Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jarðræktarrannsóknir á Íslandi 100 ára Ræktað í sátt við landið ÞEIRRA tímamótavar nýlega minnst,að jarðræktar- rannsóknir hafa nú verið stundaðar á Íslandi í 100 ár samfleytt. Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, RALA, hefur rannsakað hvernig bæta megi nýt- ingu íslenskra túna síðan 1965. Dr. Áslaug Helga- dóttir sviðstjóri jarðrækt- arsviðs ræddi þau verkefni sem RALA er að fást við þessa dagana. „Það sem við höfum lagt áherslu á seinni árin er að auka fjölbreytni í ræktun. Íslenskur landbúnaður byggist fyrst og fremst á grasrækt, en við höfum reynt að bjóða upp á fleiri valkosti. Við höfum lagt áherslu á byggrækt og náð mjög góðum árangri þar. Við höfum ein- beitt okkur að kynbótum á byggi og fengið fram yrki sem eru bæði fljótþroska og þola íslenskt veð- urfar. Svo höfum við verið með ræktunartilraunir á byggi og þar hefur einnig náðst góður árangur upp á síðkastið. Ræktin hefur vax- ið jafnt og þétt og var bygg rækt- að á 2000 hekturum síðasta sum- ar. Nú telst okkur til að fjórðungur mjólkurbænda hafi stundað byggrækt og fullnægði heimaræktað bygg um það bil 10% af kjarnfóðurþörf á landinu. Til viðbótar heyinu og kjarn- fóðrinu þarf einnig prótein, sölt og steinefni og í því skyni höfum við farið meira út í að rækta fóður- belgjurtir eins og rauðsmára og hvítsmára, sem vinna köfnunar- efni úr andrúmsloftinu og bæta jarðveginn.“ - Hvernig hafa þær rannsóknir gengið? „Vandamálið við hvítsmárann sem finnst í íslenskri náttúru er að hann er uppskerulítill og með smá blöð og hentar því illa í tún. Það sem við höfum því gert er að skoða aðra valkosti og finna efnivið er- lendis frá. Nú höfum við fundið norsk yrki sem gefa þokkalega uppskeru. Síðan höfum við gert tilraunir með að víxla saman þess- um norska hvítsmára við stór- blaða yrki sem koma af suðlægari slóðum en skortir vetrarþolið. Þá er hugmyndin að sameina vetrar- þolið og uppskeruna. Síðastliðið sumar var ég í rannsóknarleyfi í Wales og gerði þar tilraunir í að víxla saman norska smáranum og smára sem ættaður er úr sviss- nesku Ölpunum. Þetta er komið það langt núna að við erum að fara að planta út afkomendum þessar- ar víxlunar í samanburðartilraun- ir í tilraunastöðinni á Korpu. Svo athugum við hvort við finnum plöntur sem lifa, en hafa jafnframt stærri blöð en norsku yrkin.“ - Hafa verið gerðar tilraunir til að gera lúpínu æta? „Já, en þær fóru ekki eins og við vonuðum. Við reyndum með til- raunum að ná út úr henni beiskju- efnunum og athuga hvort til væru svokall- aðir sætir einstakling- ar, en það var lítið um þá í Alaskalúpínu. Einnig er hættan hvað varðar sætar fjölærar lúpínur sú að þær skortir þær varnir sem beiskjuefnið er gegn; afræningj- um eins og sniglum og ranabjöll- um. Þær verða mjög viðkvæmar og einnig er óvíst um vetrarþol þeirra. Slík afbrigði eiga mjög erf- itt uppdráttar. Því ákváðum við að nýta frekar hinar hefðbundnu fóð- urjurtir, hvítsmára og rauðsmára. Rauðsmárinn er skyldur hvít- smára og hefur gengið mjög vel að rækta sænsk yrki af honum hér. Kosturinn við smárann er að úr honum fáum við prótein- og stein- efnaríkara fóður og spörum um leið tilbúinn nituráburð.