Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 37 ALLS staðar fer fram uppgjör í sjávar- útvegi og er það vel nema hvað tilefni nú er dapurlegt, þ.e. ástand botnfiska. Mál- ið kemur illa fyrir sjónir vegna þess að hvorki hagkvæmni né hámarksafrakstur eru í sjónmáli, enn síður styrking byggðarlaga og stórskuldir eru ógnvænlegar; fisk- veiðilögin eru ramm- skökk og bjöguð, rag- bætt og stöguð, en sumir stuðningsmenn þeirra forherðast meðan aðrir hlaupast undan merkjum, sbr. þing- flokk Framsóknar og fleiri. Heims- frumsýning einkaeignar á veiðirétti framtíðar hefur afhjúpast sem hneyksli. Reiðskjótar rustanna Hugtökin öldureið og reiðmenn öldufaldanna eru notuð í útlöndum um þá sem hagnýta sér breytingar af hverskonar tagi og „ríða á öldu- földum“. Þeim skýtur alltaf upp eins og korktöppum eftir öldubrot- in; þetta má sjá í verðbólgubraski, verðsprengingum í húsnæði, hluta- bréfum, gorkúlubransa af öllu tagi, já og kvótabraskinu. Menn kaupa sig inn í framtíðina með því að stimpla sig inn á réttum tíma, frítt í byrjun og síðan á hvaða verði sem er. Þessi gandreið, skrýdd orða- gjálfri um hagræðingu, er góð til að mata fótgönguliða á þingi, sem hafa bara samviskuna til að styðjast við. Ef rýnt er í vísitölur hagræðingar eins og veiðikostnað, aflaverðmæti, fjárfestingar og skuld- ir, kemur í ljós dap- urleg mynd; flotinn og afköst hans hafa stór- aukist en afli minnkað en grunsemdir eru um stórfellda sóun. Fótgönguliðar á Suðurnesjum hafa nú sumir berað kortin sín; einn þeirra segir að Kristinn H. Gunnars- son (KHG) beri ábyrgð á heimild til veðsetningar kvóta 1997 og beri því ábyrgð á skuldunum. Annar fullyrðir að þekkingu skorti til að skýra ástand þorsks en sjálfur veit hann að hún er ofveiði. Það verður fróðlegt að fylgjast með frambjóðendum á Suð- urnesjum í haust þegar hitna fer í kolum. Hagræði Já, þetta orð er afar viðeigandi í sjávarútvegi. Það þýðir hagstætt ráðslag en gæti allt eins átt við „hagstæða róðra og jafnræði“. Þeg- ar litið er á útveginn í heild stingur í augu hversu flotinn er stór; hann hefur þrefaldast á þremur áratug- um. Aðbúnaður áhafna hefur batn- að og afköstin hafa margfaldast en afli minnkað. Sífellt er klifað á hag- ræðingu sem driffjöður uppsöfnun- ar kvóta og byggðaröskunar; en það er hagnaðarvonin sem hér ræð- ur ferð og þegar tækifæri gefst láta menn kaupa sig út. Það væri í lagi ef það er uppsöfnuð þekking og bú- sæld sem væri goldin að verðleik- um, en ekki forgangur að óbornu lífi í hafi, starfsvon byggðarlaganna. Þegar klifað er á jafnræði í veið- um og að sumir hafi sérréttindi því þeir veiði frjálst gleyma menn því að það eru meiri forréttindi að hafa fengið hlutfallstoll í öllum vonar- peningi framtíðar. Jafnræði á milli togskipa og smábáta er ekki til, appelsínur eru ekki eins og epli. Jafnræði felst ekki í því að skikka smábátakarla til að leggja fram hundruð milljóna og segja þeim að hefja stórfiskaleikinn í spilavítinu; skurðgröfur má nota til að taka upp kartöflur en bóndinn sér að plógur og kerruklár nægja. Margir ridd- arar LÍÚ eru ekki ljótir karlar en þeir hafa ætlast um of. Stórt eða smátt og sjálfbærni Flotinn á að vera af öllum stærð- um og jafnræði á að ríkja í veiði með því að skipta veiðum upp í grunnslóð og