Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 15 Heimsferðir bjóða nú nokkur viðbótar- sæti til Barcelona þann 11. júlí og viðbót- argistingu á okkar vinsælasta hóteli, Atlantis, sem er rétt við Ram- blas, hina frægu göngugötu borgarinnar. Gott 3ja stjörnu hótel í hjarta Barcelona. Öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma og minibar. Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja góða gistingu í hjarta Barcelona. Verð kr. 49.930 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, flug, gisting, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 18 viðbótarsæti Vika í Barcelona 11. júlí frá kr. 49.930 SÝNING á ljósmyndum Gísla Ólafsfonar hefur verið opnuð í Minjasafninu á Akureyri og komu um 250 manns að líta á mynd- irnar fyrsta sýningardaginn sem bar upp á þjóðhátíðardag Íslend- inga. Gísli starfaði um árabil sem yf- irlögregluþjónn á Akureyri og kynntist hann mannlífinu í bæn- um vel. Hann lifði þær þjóð- félagsbreytingar og uppbyggingu sem varð á áratugnum eftir stríð og vann íslensku samfélagi það gagn að festa þá sögu á filmu og eru ljósmyndirnar nú í vörslu Minjasafnsins á Akureyri. Hörður Geirsson á ljósmynda- deild Minjasafnsins á Akureyri sagði í ávarpi þegar sýningin var opnuð að Gísli hefði náð góðu valdi á tæknilegri hlið ljósmynd- unarinnar, en það sem ekki væri síður um vert væri góð tilfinning hans fyrir myndbyggingu, að sjá óvenjuleg sjónarhorn. Á sýningunni eru 66 ljósmyndir en aðeins er um að ræða lítið brot af myndasafni Gísla. Þessar myndir tengjast á einhvern hátt bæjarlífinu á Akureyri fyrr á ár- um og þar má sjá myndir af fólki að störfum, börn í námi og leik, sem og ýmis atvik úr þróun- arsögu bæjarins, myndir frá hversdagslegum atburðum og tyllidögum. Sýningin verður opin í allt sumar en safnið er opið daglega frá kl. 11 til 17. Árni Magnússon lögregluþjónn á nýrri vespu lögreglunnar árið 1962. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Karl J. Kristjánsson lögreglumaður heilsar upp á Gísla Ólafsson, fyrr- verandi yfirlögregluþjón, þegar ljósmyndasýning þess síðarnefnda var opnuð. Á milli þeirra er Einar S. Bjarnason, tengdasonur Gísla. Festi söguna á filmu Ljósmyndir/Gísli Ólafsson/Minjasafnið á AkureyriBörn að leik fyrir framan Holtagötu 7, en þau eru Guðmundur Reykja- lín, Sigríður Gísladóttir og Bjarni Reykjalín. Myndin er tekin 1955. Ljósmyndir Gísla Ólafssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, í Minjasafninu BRYNDÍS Arnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, hefur verið ráðin forvarn- arfulltrúi á Akureyri en að ráðning- unni standa Akureyrarbær, Akureyrarkirkja og KA. Bryndís hef- ur starfað við áfengis- og vímuefna- meðferð á áfengismeðferðarheimilinu á Vífilsstöðum og síðar á Teigi og vímuefnadeild Landspítalans. Forvarnarfulltrúi hefur aðsetur á Glerárgötu 26. Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnarnefndar Akur- eyrar, sagðist vonast til þess að for- varnarfulltrúi yrði í starfi á Akureyri meðan þörf væri á og eins og staðan væri nú liti út fyrir að svo yrði um ókomna tíð. „Ég held við þurfum ekki að kvíða því að forvarnarfulltrúinn hafi ekki í nógu að snúast, verkefnin eru næg,“ sagði Þorgerður. Helsta hlutverk nýráðins forvarn- arfulltrúa verður að efla áfengis- og vímuvarnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna og er þess vænst að með því megi koma í veg fyrir alvar- legar afleiðingar sem hljótast af neyslu áfengis og sterkra vímugjafa. Eins verður það hlutverk Bryndís- ar að stuðla að samvinnu þeirra sem vinna beint eða óbeint að forvörnum, s.s. fyrirtækja, félaga og stofnana, og hvetja til forvarna. Með því að efla samstarfið eru líkur taldar aukast á góðum árangri. Markmiðið með ráðningu forvarn- arfulltrúans er að vinna markvisst að því að draga úr neyslu á ávanabind- andi vímuefnum meðal ungmenna á Akureyri. Meginstarfið verður, að sögn Bryndísar, til að byrja með fræðsla barna í grunnskólum, en al- mennt sé álitið að mikill ávinningur sé að því að seinka því að börn byrji að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Slíkt er talið draga úr líkum á því að þau lendi í vandræðum með neyslu síðar. Fulltrúar Kvenfélags Hörgdæla hafa afhent forvarnarfulltrúanum peningaupphæð að gjöf sem nýtt verður í starfinu framundan Bryndís Arnarsdóttir ráðin forvarnarfulltrúi á Akureyri Áfengis- og vímu- varnir verða efldar FORSVARSMENN tölvufyr- irtækisins Skríns ehf. á Ak- ureyri og Byggðastofnunar á Sauðárkróki hafa skrifað und- ir samning um að samhliða flutningi Byggðastofnunar til Sauðárkróks flytjist öll tölvu- þjónusta stofunarinnar til Skríns. Byggðastofnun mun þannig hætta rekstri sér- stakrar tölvudeildar en njóta þess í stað þjónustu frá Skríni hvað varðar innra tölvukerfi, Netþjónustu og víðnetsþjón- ustu. Miðlægum tölvubúnaði fyrir Byggðastofnun hefur verið komið fyrir í sérútbúnum tölvusal Skríns við Glerárgötu á Akureyri en við tölvuverið tengjast síðan rösklega 20 vinnustöðvar starfsmanna Byggðastofnunar á Sauðár- króki. Starfsmenn hafa að- gang að forritum og upplýs- ingakerfum stofnunarinnar um kerfisveitu. Samningur Byggðastofnun- ar er einn sá stærsti sem Skrín hefur gert um þjónustu af þessu tagi, en fyrirtækið er eins árs um þessar mundir. Það hefur sérhæft sig í rekstri upplýsingaveitna og hefur eftirspurn eftir þjónust- unni sífellt verið að aukast. Byggða- stofnun semur við Skrín Rekstur upplýs- ingakerfa og tölvuþjónusta BÁTUR hefur bæst í annars vegleg- an bátafota Ástirninga, en MT-bílar í Ólafsfirði gáfu sumardvalarheim- ilinu Ástjörn í Öxarfirði nýjan plast- bát á dögunum. Sá fékk nafnið Bogi eftir forstöðumanni Ástjarnar í yfir 50 ár, Boga Péturssyni, sem lét til þess að gera nýlega af störfum. Bogi var á leið til Ástjarnar í gær með Þorsteini bróður sínum, Steina Pé löggu, með bátinn. Áttu þeir bræður von á að hann yrði settur á flot strax og efuðust ekki um að börnin ættu góðar stundir í bátnum í sumar. Bogi til Ástjarnar Bogi Pétursson með nafna sinn, bátinn Boga, sem MT-bílar á Ólafsfirði gáfu Ástjörn. Morgunblaðið/Margrét Þóra NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.