Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 13 Þ rátt fyrir nauman sigur í forsetakosningunum á síðasta ári mætti Ge- orge W. Bush galvask- ur til leiks í janúar. „Kúrekinn frá Texas“ ætlaði að sýna embættismönnum í Washing- ton að hann væri hvergi banginn, umkringdur úrvalsliði og með fullt af góðum fyrirheitum. Þetta gekk ágætlega og Bush tókst á ótrúlega skömmum tíma að sannfæra meiri- hluta þingmanna um nauðsyn þess að samþykkja umtalsverðar skatta- lækkanir og fast á eftir fylgdu til- lögur í orkumálum og um úrbætur á menntakerfinu. En ekki er allt sem skyldi og fót- vissu gönguliðarnir fóru að missa niður taktinn. Liðsmenn forsetans, með hann sjálfan í fararbroddi, þóttu hrokafullir og stóryrtir sem féll mörgum illa í geð. Lækkun skatta er ekki forgangsmál hjá meginþorra kjósenda, sem flestir hafa meiri áhyggjur af lífeyris- og sjúkratryggingum sínum. Yfirvof- andi niðursveifla í efnahagslífinu hefur líka skyggt á. Á sviði um- hverfis- og orkumála þykir forset- anum hafa tekist hreint hrapallega og náin tengsl hans sjálfs, sem og margra háttsettra embættismanna við orkugeirann þóttu greinilega ráða ferðinni. Eitthvað standa stórtækar geim- varnaáætlanir líka í mönnum og margir þingmenn eru æfir út í Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra fyrir þá leynd sem hvílt hef- ur yfir endurskoðun á varnarstefnu landsins. Í lok maí kom svo stóri skellurinn, þegar James Jeffords gerðist lið- hlaupi og meirihluti repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings féll. Demókratar blása til sóknar Demókratar voru ekki lengi að nýta sér aðstöðu sína. Frumvarp um aukin réttindi sjúklinga gagnvart heilbrigðis- stofnunum og tryggingafyrirtækj- um sem sat fast í nefnd, sigldi nú í gegnum öldungadeildina þrátt fyr- ir ítrekaðar hótanir um að Bush myndi beita neitunarvaldi á þau í óbreyttri mynd. Ekkert var til sparað og flutningsmönnum frum- varpsins, demókrötunum Edward Kennedy og John Edwards og repúblikananum John McCain, tókst með ráðum og dáð að afstýra því að það yrði útvatnað af and- stæðingum þess. Nýju lögin voru samþykkt föstudaginn 29. júní, í tæka tíð fyrir þingmenn til að komast heim í þjóðhátíðarfrí. Full- trúadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, á enn eftir að sam- þykkja sína útgáfu en lögin eru vinsæl og líkleg til að ná í gegn. Repúblikanar hafa reynt að lýsa frumvarpinu sem gullnámu handa lögfræðingum sem muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fara í mál við heilbrigðisstofnanir og enn fremur að niðurstaðan verði sú að færri Bandaríkjamenn muni njóta sjúkratrygginga. Demókratar og liðsmenn úr röðum hófsamra repú- blikana neita þessu staðfastlega og segja að sjúklingar eigi rétt á auknu vali og að næst á dagsrká sé hreinlega að tryggja fleirum að- gang að heilbrigðiskerfinu. En eins og dæmið kemur fyrir sjónir al- mennings, þá virðist stjórnin eina ferðina enn standa með stórfyr- irtækjum á kostnað litla mannsins. Mörgum þykir Bush hafa verið full fljótfær þegar hann sagðist myndu beita neitunarvaldi á lögin. Sögusagnir herma að heitar um- ræður hafi átt sér stað um hvaða afstöðu forsetinn ætti að taka fyrir luktum dyrum. Að sögn heimildar- manna vildi Karen Huges, einn helsti ráðgjafi forsetans, fara var- legar í málin en skoðanir hennar urðu undir og Bush tilkynnti dig- urbarkalega að hann myndi ekki samþykkja þessi lög. Það gæti þó reynst honum dýrkeypt að beita neitunarvaldi á aukin réttindi sjúklinga. Enda vinna starfsmenn Hvíta hússins nú að því að fá fulltrúadeildina til þess að koma með „hag- stæðari“ útgáfu. Gagnsókn hafin Menn forsetans sitja náttúrlega ekki auðum höndum. Andstaðan við áætlanir um aukna orkuframleiðslu virðist hafa komið þeim á óvart en Bush er þegar byrjaður að draga í land varðandi olíu- og gasboranir á við- kvæmum svæðum. Hugmyndir um olíuleit á náttúruverndarsvæðum Alaska virðast úr sögunni. Sama gildir um gasleit skammt