Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 25 Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust ww w. cli niq ue .co m HAFNARSTRÆTI 5, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 552 9070 Nú flæða litirnir inn Rakaefnablöndur sem bæta útlit varanna með ferskum lit, endurnýja rakastig varanna, og hlífa vörunum með SPF 15 sólarvörn og andoxunarefnum. 12 nýir stórkostlegir litir sem innihalda háþróuð rakaefni, sem auka rakastig varanna til lengri tíma. Snyrtistofan Ágústa býður upp á létta förðun, og ráðgjafi frá Clinique verður með húðgreiningu miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 12—16. Tímapantanir í síma 552 9070. Glæsileg sumartaska sem inniheldur: Dramatically different moisturizing lotion 15 ml., sparkle skin body scrub 40 ml., moisture on call rakakrem 7 ml. og tvöfaldan varalit 59/29 3,7 g. fylgir kaupum á Clinique vörum fyrir kr. 3.500 eða meira þessa dagana. með nýju Moisture Surge SPF 15 varalitunum frá Clinique Baðaðu varirnar í athygli. HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur hélt fimm tónleika í Danmörku frá 16. til 19. júní. Fyrstu tónleikarnir voru á Lálandi, þá í Pálskirkju í Kaup- mannahöfn á þjóðhátíðardaginn og á opna sviðinu í Tívolí í fyrradag og síðar sama kvöld í listasafni Carls- berg sjóðsins, Glyptotekinu. Að sögn Bjarna Sigtryggssonar fulltrúa í íslenska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn var margt gesta í hinum glæsi- legu salarkynnum listasafnsins, meðal annarra sendimenn erlendra ríkja og danskir og íslenskir gestir í boði íslensku sendiherrahjónanna. Að sögn Bjarna var kórnum afar vel tekið og gestir báru hann lofi fyrir vandaðan söng og líflega fram- komu, auk þess sem það vakti hrifn- ingu gesta hve söngkonur báru fal- legar og fjölbreyttar útgáfur íslenska þjóðbúningsins. Kórinn lagði mikið í það að gera stundina eftirminnilega Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins segir kórferð- ina hafa gengið stórkostlega vel. „Þessi mikli fagri salur, Glyptotekið hefur að geyma listaverk og högg- myndir frá því fyrir Krist, og þó ég segi sjálf frá voru tónleikarnir þar í gærkvöldi á heimsmælikvarða, þótt mér finnist maður sem Íslendingur oft lítill og smár. Kórinn var búinn að leggja svo óskaplega mikið í það að geta gert þetta vel og eftirminni- lega.“ Að sögn Þorgerðar voru tónleik- arnir haldnir í samvinnu danska út- varpsins og íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, en fulltrúar danska útvarpsins sem voru á staðnum eru að vinna að dagskrá um íslenska tónlist. „Það var mjög margt um manninn miðað við að maður er hvorki heimsnafn né heimamaður í Danmörku; salurinn var fullsetinn. Íslenski sendiherrann hafði líka boðið erlendum fulltrúum og embættismönnum á tónleikana í tilefni af þjóðhátíðardeginum, í stað þess að hafa móttöku.“ Fyrr um daginn söng Hamrahlíð- arkórinn á útisviðinu í Tívolíinu. „Það var alveg óskaplega gaman. Við vorum svo heppin, það var svo margt fólk og veðrið gott; steikjandi sólskin. Þar sungum við aðra dag- skrá; lög sem hæfðu betur útisen- unni og sólskininu.“ Að morgni 17. júní hélt kórinn helgistund með íslenska prestinum í Kaupmannahöfn, þar sem kórinn söng eingöngu íslenska trúarlega tónlist. „Við sungum þó auðvitað einnig þjóðsönginn okkar og annað verk, Vorkvæði um Ísland, sem Jón Nordal samdi í tilefni af 50 ára lýð- veldisafmæli okkar við ljóð Jóns Óskars. Tónleikar í minningu Göggu Lund Á laugardaginn var svo okkar mikli dagur þegar mitt unga fólk fór í pílagrímsferð í heimabæ Göggu Lund í Danmörku. Þar héldum við minningartónleika um Göggu, og það var stund sem á aldrei eftir að líða okkur úr minni. Þetta var svo sterk stund og full af virðingu og mikið af tilfinningum í þessu. Þetta unga fólk mitt sem eðlilega þekkti ekki Göggu nema örfáir, sem kynnt- ust henni sem börn; þau lögðu svo mikið í þetta. Allt prógrammið var valið með tilliti til Göggu. Það kom fólk víða að; fólk sem þekkti Göggu og þekkti til hennar. Hún hefði orð- ið 101 árs á þessu ári, og hennar kynslóð er eðlilega farin, en það er enn til margt fólk sem þekkti hana eins og börn vina og ættingja, og þetta fólk kom víða að.“ Ísland í orði og tónum Lokatónleikar kórsins voru í Sorgenfri kirkjunni í gærkvöldi. Kirkjan er víðfræg og þekkt fyrir afbragðs góðan hljómburð. Þegar Morgunblaðið ræddi við Þorgerði í gærdag var hún ekki búin að skoða kirkjuna. „Ég fer þangað núna á eftir, að æfa kórinn fyrir kvöldið og hlakka mikið til. Þarna eru oft gerð- ar upptökur, vegna hljómgæðanna í salnum. Við eigum von á fjölda manns. Við vitum að Stúlknakór danska útvarpsins kemur á tón- leikana og fleiri músíkhópar. Pró- grammið sem við fórum með hingað til Danmerkur köllum við Ísland í orði og tónum, því að við hugsum þetta sem kynningu á íslenskri kór- tónlist. Aftur á móti erum við að velja úr þessu prógrammi lög sem hæfa hverju tilefni og hverjum stað sem við syngjum á. Í kvöld verðum við meðal annars með tónsmíðar samdar við ljóð Halldórs Laxness. Þar á meðal verðum við með tón- smíðaperlu eftir danska tónskáldið Vagn Holmboe sem hann samdi við elegíu Ólafs Kárasonar úr Heims- ljósi, „Þótt form þín hjúpi graflín.“ Brøste sá um Tívolítónleikana Þorgerður segir ferðina búna að vera mikið ævintýri. „Jú, og það var auðvitað sérstakt ævintýri að standa hér frammi og minnast Göggu, sem setti sterk og mikil spor á okkar menningarlíf öll þessi ár sem hún lifði með okkur á Íslandi, og krökkunum finnst eðlilega mikil upphefð í því. Svo var líka ævintýri að syngja í Tívolí. Þegar Brøste gamli, pabbi bjartsýnisverð- launanna, frétti af því að við værum á leiðinni til Kaupmannahafnar spurði hann hvort við gætum ekki sungið í Tívolíinu, og það var hann sem stóð fyrir þeim tónleikum. Og svo þessir tónleikar í þessum stór- kostlega og listræna ramma í Glyptotekinu; - þetta eru miklir við- burðir og það er mikið þakkarefni að hafa fengið að gera þetta allt með svona góðum hópi. Unga fólkið er svo samstillt. Við höfum enga far- arstjóra með okkur; - við höfðum ekki efni á því. En þau leggja sig svo fram og passa vel upp á hvert annað og sjá til þess að allt gangi upp sem best.“ Hamrahlíðarkórinn minnist Göggu Lund í Danmörku „Gerði þetta vel og eftirminnilega“ Helgi Ágústsson sendiherra og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri að loknum tónleikunum í Glyptotekinu. Fjölmenni sótti tónleikana. Hamrahlíðarkórinn syngur í Glyptotek-hátíðarsalnum í Kaupmannahöfn í fyrradag. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.