Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld við Nýbýlaveg, Kópavogi Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is                    !  #  $$# !  "#$ %$& !'$ $$'$ (&) ' ))%  *) (+% $)% ,$! %$$ !'$ #$ #$ % #$ #$ #$ -                  !"  #  $     !"  " %&"&'" (  #    #  )  * ))       !!" #  $%% & '!!" ( $%%  ) !" ! *& +!%, )!- "'  .&            !   ""  !""# $ %$&"' & !"' & ( $ )  ""# $*" "' & +$&,$ !"' & - $*" !""# - $ . / &"' & /#" & !""# &$* !"' & 01 " /2 ""# 2 !"' & . )1 ' . ) $""#  ' !""# 3  !# ' &         ! "# $% %                !"  !"#" & ' () * + )  ' $ +,-!) )%%- ' .! * /) -! * ' 0 / &1 ) 2 * ' () $ )  ) 2 &3 )  1 )   1 *             ! "# $%!       & ! '() ! *+(' & )! %( !( (( ! ) ! ! '( )! %(  *',() ! ! )! %( - .) ! ! ( + )! ) ! ! ! /%( )! 0!! )! %( ( 1/ 1/ ) !  )! ) ! !  2 (%( 3(3,( % 3(3(3,(& ✝ BjargmundurIngólfsson raf- eindavirki fæddist á Akureyri 23. ágúst 1944. Hann lést á heimili sínu í Garða- bæ 1. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ingólfur Bjargmundsson raf- fræðingur, f. 1. janúar 1916, og Yrsa Benediktsdóttir hús- freyja, f. 4. desemb- er 1920. Þau eru bæði látin. Systir Bjargmundar er Edda húsfreyja, f. 27. júlí 1943, maður hennar er Guðmundur Bjarnason. Hinn 22. október 1966 kvæntist Bjarg- mundur eftirlifandi eiginkonu sinni Aðalbjörgu Karlsdóttur lyfjatækni, f. 3. október 1943, dóttur hjónanna Karls Jónssonar og Bjargar Haraldsdóttur frá Mýri í Bárðardal. Börn Bjarg- mundar og Aðalbjargar eru þrjú: 1) Íris kerfisfræðingur, f. 21. mars 1968, búsett í Kópavogi, gift Eiði Arnarssyni, útgáfu- stjóra og tónlistarmanni, börn þeirra eru Birkir, Eydís og Diljá. 2) Ingólfur Karl tæknimaður í Reykjavík, f. 16. febrúar 1971, sam- býliskona hans er Hildur Helgadóttir þjónustustjóri. 3) Ester Björg nemi í Garðabæ, f. 26. september 1974. Bjargmundur ólst upp á Akureyri og fluttist ásamt for- eldrum sínum og systur til Reykja- víkur árið 1960. Hann nam rafeindavirkjun og starfaði hjá Pósti og síma í Reykjavík um skamma hríð en um haustið 1969 hóf hann störf á Lóranstöðinni á Gufuskálum og vann þar samfellt til ársins 1985, þar af síðustu fimm árin sem stöðvarstjóri. Árið 1985 fluttist fjölskyldan í Garðabæinn og starfaði Bjargmundur á radíó- verkstæði Flugmálastjórnar Ís- lands frá þeim tíma til æviloka. Útför Bjargmundar fer fram frá Vídalínskirkju á morgun, mánudaginn 9. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, núna ertu far- inn frá okkur. Þessi hræðilegi sjúk- dómur gekk hratt og örugglega til verks og aðeins liðu rúmir fjórir mánuðir frá því að hann greindist og þar til þú varst allur. Það var alveg ljóst frá byrjun að sjúkdómurinn var ólæknandi en ég hélt svo sannarlega að við hefðum meiri tíma, að meinið myndi ekki ná yfirhöndinni svona fljótt. Þér var greinilega ætlað eitt- hvert annað hlutverk. Þú tókst veik- indunum af æðruleysi eins og þinn var vaninn enda þurfti jafnan mikið til að koma þér úr jafnvægi. Þú hugs- aðir vel um fjölskylduna þína, varst kletturinn sem við studdum okkur við og hjá þér fundum við fyrir miklu öryggi. Þú varst maður gerða en ekki orða og barst því tilfinningar þínar ekki á torg en ást þín og vænt- umþykja gagnvart fjölskyldu þinni var okkur ekki dulin. Þú kenndir okkur, börnunum þínum, á lífið en gafst okkur það svigrúm sem við þurftum til að dafna og þroskast. Þú fylgdist vel með okkur og varst ávallt tilbúinn að grípa inn í ef við skyldum nú hrasa og eiga það á hættu að meiðast. Eins var þegar þú kenndir Birki, Eydísi og Diljá að fara niður stigann heima í Garðabæ. Þar barstu þig eins að, kenndir þeim á stigann, gafst þeim tækifæri til að æfa sig en varst samt reiðubúinn að grípa inn í. Þú varst yndislegur afi og ég man hversu ánægður og stoltur þú varst í hvert skipti þegar þú hélst á barnabörnunum þínum nýfæddum. Tíminn var hins vegar alltof stuttur og það er sárt að þau fái ekki að njóta samvista með þér og leiðsagnar þinnar lengur því þú hafðir svo margt að gefa þeim. Ég veit hins vegar að þú verður áfram með okk- ur, munt vaka yfir okkur eins og þú gerðir í lifanda lífi og við munum ávallt varðveita minninguna um þig í hjarta okkar. Hvíldu nú í friði, pabbi minn. Þín dóttir, Íris. Engir dagar koma aftur en fegurð þeirra lifir hjá þér eins og ljós í rökkri eins og blóm á fjalli. . . . (Þ.G.) Elskulegur mágur minn, Bjarg- mundur, hefur kvatt okkur – svo allt- of fljótt. Hann gerði það á sama hátt og hann hafði lifað lífinu með okkur, hljóður, grandvar og heilsteyptur. Þannig var líka ætíð hans fram- gangsmáti gagnvart