í flokknum. Davis er 53ja ára að aldri, kvæntur og þriggja barna faðir. Portillo þykir enn sigurstranglegastur Michael Portillo þykir enn líkleg- astur til að hreppa leiðtogaembættið en Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra, nýtur þó meiri vin- sælda meðal almennra kjósenda. Clarke hyggst kunngera á næstu dögum hvort hann gefur kost á sér. Ann Widdecombe, talsmaður flokksins í innanríkismálum, til- kynnti á mánudag að hún færi ekki fram, þar sem hún hefði ekki hlotið nægilegan stuðning í þingflokknum. Leiðtogabaráttan í breska Íhaldsflokknum Duncan Smith og Dav- is lýsa yfir framboði London. AFP, AP, The Daily Telegraph. RÚSSNESKA nóbelsskáldið Alex- ander Solzhenítsyn sendi í gær frá sér nýja bók, sem fjallar um samskipti Rússa og gyðinga, en rithöfundurinn hefur oft verið sakaður um gyðingahatur. Bókin ber titilinn „Tvö hundr- uð ár saman“ en fyrsta bindi hennar, 500 blaðsíður að lengd, kom í bókaverslanir í Moskvu í gær. Í viðtali við vikuritið Mosk- ovskje Novostí sagði Solzhenítsyn líklegt að bókin ætti eftir að valda deilum. Hann kvaðst hafa freistað þess að gera sagn- fræðilegum atburðum skil á hlut- lausan hátt og reynt að komast hjá því að erta lesendur. Rithöfundurinn sagði ásakanir á hendur sér um gyðingahatur vera ósanngjarnar og kvað þær settar fram af andstæðingum sín- um í ófrægingarskyni. „Margir þeirra, sem réðust gegn mér notfærðu sér hvað við- fangsefnið er viðkvæmt, vitandi að ég lægi þannig vel við höggi, sérstaklega þar sem ég var bú- settur í Bandaríkjunum.“ Solzhenítsyn, sem er 82ja ára að aldri, varð heimskunnur fyrir gagnrýni sína á Sovétkerfið. Fyr- ir þær sakir var hann rekinn í út- legð árið 1974 og bjó í Bandaríkj- unum næstu tvo áratugi. Hann reyndist ekki síður gagn- rýninn á sín nýju heimkynni og snéri aftur til Rússlands árið 1994, eftir fall kommúnismans. Ný bók eftir Solzhenítsyn Fjallar um samskipti Rússa og gyðinga Moskva, AP. ALÞJÓÐABANKINN hefur hætt við að halda árlega ráðstefnu um þróunarmál í Barcelona á Spáni í næstu viku, af ótta við að andstæð- ingar hnattvæðingar og alþjóða- stofnana efni til óeirða, líkt og í Gautaborg í síðustu viku. Mun ráð- stefnan þess í stað fara fram á Net- inu. BBC hafði í gær eftir Jean- Christophe Bas, starfsmanni Al- þjóðabankans, að umsjónarmenn ráðstefnunnar hefðu haft áhyggjur af því að fyrirhugaðar aðgerðir franskra og spænskra mótmæl- endahreyfinga snerust upp í of- beldisfullar óeirðir. Höfðu hreyf- ingarnar skipulagt eigin fund í Barcelona, þar sem meðal annars átti að halda sýndarréttarhöld yfir Alþjóðabankanum. Bas sagði að mótmælendur hefðu hafnað boði bankans um að taka þátt í opnum umræðum á ráðstefnunni. Því var gripið til þess ráðs að færa þróunarráðstefnuna á Netið, þar sem allir sem þess æskja geta hlýtt á fyrirlestra og tekið þátt í umræðum. Ráðstefnan fer fram 25. og 26. júní á vefslóðinni www.canal- web.net/cwsite/diffs/w/worldbank. Ítalska lögreglan býr sig undir fund G8-ríkjanna í Genúa Sundurleitir hópar mótmælenda, sem beina spjótum sínum einna helst að svonefndri hnattvæðingu, hafa í vaxandi mæli efnt til óláta á fundum alþjóðlegra stofnana og bandalaga. Fyrstu stóru óeirðirnar voru í Seattle í desember 1999, þeg- ar Heimsviðskiptastofnunin hélt þar fund, og nú síðast settu mót- mælendur allt á annan endann í Gautaborg um síðustu helgi, þar sem leiðtogafundur Evrópusam- bandsins fór fram. Nokkrar hreyfingar mótmæl- enda hafa boðað komu sína til Gen- úa á Ítalíu í lok júlí, í tilefni af fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Lögregluyfirvöld á Ítalíu hafa skip- að þúsundum lögreglumanna og hermanna í viðbragðsstöðu og reynt verður að hindra för mót- mælenda til borgarinnar. Alþjóðabankinn óttast að andstæðingar hnattvæðingar efni til óeirða Ráðstefna færð yfir á Netið OFT hafa gengið sögur um, að holræsin í New York væru krökk af krókódílum en ekki virðist vera mikill fótur fyrir því. Nú þykir hins vegar sannað, að krókódíll sé kominn í eitt vatnanna í Miðgarði eða Central Park. Síðastliðinn laugardag höfðu 25 manns komið auga á krókódílinn í Harlem Meer, litlu vatni í norð- austurhluta garðsins, og er hann samkvæmt lýsingu allt að 60 cm langur. Anne Hagan, talsmaður fyrirtækisins, sem rekur garðinn, sagði, að einum manni hefði tekist að ná taki á hala krókódílsins og koma honum á land en hann hefði verið fljótur aftur út í vatnið. Lögreglumenn, sem kallaðir voru til, sáu líka krókódílinn en hann hvarf þeim ofan í vatnið, sem er tæplega þriggja metra djúpt. Krókódílasögurnar í New York eru gamlar eða frá því fólk fór fyrst að fara í frí til Flórída. Það- an komu sumir með krókódíls- unga, sem þeir losuðu sig síðan við þegar þeir urðu of stórir. Sög- ur hafa líka gengið um sléttuúlfa í borginni og það var engin missýn- ing þegar til eins þeirra sást í Miðgarði fyrir tveimur árum. Náðist hann eftir mikinn elting- arleik. AP Öryggisvörður í Central Park svipast um eftir krókódílnum í Harlem Meer-vatninu. Krókódíll í Miðgarði New York. AP. Iain Duncan Smith David Davis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.