Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 29 ÚTSALA – ÚTSALA 40-80% afsláttur Dæmi um verð Áður Nú Dömupeysa 5.200 2.900 Jakkapeysa 3.900 2.300 Yrjótt peysa 4.200 1.900 Rennd peysa 4.100 2.500 Gallajakki 4.400 1.900 „Slinky“- sett 5.900 2.900 Sumarkjóll 3.700 2.200 Sítt pils 3.200 1.900 Dömubuxur 3.600 2.200 og margt margt fleira. Einnig fatnaður í stærðum 44-52. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. VEGNA undirbúnings yfirlitssýn- ingar á Errósafni í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi verður safnið lokað til 23. júní en þá verður yfirlitssýningin opnuð formlega. Tímabundin lokun listasafns STJÓRN Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Bernharð Wilkinson sem aðstoðarhljómsveitarstjóra til eins árs. Bernharður hefur verið aðstoðarhljómsveitarstjóri í tvö ár eða frá september 1999 og hefur nú verið end- urráðinn til 30. ágúst 2002. Að þeim tíma liðnum er ráðgert að staða aðalhljómsveitar- stjóra verði fyllt og mun þá fara fram endurmat á stöðu aðstoðar- hljómsveitarstjóra. Bernharður segir starfið hafa gengið vel upp á síðkastið. „Það getur verið mjög fjöl- breytilegt; til dæmis stjórnaði ég nokkrum tón- leikum á starfsárinu, til að mynda með ungu fólki og hljómsveitinni á útskriftar- tónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík og eins jóla- tónleikunum. Svo ég nefni eitthvað al- veg ólíkt, þá stjórnaði ég hljómsveitinni á Myrkum músíkdögum. Upp koma tilvik þar sem ég tek yfir foræfingar svo sem á dögunum þegar hljómsveitin flutti Vorblótið eftir Stravinsky, þegar Carmen var flutt í Höllinni og einnig í vetur þegar Ashkenazy kom og stjórnaði hljómsveitinni. En það sem er eftirminnilegast eft- ir þetta starfsár eru síðustu áskriftartónleikarnir í bláu röðinni. Það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur með einleikara á borð við Christian Lindberg. Mað- urinn er náttúrulega snillingur og ekki spillti fyrir að tónleikunum var mjög vel tekið.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands hugar að næsta starfsári Endurráðinn aðstoðar- hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson TÓNLEIKAR verða haldnir í Hóla- dómkirkju á föstudag. Fram koma Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Á efnis- skrá verða verk m.a. eftir Corelli, Paganini, Ibert o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeyp- is. Tónleikar á Hólum HÉR er komin ein af þeim bókum sem breyta á lífi þess sem les og til- einkar sér innihaldið. Á baksíðu segir m.a.: Sáraeinföld ráð til að bæta heilsu í dagsins önn. Handhægar lausnir á augabragði. Nýjustu aðferð- ir í sjálfsrækt og sjálfsmótun. Síðasta setningin geymir lykilinn að uppsetningu bókarinnar. Allar nýj- ustu aðferðirnar og tískufyrirbrigðin í líkamsræktar- og lífstílsgeiranum eru tíndar til og úr verður handhæg og sannfærandi bók um hvernig byggja skuli upp líkama og sál til að tryggja „vellíðan, sjálfsöryggi, útgeislun og endalaust orkuflæði“ svo nokkur séu nefnd af þeim orðum sem bregður hvað oftast fyrir í texta bókarinnar. Bókin er þannig byggð upp að hún tekur fyrir einn dag í lífi þess er les. Byrjað er að morgni, hvernig fara skuli á fætur og fagna nýjum degi. Allt er tekið fyrir, hvernig teygja skuli líkamann