Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Guðrún Vala ÞEGAR söguskilti við Brákarsund var afhjúpað á nýliðinni Borgfirð- ingahátíð kom í ljós að rangur texti var neðan við myndina. Brá mönn- um eðlilega í brún þegar mistökin urðu þeim ljós. Textinn átti að fjalla um atburð- inn þegar Þorgerður Brák, fóstra Egils Skalla-Grímssonar, stakk sér í sjóinn á flótta undan Skalla-Grími eftir að hafa bjargað Agli undan of- stopa hans. Skalla-Grímur ,,henti steini miklum og setti á milli herða henni og komu hvorugt upp síðan“ eins og segir í Egils sögu. Þar heitir nú Brákarsund. Á skiltinu var þess í stað texti um atburðina sem gerð- ust í Sandvík og voru undanfari þess er gerðist við Brákarsund. Þessi mistök komu mönnum í opna skjöldu og er verið að kanna hvernig á þessum fágætu mistökum stendur. Nú stendur til að end- urgera skiltið þannig að réttur texti verði á réttum stað. Skiltið prýðir teiknuð mynd eftir Guð- mund Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóra í Borgarnesi. Rangur texti var á söguskilti UNDIRBÚNINGSVINNA að um- sókn um skráningu Þingvalla og Skaftafells á heimsminjalista UNESCO er hafin, samkvæmt upp- lýsingum Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. Heimsminjalistinn er skrá yfir staði sem eru að einhverju leyti einstakir í heiminum vegna nátt- úrufegurðar eða menningarminja. Nýlega var haldinn árlegur fundur þjóðminjavarða á Norðurlöndum í Álaborg í Noregi. Á fundinum var meðal annars fjallað um mikilvægi samvinnu á landsvísu á sviði þjóð- minjavörslu og einnig var rætt um norræna samvinnu við skráningu staða á Norðurlöndum á heimsminja- skrá UNESCO. Nokkur ár eru síðan Norðurlöndin fóru að vinna að því að koma merkum stöðum á norðurslóðum á heimslist- ann, að sögn Margrétar. Í Noregi eru fjórir staðir á heimsminjaskrá, þar á meðal stafkirkjan í Urnes og bryggj- an í Bergen. Í Danmörku eru þrír staðir á heimsminjaskrá, þar á meðal Jelling og Krónborg. Finnar eiga einnig þrjá staði á skrá, þar á meðal Sveaborg. Svíar hafa náð lengst í þessari vinnu en þar eru nú tíu staðir á heimsminjaskrá, meðal annars Birka, Öland, Drottningholm og Visby á Gotlandi. Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður segir alla þessa staði vera einstaka í heiminum og hafa mikilvægi í alþjóðlegu sam- hengi. Þeir séu sameign alls heimsins í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúru- arfleifð heimsins frá 1972 en Íslend- ingar gerðust aðilar að sáttmálanum árið 1995. Mikilvægt fyrir þjóðina Enn sem komið er er enginn staður á Íslandi á listanum. Um þessar mundir er unnið að því hjá Þjóðminja- safni Íslands og Náttúruvernd ríkis- ins að þjóðgarðarnir Þingvellir og Skaftafell verði skráðir á heimsminja- lista UNESCO á næstu árum. Að sögn þjóðminjavarðar mun slík skráning hafa mikla þýðingu með til- liti til þjóðminjavörslu og náttúru- verndar ekki síður en menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Þetta þýði að Ísland komist á kortið í þessu sam- hengi alþjóðlega, auk þess sem mik- ilvægt sé fyrir þjóðina að eiga staði sem viðurkenndir séu sem einstakir í heiminum. Það geti haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd Íslands út á við og erlendir ferða- menn sækist einnig eftir að skoða staði sem komist hafi á heimsminja- listann. Þingvellir og Skaftafell séu vel til þess fallnir að vera á heims- minjalistanum. Skráning Þingvalla og Skaftafells á heimsminjalista UNESCO undirbúin Enn enginn staður á Íslandi á listanum HANS Verbeek, annar Hollending- anna sem náð var í upp á Fimm- vörðuháls á mánudagskvöld, segir að það hefði getað orðið frekar hættulegt ef hann hefði, ásamt ferðafélaga sínum, reynt að ganga aftur niður til byggða. Hans hefur dvalið hér á landi í tæpar tvær vikur ásamt Just Schimmelpenninck, en þetta er fyrsta heimsókn þeirra til Íslands og fara þeir af landi brott á morgun með Norrænu. Morgunblaðið náði í Hans í gær- kvöldi þar sem hann og félagi hans voru staddir á Austfjörðum og bað hann um að lýsa þeim aðstæðum, sem þeir félagar lentu í, en vont veð- ur var á þessum slóðum og vind- hraði allt upp í 40 metrar á sekúndu. „Við ætluðum að ganga upp