Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SJÖUNDI bekkur Lýsuhólsskóla
vann saman að einu verkefni enda
eru þau bara fimm í bekknum. Þau
skrifuðu ýtarlega ritgerð með upp-
lýsingum um Færeyjar og var hún
faglega frá gengin, gormabundin og
ríkulega myndskreytt. Rósa Er-
lendsdóttir, umsjónarkennari bekkj-
arins, sagði að krakkarnir hefðu orð-
ið mjög glaðir við fréttirnar um að
hafa borið sigur úr býtum og að þeir
fengju að fara til Færeyja.
Ekkert verið að slugsa
„Þau vissu líka að þau höfðu unnið
gott verk, það var svolítið gaman að
því. Þess vegna bjuggust þau alveg
eins við sigri, þótt ekki þyrðu þau að
vona. Það var kannski helst ég sem
sagði þeim að vera nú ekki allt of
bjartsýn,“ sagði Rósa. Aðspurð
sagði hún ekki enn búið að ákveða
hvort farið yrði í haust eða næsta
vor. „Verkefnið var unnið af mikilli
eljusemi og það var unnið til sigurs,
ekkert verið að slugsa,“ sagði hún,
„skólinn er nýbúinn að fá gormavél
sem við notuðum við verkið og
krakkarnir eru mjög tölvufærir.“
Mikil vinna lögð í verkið
Iðunn Hauksdóttir er ein krakk-
anna fimm sem fara til Færeyja.
Hún segir þau hafa lært mjög mikið
á að setja saman verkefnið. „Við
unnum í þessu bæði eftir skóla og í
skólanum, síðan sátum við við tölv-
urnar og lásum í bókum og leituðum
uppi efni til að nota,“ sagði Iðunn.
Hún sagði þó að annað skólastarf
hefði ekki þurft að líða fyrir þessa
miklu vinnu sem fór í verkefnavinn-
una því mikið af henni hefði verið
unnið utan venjulegs skólatíma. Þá
segir Iðunn að þeim hafi gengið vel
að vinna saman enda sé bekkurinn
lítill og samhentur eftir því.
Þakkar tækjakosti velgengnina
„Samt hittumst við ekkert mjög
mikið fyrir utan skólatímann því það
er frekar langt á milli okkar,“ bætti
hún við. Það er á Iðunni að skilja að
velgengnina megi að nokkru leyti
þakka tækjakosti skólans. „Við
þurftum stundum að vera tvö saman
með tölvu en núna erum við komin
með alveg nóg þannig að við getum
verið ein og sér.“ Iðunn gefur lítið út
á hvort þau séu orðin algjörir Fær-
eyjasérfræðingar en telur þó að
tungumálaörðugleikar ættu ekki að
þvælast fyrir þeim. „Ég get kannski
hlustað á fólkið, en ekki víst að ég
geti talað,“ sagði Iðunn áður en
spjallinu var slitið.
Þjassi, hópur
Lýsuhólsskóla
úr Snæfellsbæ
Greinilega var mikið lagt í verkefni krakkanna í Lýsuhólsskóla.
Forsíða verkefnis 7. bekkjar
Lýsuhólsskóla.
Bekkjarmynd af 7. bekk Lýsuhólsskóla; f.v. Gísli, Sigurjón, Sigurbjörg, Iðunn og Snædís.
VEGLEG verðlaun voru í boði fyrirbesta verkefnið í samkeppni sjö-undubekkinga þriggja byggðar-laga síðastliðinn vetur. Nemendurhér gerðu kynningarefni um Fær-
eyjar og um leið gerðu nemendur í Færeyjum
kynningarefni um Ísland. Bekkirnir kepptu
svo innbyrðis í hvoru landi fyrir sig og innan
byggðarlaganna. Verðlaunin fyrir besta verk-
efnið voru ekki af verri endanum því í hverju
byggðarlagi var öllum bekknum sem besta
verkefnið kom frá, auk kennara og eins for-
ráðamanns að auki, boðið í heimsókn til vina-
bæjarins í hinu landinu.
Samningur um aukin samskipti
Að þessu sinni voru það Akranes, Snæfells-
bær og Fjarðarbyggð sem tóku þátt fyrir Ís-
lands hönd og vinabæirnir Sörvágur, Vest-
manna og Sandavágur í Færeyjum.
