Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 49
rektor að Skálholtsskóla. Maðurinn heitir Bernharður Guðmundsson, fæddur árið 1937. Hann er því á of- anverðum starfsaldri. Prestlærður maður, með víðtæka reynslu og menntun innanlands sem utan. Svo vill til, að ég hefi þekkt Bernharð í yf- ir þrjá áratugi. En líklega hefi ég kynnst honum best, er hann dvaldi í Skálholti 1972 og leiðbeindi nemend- um lýðháskólans í félagslegum efn- um. Heimir skólastjóri sagði, að verkefni Bernharðs yrði m.a. að láta nemendur finna til andlegrar ná- lægðar innan hópsins, „hrista“ þá saman eins og hann orðaði það. Þetta verkefni leysti Bernharður – eða Benni – eins og hann er oft nefndur af vinum og kunningjum, ágætlega vel. Hann var kærkominn gestur í Skálholti, enda sáu allir eftir honum, þegar hann fór. Bernharður er ljúfur maður í viðkynningu, og ég trúi ekki öðru en að hann vinni sér fljótt vin- sældir staðarmanna á Skálholtsstað. Ég kvaddi séra Bernharð að loknu námskeiði fyrir hönd nemenda og annarra á staðnum með eftirfarandi erindi: Bernharð við kveðjum með klökkva í sinni, konur og menn, já, hver einasta sála. Í biksvörtu skammdegi birti hér inni; bara hann komi sem oftast í Skála. Ég leyfi mér að óska séra Bern- harði til hamingju með rektorsstarfið í Skálholti og árna honum og fjöl- skyldu hans allra heilla fram á veg- inn. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, rithöfundur og fyrrum kennari við Lýðháskólann í Skálholti, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 49 ÞEGAR hugsað er til boðorða Biblíunnar verður manni fyrst hugsað til hve hart maðurinn á jörðinni hefur þurft að berjast fyr- ir að geta hlýtt þeim, og hve illa honum hefur gengið það. Og hve miklu böli mannkynið hefði losnað undan ef það hefði gengist undir þau. Boðorðin hvíla á vísindalegum grundvelli sem ekki er hægt að rengja einn stafkrók í, þessi Guðs boðun er dýrðleg náðargjöf til okkar mannsbarna, allt er þar hreint, satt og skýlaust og ef þeim hefði verið hlýtt hefðu allar fram- farir mannkyns orðið til blessunar öllum mönnum og lífi á jörðinni, og hversu langt hefði maðurinn ekki komist í öllum framförum. Eilíf valdabarátta ríkir alltaf einhvers staðar á jörðinni, um völd, eignir, lönd og auð, svo engin mannssál hvílist frá þessum hörm- ungum, skelfing og dauði ríkir allt- af einhvers staðar. Ég á mín efasemdaraugnablik þegar ég sekk mér ofan í ástand þessa heims – og spyr Guð minn um hvað þetta sé allt og finnst þá þoka og myrkur umlykja mig – hrygg og spyrjandi og horfin allri gleði, aldrei vantrúuð á Guð, en spyrjandi hann hvað valdi þessari skelfingu allri. En ég kemst alltaf út úr þessari þokuvillu á endanum út í birtuna í faðm trúar minnar til Guðs míns og verð þá viss um að Guð einn skilur tilgang tilverunn- ar. Maðurinn er vitrasta dýr jarð- arinnar en hann drepur þó sína meðbræður, það gera villidýrin ekki, ekki sína eigin tegund, allt þetta ástand mannsins er komið af valdagræðgi og auðhyggju. Auður heimsins spillir svo sál mannsins, mismunurinn á kjörum mannanna er svo spillandi og mesti ógnvaldur friðar hugarfarsins, auðurinn, er í höndum einstakra manna, auður- inn er mesta bölvun veraldarinnar, fátæktin er svo mikil hjá fjöldan- um sem veldur hatri og hugarfars- spillingu. Ég held að