djúpslóð. Hagfræðing- ar ættu að gera rannsókn á hag- kvæmustu veiðum á grunnslóð í stað þess að gefa sér forsendur kvótapresta, en þeim á að vísa pent á djúpmið eins og þeir hafa græj- urnar til, þar geta þeir hnútubitist. Meðan ekki er ljóst hversu mjög togveiðar skemma lífríkið og stuðla að fisksóun eiga krókaveiðar að njóta vafans; viss knýjandi röksemd mælir með þeim. Þegar fiskur gengur á grunnmið er hann oft í ætisleit og tekur þá króka einnig; ef hann er í miklu æti tekur hann síð- ur. Náttúran sjálf dempar sveiflur þegar með þarf. Bátar undir 10 t nota 0,15 lítra eldsneytis á hvert kíló af botnfisk- afla en ísfisktogarar 0,43 (18 kr/kg) eða um 3-sinnum og frystiskip 5- sinnum meira. Ef olíuverð tvö- eða þrefaldast er augljóst hvað gerist. Botnvörpungar eyða 5-sinnum meiri orku en þeir afla. Loðnuskip eru sjálfbær að því leyti, að þau afla 4-sinnum meiri orku en þau nota sjálf, loðnulýsið dugar til að reka allar uppsjávarveiðar og fisk- mjöl fæst í kaupbæti. Fótgönguliðar glíma Á flokkráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins 21.11. 1987 á Selfossi var lögð fram tillaga í styttu máli e.f.: „... fundurinn ... ályktar ... að nú- gildandi kvótakerfi ... eigi að leggja niður við fyrsta tækifæri en tak- marka megi veiðisókn ... með veiði- bönnum og veiðileyfasölu. Miða ber reglur við þau markmið að veiði- réttur verði ekki framseldur var- anlega og án endurgjalds ... bættur rekstrargrundvöllur ... nýtist þjóð- félaginu í heild. Fundurinn bendir þó sérstaklega á ... að koma verður í veg fyrir að veiði leggist niður ... í einstökum landshlutum. ... Þess vegna þarf að miða sölu veiðileyfa eða veiðikvóta við hagsmuni byggð- anna. Já, gott ef í reynd væri. Til- löguna fluttu formenn stærstu félaganna á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Varðar, Hvatar, Heimdallar og hverfafélaganna í Reykjavík og Kópavogi. Halldór Blöndal og Tóm- as I. Olrich hindruðu efnislega um- ræðu um tillöguna með fundarof- beldi. Því var mótmælt en Davíð heitinn Ólafsson lagði klæði á vopn- in, um sinn, en fundarstjóri var Þorsteinn Pálsson. En söm er gjörðin tvíbura og holdgervinga kjördæmapotsins sem eru enn við sama heygarðshornið, en nú þarf meira til en fundartæknina eina. Ef hindra á stórátök vegna aðþreng- ingar smábáta í haust þarf þing- forseti að beita enn slóttugri tækni. Leiftursókn Ágætur lagaprófessor sagði í desember 1979, að Hannes H. Giss- urarson hefði tapað kosningunum fyrir D-listann. Ekki svo að hann hafi borið ábyrgð á „leiftursókn- inni“ heldur hitt, að meira máli skiptir í pólitík það, sem fólk heldur að sé, en er. Hávaðasamur varð hann eins konar „logo“ leiftursókn- arinnar. Það eru margir sem sjá nú, að setja verði hann í sérstakt beit- arhólf með áróður sinn, utan sjón- máls þeirra sem nú bera ábyrgðina. KHG teflir sína skák yfirvegað, einn og einn leik í einu, og virðist kominn með unna skák, en aðrir þingmenn sjá það einnig og munu væntanlega taka þátt í fyrirsjáan- legri stefnubreytingu. Það er óvið- unandi að byggð breytist í beinhól. Fylgsni fótgönguliðanna Jónas Bjarnason Kvótinn Það er óviðunandi, segir Jónas Bjarnason, að byggð breytist í beinhól. Höfundur er efnaverkfræðingur. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.