Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÁNDA starfsár Sum- artónleika í Akureyrarkirkju hefst í dag, sunnudag og verða tónleik- arnir haldnir fimm sunnudaga í röð í júlí- og ágústmánuði og byrja kl. 17. Flytjendur verða um 30 talsins frá Svíþjóð, Danmörku og Aust- urríki auk Íslendinga. Tónlist- arfólkið mun leika og syngja fyrir heimamenn og ferðalanga í klukku- stund, tónlist frá ýmsum tímum tón- listarsögunnar. Á fyrstu tónleikunum koma fram Erik Westberg Vokal Ensemble undir stjórn Eriks Westberg, Johan Märak, jojk og Mattias Wager, org- el. Sönghópurinn samanstendur af 16 manna tónlistarmenntuðu fólki frá norðurhluta Svíþjóðar. Erik Westberg Vokal Ensemble hefur komið fram í Frakklandi, Brasilíu, á Íslandi, í Noregi, Kína, Dan- mörku, á Spáni, í Englandi, Finn- landi og í Takarazuka í Japan, þar sem þau unnu árið 1997 fyrstu verðlaun í alþjóðlegri kórakeppni í flokki blandaðra kóra, og var kór- inn einnig valinn besti kór hátíð- arinnar Árið 1998 sungu þau jóla- tónleika í beinni útsendingu á vegum Evrópusambands útvarps- stöðva til 15 landa í Evrópu, Kan- ada og Ástralíu. Í kjölfarið koma fram, til 5. ágúst: Erik Westberg Vokal En- semble frá Svíþjóð, Niels Henrik Jessen, orgel, frá Danmörku, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sig- rún Arngrímsdóttir, mezzósópran, Björn Steinar Sólbergsson, orgel, Gary Verkade, orgel frá Svíþjóð og Manuela Wiesler, flauta, frá Aust- urríki. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju að hefjast 16 manna sönghópur frá Svíþjóð Erik Westberg Vokal Ensemble. BEBELTORG er staðsettvið breiðgötuna Unter denLinden, andspænis Hum-boldt-háskóla. Hið 5000 fermetra ferhyrnda torg sem heitir í höfuðið á einum af stofnendum þýska Jafnaðarmannaflokksins, August Bebel, má rekja til ársins 1740 og fljótlega reis Ríkisóperan við austurhlið torgsins. Tæpum tveimur öldum síðar gerðist einn hinna myrku atburða þýskrar sögu á torg- inu. Hinn 10. maí 1933 stóðu Þjóð- ernissósíalistar fyrir mikilli bóka- brennu á miðju torginu og náms- menn brenndu um 20.000 bækur í því skyni „að útrýma hinum gyðinglega anda og frjálslyndisstefnunni“. Til minningar um þetta ódæðisverk er listaverkið „Sokkið bókasafn“ eftir gyðinginn Micha Ullmann sem er staðsett ofan í jörðinni undir miðju torginu. Í gegnum glerplötu má sjá 50 fermetra hvítmálað neðanjarðar- rými sem hefur að geyma tómar bókahillur sem rúma myndu 20.000 bækur. Þótt minnisvarðinn sé í hug- um flestra áminning um svartan blett í sögu Þýskalands líta nýnas- istar málið öðrum augum. Þeir sækja fyrirmyndir sínar til alræðisríkis þjóðernissósíalista og í byrjun síð- ustu viku kveiktu fjórir unglingar í enskum bókum á glerplötu lista- verksins sem varð þó ekki fyrir skemmdum. Minnisvarðanum stafar einnig ógn af áformum um byggingu bílageymslu undir Bebeltorgi en framkvæmdir áttu upphaflega að hefjast í þessum mánuði. Blái hnötturinn Þýski rithöfundurinn Erich Käst- ner (1904–1974), sem skrifaði barna- bækurnar „Emil og leynilöggurnar“, var meðal þeirra sem sáu bóka- brennuna 