Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 31 félaginu eins og neyslu eða sölu fíkni- efna. Þarna er spurningin hvort fjöl- miðlar á Íslandi þurfi ekki að setja sér ákveðnar siðareglur og velta fyr- ir sér hvernig þeir geta beinlínis unn- ið gegn fordómum eða rasisma. Fréttir eru ef til vill áhrifaríkastar til að sýna breidd þjóðfélagsins. Við myndun staðalmynda eru fréttirnar ákaflega áhrifamiklar. Ef þær sýna fólk af erlendum uppruna aðallega sem vandamál og í lægri stöðu en innfædda, er verið að búa til nei- kvæða staðalmynd og staðalmyndir eru alltaf forsenda fordóma. Í Hollandi var gerð athugun á því hvað einkenndi fjömiðlaumfjöllun um innflytjendur og komu eftirfar- andi atriði í ljós.  Alhæfingar. Fjölmiðlar gera oft engan mun á uppruna fólks, þ.e. talað er um einn hóp, „nýbúa“.  Fjallað er um fjólk af erlendum uppruna næstum eingöngu sem vandamál. Fréttir um jákvæð áhrif innflytjenda eru sjaldgæfar.  Reglan um að fjalla um báðar hliðar málsins. Sú regla er oftast brotin þegar fjallað er um minni- hlutahópa eða einstaklinga sem tilheyra þeim.  Innflytjendur fá sjaldan aðgang að fjölmiðlum þegar þeir reyna það á eigin spýtur. Varla er hægt að merkja tilvist útlendinga í landinu með því að fylgjast með fjölmiðlum (undant. eru neikvæð- ar fréttir). Fjölbreytileiki upp- runa þjóðfélagsþegna endur- speglast því ekki í fjölmiðlunum. Rannsóknarnefnd á vegum Hol- lenska blaðamannafélagsins (Nie- derländischer Journalistenverband) gaf árið 1989 út bækling, þar sem m.a. er að finna gátlista fyrir blaða- menn til að gera sér grein fyrir hvernig forðast megi neikvæðar staðalmyndir um fólk af erlendum uppruna. Fjögur meginatriði gátlist- ans eru eftirfarandi: a) Aldrei nefna svokallaðan „kyn- þátt“ einstaklinga. Þjóðerni, trú, nafn eða upprunaland skyldi að- eins þá nefna þegar þær upplýs- ingar eru nauðsynlegar til að inni- hald fréttarinnar komist til skila. Ef nauðsynlegt er að nefna upp- runa viðkomandi þarf að taka fram í fréttinni hvers vegna það er nauðsynlegt, sérstaklega ef fréttin fjallar um afbrot. b) Sé í grein eða umfjöllun nauðsyn- legt að vitna í athugasemdir þar sem rasísk eða fordómafull viðhorf gagnvart innflytjendum koma fram, er afar mikilvægt að lögð sé áhersla á að þetta séu ekki almenn viðhorf. Þ.e. að ekki sé látið í veðri vaka að fordómafullur hugsunar- háttur sé almennt viðurkenndur. (Með því móti eru slík viðhorf gerð „eðlileg“ og almenn.) Það sama gildir um alhæfingar þar sem ákveðnum stofnunum er lýst sem fordómafullum. c) Skoðun innflytjenda skiptir máli – ekki aðeins varðandi málefni er snerta þá sérstaklega heldur þjóð- félagsmál almennt. Forðast skyldi öll form aumkunarsamrar um- hyggju. Auk þess var í bæklingnum lýst yf- ir því markmiði að opna skyldi leið fyrir útlendinga til að vinna við fjöl- miðla, ekki síst til að þeir verði sýni- legir almenningi og minni á að sam- félagið er fjölmenningarlegt. Í þessari grein hef ég farið vítt og breitt og vona að við getum haft ein- hvern lærdóm af reynslu Hollend- inga í innflytjendamálum, ekki síst nú þegar fyrir Alþingi liggur nýtt frumvarp til laga um útlendinga. Að lokum vil ég hvetja íslenska stjórnmálamenn til að taka aftstöðu til innflytjendamála og hins fjöl- menningarlega íslenska samfélags og tjá sig opinberlega um þá afstöðu sína. Almenningur þarf að fá að heyra þeirra afstöðu. Höfundur starfar í miðstöð nýbúa. Höfðabakka 1, sími: 567 2190 Nýjar myndir 300 kr. Rás 1 Íslenskur djass kl. 19.00 um helgar                               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.