Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F ÁIR tónlistarmenn hafa haft önnur eins áhrif á poppsöguna og Brian Wilson, sem leiddi Beach Boys í eina tíð. Ekki var bara að Brian Wilson var framúrskarandi laga- smiður, heldur var hann einnig með ótrúlega næmt eyra fyrir tónlist og að því er virtist óþrjótandi uppspretta snilldarútsetninga og hljóðverstöfra. Með verkum sínum hafði hann áhrif á aðra tónlistarmenn og hljómsveitir allt frá Bítlunum til seinni tíma poppara. Tónlistin sem þeir Beach Boys-félagar urðu þekktastir fyrir kallaðist brimpopp og víst ólust þeir bræður Brian, Dennis og Carl Wilson upp í úthverfi Los Angels skammt frá ströndinni. Þrátt fyrir það var Carl sá eini sem hafði einn- hvern áhuga á brimbrettum, en allir höfðu þeir áhuga á tónlist. Brian var mesti tónlistarmað- urinn og stýrði óteljandi raddæfingum þeirra bræðra þar sem þeir reyndu að synga sem lík- ast dúvoppsveitum sjötta áratugarins. Mike Love frændi þeirra slóst snemma í hópinn og fimmti liðsmaðurinn var Al Jardine, sem fékk að vera með meðal annars vegna þess að for- eldrar hans leigðu handa þeim félögum hljóð- færi, en Brian spilaði á bassa, Dennis á tromm- ur og Carl á gítar. Pendletones gefa út Eftir því sem þeim félögum óx ásmegin fóru þeir Brian Wilson og Mike Love að semja sam- an lög og 1961 kom út á smáskífu lagið Surfin’, en þeir kölluðu sig þá Pendletones. Lagið vakti þó nokkra athygli og varð meðal annars til þess að sveitin komst á samning, undir nýju nafni, Beach Boys. Þess má geta að í samningnum var það ákvæði að Murray Wilson, faðir bræðranna þriggja, yrði umboðsmaður sveitarinnar, en sú högun átti eftir að valda liðsmönnum miklum óþægindum enda var hann liðónýtur í því starfi. Þess má og geta að frændur Mikes Loves sáu um fjármálin og klúðruðu þeim rækilega. Eilíf sól og æska Al Jardine sagði skilið við félaga sína í bili til að ljúka námi og í hans stað kom David Marks. Þannig var sveitin skipuð er fyrsta breiðskífan, Surfin’ Safari, kom út 1962. Um það leyti var brimrokkið að komast í algleyming vestan hafs, en fyrsta brimlagið, Let’s Go Trippin’ með gít- arhetjunni Dick Dale og Del-Tones-sveit hans, kom út 1961. Í brimpoppinu voru Beach Boys- félagar í góðum félagsskap sveita og listamanna eins og Jans & Deans, Chantays, Surfaris og Ronny & the Daytonas. Frumgerð brimrokksins byggðist á því að líkja eftir gróttusöng með bjögðum gítarhljóm- um og þá leið fór meðal annars Dick Dale sem náði hinum eina sanna hljómi með því að stinga gat á hátalarakeilu með blýanti að því sagan segir. Þeir Wilson-bræður fóru aðra leið; þeirra tónlist var sykrað hunang, eilíf sól og æska, þar sem töffaranir létu menn í friði, stelpurnar brostu í sífellu og voru til í smá kelerí, stálfák- urinn hvatur og öldurnar endalausar. Tónlistin verður efnismeiri Fyrsta breiðkífan seldist bráðvel og sú næsta, Surfin’ U.S.A., sem kom út 1963, enn betur, en stuttu eftir að hún kom út sneri Al Jar- dine aftur. Á þriðju breiðskífunni, Surfer Girl, var tónlistin orðin heldur efnismeiri, enda var Brian Wilson tekinn við stjórnvelinum í hljóð- verinu þrátt fyrir andstöðu útgáfunnar og föður hans umboðsmannsins. Hann lærði mikið af því að skoða rækilega verk Phils Spectors, enda eru útsetningar Spectors með því sem best þekkist í poppinu og Brian Wilson einn fárra manna sem standa honum á sporði í þeim efnum. Þess má geta til gamans að í viðtali fyrir tveimur árum var Brian Wilson spurður að því hvort hann væri trúaður maður og svaraði að bragði: „Ég trúi á Phil Spector.