Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 51 DAGBÓK Á EVRÓPUMÓTINU í Turku í Finnlandi árið 1989 varð Ísland í 16. sæti af 25 þjóðum. Það lið var þannig skipað: Guðm. P. Arnarson, Þorlákur Jónsson, Aðal- steinn Jörgensen, Ragnar Magnússon, Valur Sigurðs- son og Jónas P. Erlingsson, en Hjalti Elíasson var fyr- irliði. Pólverjar unnu mótið og þar voru fremstir í flokki þeirra besta par – Adam Zmudzinski og Cezari Bal- iki. Þeir spiluðu þróað Pass- kerfi á þeim tíma, þar sem „opnað“ er á öll veik spil en passað með 13 eða fleiri hálspilapunkta! Þetta kemur mjög „pólskt“ fyrir sjónir en getur virkað vel. Hins vegar misstu þeir geim á móti Ís- landi eftir „sterka-pass-opn- un“ Zmudzinski í suður: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 85 ♥ KD4 ♦ Á1085 ♣ 9652 Vestur Austur ♠ KD764 ♠ G10 ♥ -- ♥ G932 ♦ KDG764 ♦ 32 ♣K3 ♣DG874 Suður ♠ Á932 ♥ Á108765 ♦ 9 ♣Á10 Vestur Norður Austur Suður GuðmundurBalicki Þorlákur Zmudz- inski -- -- -- Pass * 1 grand ** Dobl Pass Pass 3 tíglar Pass Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass * Opnun. ** Spaði og tígull eða hjarta og lauf. Zmudzinski varð fyrir vonbrigðum þegar hann sá blindan því fjögur hjörtu líta vel út. En legan er ekki góð og Zmudzinski fékk aðeins níu slagi enda var hann ekk- ert sérstaklega að vanda sig. Valur Sigurðsson gerði betur á hinu borðinu. Hann opnaði á hjarta, vestur sagði tvö hjörtu Michaels, sem sýnir spaða og láglit, Jónas P. Erlingsson hækkaði í þrjú hjörtu og Valur í fjögur. Út kom tígulkóngur. Valur drap og trompaði strax tígul sem er vönduð spila- mennska. Síðan gaf hann slag á spaða, stakk svo tvo spaða með KD í borði og tíg- ul heim. Þannig tryggði hann sér sjö slagi á tromp til hliðar við þrjá ása. Þetta var einn af „góðu leikjunum“ sem vannst 18- 12. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT UM HANA SYSTUR MÍNA Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu. Svo er hún ekki heldur nízk: Hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu. Hún er glöð á góðum degi, – glóbjart liðast hár um kinn, – og hleypur, þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi. Jónas Hallgrímsson. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedón- íu. Stefán Kristjánsson (2371) stýrði svörtu mönn- unum gegn Pavel Smirnov (2521). Íslendingurinn knái tefldi skákina af listfengi og tókst að sýna fram á alla helstu kosti frönsku varnar- innar. Hann lauk skákinni með 35...Hxd2+! 36.Hxd2 Da2+ 37.Kd3 Db1+ 38.Ke3 De1+ og hvítur gafst upp enda tapar hann hróki eða verður mát. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Bb4 4.e5 Re7 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 c5 7.Dg4 Kf8 8.h4 Da5 9.Bd2 Da4 10.Hc1 Rbc6 11.h5 h6 12.Rf3 b6 13.Hh3 Ba6 14.Bxa6 Dxa6 15.Rh4 cxd4 16.cxd4 Dc4 17.Hg3 Hg8 18.c3 Hc8 19.f4 f5 20.exf6 gxf6 21.Rg6+ Kf7 22.Dh3 Rf5 23.Hd3 Rce7 24.g4 Rd6 25.He3 Re4 26.f5 exf5 27.gxf5 Hce8 28.Dg4 Dc8 29.Hf3 Rg5 30.Rxe7 Hxe7+ 31.Kd1 Rxf3 32.Dxf3 Dc4 33.Kc2 He2 34.Hd1 Hgg2 35.Df4 o.s.frv. Lokastaða íslensku kepp- endanna varð þessi: 69.-89. Hannes Hlífar Stefánsson 7 vinninga af 13 mögulegum, 118.-147. Jón Viktor Gunn- arsson og Bragi Þorfinns- son 6 v., 173.-181. Stefán Kristjánsson 5 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Lágafellskirkju þann 24. júní sl. af sr. Þór Haukssyni Dóra Ósk Bragadóttir og Haukur Hafliðason. Heimili þeirra er í Hraunbæ 74, Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 20. júní, verður sjötug Hrefna Einarsdóttir, Reykjanes- vegi 16, Ytri-Njarðvík. Eigimaður hennar er Gutt- ormur A. Jónsson. Af því til- efni vænta þau þess að laug- ardaginn 23. júní komi ættingjar og vinir og geri sér glaðan dag með þeim og fjölskyldu þeirra í safnaðar- heimilinu í Innri-Njarðvík kl. 16. 