Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Naglanæringin vinsæla í 4 pastellitum Lítil þjöl fylgir með Nýtt frá Gull er gjöfin Gullsmiðir MIKIL umræða hefur farið fram undanfarið um kynþáttafordóma, fjölmiðla og tjáningarfrelsi. Mig langar í þessari grein að setja þessa umræðu í aðeins víðara samhengi. Kynþáttafordómar í íslensku sam- félagi lýsa sér fyrst og fremst á dul- inn hátt. Aðeins sjaldan brjótast þeir út í opinskáu ofbeldi eða árásum. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að fólki á Íslandi finnst oft á tíðum erfitt að gera sér grein fyrir fordómunum og að viðurkenna þá. Það er ekki auð- velt að „sanna“ kynþáttafordóma. Þeir sem aðeins þekkja hinn opna skipulagða rasisma gera sér ef til vill enga grein fyrir öðrum formum hans og óttast jafnvel umræðuna af ótta við að þannig getum við búið til kyn- þáttafordóma. Mín tilfinning fyrir kynþáttafor- dómum á Íslandi, er að stærstur hluti Íslendinga hafni opnum og of- beldisfullum rasisma og vilji ekki horfa upp á að félagsskapur, sem byggist á hugmyndafræði rasismans skjóti rótum hér á landi. Hins vegar hefur þessi hópur oft á tíðum ekki velt málefnum innflytjenda mikið fyrir sér, er ekki í beinum tengslum við innflytjendur eða fólk af erlend- um uppruna og álítur þess vegna litla sem enga fordóma eða mismunun eiga sér stað á Íslandi. Við, sem störfum í nánum tengslum við fólk af erlendum uppruna, venslafólk þess, vinir og auðvitað fólkið sjálft veit hins vegar manna best að hér á landi verður fólk reglulega fyrir fordóm- um og mismunun vegna uppruna síns. Þessi tegund fordóma fer hins vegar afar dult og hefur þess vegna verið kallað „duldir fordómar“ eða „hversdags-rasismi“ (every day rac- ism, Alltags Rassismus). Kynþátta- fordómar eru ekki eitthvað eitt aug- ljóst og óbreytt fyrirbæri, sem staðið hefur í stað frá tímum nýlendnanna þegar Evrópubúar þurftu að „sanna“ yfirburði sína yfir innfæddum íbúum nýlendnanna og réttlæta þannig að- farir sínar þar. Rasisminn tekur stöðugum breytingum og birtingarmyndir hans einnig. Í dag sætta sig fáir við þá staðhæfingu að svartir séu heimskari eða „vanþróaðri“ en hvítir. Ef kynþáttafordómarn- ir hefðu staðnað á þeim nótum væri baráttan gegn þeim einföld. Í dag hljóma rökin öðru- vísi: „þetta fólk er bara svo ólíkt okkur að það getur aldrei aðlagast“, „ég hef ekkert á móti þessu fólki, en mér finnst bara að það eigi að vera heima hjá sér“, eða „ég hef ekkert á móti þeim í sjálfu sér, ég vil bara halda Íslend- ingum „hreinum“. Eitthvað á þess- um nótum hljóða staðhæfingarnar í dag. En hvaða máli skiptir það þótt fólk hugsi á þessum nótum? Ef til vill myndi það ekki skipta neinu máli ef viðhorf okkar hefðu engin áhrif á hegðun okkar, en því miður stoppar hugsunin sjaldnast í kollinum á okk- ur. Hún hefur áhrif á hegðun okkar. Það er ekki þar með sagt að fólk stökkvi af stað og beiti þá, sem þeir vilja helst ekki hafa hér á landi, of- beldi. Það eru hins vegar aðrar birt- ingarmyndir en ofbeldi, sem lýsa þessum neikvæðu viðhorfum og hafa áhrif á líf þeirra sem tilheyra þessum hóp, þ.e. að vera ekki „hreinir“ Ís- lendingar. Ef manni finnst einhver ekki eiga heima í landinu og hann mengi á einhvern hátt íslenskt þjóð- félag með uppruna sínum, er þá ekki ólíklegt að maður taki brosandi og vingjarnlega á móti viðkomandi þeg- ar maður veitir honum þjónustu? Eða að maður reyni að koma á já- kvæðum samskiptum að fyrra bragði? Eða bjóði viðkomandi í heim- sókn? Eða sýni honum þolinmæði og skilning þegar hann gerir sitt besta við að tala íslensku?... Þetta eru ef til vill „litlir“ og „ómerkilegir“ hlutir, jafnvel „eðlilegir“ í hugum sumra. Fyrir þá sem fyrir þeim verða eru þeir hins vegar ekkert ómerkilegir, þótt fæstir þori að tala um það opinberlega af ótta við að verða álitnir vanþakklátir, heimtu- frekir eða ímyndunar- veikir. Auk þess venst maður kannski öllu, venst því að láta tala niður til sín, tala við sig af hroka og yfirlæti, vera látinn afskiptalaus og einangraður, fá verri þjónustu, vera tortryggður eða sitja undir háðsglós- um og svívirðingum. En viljum