1933. Flest þýsk börn þekkja sögur hans og nýlega áttu þau kost á því að sjá myndina í þýsk- um kvikmyndahúsum. Á laugardag- inn var áttu ungir þýskir lesendur hins vegar kost á því að kynnast „Sögunni af bláa hnettinum“ eftir Andra Snæ Magnason, og á næst- unni mun yngri kynslóðinni líklegast gefast kostur á því að sjá leikritið á stóru sviði í þýsku leikhúsi. Andreas Vollmer, lektor við Humboldt-há- skóla, þýðir leikgerð bókarinnar fyr- ir leikritaforlagið Henschel Schau- spiel. Ásamt Andreasi og Soffíu Gunnarsdóttur lektor las Andri Snær fyrir gestina í barnabókatjald- inu á Bebeltorgi. Andreas var sögu- maður, Andri Snær las Brimi og Soffía Huldu. Auk þess lásu fimmtán aðrir barnabókahöfundar úr verkum sínum um helgina en boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn. Sama ár og nasistar stóðu fyrir bókabrennunni á Bebeltorgi fæddist rithöfundurinn Louis Begley sem var helsta stjarnan meðal þeirra 40 rithöfunda sem lásu úr verkum sín- um á Bebeltorgi um helgina. Hinn 68 ára gamli rithöfundur var meðal hinna 600 gesta sem voru við opnun Bókmenntahátíðar Berlíngarborgar á sameiginlegu svæði norrænu sendiráðanna á föstudaginn var. Begley, sem hlaut skírnarnafnið Ludwik Begleiter, komst undan hel- förinni með fölsuðum pappírum sem sögðu hann kaþólskrar trúar. Í kynn- ingu á hátíðinni var Einar Már Guð- mundsson talinn upp á eftir Begley og á undan hinum vinsæla borgar- stjóraframbjóðanda Lýðræðislega sósíalistaflokksins, Gregor Gysi, Feridun Zaimoglu, sem vikuritið „Die Zeit“ nefndi „Malcom X hinna þýsku Tyrkja“, og norrænum rithöf- undum á borð við Oivind Hanes, Leenu Lander, Ib Michael og Rich- ard Swartz. Upplestur Einars Más var vel sóttur og stemmningin góð. Einar las kaflann úr „Englum al- heimsins“ sem gerist á Grillinu á Hótel Sögu og margir gestanna könnuðust við atburðinn eftir að hafa lesið bókina, sem kom út í þýskri þýðingu hjá Hanser 1998, eða séð mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar sem var nýlega í þýskum kvik- myndahúsum. Bráðum gefst þýskum bókmenntaunnendum síðan kostur á því að sjá heimildamynd um rithöf- undinn sem þýsk sjónvarpsstöð er að vinna um þessar mundir. Ítölskuvæðing íslenskra bókmennta Berlínarbúar og ferðamenn sem sóttu hátíðina áttu kost á því að ganga á milli 137 bása á torginu sem voru á vegum bókaforlaga, bóka- og fornbókaverslana. Í boði var allt frá klassískum þýskum bókmenntum og ljóðabókum ungra skálda til met- sölubóka þekktra höfunda og rita um samskipti kynjanna. Í einum básnum voru meira að segja til sölu litlar bókastyttur af þýska Nóbelsverð- launaskáldinu Günter Grass. Í stóra bókmenntatjaldinu var kynntur nýr höfundur á klukkutíma fresti og á undan Kristínu Marju Baldursdóttur var vinsælasti stjórnmálamaður Berlínar, Gregor Gysi, að kynna póli- tíska ævisögu sína. Aðsókn var svo mikil að þeir sem ekki komust að gægðust í gegnum rifur á tjaldinu til þess sjá borgarstjóraframbjóðand- ann. Þótt ástandið hafa ekki verið svo slæmt þegar Kristín las komu þó vel yfir hundrað manns til að sjá