undan ströndum Flórída, þar sem meira að segja Jeb Bush ríkisstjóri varð að rísa upp á móti stóra bróður. Það má segja að stjórnin hafi verið neydd til að breyta þessari stefnu þegar repúblikanar á þingi settu sig upp á móti henni sökum óvin- sælda meðal kjósenda heima fyrir. Til að mýkja ímynd forsetans hefur hann líka verið duglegur upp á síðkastið að mæta í þjóðgarða og umhverfisvænar myndatökur. En náttúruverndarsinnar segja að nokkrar grænar myndir séu ekki nóg, forsetinn verði að sýna það í verki að honum sé alvara þegar hann talar um nauðsyn þess að minnka orkunotkun og framleiða sparneytnari bíla. Það á líka eftir að koma í ljós hvaða gagntillögur stjórnin mun leggja fram á al- þjóðavettvangi í stað Kyoto bók- unarinnar sem Bush hefur alfarið hafnað. Flokkadrættir á þingi Í vikunni, og aðeins nokkrum dögum eftir að formleg meirihluta- skipti áttu sér stað í nefndum öld- ungadeildarinnar, hvatti Ari Fleischer, talsmaður Hvíta húss- ins, deildina til að taka á honum stóra sínum og hraða nefndastarfi til að koma starfsliði forsetans í embætti. Með þessu er hann að reyna að kenna gagnrýni á stefnu sjórnarinnar um það hve ráðuneyt- in séu enn fáliðuð út af seinagangi þingsins. Það verður þó að segjast að flestir lykilmenn eru komnir á sinn stað. Í lok júní var Bush búinn að til- nefna 315 manns í stöður sem krefjast samþykkis deildarinnar og 132 staðfestingar komnar í gegn. Til samanburðar má þess geta að á sama tíma var Bill Clinton búinn að tilnefna 249 og 188 komnir í gegn, George Bush eldri var með 222 tilnefningar og 147 staðfestar og Ronald Reagan með 301 og 225. Þessum tilnefningum fylgir ótrú- lega mikil pappírsvinna og alrík- islögreglan FBI hefur átt fullt í fangi með að vinna úr þeim. Fleischer var reyndar fljótur að segja að hann teldi ekki að þetta væri vegna þess að demókratar væru að draga lappirnar vísvitandi en auðvitað duldist engum að hann var að reyna að vinna inn prik á kostnað demókrata. Ummæli um Pútín vekja undrun Bandaríkjamenn voru almennt ánægðir með frammistöðu Bush í nýlegri Evrópuferð, enda förin fyrst og fremst hugsuð sem „kynn- isferð“ í sem víðtækustum skiln- ingi. Þótt forsetanum tækist ekki að sannfæra alla bandamenn um ágæti geimvarnaeldflaugakerfisins eða fá Evrópusambandið til að gefa Kyoto upp á bátinn, þá var það fyrsti fundur hans með Rússlands- forseta sem var beðið með mestri eftirvæntingu. Það virtist fara vel á með leið- togunum, þrátt fyrir að þeir væru áfram ósammála um uppbyggingu fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna og stækkun Atl- antshafsbandalagsins. Með gagn- kvæm heimboð í vasanum hlóðu Bush og Pútín lofi hvor á annan á blaðamannafundi að loknum við- ræðum þeirra tveggja. Við það tækifæri sagði Bush að viðræðurn- ar hefðu verið „hreinskiptnar og árangursríkar“ og bætti svo við að hann væri „sannfærður um að við tveir getum byggt upp samskipti á gagnkvæmri virðingu og heiðar- leika“. Það var þó orðalag eins og „ég leit í augu mannsins og fannst hann afar hreinskiptinn og traust- verðugur“ og „ég fékk tilfinningu fyrir hjartalagi hans“ sem kom mörgum Bandaríkjamönnum á óvart. Hvar var frambjóðandinn sem sagði að Clinton hefði verið alltof linur við Jeltsín og gengið á eftir Rússum? Stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur sem og grín- istar hafa síðan velt sér upp úr þessum ummælum Bush. Það er í sjálfu sér skondið að íhaldsmað- urinn Jessie Helms (gamli harð- jaxlinn var ekki hrifinn) skuli vera á sama meiði og margir úr hópi frjálslyndra í því að gagnrýna Bush fyrir orðalag sem þótti jaðra við einfeldni. Til að bæta gráu ofan á svart veitti forsetinn dálkahöf- undinum Peggy Noon- an (manneskja sem gæti vart verið hliðholl- ari Bush) viðtal sem birtist í dagblaðinu Wall Street Journal ný- lega, þar sem hann reynir að útskýra betur hvað hann meinti, þ.e. að hann myndi treysta Pútín þangað til annað kæmi í ljós! Þeim sem fylgst