fátækt, sé hún mikil, spilli hugarfari unglinga og valdi oft vandræðum í hegðun og af- vegaleiðni, þeir þurfa að horfa á aðra unglinga lifa ríkmannlegu lífi, þetta vekur öfund hjá óþroskuðum börnum, sviptir þau æskugleðinni. Börn nú til dags lesa tæpast Bibl- íuna, trúin ein getur breytt þeim og heiminum. Foreldrar þurfa að lesa guðsorð fyrir börnin, er nokkuð til fegurra en Fjallræðan, aldrei hefur neitt fegurra verið skráð og verður ekki. Barnaskólarnir hafa of litla biblíukennslu. Foreldrar þurfa að gera börn sín að vinum sínum frá frumvexti, tala sífellt við þau og uppfræða. Þjóðfélagið verður að taka breytingum í kjörum manna, þessi mismunun á kjörum manna er skaðvaldur öllu þjóðlífi. Ég hef þá trú að svo verði í heiminum að ljós trúarinnar reki myrkrið á burt. Þessi mismunun er vanvirða þjóðanna. Þjóðir verða að þekkja hver aðra og skilja – þá skapast samlíðan og skilningur, og vilji Guðs er samvinna þjóðanna, og engin þjóð er örugg í veröld, þar sem náttúruhamfarir geta skollið á og eytt öllu lífi eða lífs- möguleikum. Samvinna í heiminum er Guðs vilji, bræðralag þjóðanna er ham- ingja kristilegrar breytni. Jörðin getur orðið sælureitur ef rétt er á haldið og uppskera jarðarinnar óumræðilega gjöful. Kærleikurinn er sterkt afl sem getur breytt heiminum, jafnvel veðurfarinu, og öllum plágum, bænin er mikill máttur sem gerir kraftaverk, en kraftaverk er kær- leiksríkt hugarfar til meðbræðra okkar. Trúin er það eina sem getur bjargað heiminum. Engin þjóð er annarri betri, ég hef kynnst mörgum mönnum af mörgum þjóðernum, bæði í Kan- ada og Bandaríkjunum, aðeins er munur á mönnum hjá hverri þjóð, góðir menn eru á meðal allra þjóða. Guð blessi íslenska þjóð og haldi verndarhendi sinni yfir íslenskri æsku. JÓHANNA BR. WATHNE, Lindargötu 61, Reykjavík. Kristileg hugleiðing Frá Jóhönnu Br. Wathne: FRÖKEN Júlía og Orkuveita Reykjavíkur sigruðu á fjölmennu og sterku Mjóddarmóti Taflfélags- ins Hellis, sem haldið var í góð- viðrinu í göngugötunni í Mjódd sl. laugardag. Snorri Bergsson tefldi fyrir Fröken Júlíu og Helgi Áss Grétarsson fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Snorri sigraði í inn- byrðis viðureign þeirra, en tapaði í næstsíðustu umferð á móti Arnari Gunnarssyni, sem tefldi fyrir VISA-Ísland, eftir að hafa leikið af sér manni í unninni stöðu. Fröken Júlía taldist sigurvegari mótsins eftir stigaútreikninga. Skákmenn létu góða veðrið ekki trufla sig frá taflmennskunni og þátttakendur voru yfir 40 sem er tvöföldun frá því í fyrra og jafn- framt þátttökumet í þessu árlega móti. Tefldar voru 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Fröken Júlía (Snorri Bergs- son) 6 v. 2. Orkuveita Rvk. (Helgi Áss Grétarsson) 6 v. 3.–4. VISA Ísland (Arnar Gunn- arsson), Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (Sigurður Páll Stein- dórsson). 5½ v. 5.–7. Landsbanki Íslands (Ing- var Ásmundsson), Ökuskólinn í Mjódd (Róbert Harðarson), Jó- hann Rönning (Jón Árni Halldórs- son) 5 v. 8.–11. Mjólkursamsalan (Páll Agnar Þórarinsson), Pizzahöllin (Halldór Brynjar Halldórsson), Búnaðarbanki Íslands (Guðmund- ur Kjartansson), Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar (Leifur Ingi Vilmundarson) 4½ v. 12.