Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F jölmiðlar í Bandaríkj- unum fara mikinn þessa dagana í heil- agri vandlætingu yf- ir meðferð þeirri sem George W. Bush, Banda- ríkjaforseti hefur fengið í evr- ópsku pressunni að undanförnu. Bandarískum fjölmiðlum finnst sem forsetinn hafi staðið sig með prýði í Evrópuferðinni í síðustu viku en saka starfsbræður sína í Evrópu um tvískinnung og for- dóma í garð Bandaríkjamanna. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum gætir nokkurrar óánægju í Bandaríkjunum vegna þeirrar óblíðu meðferðar sem Bush fékk víða hjá stjórnmálamönnum og fjölmiðlum í fyrstu för sinni til Evr- ópu eftir að hann tók við sem forseti. Hafa jafnvel ýmsir andstæðinga forsetans (sem eru býsna margir) komið honum til varnar og síst sparað stóru orðin í garð hinna yfirlæt- isfullu Evrópubúa. Í mörgum evrópskum blöðum hefur þess hins vegar verið getið að bandaríski forsetinn hafi staðið sig betur í heimsókninni en búist var við og jafnvel verið meira í sókn en vörn í viðræðum sínum við leiðtoga álfunnar. Þannig má segja að sameiginleg niðurstaða fjölmiðla beggja vegna Atlants- hafs sé að Evrópuför Bush hafi tekist með ágætum en þeir séu hins vegar ekki einhuga um for- sendur fyrir þeirri einkunn. Ég var einn þeirra blaðamanna sem fylgdist með aukafundi leið- toga Atlantshafsbandalagsins í Brussel í liðinni viku og hafði því prýðilegt tækifæri til að fylgjast með framgöngu forsetans af eigin raun, en um leið bera saman bæk- ur við erlenda starfsbræður. Á fundinum sjálfum voru komnir saman leiðtogar og utanrík- isráðherrar allra nítján ríkja bandalagsins, þeirra á meðal Tony Blair, sem nýbúinn var að sigra með glæsibrag í kosningum heima í Bretlandi, og einnig Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands, og Chirac Frakklands- forseti. Engu að síður fór ekki á milli mála að öll athyglin beindist að Bush Bandaríkjaforseta og í hvert sinn sem hann hreyfði sig úr stað eða lét ummæli falla varð uppi fótur og fit í fjölmiðla- miðstöðinni. Einn bandaríski blaðamaðurinn sagði mér að starfslið forsetans hefði haft miklar áhyggjur af því að forsetinn kynni að mismæla sig eða verða uppvís að þekking- arskorti á fundinum og því hefði hann setið stíft þriggja daga nám- skeið á búgarðinum heima í Texas fyrir fundinn. „Jæja, hr. forseti, hvað heitir nú höfuðborg Frakk- lands?“ er máske ýkt mynd af því sem fram fór á námskeiðinu, en engu að síður var lögð öll áhersla á að forsetinn kæmi vel fyrir í þessari fyrstu ferð sinni og væri vel heima í þeim málefnum sem hæst ber um þessar mundir. En auðvitað kom á daginn að slíkar áhyggjur voru fullkomlega ástæðulausar. Hinn nýi forseti Bandaríkjanna er ekki gangandi alfræðibók um málefni Evrópu fremur en aðrir þjóðarleiðtogar, en það er vitaskuld gróf einföldun að afgreiða hann sem fávísan kú- reka sem þekki ekkert eða vilji þekkja annað en sitt nánasta um- hverfi. Slíkir menn verða einfald- lega ekki forsetar Bandaríkjanna og furðulegt hlýtur að teljast að fjölmiðlar hafi vanmetið Bush yngri með þeim hætti sem raun ber vitni. „Hann er bara býsna gáfuleg- ur,“ sagði bresk blaðakona við mig, eins og undrandi eftir lokin á blaðamannafundi forsetans. Sú hafði sótt blaðamannafundi Ron- alds Reagans í gamla daga og fylgst með spaugilegum spjalda- lestri hans við jafnvel einföldustu spurningum. Blaðakonan bætti því við að Bush væri ekkert líkur forvera sínum, hann væri miklu öruggari í allri framkomu og tæk- ist vel að leyna reynsluleysi sínu á alþjóðavettvangi. „Reynslan kem- ur,“ bætti hún við, „Bush á eftir að vaxa mjög í áliti eftir þessa ferð.