rit- höfundinn lesa úr þýskri þýðingu „Mávahláturs“. Í kynningu sinni greindi Peter Urban-Halle m.a. frá því að Kristín væri fyrrverandi þýskukennari, en hún kenndi þýsku í Ölduselsskóla. Hann sagði Kristínu hafa starfað sem blaðamann á Morg- unblaðinu í átta ár og tók sérstaklega fram að Kristín hafi verið gift „einum og sama manninum“ í 31 ár og ætti þrjár dætur. Aðspurð hvernig það hafi komið út að vera í senn blaða- maður og rithöfundur svaraði Krist- ín því til að það hafi gengið ágætlega. Þegar hún hafi komið heim úr starf- inu sem blaðamaður hafi hún þurft að koma sér í annan gír til að geta skrifað bók á kvöldin. Aðspurð hvort „Mávahlátur“ gerðist í heimabæ hennar Hafnarfirði sagði Krístin það ekki vera tilfellið en að hún hefði þó „stolið“ hafnfirska landslaginu sem sé með því fallegasta sem fyrirfinnist á Íslandi. Urban-Halle spurði einnig út í þá staðreynd að sögupersónunni er líkt við kókflösku. Kristín skýrði fyrir viðstöddum að átt væri við gömlu kókflöskuna, og að á árum áð- ur hafi verið sagt um íslenskar konur sem þóttu flottar í vextinum að þær væru í laginu eins og kókflöskur. Eftir að kynnirinn hafði vitnað í gagnrýni sem líkti Kristínu við Isa- bel Allende og Einar Kárason, túlk- aði hann bók Kristínar sem „ítölsku- væðingu“ íslenskra bókmennta á þeirri forsendu að í bókinni væri mikið um óreiðu, læti og sterkar mæður. Álfar og kjallaraíbúðir Kristín las síðan úr þýsku þýðing- unni sem kemur út í Þýsklandi 20. ágúst hjá forlaginu Krüger. Hún las m.a. kaflann um frumsýningu leik- ritsins Ólafur Liljurós og greindi við- stöddum frá því að leikritið fjallaði um álfa. Í framhaldi af því varpaði Urban-Halle fram hinni sígildu álfaspurningu og áhorfendur hlógu dátt þegar Kristín greindi frá því að íslenskir álfar væru gjörólíkir þýsk- um álfum þar sem þeir litu út eins og venjulegt fólk. Kynnirinn sagði að í Berlínarheimsókn sinni hafi Vigdís Grímsdóttir svarað spurningunni um álfa með því að staðhæfa að það væri álfur í salnum. Kristín sagði að það kæmi henni ekki á óvart ef það væri álfur í tjaldinu. Hún sagði bæði móð- ur sína og ömmu hafa trúað á álfa, og að móðir hennar heiti í höfuðið á álfa- konu sem hafi birst ömmunni í draumi. Kynnirinn sagði ekki bara álfa heldur einnig kjallaraíbúðir áberandi í íslenskum bókmenntum, og hefur Urban-Halle eflaust verið að hugsa um síðustu Berlínarheimsókn Guð- bergs Bergssonar. Hann bað Krist- ínu að útskýra stigveldið í íslenskum húsnæðismálum. Kristín greindi frá því að meðal-Íslendingurinn byrji í kjallaraíbúð, fari síðan í aðra kjall- araíbúð, flytji síðan á hæð í fjölbýlis- húsi, síðan í raðhús og kaupi að lok- um einbýlishús. Þetta vakti næstum því jafnmikla lukku áhorfenda og sögur af íslenska álfinum. Kynnirinn spurði þá um stöðu fjölskyldunnar á Íslandi og Kristín sagði hana gegna mikilvægu hlutverki í íslensku sam- félagi. Hún hafi stundum velt því fyr- ir sér að það væri varla gott að vera einhleypur á Íslandi. Kristín sagði ís- lensku fjölskylduna stóra og að það væri eðlilegt að eignast eitt til fimm