“ Á sjötta áratugnum tíðkaðist ekki að liggja yfir tónlistinni, menn mokuðu frá sér plötum og fylltu upp með lögum eftir hina og þessa eða til- fallandi froðu. Þannig sendu Beach Boys-félag- ar frá sér eina breiðskífu 1962, fjórar 1963 og fimm 1964. Þrátt fyrir afköstin urðu plöturnar betri og betri eftir því sem Brian náði tökum á tækjunum og nálgaðist það sem hann heyrði í höfði sér. 1965 sendi sveitin þannig frá sér fjór- ar framúrskarandi skífur en 1966 kom aðeins ein, Pet Sounds, sem telst jafnan með helstu plötum poppsögunnar. Táningahljómkviður til guðs Afköstin réðust að nokkru af því að Brian Wilson hætti að ferðast með sveitinni á tónleika- og kynningarferðum um heim allan, og gat því einbeitt sér að lagasmíðum, upptökum og al- mennri tilraunamennsku. Hann hafði jafnan þann háttinn á að semja lögin og taka upp að segja jafnharðan með ýmsum undirleikurum, en raddir sáu þeir Beach Boys-félagar allir um þegar kom að söngnum. Lögin urðu sífellt íburðarmeiri, þó þau virtust grípandi einfald- leiki við fyrstu sýn, en einhverju sinni lýsti Bri- an Wilson lögunum sínum sem táningahljóm- kviðum til guðs. Plötur Beach Boys seldust í milljónaupplagi og ekki var annað að merkja en tónlistarunn- endur kynnu vel að meta hvert stefndi. Tog- streita á milli Brians og Mike Loves fór aftur á móti vaxandi, ekki síst eftir að Brian tók að semja lög með öðrum textasmiðum, því ekki var bara að það þýddi að tekjur Loves minnkuðu heldur þótti honum textarnir heldur innihalds- ríkir, vildi bara syngja um ást og öldur sem væri aðal sveitarinnar. Brian hélt þó sínu striki, enda hugðist hann freista þess að setja saman full- komna plötu, meðal annars fyrir innblástur af Rubber Soul Bítlanna. Einskonar ástarlagasvíta Fram að því höfðu breiðskífur sveitarinnar byggst upp á smáskífulögumlíkt og alsiða var, en The Beach Boys Today sem kom út 1965 stakk nokkuð í stúf við það, því þó a-hlið plöt- unnar væri upp full með vinsældatundri var b- hiðin annars eðlis, einskonar ástarlagasvíta. Á næstunni sendi sveitin síðan frá sér snilldarlög á við California Girls, í bland við sölupopp að beiðni útáfunnar sem hún var á mála hjá. Bar- bara Ann, veigalítið lag sem tekið var upp í eins- konar spunalotu, varð til að mynda gríðarlega vinsælt, en The Little Girl I Once Knew, sem er vísir að því sem á eftir kom og með bestu lögum Beach Boys, var of sérkennilegt til að almenn- ingur og útvarspsmenn gætu skilið það. 1965 sendu Bítlarnir frá sér eina af helstu plötum sínum, Rubber Soul, undir sterkum áhrifum af Bob Dylan. Sú plata átti eftir að skipta Brian Wilson miklu, ekki síst að því leyti að honum þótti hann geta stigið skrefið til fulls, lagt brimpoppið fyrir róða og stefnt í átt að nýrri tónlist, efnismeiri og nútímalegri. Þar skipti líka miklu að vestan hafs var engin smá- skífa gefin út af Rubber Soul og vísaði til nýrra tíma þegar breiðskífan varð listmiðill í sjálfu sér Besta poppplata sögunnar Ekki er rúm hér til að segja frá ævintýrinu sem upptökurnar á Pet Sounds voru, en í þeirri lotu varð meðal annars til