Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 13 MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir á vegakerfinu við nýju Smára- lindina í Kópavogi. Um helgina var verið að tvöfalda syðri akbraut Fífuhvammsvegar frá Smáralind- inni upp að hringtorginu við Lind- arveg og að sögn Sveins Gunn- arssonar, verkstjóra hjá Steypustöðinni ehf., þurfti hvorki meira né minna en allan flotann eða 25 steypubíla í verkið þegar mest var. Unnið var frá því klukkan fimm um morguninn fram til klukkan sjö um kvöldið og fóru 700 rúm- metrar af steypu í götuna. Að sögn Steingríms Haukssonar, deildar- stjóra hönnunardeildar hjá Kópa- vogsbæ, stendur til að tvöfalda Fífuhvammsveginn alveg frá Lind- arveginum og vestur úr og verða umferðarljós sett á öll gatnamót auk þess sem undirgöng verða gerð. Steingrímur segir framkvæmd- irnar vera í tengslum við uppbygg- ingu Smáralindarinnar og svæð- isins í heild og er stefnt að því að ljúka við verkið í september áður en Smáralindin verður opnuð en áætlað er að það verði hinn 10. október. Kostnaður við verkið allt er um 300 milljónir en að sögn Stein- gríms eru framkvæmdir við Smárahvammsveginn og fleiri göt- ur inni í þeirri tölu. Eftir vegakaflann sem steypur var um helgina á eftir að steypa hliðarakbrautir auk vegarkaflans frá Smáralindinni og vestur úr að ógleymdum undirgöngunum. Að því loknu verður gengið frá kant- steinum, lýsingu og gangstéttum. Allur flotinn í einu verki Kópavogur Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Hvorki meira né minna en 25 steypubíla þurfti til að steypa hluta Fífuhvammsvegar á laugardag. SKIPULAGSSTOFNUN hefur úr- skurðað að tvöföldun Reykjanes- brautar frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika sé háð mati á umhverf- isáhrifum. Í úrskurði stofnunar- innar segir að líklegt sé að fram- kvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Um er að ræða um fjögurra kílómetra vegarkafla og nemur fyrirhuguð breikkun um 21 metra að jafnaði. Heildarbreidd tvöfaldr- ar Reykjanesbrautar á umræddum vegarkafla verður því um 34 metr- ar að því er segir í greinargerð Skipulagsstofnunar. Hluti af fram- kvæmdinni felst í tveimur mislæg- um gatnamótum auk tveggja ann- ars konar vegtenginga. Mismunandi skoðanir á matsskyldu Leitað var álits ýmissa aðila vegna ákvörðunar um matsskyldu, meðal annarra þeirra sveitarfélaga sem framkvæmdin snertir sérstak- lega. Kópavogsbær taldi fram- kvæmdina ekki háða mati á um- hverfisáhrifum þar sem ekki væri um nýlagningu vegarins að ræða. Hafnarfjarðarbær taldi hins vegar eðlilegt að framkvæmdin færi í umhverfismat en gerði ekki kröfu um það. Þá taldi Garðabær rétt að mæla með því að mat á umhverf- isáhrifum færi fram. Kvartanir vegna mengunar Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir að full ástæða sé til að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinn- ar. Hætt sé við að hávaði frá Reykjanesbraut muni aukast og kvartanir hafi borist frá íbúum um megna „umferðarstybbu“ frá brautinni. Hollustuvernd ríkisins og Náttúruvernd ríkisins töldu sömuleiðis ástæðu til að umhverf- isáhrif framkvæmdarinnar yrðu metin. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir að á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram af fram- kvæmdaraðila telji hún að líklegt sé að framkvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna stærðar, umfangs, mögu- legrar hávaða- og loftmengunar og ónæðis, ásamt fjölda fólks sem ætla má að verði fyrir áhrifum, og skuli því háð mati á umhverfis- áhrifum. Skipulagsstofnun um tvöföldun frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika Háð mati á um- hverfisáhrifum Reykjanesbraut AÐ MATI Heilbrigðiseftirlits Hafn- arfjarðar- og Kópavogssvæðis eru sýni, sem tekin voru í Arnarnesvogi vegna mats framkvæmdaraðila á umhverfisáhrifum landfyllingar þar, ekki vísbending um að áþekka meng- un sé að finna víðar í voginum. Skýrslan sýndi mikið magn eitur- efna á borð við arsen, kopar, blý og tin í voginum. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er réttast að fá Iðntæknistofnun til að annast frekari efnagreiningu á sýn- um úr Arnarnesvogi og í síðustu viku samþykkti bæjarráð Garðabæjar fjárveitingu upp á 200 þúsund krón- ur til verksins. Í bréfi sem heilbrigðiseftirlit ritar til bæjarráðs kemur fram að það sé mat heilbrigðiseftirlits að vegna vals á fyrri sýnatökustað sé niðurstaða úr þeim prófunum ekki vísbending um að áþekka mengun sé að finna víðar í voginum. Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur mæli heilbrigðiseft- irlitið með því að tekin verði frekari sýni úr sjávarseti og þá utan hafn- arinnar. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir skömmu greindust nokkur mengunarefni nýverið í miklu magni við efnagreiningu á sjávarseti í núverandi sjókví í Arn- arnesvogi. Fram kom að þessi efni hefðu ekki greinst í hærri styrk í sjávarseti við Ísland til þessa. Í bréfi heilbrigðiseftirlits til bæj- arráðs segir að með nýrri sýnatöku megi staðfesta þá tilgátu að meng- unin sé mjög staðbundin og um leið verði veittar gagnlegar upplýsingar til íbúa Garðabæjar vegna framtíð- arnota af svæðinu. Segir þar að umrætt sýni hafi ver- ið tekið inni í höfninni sjálfri og ekki eigi að koma á óvart að við slíkar að- stæður mælist mengun meiri en á stöðum þar sem ekki fer fram hafn- arstarfsemi með skipaviðgerðum. Þá segir að á svæðinu sé landfyll- ing og að líkindum hafi í gegnum tíð- ina verið fargað þar óæskilegum hlutum eins og rafgeymum, uppsópi af götum, setefnum úr sandföngum, málningarafgöngum og fleiru slíku. Þá er bent á að skólpleiðslur hafi einnig legið út í voginn til skamms tíma. Heilbrigðiseftirlit leggur til nýja sýnatöku úr sjávarseti Telur mengunina eingöngu bundna við hafnarsvæðið Arnarnesvogur ÞESSIR hressu strákar voru að störfum á einum af smíðavöllum borgarinnar, nánar tiltekið á lóð Langholtsskóla skammt frá Fjöl- skyldugarðinum. Þar, sem og við nokkra aðra fjölmenna skóla í borginni, hafa um árabil verið starfræktir smíðavellir á sumrin. Að sögn Sigurðar Más Helgason- ar, umsjónarmanns með smíðavöll- um Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, eru árlega reistir á bilinu 250-300 kofar. Krakkarnir greiða ákveðið þátttökugjald og geta í staðinn notfært sér aðstöð- una. Nóg er af timbri, nöglum, málningu og öðru sem til þarf við smíði kofanna. Sigurður segir að áður hafi kofarnir verið rifnir að hausti en nú standi krökkunum til boða að hirða þá og flytja með sér þegar þeim hentar. Sigurður leggur mikla áherslu á að krakkarnir vandi til verka þeg- ar kemur að smíðinni. „Ég kalla það að byggja sitt fyrsta hús,“ seg- ir hann. Hann bætir við að ferða- menn sem eigi leið framhjá og reki augun í kofaþyrpingarnar reki oft upp stór augu og séu mjög hrifnir af framtakssemi barnanna. Um kynjahlutfallið á smíðavöll- unum segir hann drengi í meir- hluta. Hins vegar hlusti stúlkur frekar á tilmæli hans varðandi smíðarnar og því eigi þær suma af fallegustu og vönduðustu kofunum. Morgunblaðið/Sig. Ægisson Að byggja sitt fyrsta hús Langholtshverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.