“ Staðreyndin er auðvitað sú að Bush er eldri en tvævetur í pólitík og hefur að auki á að skipa nokk- urn veginn sama liði í utanrík- isþjónustunni og fylgdi karli föður hans að málum á sínum tíma. Enda var haft á orði í höfðustöðv- um NATO að bandaríska sendi- nefndin, að forsetanum und- anskildum, væri ekki í neinni kynnisferð, eins og títt væri eftir forsetaskipti þar í landi, heldur væri um hreina og klára endur- fundi að ræða. Flestir töldu semsé að Bush yngri hefði komið þægilega á óvart og meðal þeirra voru fulltrúar Íslands á leiðtogafund- inum, þeir Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Davíð sagði að bandaríski forset- inn hefði hreint ekki verið í vörn á fundinum, eins og spáð hefði verið fyrirfram, heldur þvert á móti. „Ég held að menn hafi bersýni- lega vanmetið hann,“ sagði for- sætisráðherra um Bush og bætti við að hann hefði komið sér fyrir sjónir sem mun meiri þungavigt- armaður en látið hefði verið í veðri vaka. Bandaríkjaforseti þótti koma vel fyrir á fundinum í Brussel, vera ákveðinn og fylginn sér og hið sama var upp á teningnum á fundi hans með leiðtogum Evr- ópusambandsins í Gautaborg daginn eftir. Sömuleiðis sýndist fara vel á með honum og Pútín, Rússlandsforseta, á fundi í Slóv- eníu undir lok vikunnar og eftir á að hyggja er ekki að efa að staða forsetans á alþjóðavettvangi er styrkari eftir ferðina en fyrir. Sá var enda tilgangurinn með öllu saman svo segja má að Bush hafi staðist fyrstu prófraun sína en enn eigi hann eftir að sýna fleiri spil og við erfiðari aðstæður. Nú, þegar Bush hefur þannig tekið púlsinn á „gamla heiminum“ og er snúinn aftur til þess nýja, er ekki að undra þótt einhverjir spyrji, eilítið forvitinni röddu: Hvað nú, hr. Bush? Hvað nú, hr. Bush? „Jæja, hr. forseti, hvað heitir nú höfuð- borg Frakklands?“ er máske ýkt mynd af því sem fram fór á námskeiðinu, en engu að síður var lögð öll áhersla á að forsetinn kæmi vel fyrir í þessari fyrstu ferð sinni. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is Á NÆSTU árum mun verða mikið umrót á orkumarkaðnum á Íslandi. Yfirvofandi samkeppni á raforku- markaði setur reyndar þegar svip sinn á ákvarðanir fyrirtækj- anna varðandi fjárfest- ingar og samruna. Nýj- ar aðstæður geta líka kallað á annað rekstr- arform. Á nýliðnu þingi voru sett lög um að tveimur veitustofnun- um sem ríkið er með- eigandi að, Hitaveitu Suðurnesja og Orkubúi Vestfjarða, yrði breytt í hlutafélög. Þrátt fyrir þá breytingu verða félögin áfram undanþegin skattskyldu. Fljótlega varð þess vart að áhugi var fyrir því að sama gæti átt við um fleiri veitur sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga og falla undir orkulög. Umhverfi orku- fyrirtækja að breytast Ótvíræða heimild hefur vantað í lög til að sveitarfélögin gætu ætlað sér eðlilegan arð af þeirri fjárfest- ingu sem liggur í veitustofnunum og lengst af hefur sú hugsun verið uppi að um þjónustustofnanir væri að ræða sem einungis mættu taka gjald sem svaraði kostnaði við veitta þjón- ustu. Nú liggur hins vegar fyrir að allt umhverfi orkufyrirtækjanna í landinu er að breytast. Frumvarp til nýrra raforkulaga hefur verið lagt fram