við að fólk venjist þessu neikvæða viðhorfi gagnvart því og ef ekki, hvað er þá til ráða? Er einhver leið til að vinna gegn þessum neikvæðu viðhorfum og duldu fordómum? Það er aldrei auð- velt að breyta viðhorfum. Við getum sett lög og reglur sem banna ákveðna hegðun og vissulega er nauðsynlegt að það sé gert varðandi kynþáttahatur eins og varðandi aðra neikvæða hegðun, sem við viður- kennum ekki í okkar samfélagi. Að breyta viðhorfum er hins vegar eitt- hvað sem tekur langan tíma. Svarið við því hvað skuli gera, liggur því víða og ekki síst hjá uppeldisaðilum. Til þess að næstu kynslóðir séu hæf- ar til að lifa friðsamlega í fjölmenn- ingarlegum samfélögum nútímans og framtíðarinnar þurfum við að kenna þeim ný viðhorf. Viðhorf sem byggjast á víðsýni og samkennd en ekki þröngsýni, fordómum og þjóð- ernishyggju. Í því samhengi vil ég vitna í orð fyrrverandi forseta Þýskalands, Richard von Weizecker, sem hann mælti við minningarathöfn um fimm tyrknesk ungmenni, fórn- arlömb rasista í Solingen 1993. „Þegar ungmenni verða að brennuvörgum og morðingjum, þá er sökin ekki aðeins þeirra, heldur ligg- ur hún hjá okkur öllum, sem áhrif höfum á uppeldi þeirra – hjá fjöl- skyldunum og skólunum, íþrótta- félögum, sveitafélögum, hjá okkur stjórnmálamönnunum.“ Hollenska leiðin Ef skoðuð er saga Hollendinga í innflytjendamálum er ljóst að nauð- synlegt er að bregðast við sem fyrst og því þarf skýr stefnumótun að koma frá stjórnvöldum. Það eru þau sem gefa tóninn út í samfélagið og því er mikilvægt að almenningur sjái og verði var við jákvætt viðhorf ráða- manna til hins fjölmenningarlega samfélags. Til miðs sjöunda áratugarins var litið á innflytjendur sem tímabundið „ástand“ í Hollandi. Innflytjendur voru umbornir svo lengi sem þeir létu lítið fyrir sér fara. Þeir máttu ekki gera neinar kröfur til sam- félagsins. Ef þeim líkaði ekki eitt- hvað, gátu þeir farið aftur heim, það var enginn þvingaður til að koma til Hollands. Smám saman kom í ljós að meiri- hluti innflytjendanna var kominn til að vera, þ.e. þeir settust að í Hol- landi. Af þeim var krafist að þeir samlöguðust hollensku samfélagi, yrðu helst ósýnilegir. Í lok sjöunda áratugarins byrjuðu að heyrast raddir ungra innflytjenda sem vildu ræða mismunun og það var fólk með hollenskan ríkisborgararétt, flest frá fyrrverandi nýlendum ríkisins. Innflytjendur máttu ekki tala um að þeir yrðu varir við fordóma eða rasisma. Gert var lítið úr slíku tali og það talið ýkjur. Í svo opnu og um- burðarlyndu landi sem Hollandi var ekki til eitthvað sem heitir „rasismi“. Í lok sjöunda áratugarins var myndaður þjóðernisflokkurinn Volksunie. Þessi flokkur var bann- aður enda var kosningaslagorð hans „Hvítt Holland“. Þegar þjóðernis- flokkurinn Centrum Partij vann mann á þing 1982 varð Hollending- um loks ljóst að hugsanlega væru kynþáttafordómar fyrir hendi í Hol- landi og það ekki bara hjá „illa upp- lýstri“ lágstétt heldur einnig meðal hollenskrar millistéttar. Í kringum 1983 settu stjórnvöld skýr markmið í málefnum aðfluttra minnihlutahópa:  Að bæta stöðu aðfluttra minni- hlutahópa til að skapa sér sama rétt og aðrir borgarar.  Að auka þátttöku þeirra í ákvarð- anatöku.  Að vinna markvisst gegn félags- lega- og fjárhagslega lakari stöðu þeirra.  Að bæta réttarstöðu þeirra og berjast gegn mismunun. Þetta var alveg nýr tónn í hol- lenskri pólitík. 1994 var ljóst að markmiðin frá 1983 virtust hafa skilað árangri. Ósætti og mismunun minnkaði, at- vinnleysi meðal innflytjenda minnk- aði og færri báðu um félagslega að- stoð. Sérstaklega var mikilvægt atriðið þar sem kveðið var á um rétt innflytj- enda til ákvarðanatöku sem m.a. var gert með kosningarétti allra löglegra innflytjenda í landinu til borgar- stjórnar og réttur til tvöfalds ríkis- borgararéttar. Einnig voru sett ströng lög, sem bönnuðu alla mis- munun á grundvelli uppruna eða þjóðernis og settar voru upp ákveðn- ar skrifstofur þar sem kæra mátti mismunun. Meginmarkmið hol- lenskra stjórnvalda var að allir með- limir þjóðfélagsins – einnig þeir sem tilheyrðu aðfluttum minnihlutahóp- um – gætu bæði sem einstaklingar og sem hópur, notið sín og verið virk- ir þátttakendur í hollensku sam- félagi. Þessu markmiði skildi ná fram með gagnvkæmri aðlögun þeirra að- fluttu og þeirra sem fyrir voru. Dæmi um fjögur þjóðfélagsleg at- riði, sem hollensk stjórnvöld töldu grundvallaratriði til að tryggja jafn- an rétt innflytjenda voru eftirfar- andi: 1. Öruggt umhverfi. Það eru grund- vallarréttindi allra að geta fundist þeir njóta öryggis í því umhverfi sem þeir búa í og það er hlutverk allra íbúa samfélagsins að tryggja þetta öryggi með því að vera vak- andi fyrir fordómum og mismun- un. 2. Félagslegt öryggi. Tryggja að- gang minihlutahópa að félagslega kerfinu og aðlaga vinnu opinberra stofnana fjölmenningarsamfélag- inu. 3. Menning. Að menning innflytj- enda sé sýnileg í þjóðfélaginu og að þeir fái einnig sæti í ýmsum menningarnefndum og ráðum. 4. Fjölmiðlar. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á líf minnihlutahópa. Þeir eru mikilvægt verkfæri til að minna á tilvist fólks af erlendum uppruna eða þá sem tilheyra minnihluta- hópum í samfélaginu. Þess vegna er það afar þýðingarmikið að fjöl- menningarleg samsetning sam- félagsins endurspeglist í fjölmiðl- um. Fjölmiðlar Fjölmiðlar gegna afar mikilvægu hlutverki í því að vinna gegn fordóm- um og byggja upp víðsýni og for- dómaleysi meðal stjórnvalda og al- mennings. Ábyrgð þeirra er mikil. Fjölmiðlar eru m.a. mikilvægt verk- færi til að gera almenningi grein fyr- ir innflytjendum sem eðlilegum hluta samfélagsins og þeim jákvæðu áhrif- um sem þeir færa samfélaginu t.d. í gegnum ólíka menningu, reynslu og þekkingu sem samfélagið nýtur góðs af auk þess að vera framleiðendur, skattgreiðendur og neytendur. Eins og vikið er að hér að framan líta Hollendingar á fjölmiðla sem einn af grundvallarþáttum í því að tryggja jafnan rétt innflytjenda eða aðfluttra minnihlutahópa í samfélag- inu. Ekki síst eru fjölmiðlar afar við- horfsmótandi og geta því auðveld- lega unnið markvisst gegn nei- kvæðum viðhorfum gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum. Mikið hefur verið rætt að undan- förnu um tjáningarfrelsi og hvar eða hvort draga skuli ákveðnar línur hvað það varðar. Í allri þessari um- ræðu finnst mér hafa gleymst hinn siðferðilegi þáttur fjölmiðla og ábyrgð þeirra gagnvart ákveðnum þjóðfélagslegum vandamálum og verið einblínt á hvort hugsanlega er hægt að réttlæta gjörðir þeirra sam- kvæmt lagabókstafnum. Fjölmiðlar virðast almennt nokk- uð sammála um að vinna gegn ákveðnum „þjóðfélagsmeinum“ og má þar t.d. nefna fíkniefnasölu og fíkniefnaneyslu. Það er t.d. spurning hvort einhver fjölmiðill myndi birta viðtal þar sem félag fíkniefnasala fengi tækifæri til að kynna félags- skap sinn, lýsa gæðum og dásemdum mismunandi fíkniefna og hvernig neysla þeirra gæti leyst öll okkar hversdagslegu vandamál. Ég veit ekki hvort einhver lög mæli gegn því eða hvort það hefti tjáningarfrelsið að neita manni um slíkt viðtal. Hins vegar væru sennilega flestir sam- mála um að slíkt viðtal væri óviðeig- andi, gæti verið hættulegt og ýtt undir viðurkennt þjóðfélagsmein, þ.e. neyslu fíkniefna. Þarna myndi siðferðiskennd blaðamannsins ef- laust hindra að slíkt viðtal væri birt. Þó er enginn að tala um að ekki megi ræða fíkniefnamál eða að þegja skuli þá staðreynd í hel að fíkniefnaneysla sé vandamál í samfélaginu. Flestir eru sammála um mikilvægi þess að ræða fíkniefnavandann, en eru þó sammála um að sú umræða á að vera til þess fallin að reyna að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu en ekki hvetja til hennar. Í mínum huga er ábyrgð fjölmiðla varðandi fordóma og neikvæð við- horf gagnvart fólki af erlendum upp- runa alls ekki ólík þessu dæmi. Spurningin er hins vegar hvort nei- kvæðum viðhorfum og framkomu gagnvart fólki af erlendum uppruna er jafnafdráttarlaust hafnað af sam- KYNÞÁTTAFORDÓMAR, FJÖL- MIÐLAR OG TJÁNINGARFRELSI Guðrún Pétursdóttir Ég vil hvetja íslenska stjórnmálamenn, segir Guðrún Pétursdóttir, til að taka aftstöðu til innflytjendamála. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.