Morgunblaðið - 20.06.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 20.06.2001, Síða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 15 Heimsferðir bjóða nú nokkur viðbótar- sæti til Barcelona þann 11. júlí og viðbót- argistingu á okkar vinsælasta hóteli, Atlantis, sem er rétt við Ram- blas, hina frægu göngugötu borgarinnar. Gott 3ja stjörnu hótel í hjarta Barcelona. Öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma og minibar. Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja góða gistingu í hjarta Barcelona. Verð kr. 49.930 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, flug, gisting, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 18 viðbótarsæti Vika í Barcelona 11. júlí frá kr. 49.930 SÝNING á ljósmyndum Gísla Ólafsfonar hefur verið opnuð í Minjasafninu á Akureyri og komu um 250 manns að líta á mynd- irnar fyrsta sýningardaginn sem bar upp á þjóðhátíðardag Íslend- inga. Gísli starfaði um árabil sem yf- irlögregluþjónn á Akureyri og kynntist hann mannlífinu í bæn- um vel. Hann lifði þær þjóð- félagsbreytingar og uppbyggingu sem varð á áratugnum eftir stríð og vann íslensku samfélagi það gagn að festa þá sögu á filmu og eru ljósmyndirnar nú í vörslu Minjasafnsins á Akureyri. Hörður Geirsson á ljósmynda- deild Minjasafnsins á Akureyri sagði í ávarpi þegar sýningin var opnuð að Gísli hefði náð góðu valdi á tæknilegri hlið ljósmynd- unarinnar, en það sem ekki væri síður um vert væri góð tilfinning hans fyrir myndbyggingu, að sjá óvenjuleg sjónarhorn. Á sýningunni eru 66 ljósmyndir en aðeins er um að ræða lítið brot af myndasafni Gísla. Þessar myndir tengjast á einhvern hátt bæjarlífinu á Akureyri fyrr á ár- um og þar má sjá myndir af fólki að störfum, börn í námi og leik, sem og ýmis atvik úr þróun- arsögu bæjarins, myndir frá hversdagslegum atburðum og tyllidögum. Sýningin verður opin í allt sumar en safnið er opið daglega frá kl. 11 til 17. Árni Magnússon lögregluþjónn á nýrri vespu lögreglunnar árið 1962. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Karl J. Kristjánsson lögreglumaður heilsar upp á Gísla Ólafsson, fyrr- verandi yfirlögregluþjón, þegar ljósmyndasýning þess síðarnefnda var opnuð. Á milli þeirra er Einar S. Bjarnason, tengdasonur Gísla. Festi söguna á filmu Ljósmyndir/Gísli Ólafsson/Minjasafnið á AkureyriBörn að leik fyrir framan Holtagötu 7, en þau eru Guðmundur Reykja- lín, Sigríður Gísladóttir og Bjarni Reykjalín. Myndin er tekin 1955. Ljósmyndir Gísla Ólafssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, í Minjasafninu BRYNDÍS Arnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, hefur verið ráðin forvarn- arfulltrúi á Akureyri en að ráðning- unni standa Akureyrarbær, Akureyrarkirkja og KA. Bryndís hef- ur starfað við áfengis- og vímuefna- meðferð á áfengismeðferðarheimilinu á Vífilsstöðum og síðar á Teigi og vímuefnadeild Landspítalans. Forvarnarfulltrúi hefur aðsetur á Glerárgötu 26. Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnarnefndar Akur- eyrar, sagðist vonast til þess að for- varnarfulltrúi yrði í starfi á Akureyri meðan þörf væri á og eins og staðan væri nú liti út fyrir að svo yrði um ókomna tíð. „Ég held við þurfum ekki að kvíða því að forvarnarfulltrúinn hafi ekki í nógu að snúast, verkefnin eru næg,“ sagði Þorgerður. Helsta hlutverk nýráðins forvarn- arfulltrúa verður að efla áfengis- og vímuvarnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna og er þess vænst að með því megi koma í veg fyrir alvar- legar afleiðingar sem hljótast af neyslu áfengis og sterkra vímugjafa. Eins verður það hlutverk Bryndís- ar að stuðla að samvinnu þeirra sem vinna beint eða óbeint að forvörnum, s.s. fyrirtækja, félaga og stofnana, og hvetja til forvarna. Með því að efla samstarfið eru líkur taldar aukast á góðum árangri. Markmiðið með ráðningu forvarn- arfulltrúans er að vinna markvisst að því að draga úr neyslu á ávanabind- andi vímuefnum meðal ungmenna á Akureyri. Meginstarfið verður, að sögn Bryndísar, til að byrja með fræðsla barna í grunnskólum, en al- mennt sé álitið að mikill ávinningur sé að því að seinka því að börn byrji að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Slíkt er talið draga úr líkum á því að þau lendi í vandræðum með neyslu síðar. Fulltrúar Kvenfélags Hörgdæla hafa afhent forvarnarfulltrúanum peningaupphæð að gjöf sem nýtt verður í starfinu framundan Bryndís Arnarsdóttir ráðin forvarnarfulltrúi á Akureyri Áfengis- og vímu- varnir verða efldar FORSVARSMENN tölvufyr- irtækisins Skríns ehf. á Ak- ureyri og Byggðastofnunar á Sauðárkróki hafa skrifað und- ir samning um að samhliða flutningi Byggðastofnunar til Sauðárkróks flytjist öll tölvu- þjónusta stofunarinnar til Skríns. Byggðastofnun mun þannig hætta rekstri sér- stakrar tölvudeildar en njóta þess í stað þjónustu frá Skríni hvað varðar innra tölvukerfi, Netþjónustu og víðnetsþjón- ustu. Miðlægum tölvubúnaði fyrir Byggðastofnun hefur verið komið fyrir í sérútbúnum tölvusal Skríns við Glerárgötu á Akureyri en við tölvuverið tengjast síðan rösklega 20 vinnustöðvar starfsmanna Byggðastofnunar á Sauðár- króki. Starfsmenn hafa að- gang að forritum og upplýs- ingakerfum stofnunarinnar um kerfisveitu. Samningur Byggðastofnun- ar er einn sá stærsti sem Skrín hefur gert um þjónustu af þessu tagi, en fyrirtækið er eins árs um þessar mundir. Það hefur sérhæft sig í rekstri upplýsingaveitna og hefur eftirspurn eftir þjónust- unni sífellt verið að aukast. Byggða- stofnun semur við Skrín Rekstur upplýs- ingakerfa og tölvuþjónusta BÁTUR hefur bæst í annars vegleg- an bátafota Ástirninga, en MT-bílar í Ólafsfirði gáfu sumardvalarheim- ilinu Ástjörn í Öxarfirði nýjan plast- bát á dögunum. Sá fékk nafnið Bogi eftir forstöðumanni Ástjarnar í yfir 50 ár, Boga Péturssyni, sem lét til þess að gera nýlega af störfum. Bogi var á leið til Ástjarnar í gær með Þorsteini bróður sínum, Steina Pé löggu, með bátinn. Áttu þeir bræður von á að hann yrði settur á flot strax og efuðust ekki um að börnin ættu góðar stundir í bátnum í sumar. Bogi til Ástjarnar Bogi Pétursson með nafna sinn, bátinn Boga, sem MT-bílar á Ólafsfirði gáfu Ástjörn. Morgunblaðið/Margrét Þóra NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.