Fimmvörðuháls og til baka á einum degi, sem á ekki að vera neitt mál undir venjulegum kringumstæðum, en við höfum verið í eins dags klifri í Skotlandi, Noregi og nú á Íslandi. Þegar við vorum komnir tiltölulega hátt upp gerði þennan kafaldsbyl og Hollendingarnir tveir sem lentu í hrakningum og byl á Fimmvörðuhálsi „Var ekkert neyðartilvik“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þeir Hans Verbeek og Just Schimmelpenninck ánægðir með að vera komnir til byggða eftir að Björgunarsveitin Víkverji í Vík hafði sótt þá. það var enginn möguleiki á að snúa við, þó svo að við hugsuðum um það, en hættum við vegna þess að þá hefðum við fengið vindinn í andlitið. Við vissum af skála uppi og sem bet- ur fer fundum við hann, en við kom- um í hann um þrjúleytið.“ Hans segir að þeir hafi eingöngu verið útbúnir til að klifra í einn dag og því ekki verið með svefnpoka og mat til að dvelja í skálanum yfir nótt. „Fötin okkar voru jafnframt gegnblaut og við ansi kaldir, en þó vorum við ekkert hræddir. Það komu tveir erlendir ferðamenn í skálann á eftir okkur og þau voru þannig útbúin að þau gátu gist. Við gátum það hins vegar ekki, biðum þó eftir því hvort veðrið myndi lagast til að geta gengið aftur niður, en hringdum loks í Björgunarsveit- ina Víkverja í Vík um sex- eða sjö- leytið og báðum um að vera sóttir. Við vorum komnir til byggða þegar klukkan var að ganga þrjú um nótt- ina. Þetta var ekkert neyðartilvik og við borguðum meira að segja fyr- ir þjónustuna.“ FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁsthildur með sigurmark í fyrsta leiknum/B1 FH í fjórða sæti eftir sigur á Val/B4 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Kringlunni, „Kringlukast 20.–23. júní“. Rafmagn og hiti hækkar um 4,9% ORKUVEITA Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka gjaldskrár raf- magns og hita um 4,9% frá og með næstu mánaðamótum. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Orkuveitunn- ar í gær og síðan rætt á fundi borg- arráðs samdægurs. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að það væri árvisst á þessum árstíma að farið væri yfir tilkostnaðarhækkanir. Kom- ið hefði í ljós að tilkostnaður vegna heita vatnsins hefði aukist um 7,1% og vegna rafmagnsins um 6,1% á þessu eina ári. Niðurstaðan hefði hins vegar orðið sú að hækka ekki gjaldskrána jafnmikið og hækkun tilkostnaðarins gæfi tilefni til og reyna að ná því sem upp á vantaði með hagræðingu innan fyrirtækisins. Guðmundur sagði aðspurður að fjölmargir liðir í rekstri veitunnar hefðu hækkað frá síðasta ári. Ef horft væri á Orkuveituna í heild sinni þá vægi þyngst hækkun Landsvirkjunar frá næstu mánaðamótum á rafmagni um 4,9%, en til að mæta því einu þyrfti rafmagn veitunnar að hækka um tæp 3%. Kostnaðaraukinn vegna launa samsvaraði um eins prósents hækkunarþörf og 0,3% hækkun þyrfti til vegna hækkunar aðfanga erlendis frá. Þá þyrfti um hálft prósent hækk- un vegna hækkunar á akstri, en elds- neyti og bifreiðar hefðu hækkað um yfir 10% á þessu ári. 0,4% hækkun þyrfti til vegna hækkunar á ýmiss konar sérfræðiþjónustu og síðan væri um 1,2% af hækkunarþörfinni til komin vegna verksamninga við verk- taka og annars þess háttar. 10% lækkun rafmagns fyrr á árinu Guðmundur sagði að gjaldskrá hita og rafmagns hefði hækkað 1. júní á síð- asta ári um 2,9% og að auki hefði raf- magnið hækkað um 1,7% 1. júlí í fyrra vegna hækkunar hjá Landsvirkjun. Hins vegar hefði gjaldskrá fyrir raf- magn til heimila lækkað um 10% fyrr á þessu ári, en þá hefðu menn ekki séð fyrir þá þróun sem átt hefði sér stað undanfarna mánuði hvað varðaði þró- un gengis og verðlags. ♦ ♦ ♦ Bílvelta við Reykja- nesbraut VÖRUBÍLL valt á Bikhellu við Reykjanesbraut snemma í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var ökumaðurinn einn í bílnum og var hann fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Á slysadeildinni fengust þær fregnir, að ekki hefði verið um alvarlegt slys að ræða, en ökumaðurinn hlaut sár á höfði og á eyrum sem og mar á öxl. Hann var sendur heim fljótlega. Ökumaðurinn var að losa farm af vörubíl sínum þegar bíllinn valt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.