og hylla sólina og klæða sig og er aðallega stuðst við aldagamlar austrænar kenningar (Chi Kung og Feng Shui) og er ekki að efa að er til góðs ef eftir er farið. Síðan er lagt til atlögu við staðgóðan og hollan morgunverð og þar á eftir haldið til vinnu og dagurinn rakinn með kaflaheitum á borð við Á leið til vinnu, Vinnuaðstaðan, Minnkaðu álagið á líkama og sál, Taktu þér hlé, Að skilja við vinnuna, Tími fyrir þig, Í lok dagsins. Undirkaflar eru t.d.: Hrærðu upp í heilsunni, Burt með kvefið, Bíllinn sem griðastaður, Burt með ökuæðið, Að öðlast viðurkenn- ingu, Feimnin sigruð, Stökktu burt slæmum morgni, Skiptu um skap, Tíbetskt mataræði, Nuddum hvort annað, Ofurkynlíf, Skoðaðu sálina. Ekki er gert ráð fyrir því að lesand- inn reyni að komast yfir allt sem lagt er til á einum venjulegum vinnudegi heldur eru hér fjöldamargar tillögur að því hvernig hægt er að prjóna sig í gegnum daginn. Vafalaust má hafa margvíslegt gagn af þessari bók og geta líklega flestir fundið í henni eitt- hvað við sitt hæfi enda er hún greini- lega samin með það í huga. Margt af því sem lagt er til er býsna sjálfsagt, en fyrir þá sem eru að leita sér að hvatningu til að temja sér heilbrigðari lífsstíl þá er hér ágætur leiðarvísir. Bókin er í handhægu kiljubroti og þjónar vel hlutverki sínu sem hand- bók, uppsetning er greinargóð og þýðingin lífleg. Litmyndir af eftir- sóknarverðum fyrirmyndum, heil- brigðu og glaðlegu fólki prýða nánast hverja síðu ásamt leiðbeiningum um líkamsæfingar og alls kyns uppstill- ingar blóma og innréttinga í anda Feng Shui-kenninganna. Þá eru ónefndar blómadropakenningar, mantra og tantra, jóga o.fl. o.fl. sem sagt er frá. Bókin lofar þeim sem tek- ur sér hana til fyrirmyndar: Meiri þrótti, betra lífi – allan daginn, alla daga. Það er ekki ónýtt. Vellíðan alla daga BÆKUR L í f s s t í l l eftir Jane Alexander. Þýðing: Helga Soffía Einarsdóttir. Kápa: Anna Cynthia Leplar. Umbrot: Edda hf. 159 bls. Prentað í Singa- púr. Forlagið - Reykjavík - 2001. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Hávar Sigurjónsson KRISTÍN Helga Gunnarsdóttir rit- höfundur var útnefnd bæjar- listamaður Garðabæjar árið 2001 við hátíðardagskrá í bænum 17. júní og þar var henni jafnframt af- hentur starfsstyrkur. Kristín Helga hefur sinnt rit- störfum frá árinu 1998. Hún ólst upp í Faxatúni í Garðabæ og hefur búið í Garðabæ að mestu leyti síð- an. Bækur hennar um Binnu og Móa eru að hluta til byggðar á að- stæðum og umhverfi Garðabæjar um 1970 og endurspegla á vissan hátt það frelsi sem börn í Garða- hreppi ólust upp við. Kristín Helga hefur tekið þátt í félagsstörfum rithöfunda hefur m.a. verið ritari í stjórn Íslands- deildar IBBY (alþjóðasamtökin Börn og bækur) 1999–2001. Hún tók sæti í stjórn Rithöfunda- sambandsins vorið 2001. Menningarsjóður Garðabæjar hefur frá árinu 1992 veitt starfs- styrki til listamanna. Menningar- málanefnd gerir tillögur til bæj- arstjórnar um úthlutun og koma aðeins til greina þeir listamenn sem búsettir eru í Garðabæ. Útnefnd bæjarlista- maður Garðabæjar Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, og Kristín Helga Gunn- arsdóttir bæjarlistamaður að lokinni athöfninni á þjóðhátíðardaginn. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.