Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 55 LÍFSSKEIÐ Jello hefur umfram allt einkennst af bjargfastri trú hans á málstaðinn og verið þrotlaus barátta gegn auðvaldinu, spillingu hvers kyns og almennum vitleysisgangi; algeru málfrelsi hins vegar hampað í há- stert. Nafn hans tengja líklega flestir við bandarísku hljómsveitina Dead Kennedys, tímamótasveit sem hrærði saman róttækri pólitík og pönkrokki með nokkuð farsælum árangri, en eftir hana liggja ódauðlegir pönkslag- arar eins og „California Über Alles“, „Holiday in Cambodia“ og „Too Drunk to Fuck“. Síðan Dead Kenn- edys lögðu upp laupana árið 1987 hef- ur Biafra komið að tónlist með sveit- um eins og Lard, D.O.A., NoMeansNo, Tumor Circus og Sep- ultura svo nokkrar séu nefndar. Í kvöld verður hann hins vegar með orðleika (e. „spoken word“), uppistandsdagskrá þar sem hann er einungis vopnaður hljóðnema og hug- viti. Á hans nafni hafa komið út nokkrar skífur með þannig efni, sú síðasta í fyrra og nefnist hún Become The Media, þar sem hann ræðst á fyrirtækjavæðingu fjölmiðla, úthverf- astjórnun í stórborgum og Demó- krataflokkinn m.a. Hvað drífur mann eins og þig áfram? „Þau málefni sem ég hef áhuga á eru alltaf að breytast; aðstæður breytast og pólitík. Ég er líka enn mjög ástríðufullur tónlistaraðdáandi. Setning eins og „það er ekkert gott að gerast lengur, gamla tónlistin er miklu betri,“ á ekki við um mig. Ég þoli ekki svoleiðis. Svo framarlega sem Ameríkanar halda áfram að haga sér eins fífl verð ég aldrei uppiskroppa með hráefni (hlær). Ætli það séu ekki líka forréttindi að geta lifað af trantinum sínum í stað þess að vera í einhverri vinnu sem maður þolir ekki, þar sem allar þess- ar hugsanir eru læstar inni.“ Eru fyrirtækjasamsteypur að verða stærri, öflugri? „Nú þegar kapítalisminn er búinn að tortíma kommúnismanum hefur hann snúið sér að því að eyða lýðræð- inu. (Jello tiltekur nokkur dæmi til að styðja mál sitt, talar m.a. um Evrópu- sambandið; GATT-samkomulagið; Alþjóðaviðskiptastofnunina og heil- brigðiskerfið í Bandaríkjunum í því samhenginu). Það er ekkert „Evr- ópusamband“, öllu heldur sameinuð fyrirtæki Evrópu gegn fólkinu í Evr- ópu. Þetta er ekki lengur kapítalismi heldur ný mynd af gamla léns- skipulaginu.“ Hvar stendur þú í pólitík? Álítur þú þig vera kommúnista eða... „Ég set mig ekki í neina svona flokka. Ég tel að ef þú bindur þig við eina hugmyndafræði þá náir þú ek- ki...ég einblíni bara á einstök málefni. Sumar hugmyndir eru sósíalískar, aðrar anarkískar, sumar róttækar og aðrar ekki eins róttækar.“ Þú ert þá ekki í neinum flokki? „Ég er meðlimur í Græn- ingjaflokknum. Ég er ekki sammála stefnu hans í einu og öllu, en hug- myndir hans standa nær tilfinningum mínum en t.d. „Rebúkrata“- flokkurinn. Nú er bara einn flokkur í Bandaríkjunum, Fyrirtækisflokk- urinn. Repúblikanaflokkurinn er tákn græðginnar, spillingar og þröngsýni á meðan Demókrataflokkurinn er tákn þeirra, sem vilja láta fólk halda að þeir hafi áhyggjur af þessu þrennu.“ Finnst þér orðlistin vera hentugur vettvangur fyrir sköpunarlega útrás? „Þetta er hæfileiki, sem ég vissi ekki að ég hafði. Ég var reyndar byrj- aður á þessu áður en Dead Kennedys hættu (1987). Ég sá að þetta var eitt- hvað sem ég gat unnið með og notað; mig langaði engan veginn að verða einhver eilífðarpönkari (hlær).“ Er það þetta sem gefur þínu lífi til- gang? Að vinna á fáfræði og upplýsa? „Það er varla hægt að einfalda þetta svona (hlær). Kannski þegar ég verð áttræður kemst ég að því hver tilgangur minn í lífinu er. Þangað til reyni ég að kanna sem mest og rann- saka; upplifa alls kyns ævintýri – sum góð og sum slæm“ En hvernig fylgistu með? „Ég les aðallega tímarit og dag- blöð. Ég fæ líka bréf frá fólki. Ég nota ekki netið enda á ég ekki tölvu.