–17. Músik og myndir (Krist- ján Örn Elíasson), Íslandsbanki Breiðholti (Sævar Bjarnason), B. Benediktsson ehf. (Björn Víkingur Þórðarson), Staðarskáli (Halldór Pálsson), Osta- og smjörsalan (Birgir Berndsen), Reykjavíkur- höfn (Sæmundur Kjartansson) 4 v. 18.–21. Suzuki bílar (Magnús Örn Úlfarsson), Dýraland-Gælu- dýraverslun (Helgi Brynjarsson), Björnsbakarí við Skúlagötu (Þor- varður Fannar Ólafsson), Vinnu- skóli Reykjavíkur (Hrannar B. Arnarsson) 3½ v. 22.–29. Fróði hf (Ólafur Kjart- ansson), Altech JHM ehf (Jóhann Ragnarsson), Efnalaugin Björg (Ásgeir Mogensen), Borgarskipu- lag Reykjavíkur (Kjartan Thor Wikfeldt), Lyf & heilsa apótek í Mjódd (Ólafur Evert Gunnarsson), Innrömmun og hannyrðir (Rafn Jónsson), Haraldur Böðvarsson hf. (Atli Freyr Kristjánsson), Bakara- meistarinn ehf. (Pétur Jóhannes- son) 3 v. 30.–33. Kaffi París veitingahús (Baldur Helgi Möller), Íþrótta & tómstundaráð Rvk (Valdimar Leifsson), Bókabúðin Hlemmi (Arnar Sigurðsson), Námsflokkar Reykjavíkur (Grímur Daníelsson) 2½ v. 34.–37. Nettó í Mjódd (Björgvin Kristbergsson), Íslenska útvarps- félagið (Sigurður Kristinn Jóhann- esson), Grand Hótel (Haukur Sveinsson), Gleraugnaverslunin í Mjódd (Aron Ingi Óskarsson) 2 v. 38.–40. Gissur og Pálmi hf. (Gunnar Bergmann Guðmunds- son), Samfylkingin (Brynjar Berg- mann Guðmundsson), Verslunar- mannafélag Reykjavíkur (Sindri Már Guðjónsson) 1½ v. 41.–42 Sorpa (Ólafur Davíðsson), Gatnamálastjórinn í Reykjavík (Björn Gunnarsson) 1 v. Skákstjóri var Vigfús Óðinn Vig- fússon. Helgarskákmót TR Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti 23.–24. júní nk. í samvinnu við Skáksamband Íslands. Mótið er eitt fimm móta í helgarmótasyrpu Skáksambands Íslands og veitir stig í „Helgar- mótspottinum“ þar sem veitt eru vegleg verðlaun. Tefldar verða 9 umferðir, atskákir með 30 mínútna umhugsunartíma. Dagskráin verð- ur sem hér segir: 1.–5. umf. 23. júní kl. 13 6.–9. umf. 24. júní kl. 13 Verðlaun: 1. verðlaun kr. 30.000 2. verðlaun kr. 20.000 3. verðlaun kr. 10.000 Auk þess eru verðlaun fyrir skákmenn undir 2000 og 1600 skákstigum, kvennaverðlaun og öldungaverðlaun. Um er að ræða skákklukkur eða áskrift að tíma- ritinu Skák. Þátttökugjald: 16 ára og eldri kr. 1.500, 15 ára og yngri kr. 1.000. Skráning á skákstað kl. 12:45. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e. 23.6. TR&SÍ. Helgarskákmót 1.7. Hellir. Bikarmót Striksins SKÁK G ö n g u g a t a n í M j ó d d 16.6. 2001 Fröken Júlía og Orkuveitan sigruðu á Mjóddarmóti Hellis Daði Örn Jónsson MJÓDDARMÓT HELLIS AMERÍSKIR LÚXUS NUDDPOTTAR Glæsilegir nuddpottar í sedrus viðargrind. Innifalið í verði: Vatnsnudd og loftnudd. Einangrunarlok, ozone bakteríuvörn, höfuðpúðar, ljós, vetraryfirbreiðsla, trappa o.fl. Engar leiðslur, nema rafm. 16 amp. Verð frá aðeins kr. 490 þús. stgr. Tilbúnir til afhendingar. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Símar 554 6171 og 898 4154. Kringlunni 8–12  sími 568 6211 Kringlukast Frábær tilboð! Hvítir  St. 36-42  Verð áður kr. 4.990 Verð kr. 2.990 Svart - drapp  St. 36-42  Verð áður kr. 4.990. Verð kr. 2.990 Grátt - drapp  St. 36-46 Verð áður kr. 4.990 Verð kr. 2.990 Hvítt - svart- drapp  St. 36-46 Verð áður kr. 4.990. Verð kr. 2.990 Victory sandalar  Verð kr. 1.990  Svart  St. 36-46 og fleiri góð tilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.