Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 53 BRJÁLAÐ Gallakápur áður 7.990 nú 4.990 Gallajakkar áður 5.990 nú 3.990 Buxur áður 5.990 nú 3.990 Bolir (L-XXL) áður 2.490 nú 1.490 Kringlunni - Laugavegi o.fl o.fl. tilboð KRINGLUKAST 20.-23. JÚNÍ MAGNÚS Ver Magnússon sigraði með yfirburðum í keppninni um sterkasta mann Íslands árið 2001 sem haldin var um helgina. Hann sigraði í sex greinum af níu og hlaut 75 stig. Næstur á eftir Magnúsi var Magnús Magnússon sem hlaut 61,5 stig og þriðji varð Kristinn (Boris) Haraldsson með 50,5 stig. Keppendur voru alls níu og fór keppnin fram vítt og breitt um höf- uðborgarsvæðið dagana 15.–17. júní. Sterkasti maður Íslands árið 2001 Morgunblaðið/Eggert Magnús Ver Magnússon fagnaði sigrinum innilega. Magnús Ver sigraði með yfirburðum HLJÓMSVEITIN vakti annars at- hygli víða um land vegna nýstár- legrar heimildarmyndar sem gerð var um hana og var myndin sýnd í Ríkissjónvarpinu. Myndin er í „fluga á vegg“ stíl og fylgjast áhorf- endur með Varða nokkrum sem sækir um stöðu gítarleikara í sveit- inni og hlýtur. Myndavélin eltir svo hann og sveitina; fylgst er með þeim félögum í rútunni og á böllum þar sem þeir spá í spilin og velta fram- tíðinni fyrir sér. „Varði, sem myndin fjallar um, er mjög góður gítarleikari og fínn strákur,“ segir Ellert, söngvari. „En hann var ekki inni á sömu bylgju- lengd og hljómsveitin. Báðir aðilar sáu þetta nú fljótlega þannig að við ákváðum bara að hafa gaman af þessu tímabili sem hann var þarna, enda er hann nokkuð skrautlegur náungi. Hann á góðan vin sem heitir Grímur Hákonarson og hann kom á æfingar með myndavél og við ákváð- um að bjóða honum með okkur á túr um hvítasunnuhelgina í fyrra.“ Hann segir þá félaga ekkert hafa reynt að leyna neinu né fegra, reynt var að hafa þetta raunsætt. „Við settum okkur í ákveðin hlut- verk, hermdum eftir mönnum sem eru okkar fyrirmyndir. Grímur setti myndina mjög skemmtilega upp og ég held að það hafi verið miklu betra fyrir myndina í heild sinni að við vissum ekki af því að hann var að fara að gera þetta fyrir sjónvarp. Þá var ekkert verið að draga undan og setja sig í leikarastellingar, sem við gerum reyndar í myndinni en við gerum það ekki þannig að við séum að fara að leika fyrir mömmu og pabba.“ Rúllað vel áfram „Bandið var stofnað af tveimur meðlimum í desember, 1999,“ heldur Ellert áfram. „Við fórum hægt af stað, settum okkur ákveðin mark- mið og tókum að fullskipa bandið.“ Hann segir þá félaga leggja áherslu á að vera með frumsamið efni. „Í bland náttúrulega við annað þar sem við erum að spila á skemmtistöðum. Ef ég myndi semja 30 lög í þessari viku þá gæti ég ekki spilað þau á balli í næstu viku því þá myndi engin þekkja þau. Þannig gengur þessi bransi nú.“ Ellert telur Tópaz líkast til ekkert ólíka sveitum eins og Sóldögg, Landi og sonum og slíkum sveitum. „Við spilum gleðipopp og erum ekki að fara að finna upp hjólið. Stefna bandsins er að spila fyrir sem flesta og ná eyrum sem flestra.“ Hann segir þá félaga standa í ákveðinni kynningarstarfsemi núna, téð mynd hafi þar t.a.m. komið sterk inn. „Allt þetta er til þess að vert- arnir séu ekki hræddir um að hér sér eitthvað tveggja daga gamalt band í gangi.“ Tópazmenn eru svo búnir að vera í hljóðveri undanfarið með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. „Þetta er fyrsti áfangi í stærra verkefni,“ segir Ellert að lokum. „Við setjum saman skífu vonandi í lok þessa árs eða þá í byrjun þess næsta. Nú fer að styttast í að við verðum tveggja ára gömul sveit. Þetta hefur rúllað vel áfram og góð- ir hlutir gerast hægt. Það tekur tíma að koma sér inn í bransann enda margir um hituna en fáir út- valdir.“ Tópaz hugsar sér til hreyfings Morgunblaðið/Þorkell Tópaz: Helgi Hannesson (hljómborð), Vilhelm Ólafsson (trommur), Gunnar Guðmundsson (bassi) og Ellert Rún- arsson (söngur). Á myndina vantar Þór Fitzgerald (gítar). Góðir hlutir gerast hægt Tópaz er ein þeirra sveita sem hyggst herja á ballmarkaðinn í sumar. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Ellert Rúnarsson og Gunnar Guðmundsson um stöðu mála hjá sveitinni, svo og um poppheima almennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.