og ljóst að á næstu árum mun umhverfi orkufyrirtækjanna ger- breytast með innleiðingu samkeppni á þennan markað. Stjórnendur orku- fyrirtækja sveitarfélaganna vilja eðlilega hafa alla möguleika á að fylgjast með og aðlaga sinn rekstur því sem hagkvæmast virðist, bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og not- endur þjónustunnar. Ýmsar stofnanir sveitarfélaga, svo sem veitustofnanir, hafa verið undanþegnar skattskyldu, enda lengst af ekki gert ráð fyrir að um væri að ræða rekstur sem gæfi hagnað. Þvert á móti var sveitarfélögum bannað að taka hærra gjald en nægði til að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Sveit- arfélög með hagkvæm- ar hitaveitur hafa þó í gegnum tíðina reynt að finna leiðir, og fundið, til að taka arð af þessum stofnunum sínum og er Perlan í Reykjavík líklega stærsti einstaki vitnisburður um slíkt. Sveitarfélög geti áskilið sér arð Við setningu nýrra sveitarstjórn- arlaga árið 1998 var sett inn ákvæði þess efnis að sveitarfélög skyldu setja sér stefnu ,,um arðgjafar- og arðgreiðslumarkmið í rekstri fyrir- tækja sinna og stofnana ... Í tengslum við þessa breytingu á sveit- arstjórnarlögum kom fram, að til að tryggja enn frekar heimildir sveitar- félaga til að ákveða arðgreiðslur fyr- irtækja sinna mundi þurfa að gera breytingar á orkulögum. Þær breyt- ingar voru loks gerðar nú í vor, m.a. til að mæta óskum sveitarfélaga sem vildu að orkufyrirtæki þeirra nytu sömu möguleika og þau sem breytt hafði verið í hlutafé með sérlögum. Helstu atriði breytinganna eru að eigendum héraðsrafveitna og hita- veitna er ár hvert heimilt að áskilja sér allt að 7% arð af eigin fé veit- unnar. Jafnframt er ákvæði þess efn- is að þó veitum sé breytt í hlutafélög eigi sömu skattalegu ákvæði við um þær og þær sem reknar verða áfram sem stofnanir. Megin hugsunin er sú að rekstrarformið hafi ekki áhrif á skattalega meðferð. Í tengslum við meðferð frumvarps til nýrra raforku- laga var sett niður nefnd til að fara sérstaklega yfir skattalegt umhverfi orkufyrirtækja og má ætla að í fram- tíðinni verði stefnt að því að það verði samræmt eða skekki a.m.k. ekki samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Þessi breyting á orkulögum var löngu tímabær og hlýtur að vera sveitarfélögunum í landinu fagnaðar- efni. Víða eiga sveitarfélögin hag- kvæmar veitur sem eðilegt er að þau fái eðlilegan arð af. Sömuleiðis er ljóst að einhvers staðar er áhugi fyrir því að breyta rekstrarformi veitna. Sú breyting sem gerð var á orkulög- um gerir það að verkum að sveitar- félögin sitja nú öll við sama borð hvaða rekstrarform sem þau kjósa. Frumvarpið sem leiddi til þessara breytinga var flutt af iðnaðarnefnd Alþingis. Sem gömlum sveitarstjórn- armanni var mér það sönn ánægja að eiga þátt í flutningi þess með félög- um mínum í iðnaðarnefnd. Sveitar- félögin geta nú, auk þess að njóta skattleysis, ætlað sér allt að 7% arð af orkufyrirtækjum sínum án tillits til þess hvort þau eru rekin sem stofnanir á vegum sveitarfélagsins eða breytt í hlutafélög. Ný viðhorf, nýir möguleikar Svanfríður Jónasdóttir Orka Sveitarfélögin geta nú, auk þess að njóta skatt- leysis, segir Svanfríður Jónasdóttir, ætlað sér allt að 7% arð af orku- fyrirtækjum sínum. