Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 19 Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þrem- ur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Dreifing: S. Gunnbjörnsson, s: 5656317 Þýskar förðunarvörur TÓNLEIKAR verða í Neskaupstað í kvöld kl. 20.30, þar sem tónlist- armennirnir Sólrún Bragadóttir, sópran, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanóleikari, Sigurður I. Snorrason, klarínettuleikari, og Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleik- ari, flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Annað kvöld, mánudagskvöld, verður hópurinn í Laugaborg í Eyjafirði með sömu dagskrá. Að sögn fjórmenninganna eru þetta verk bæði í nýjum og gömlum stíl, við ljóð eftir Davíð Stefánsson, Einar Benediktsson, Halldór Blön- dal og Jónas Hallgrímsson. Þetta eru verkin Útsær við ljóð Einars Benediktssonar, fyrir sópr- an og píanó; Þrjú lög við kvæði Davíðs Stefánssonar, Spurðu mig ekki, Ég hef farið um víða veröld og Snert hörpu mína; Intermezzo I og II úr ballettinum Dimmalimm, Plu- tôt blanche qu’azurée (Fremur hvítt en himinblátt) fyrir klarí- nettu, selló og píanó, fimm lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar: Al- snjóa, Álfareiðin, Söknuður, Illur lækur og Dalvísa, en auk þess verð- ur frumflutt lagið Langt í norðri við ljóð Halldórs Blöndals. Halldór Blöndal verður gestur tónleikanna og ræðir um ljóð sitt og ljóð Jón- asar. Atli Heimir samdi verkið Útsæ við ljóð Einars Ben. fyrir Sólrúnu Bragadóttur sem frumflutti það á tónleikum í Íslensku óperunni í fyrra. Sólrún segir Útsæ nútíma- legt verk. Atli Heimir skrifar vel fyrir söngröddina „Atli skrifar mjög vel fyrir söng- röddina, að minnsta kosti það sem ég þekki og hefur mjög mikla breidd sem tónskáld. Mér finnst hann algjör snillingur. Í verkinu er stundum eins og píanóið sé í einum heimi og söngurinn í öðrum; þetta byrjar svolítið á skjön hvort við annað, en við endum saman í rest- ina. Þetta er dásamlega rómantískt og stórbrotið má segja. Það sem einkennir verkið líka eru miklar andstæður. Þetta er lýsing á hafinu og náttúru Íslands og kannski líka „mentaliteti“ okkar. Það má segja bæði um Einar og Atla Heimi að þeir þora svo fullkomlega að vera þeir sjálfir og það kann ég vel við,“ segir Sólrún Bragadóttir sópr- ansöngkona. Tónleikar með verkum Atla Heimis Sveinssonar í Neskaupstað og í Laugaborg, Eyjafirði „Atli og Einar Ben. þora að vera þeir sjálfir“ Morgunblaðið/Þorkell Sigurður I. Snorrason , Sólrún Bragadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir á æfingu fyrir tónleikaferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.