meistaraverk Beach Boys, Good Vibrations, sem ekki tókst að ljúka við og var því ekki á plötunni. Þess má geta að það var á sínum tíma sagt dýrasta lag sem tekið hafði verið upp enda þurfi mikla vinnu í hálfan annan mánuð í fimm hljóðverum til að ljúka því og kostnaðurinn um fimmtán milljónir króna. Pet Sound kom út um mitt ár 1966 en Good Vibrations sama haust. Pet Sounds hefur verið kölluð besta poppp- lata sögunnar, meðal annars af Bítlinum Paul McCartney, sem hefur iðulega lýst því yfir að fátt hafi haft önnur eins áhrif á Bítlana við gerð Sgt. Peppers en einmitt Pet Sounds. LSD og kannabis Þegar hér var komið sögu var Brian Wilson nánast einangraður í Beach Boys og félagar hans voru ekki með á nótunum í því sem hann vildi gera; þeir vildu syngja létta poppslagara, en hann aftur á móti taka þátt í þeirri tónlist- arbyltingu sem var þá nýhafin vestan hafs. Bri- an hafði alltaf verið sjúklega feiminn og því átt erfitt með að standa á sviði, en hann var líka feiminn utan sviðs og átti það til að hverfa lang- tímunum saman, eins og eitt sinn er hann neit- aði að koma út úr svefnherbergi sínu í nokkra mánuði; setti saman hljóðver þar inni til að geta haldið áfram að taka upp. Ekki bætti úr skák með andlegt ástand hans að hann var mjög gef- inn fyrir LSD og kannabis. Steininn tók þó úr þegar hann tók til við plöt- una sem átti að vera enn betri en Pet Sounds og hann kallaði Dumb Angel framan af en síðan Smile. Samstarfsmaður hans við það verk var furðufuglinn Van Dyke Parks og sú súrrealíska þvæla sem Parks setti saman gekk svo fram af félögum Brians í sveitinni að við lá að þeir neit- uðu að syngja inn á plötuna. Smám saman missti Brian stjórn á sjálfum sér og upptök- unum, böndin hrúguðust upp í hljóðverinu og eftir ársvinnu lagði hann Smile á hilluna, en nokkur laganna voru síðar notuð breytt í plöt- una Smiley Smile. Eftir það má segja að Beach Boys hafi misst af lestinni; sveitin taldist ekki lengur með framsæknum poppsveitum og skammsýni og fégræðgi félaga Brians Wilsons í Beach Boys og útgáfunnar urðu til þess að sveitin lifði á fornri frægð upp frá því. Beach Boys án Wilson-bræðra Þrátt fyrir það sendi sveitin frá sér prýði- legar plötur á næstu árum, þó enginn standist samanburð við það sem á undan var komið. Dennis og Carl Wilson hættu í hljómsveitinni 1980 til að verða sólóstjörnur og Brian Wilson var vísað úr sveitinni 1982, enda var hann þá nánast óstarfhæfur vegna þunglyndis og lyfja- notkunar, aukinheldur sem hann var orðinn vel á annað hundrað kíló að þyngd. Brian Wilson sneri aftur í sviðsljósið með fyr- irtaks plötu 1988 og er enn að, sendi frá sér ágæta tónleikaskífu á síðasta ári. Dennis Wilson lést 1983 og Carl 1998. Beach Boys er enn að, án Brians, og enn að syngja gömlu lummurnar, en gott er að hlýða á upprunalegar upptökur sveit- arinnar og gaman að velta því fyrir sér hvað hefði gerst hefði Brian Wilson fengið stuðning til að halda lengra í þá átt sem hann stefndi. Fyrir fjörutíu árum sendi bandarísk unglingahljómsveit frá sér lag þar sem sungið var um eilífð af æsku, sandi, sól og brimi. Árni Matthíasson segir frá Brian Wilson og félögum hans í Beach Boys sem eiga meðal annars heiðurinn af bestu poppplötu bandarískrar tónlistarsögu. Að eilífu sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.