Samkeppnin er á vegum FITUR sem er fær-
eysk-íslenskur samningur og heyrir undir
Samgönguráðuneytið. Markmið samningsins
er að auka samskipti landanna en keppnin fer
fram bæði hér heima og í Færeyjum og tengist
vinabæjum viðkomandi byggðarlaga. Í stjórn
FITUR sitja þrír fulltrúar frá hvoru landi og
mun keppnin vera eitt stærsta verkefni sem
ráðist hefur verið í undir merkjum samnings-
ins. Næsta vetur er ráðgerð keppni með svip-
uðu sniði á Siglufirði, Garðabæ og Austur-
Héraði og í vinabæjunum Eidi, Torshavn og
Runavik í Færeyjum.
Að sögn forráðamanna FITUR var mark-
miðið með keppninni að kynna íslenskum
börnum Færeyjar og færeyskum börnum Ís-
land, vekja áhuga þeirra og auka þekkingu á
sögu, landafræði, menningu og íbúum land-
anna. Þegar upp er staðið er þess vænst að
vinnan skili sér í auknum áhuga á gagnkvæm-
um ferðalögum milli landanna.
Fá inni hjá fjölskyldum í vinabænum
Valið var eitt verkefni í hverju byggðarlagi
og fá þau öll verðlaun, jafnt á Íslandi sem í
Færeyjum. Að sögn Guðbjarts Hannessonar,
skólastjóra Grundarskóla á Akranesi, sem hef-
ur umsjón með verkefninu ber nefndin kostn-
að af ferðalögum nemendanna og fylgdar-
manna þeirra en bæjarfélögin sem taka á móti
gestunum sjá um kostnað vegna fæðis og gist-
ingar. „Sá háttur verður hafður á að börnin fá
inni hjá fjölskyldum í vinabæjarfélaginu,“ seg-
ir hann. Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á
Akranesi, á sæti í nefndinni en hann telur
kostina við verkefni á borð við þetta mikla.
„Verkefnið virkjar mun stærri hóp en hægt
væri með að styrkja einstaka hópa til heim-
sókna milli landanna. Þarna náum við til ungra
krakka á mótunarskeiði sem eru opin og mót-
tækileg fyrir vitneskju um annað land. Svo
virkjum við auðvitað alla sem tengjast börn-
unum og verkefnið hefur þannig víðtæk áhrif
út í samfélagið,“ sagði Gunnar. Hann sagði
jafnframt að búið væri að skipuleggja áfram-
haldandi samkeppni og heimsóknir milli vina-
bæja allt til ársins 2004. „Reyndar gildir samn-
ingurinn [FITUR] ekki nema til ársloka 2002
en ég tel næsta öruggt að framhald verði á
þessu. Heimsóknirnar vegna keppninnar í vet-
ur fara fram núna í haust og næsta vor en það
er samkomulagsatriði milli vinabæjanna hver
heimsækir hvurn á undan,“ sagði Gunnar.
Verkefnin sem urðu fyrir valinu
Verkefnin sem voru hlutskörpust að þessu
sinni komu frá Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ,
Brekkubæjarskóla á Akranesi og frá grunn-
skóla Eskifjarðar úr Fjarðarbyggð. Það eru
því 42 börn á leið til Færeyja auk fylgdarfólks,
fimm börn frá Snæfellsbæ, 16 frá Eskifirði og
21 frá Akranesi. Alls var 12 bekkjum boðið að
taka þátt í keppninni hér heima og gat hver
bekkur sent inn mörg verkefni. Jafnframt
réðu nemendurnir því sjálfir hvort verkefnin
voru unnin í hópvinnu eða sem einstaklings-
verkefni. Þau voru því næst send inn undir
dulnefni og valdi matsnefnd í hverju byggð-
arlagi fimm verkefni í úrslit. Gunnlaugur V.
Snævarr, íslenskukennari, var svo fenginn til
að velja úr þeim hópi eitt verðlaunaverkefni
frá hverju byggðarlagi. Dulnefni aðstandenda
verkefnanna sem að lokum stóðu uppi sem sig-
urvegarar voru: Þjassi frá Snæfellsbæ, Dans-
andi geitur – fljúgandi kýr frá Akranesi og C
úr Fjarðabyggð.
Samkeppni um Færeyjaferð
Síðastliðinn vetur var hleypt af stokkunum ritgerðar- og verkefnasam-
keppni meðal 11 og 12 ára grunnskólanema á Íslandi og í Færeyjum þar
sem í verðlaun voru ferðir til viðkomandi landa. Að þessu sinni tóku þátt, í
hvoru landi fyrir sig, þrjú byggðarlög sem tengjast vinabæjaböndum.
Nefnd vinnur að auknum samskiptum Íslands og Færeyja