börn. Kynnirinn spurði þá hvort hin- um 260.000 íbúum fjölgaði ekki ört og Kristín kitlaði hláturtaugar við- staddra þegar hún þóttist móðguð, leiðrétti Urban-Halle og sagði töluna löngu komna upp í 280.000. Kynnirinn spurði Kristínu hvort það væri hefnd í garð nýlenduherr- anna að hafa þjónustustúlkuna í bók- inni danska. Kristín sagðist hafa not- ið þess að hafa Dana í þessu hlutverki og aftur var mikið hlegið. Aðspurð um sögupersónuna Öggu sagðist Kristín þekkja hana vel þar sem að hún hafi sjálf njósnað þegar hún var yngri, falið sig á bak við gardínur og undir sófa til þess að heyra um hvað fullorðna fólkið var að tala. Að lokum er Kristín orðin heim- spekileg og svarar spurningum um Freyju með nýjum spurningum á borð við: „Hver er Freyja? Er hún álfadrottning, hetja úr fornsögunum eða ástargyðja?“ „Það er víst verk- efni lesandans að komast að því,“ segir Urban Halle, þakkar Kristínu fyrir komuna og áhorfendur þakka fyrir sig með þéttu lófataki. Eflaust eiga margir þeirra eftir að sjá kvik- myndina „Mávahlátur“ sem Ágúst Guðmundsson leikstýrir og verður að öllum líkindum frumsýnd á Ís- landi í haust. Áður en myndin kemur í þýsk kvikmyndahús þarf þó að tal- setja raddir Margrétar Vilhjálms- dóttir, Uglu Egilsdóttur, Hilmis Snæs Guðnasonar, Kristbjargar Kjeld og Eiríks Erlingssonar. Bókmenntahátíð Berl- ínar 2001 var haldin um síðustu helgi á Bebel- torgi. Davíð Kristinsson segir frá hátíðinni en þrír íslenskir rithöf- undar komu við sögu. Morgunblaðið/Davíð Kristín Marja Baldursdóttir les úr Mávahlátri á Bókmenntahátíð Berlínarborgar. Peter Urban-Halle kynnir. Stal hafnfirska landslaginu WISCONSIN-HÁSKÓLI í Ma- dison, Wisconsin, í Miðvestur- Bandaríkjunum, heldur úti á Net- inu öflugum vef um Jónas Hallgrímsson. Það er prófessor Dick Ringler sem hefur um- sjón með vefnum og hefur hann sjálfur þýtt ýmsa texta Jónasar sem þar birtast. Vefur- inn er flokkaður í sex þætti: inngang; ævi- ágrip Jónasar; umfjöll- un um formgerð og einkenni kveðskapar hans; texta og skýring- ar; Íslandskort þar sem merktir eru inn á viðkomustaðir Jónasar í lífi og ljóði, og síðasti þátturinn er bókaskrá. Um 50 verk Jónasar eru birt á vefnum, bæði á íslensku og ensku, og fylgja ítarlegir skýringartextar. Textarnir eru flokkaðir eftir tíma- bilum í lífi Jónasar. Mörgum text- anna fylgja hljóðskrár, þannig að bæði er hægt að hlusta á ljóð og sögur í flutningi ís- lenskra og enskumæl- andi upplesara, en einnig eru nokkur tón- dæmi með lögum við ljóð Jónasar. Upplýs- ingar fylgja einnig um handrit hvers texta, staðsetningu, útgáfur og fleira. Vefurinn um Jónas er uppspretta fróðleiks um kveðskap Jónasar Hallgríms- sonar og gæti nýst vel þeim sem hvort heldur vilja njóta hans með því að lesa, hlusta á eða rannsaka enn frekar verk lista- skáldsins góða. Sjálfs- mynd af Jónasi prýðir forsíðu vefsins. Slóðin er: http:// www.library.wisc.edu/etext/Jo- nas/Jonas.html. Vefur um Jónas Hall- grímsson á Netinu Jónas Hall- grímsson, sjálfs- mynd frá 1845.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.