“ En hvernig skipuleggurðu svo vinnuvikuna? „Ég bara geri það alls ekki. Ég stend upp, fæ mér kaffi. Stundum hringir síminn og þá get ég verið í honum í þetta tvo til tólf tíma. Stund- um hlusta ég bara á tónlist allan dag- inn eða fer í bíltúr út úr bænum. Ég hef lagt mig í líma við að skapa mér líf án klukku...ég efast þó um að ég eigi einhvern tíma eftir að ná fullnaðar- árangri í þeim þreifingum mínum (hlær).“ Fylgistu vel með í pönktónlistinni? „Það er orðið nokkuð erfitt að fylgjast með og safna öllu í dag; mikið af því sem er í gangi í dag á líka ekk- ert skylt við upprunalegu hugsjón- irnar. Ég er miklu meira inni í fyrstu 15 árunum í pönktónlistinni plús tón- list frá áttunda, sjöunda og sjötta ára- tugnum. En ég hlusta ekki bara á pönktónlist, enda er það góð leið til að verða leiður og búa til leiðinlega tón- list. Maður á að vera opinn fyrir allri tónlist. (Jello segist aðspurður eiga stórt plötusafn, en viti hins vegar ekki hversu margar plötur hann eigi). Í fjölda ára hef ég skipst á plötum við fólk frá öllum heimshornum í þeim tilgangi að fylgjast með. Botn- inn er þó farinn að detta úr þessu, þar sem við erum öll orðin eldri og höfum ekki tíma til að senda plötur fram og til baka (hlær). En stundum fæ ég svalt efni sent og ég reyni að kíkja í plötubúðirnar þegar ég er að ferðast.“ Orðleikar Jello Biafra hefjast kl. 21:00 í kvöld og er miðaverð 1000 kr. Morgunblaðið/Arnaldur Jello Biafra: Styður ekki „Rebú-krataflokkinn“. Í orði og á borði Jello Biafra er goðsögn í heimi pönktónlist- ar; pólitíkus, hugsuður og aðgerðasinni sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Arnar Eggert Thoroddsen hitti hetjuna á Gaukn- um og saman reifuðu þeir hinstu rök tilver- unnar yfir tveimur vatnsglösum. arnart@mbl.is Jello Biafra með orðleika á Gauki á Stöng í kvöld betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Bond mynd fyrir fjölskduna HK DV Frábær fjölskyldu og ævintýramynd Sýnd kl. 6. Svikavefur Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Loksins alvöru tryllir sem fær hárin til að rísa. Með hinum magnaða Morgan Freeman (Kiss the Girls, Seven). Hér er komið sjálfstætt framhald myndarinnar Kiss the Girls. Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda. Hefur verið líkt við Seven og Double Jeopardy. Sjóðheit og sexý gamanmynd. Allt þetta kynlíf og ofbeldi á einni nóttu... þetta er of mikið! Sýnd kl. 8 og 10. Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ samfilm.is Sýnd kl. 8. Vit nr. 235 Sýnd kl. 10. Vit nr. 223.Sýnd kl. 8. B. i. 16. Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  strik.is 1/2 Hugleikur Sýnd kl. 8. Vit nr. 233 samfilm.is Sýnd kl. 6. Vit nr. 236. Sá snjalli er bxunalaus! Sýnd kl. 7 og 10.15. Vit nr. 235 Strik.is HL. MBL Sýnd kl. 10.15. B. i. 14. Vit nr 220. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sannir spæjarar... bara aðeins minni Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskduna“ HK DV  AI MBL Sjóðheit og sexý gamanmynd. Allt þetta kynlíf og ofbeldi á einni nóttu... þetta er of mikið! ...Liv Tyler (Armageddon), Matt Dillon (There´s Something About Mary), John Goodman (Big Lebowski), Michael Douglas (Traffic) og Paul Reiser (Mad About You) fara á kostum!  ÓHT Rás2 Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is MAGNAÐ BÍÓ The Crimson Rivers er sýnd í Regnboganum Sýnd. 6, 8 og 10.Sýnd. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára Sjóðheit og sexý gamanmynd. Allt þetta kynlíf og ofbeldi á einni nóttu... þetta er of mikið! ...Liv Tyler (Armageddon), Matt Dillon (There´s Something About Mary), John Goodman (Big Lebowski), Michael Douglas (Traffic) og Paul Reiser (Mad About You) fara á kostum!  Kvikmyndir.com  Hausverk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.