60 ÁRA afmæli. Nk.föstudag, 22. júní, verður sextugur Ólafur Ing- ólfsson, Arnarhrauni 48, Hafnarfirði. Af því tilefni taka hann og kona hans, Svanhildur Guðmundsdótt- ir, á móti gestum í sumar- húsi sínu á Eyri í Ingólfs- firði laugardaginn 23. júní nk. kl. 18. Hlutavelta Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 1.500 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Egill, Haukur, Andri, Eydís og Þórey. Morgunblaðið/Arnaldur STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert maður frelsis og æv- intýra en ert jafnframt lag- inn við að nýta þér þau tæki- færi sem bjóðast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert einum of fastur á þinni meiningu og þarft að brjóta odd af oflæti þínu og hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa. Aðeins þannig kemstu áfram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gefðu þér allan þann tíma sem til þarf í að útfæra hug- mynd þína og þá fyrst get- urðu sett kraft í að fram- kvæma hana. Sinntu vinum þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hver er sinnar gæfu smiður. Settu þína eigin heilsu ofar öllu öðru því að öðrum kosti áttu margt á hættu sem erfitt getur verið að finna lausn á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að hafa mikið fyrir hlutunum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Gefðu þér all- an þann tíma sem þú þarft til þess. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ástæðulaust að láta smámunina vefjast fyrir sér. Hertu upp hugann og drífðu hlutina af. Þá geturðu með góðri samvisku lyft þér upp í góðra vina hópi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu ekki of bráður í biðinni eftir umbun fyrir starf þitt. Þinn tími kemur þótt síðar verði svo þú getur látið þér líða vel á meðan þú bíður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Ef þig endilega langar að láta hlutina flakka gerðu það þá í einrúmi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er margt sem þú ert ekki sáttur við þessa dagana en vertu þolinmóður og láttu þér vel lynda meðan þú bíður eftir betri tíð með blóm í haga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það getur reynst erfitt að byggja upp hlutina ef þú hef- ur ekki allan hugann við það verk. Gefðu þér tíma til að sinna þínum nánustu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú tekst á við ný verk- efni. Sýndu fyrirhyggju í fjár- málum sem og öðrum málum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er oft erfitt að vera í for- svari fyrir stórum hópi manna en ef þú heldur rétt á spöðunum ætti forysta þín að skila þér og þínum góðum ár- angri. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að hika við að standa á rétti þínum og láta til þín heyra. Mundu að réttlætið sigrar alltaf að lokum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680. Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.900 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Sími 594 6000 Sumartilboð Tveir fyrir einn síðbuxur, stretsgallabuxur Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16. KRINGLUKAST 50% afsláttur Margar tegundir af barna-, dömu- og herraskóm KRINGLAN sími 568 6062
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.