samferðamönn- unum. Hinn þunga sjúkdóm bar hann af æðruleysi og kjarki. Honum var ekki tamt að tjá tilfinningar sín- ar, hvorki í orðum né atlotum, en þó fann maður svo glöggt kærleik hans og umhyggju á því hvernig hann um- gekkst fjölskyldu sína og heimili og aðra þá sem voru honum tengdir. Framkoma hans við börn og dýr bar hjartalagi hans órækt vitni, hann mat og virti hið smáa og fíngerða, hann hafði þekkingu á náttúrunni og unni henni. Bjargmundur var mér og börnum mínum einstaklega hlýr og góður, hann var ímynd trausts og staðfestu og minning hans mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Eftir harða og ójafna viðureign laut hann í lægra haldi fyrir ofureflinu, en í huga okkar sem kveðjum hann nú er hann sigurvegarinn, í sinni hljóðu reisn og stillingu. Hann hverfur okkur nú inn í nótt- lausa voröld hins íslenska hásumars. Aðalbjörgu, systur minni, fjöl- skyldu hennar og Eddu, systur Bjargmundar, og hennar fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð svo og öllum öðrum sem unnu honum og urðu honum samferða á lífsgöng- unni. Farðu í friði, vinur, með hjart- ans þakklæti og virðingu. Svava Karlsdóttir. Lifnaðarhættir okkar Íslendinga – sem annarra íbúa tæknivæddra þjóða, byggjast á því að haldið sé gangandi öllum þeim margvíslega tæknibúnaði sem til þarf, hverju nafni sem nefnist. Tæknin er sífellt að aukast. Menn standa daglega frammi fyrir nýjum búnaði og nýjum víddum sem menntun og þjálfun þarf til að ná tökum á og geri það gagn sem til er ætlast. Benda má á sem dæmi, það starfslið sem heldur gangandi og hefur umsjón með vél- og tæknibúnaði hvers konar tengd- um samgögnum. Bak við allan tölvu- og fjarskiptabúnað, sem flestir landsmenn eru nú orðnir háðir, meira og minna, er lítið áberandi en afar þýðingarmikið starfslið. Einn úr hópi hinna mikilvægu tæknimanna hefur um áratugaskeið verið mágur minn; Bjargmundur Ingólfsson raf- eindavirki. Meginhluta starfsævinn- ar varði hann til að hafa umsjón með og halda gangandi flugradiovitunum ásamt þeim fjarskiptabúnaði sem til- heyrir, á flestum flugvöllum landsins og í Færeyjum. Þessu sama starfi gegndi og faðir hans, Ingólfur Bjarg- mundsson áður, en hann hafði með höndum rafvirkjastörf á árum áður á Akureyri. Starfsstöð Bjargmundar var verkstæði Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli. Hann vann sitt verk á hljóðlátan hátt og af mikilli ábyrgð. Hann lagði sig fram um að fylgjast náið með tæknibreytingum og takast á þann hátt á við ný og sí- fellt fjölbreyttari verkefni. Hann lagði sig og fram um að auka og bæta þekkingu sína og menntun. Það gerði hann m.a. með þátttöku í fjöl- mörgum námskeiðum, flestum er- lendis, sem hæfðu hinu ábyrgðar- mikla og krefjandi starfi. Þessu starfi fylgdu mikil ferðalög. Stund- um varð að bregðast fljótt við og ekki þýddi alltaf að bíða eftir hagstæðu ferðaveðri. Farið var á staðinn þegar þurfti og í misjöfnum veðrum, ef því var að skipta. Hann varð að hlíta því að vera veðurtepptur ef svo bar við og bíða lags með heimferð. En til- ganginum var náð; flugvélarnar gátu flogið milli staða, fólk komst leiðar sinnar og pósturinn og annað sem máli skipti komst til réttra viðtak- enda. Næsta fáir vissu um þær lag- færingar á tækjum og búnaði sem komið var í kring eða nýjan tækni- búnað sem e.t.v. hafði verið tekinn í gagnið. Þessi þýðingarmiklu og störf vann Bjargmundur á hljóðan hátt. Ég hygg að rétt sé með farið, er ég segi að hann hafi verið mikilsmetinn sem starfs- og tæknimaður meðal sinna starfsfélaga og ekki síður þeirra sem hann hafði samskipti við víðsvegar um landið. Hann var við- ræðugóður og skemmtilegur vinur og félagi, en barst ekki mikið á og hélt sig stundum til hlés. Og hann var hæglátur, háttvís og hlýr í allri framgögnu. Vel að sér um ýmsa hluti, lesinn og víðsýnn á mörgum sviðum. Myndarlegur á velli og bauð af sér góðan þokka. Bjargmundur var gæfumaður í einkalífi með ára- tuga samvistir við systur mína. Börnin þrjú glæsilegar manneskjur og fjölskyldan öll samhent. Glíman við krabbameinið var hörð en tók fljótt af. Það var gæfa hans í öllu mótlætinu að fá að dveljast heima til hins síðasta. Ég trúi að fyrir það hafi hann verið þakklátur. Sú fjölskylda sem að slíku stendur; henni er ekki fisjað saman. Þremur dögum áður en Bjargmundur lést hitti ég hann skamma stund. Auðséð var þá að hverju dró. Og miklar voru kvalirnar sem hann var búinn að líða og mál til komið að linnti. Það er nú löngum svo að þegar umskiptin verða er eins BJARGMUNDUR INGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.