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Í LEIÐARA Morg- unblaðsins 16. júní er fjallað um lyf og umönnun aldraðra. Fjallað er um aukin umsvif Lyfjaverslunar Íslands í lyfjadreifingu og áform um „kaup á fyrirtæki, sem stendur að uppbyggingu á einkareknu heimili fyr- ir aldraða á grundvelli sérstaks samnings þar um við heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið“. Hér er vísað í til- raunir eiganda Secur- itas ehf. til þess að selja Lyfjaverslun Íslands hlut sinn í Öldungi hf sem á síðasta ári gerði samning við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið um rekstur öldrunarstofnunar að Sóltúni 2 í Reykjavík. Samningur þessi þykir svo gróðavænlegur að Securitas ehf. sem á 85% í Öldungi hf. (15% er í eigu Aðalverktaka hf.) metur hlut sinn á 860 milljónir króna. Mér er kunnugt um að þetta þykja mikil tíðindi á öðrum öldrunarstofn- unum sem reknar eru með tilstuðlan skattborgarans en á miklu krappari kjörum en Öldungi hf er ætlað að gera. Enda var ljóst þegar samning- urinn var gerður við Öldung hf. að nú átti að reikna hagnað fyrir fjárfest- ana inn í greiðslur ríkisins. Menn rak reyndar í rogastans þegar því var hafnað að verða við tilboði Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna um að reisa viðbyggingu á miklu hagstæðari kjör- um en samningurinn við Öldung hf. kvað á um. Nei, nú átti að gera tilraun með gamla fólk- ið og sjá hvort ekki mætti laða að fjárfesta í gróðavon. Þetta væri nú allt gott og blessað ef þetta kæmi hinum öldruðu til góða og þetta væri skattborg- aranum að auki til hagsbóta. En svo er nú aldeilis ekki því samn- ingurinn við Öldung hf. er skattborgaranum miklu dýrari en samsvarandi samn- ingar við allar aðrar stofnanir. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins grípur til meinhæðni í skrifum sín- um. Í niðurlagi fyrrnefnds leiðara segir eftirfarandi: „Með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem fram hafa komið um áætlað verðmæti samn- ings við heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið um byggingu og rekstur heimilis sem annast um aldr- aða hlýtur jafnframt að vakna sú spurning, hvort ekki sé eðlilegt að ríkið selji fyrir töluvert háa fjárhæð leyfi til slíks rekstrar. Valdabaráttan milli hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hefur opnað augu manna fyrir því, að í þessum atvinnugreinum kunna að felast tækifæri – ekki bara fyrir hlut- hafa – heldur líka fyrir skattgreið- endur.“ Þetta er alveg rétt hjá leiðarahöf- undi Morgunblaðsins að vert er að hugsa alvarlega um það hvort það gæti reynst tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð að selja aðgang að fjár- hirslum ríkisins. Þetta kallar að vísu á nýja hugsun og á henni kunna að vera einhverjir annmarkar. Þannig er ekki víst að þetta muni gagnast öllum skattgreiðendum. Fram hefur komið í umræðunni um þetta tiltekna mál að sá aðili sem vill selja Lyfja- verslun Íslands hlut sinn í undir- skrift heilbrigðisráðherra er sagður hafa heimilisfesti á Gíbraltar. Þar er hann væntanlega einnig skattgreið- andi. Þegar allt kemur til alls kann einkavæðing heilbrigðisþjónustunn- ar á Íslandi að þjóna skattgreiðend- um á Gíbraltar en meiri áhöld eru sennilega um að hún komi íslenskum skattgreiðendum að gagni. Tækifæri fyrir skattgreiðendur Ögmundur Jónasson Aldraðir Samningurinn við Öld- ung hf. er skattborg- aranum miklu dýrari, segir Ögmundur Jónasson, en samsvar- andi samningar við allar aðrar stofnanir. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.