hafa grannt með forsetanum koma yfirlýsingar sem þessar þó ekki á óvart. Bush notar gjarnan frasa af þessu tagi og talar um að horfast í augu við viðkomandi, byggja á gagnkvæmu trausti, að hinn og þessi sé góður maður, góð sál og fleira í þeim dúr. Spurningin er náttúrlega sú hvort þetta hafi verið við hæfi eftir tveggja tíma fund með forseta Rússlands, fyrrverandi leyniþjón- ustumanni sem virðist vera að tak- ast að bæla niður óháða fjölmiðla í landi sínu. Fallandi gengi Strax í byrjun lagði Bush mikla áherslu á að hann væri öðruvísi en forveri hans í starfi, sem hann taldi stjórnast af skoðanakönnunum og almenningsáliti og vera alltof reiðubúinn að blanda Bandaríkj- unum inn í málefni þeim alls óvið- komandi á erlendri grund. Nú er það auðvitað að koma í ljós að Bush, rétt eins og aðrir stjórn- málamenn nútímans, fylgist grannt með niðurstöðum skoðanakannana. Eins getur stjórn hans ekki skor- ast undan því að miðla málum á al- þjóðavettvangi og nýleg för Colin Powells utanríkisráðherra til að reyna að koma friðarferli Ísraela og Palestínumanna aftur á skrið er glöggt dæmi um það. Niðurstöður úr skoðanakönnun- um hafa veitt stjórninni litla gleði síðustu daga. Allar kannanir sýna að vinsældir forsetans halda áfram að dvína og ekki nema rétt rúmur helmingur þjóðarinnar er hlynntur stefnumálum hans. Það er lítil sárabót að Clinton hafi verið enn óvinsælli á sama tíma, stjórn hans fór enda einkar illa af stað með hverju klúðrinu af öðru. Það sem er kannski mesta áhyggjuefnið fyrir menn forsetans er annars vegar að viðmælendur treysta demókrötum betur til að sjá um heilbrigðis- og lífeyrismál, sem kannski er við að búast, en þeir hafa líka vinninginn í mennta- málum og orkumálum, tveimur af þeim málaflokkum sem Bush hefur lagt hvað mesta áherslu á. Hins vegar er það, að ekkert einstakt málefni virðist útskýra fallandi gengi forsetans. Ef litið er til mánaðarlegra nið- urstaðna eru vinsældir forsetans á stöðugri nið- urleið og samkvæmt skoðanakönnunum CNN/USA Today/Gallup hafa þær fallið um 11 prósentustig frá því í mars, eða úr 63% í 52%. Sumir vilja túlka þessar niður- stöður á þann veg að Bush geti sjálfum sér um kennt; hann hafi ekki staðið undir væntingum. Menn vilja meina að hann hafi ekki verið nógu sýnilegur og sú aðferð hans að draga úr væntingum, þá sérstaklega með því að gera góð- látlegt grín að sjálfum sér, muni á endanum koma honum í koll, hann þurfi að vera „forsetalegri“, eða sá sem kann að fara með völdin. Enn skyldi þó enginn afskrifa forsetann. Ráðgjafar hans eru sagðir sitja á rökstólum um það hvernig snúa megi vörn í sókn, á meðan að demókratar skipuleggja sinn næsta leik. Í bandarískum stjórnmálum hafa menn óskaplega gaman af því að staldra við hin ýmsu tímamörk; 100 dagar, hálft ár og þar fram eftir götunum. Hinn sanni prófsteinn á vinsældir stjórnarinnar verður þó ekki fyrr en haustið 2002, þegar næstu þing- kosningar fara fram. Bush sakaður um að ganga erinda stórfyrirtækja og vinsældir minnka Endurskoðun í herbúðum Bandaríkja- forseta AP George W. Bush hélt upp á 55 ára afmæli sitt á föstudag á heimaslóðum Bush-fjölskyldunnar í í Maine. Hér ekur hann um í golfbíl ásamt föður sínum George Bush eldri sem gaf honum derhúfu í tilefni dagsins. Á henni er áletrunin 43 en Bush yngri er 43. forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Sjálfur skartar Bush eldri húfu. Að loknu tæpu hálfu ári í embætti virðist George W. Bush ekki hafa tekist að sann- færa Bandaríkjamenn um ágæti stefnu sinnar. Öllum skoðanakönnunum ber saman um að æ færri séu ánægðir með frammi- stöðu forsetans og að sögn Margrétar Björgúlfsdóttur kenna flestir því um að Bush þykir taka málstað stórfyrirtækja og hinna ríku á kostnað almennra borgara. Forsetinn hefur enn ekki svarað Kyoto- tillögunum með gagn- tilboði. Demókratar eru þegar farnir að nota sér meirihluta í öldunga- deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.