“ - Er ekki vel hægt að nýta þess- ar rannsóknir í sambandi við stað- aráætlun 21 um sjálfbæra þróun? „Jú, bæði er þetta umhverfis- vænni ræktun, því þarna sparast notkun tilbúins áburðar. Þar með er kostnaður bóndans af aðflutt- um efnum mun minni. Það sem við leggjum megin- áherslu á er að fella valkostina saman og bjóða bændum upp á margs konar ræktunarkerfi við fjölbreyttar aðstæður. Koma þeir sér þá til dæmis upp sáðskipti- rækt í tíu ára hring. Þá byrja menn á því að plægja upp landið og hafa grænfóður í því fyrstu tvö árin, næsta ár myndu þeir hafa bygg til þroska, fjórða árið myndu þeir aftur hafa korn en sá með því grasfræi og rauðsmára. Fimmta árið myndu þeir fá tún með góðu fóðurgrasi og rauðsmára sem myndi lifa í þrjú til fjögur ár. Þá myndu þeir nýta túnið í sex ár. Síðan myndu þeir plægja túnið aftur og byrja hringinn upp á nýtt með grænfóðri og svo framvegis. Með beitingu þessa kerfis fæst mun betra fóður en með hefð- bundnum ræktunaraðferðum. Með því að stunda sáðskipta rækt fá menn alltaf besta fóðrið. Þannig mætum við kröfum um sjálfbæran búskap.“ - Tekur RALA þátt í einhverjum alþjóðleg- um samstarfsverkefn- um? „Já, nýlega var verið að sam- þykkja nýtt rannsóknarverkefni, á vegum evrópsku samstarfs- stofnunarinnar COST, sem snýr að því að koma fóðurbelgjurtum inn í ræktunarkerfi í Evrópu og mun ég leiða þetta verkefni. Það er í fyrsta skipti sem Íslendingar munu leiða verkefni af þessum toga innan COST-samstarfsins.“ Áslaug Helgadóttir  Áslaug Helgadóttir fæddist 17. júlí 1953 og er uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1973 og fór síðan til Kanada og lauk BS-gráðu í land- búnaðarvísindum árið 1976. Hún fór í doktorsnám til Bretlands og lauk doktorsprófi frá Reading- háskóla árið 1981. Áslaug hóf störf við Jarðrækt- arrannsóknir hjá RALA árið 1981 og hefur unnið þar síðan. Áslaug er gift Nikulási Hall deildarforseta tölvunarfræði- deildar Háskólans í Reykjavík og eiga þau fjögur börn. Sjálfbær bú- skapur mjög mikilvægur Nú er bara að sjá hvort Davíð verður sannspár um að liðið nái að læra sundtökin. UPPLAGSEFTIRLIT Verslunar- ráðs Íslands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upplagi tímarita og kynningarrita varðandi útgáfu frá janúar til apríl 2001. Eftirlitið annast Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi, trúnaðar- maður eftirlitsins. Upplýsingar bárust frá tveimur tímaritum. Á tímabilinu frá janúar til apríl 2001 komu út tvö tölublöð af Vélfræðingnum og var prentað upp- lag að meðaltali 3.600 eintök. Upp- lýsingar um FÍB blaðið og Ökuþór eru teknar saman en upplagið er 21.000 blöð. Þau komu einu sinni út á tímabilinu og var 19.811 eintökum dreift í áskrift eða til félagsmanna. 500 blöðum var dreift ókeypis. Af þeim ellefu kynningarritum sem eftirlitið náði til að þessu sinni var Reykjavíkurkort Heims og Ís- landskort Heims prentað í mesta upplaginu, 150.000 eintökum. Á ferð um Ísland 2001 var prentað í 30.000 eintökum en dreift í 10.000 eintök- um. Golfhandbókin 2001 var prentuð í 10.000 eintökum og 9.500 eintök lögð fram eða dreift. Áning – gisti- staðir á Íslandi var að meðaltali prentað í 42.000 eintökum en um 25.000 var dreift. Dagskrá vikunnar kom átta sinnum út á tímabilinu. 67.500 eintök voru prentuð en 65.350 voru borin út á höfuðborgarsvæðinu og 1.650 eintök utan Reykjavíkur. Tvö tímarit í upplagseft- irlitinu FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar er nýkomin til baka frá Skotlandi þar sem hún var skoðuð og máluð. Engir innlendir aðilar gerðu tilboð í verkið og var því hagstæðast að fljúga henni til Skotlands. Eins og sjá má er flugvélin komin í nýja liti. Frá vinstri á myndinni eru Tómas Helgason, flugstjóri, Ragnar Ing- ólfsson, radíóvirki, Hafsteinn Haf- steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, Jón Pálsson, tæknistjóri og Sigurjón Sverrisson, flugstjóri. Flugvél Land- helgisgæslunn- ar í nýjum klæðum Morgunblaðið/Sigurður Jökull ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.