Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Eu-
ropa kemur og fer í dag.
Mercator I og Gali
koma í dag. Guadelupe
fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Gas
Pioner kemur til
Straumsvíkur í dag.
Arnar Gemini og Sel-
foss koma á morgun
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga:
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13.30 og
síðan á klukkustundar
fresti til kl. 17.30. Kvöld-
ferðir eru föstud. og
laugardaga.: til Viðeyjar
kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20,
frá Viðey kl. 22, kl. 23 og
kl. 24. Sérferðir fyrir
hópa eftir samkomulagi.
Viðeyjarferjan sími 892
0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Viðeyj-
arferju kl.10.30 og kl.
16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. sími
892 0099.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. kl. 10 boccia, kl.
14 félagsvist, kl. 12.30
baðþjónusta. Gróður-
setningaferð í Álfamörk
í Hvammsvík 10. júlí kl.
13 þar sem eldri borg-
arar og unglingar gróð-
ursetja saman. Þetta er í
þriðja sinn sem farið er,
en til gróðurreitsins var
stofnað á ári aldraðra
undir kjörorðinu byggj-
um brýr og eru allir
eldri borgarar eindregið
hvattir til að mæta og
taka höndum saman við
ungmennin. Ókeypis
rútuferð, fólk hafi með
sér nesti og góðan skó-
fatnað. Skráning fyrir
stór-Reykjavíkursvæðið
í Aflagranda 40, sími
562-2571.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9-12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30-16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 10-
16 púttvöllurinn opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9-16 almenn
handavinna, kl. 9.30-11
morgunkaffi/dagblöð, kl.
10 samverustund, kl.
11.15 matur, kl. 15 kaffi.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð, kl. 9.30 hjúkrunar-
fræðingur á staðnum, kl.
10 verslunin opin, kl.
11.20 leikfimi, kl. 11.30
matur, kl. 13 handa-
vinna og föndur, kl. 15
kaffiveitingar.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli þriðjudaginn
kl. 14 til 16. Orlofið í
Hótel Reykholti í Borg-
arfirði 26.-31. ágúst nk.
Skráning og allar upp-
lýsingar í símum ferða-
nefndar, 555 0416, 565
0941,565 0005 og 555
1703. Panta þarf fyrir 1.
ágúst. Félagsheimilið
Hraunsel verður lokað
vegna sumarleyfa
starfsfólks til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Matur í há-
deginu. Sunnudagur:
Dansleikur kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13 Þriðjudag-
ur dagsferð Þórsmörk –
Langidalur. Stuttar
léttar göngur. Nesti
borðað í Langadal.
Leiðsögn Þórunn Lár-
usdóttir. Brottför frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl. 8.
Eigum nokkur sæti
laus. Ath. vinsamlegast
sækið farmiða í síðasta
lagi á mánudag. Ferð í
Álfamörk, Hvammsvík,
10. júlí kl. 13, þar sem
eldri borgarar og ung-
lingar gróðursetja
plöntur í reitinn sinn.
Ókeypis far en takið
með ykkur nesti. Brott-
för frá Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 13. Vin-
samlegast tilkynnið
þátttöku. Dagsferð 14.
júlí: Gullfoss – Geysir –
Haukadalur. Fræða-
setrið skoðað. Leiðsögn
Sigurður Kristinsson og
Pálína Jónsdóttir.
Skráning hafin. Silfur-
línan er opin á mánu-
dögum og miðvikudög-
um frá kl. 10–12 fh. í
síma 588-2111. Uppl. á
skrifstofu FEB kl. 10–
16 í s. 588-2111.
FEB, Suðurnesjum,
þriggja daga ferð á
Strandir 15. til 17. júlí.
Dvalið á Laugarhóli í
Bjarnarfirði. Lagt af
stað frá SBK kl. 10
sunnudaginn 15. júlí,
takmarkaður sætafjöldi.
Áhugasamair hafi sam-
band við ferðanefndina .
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæfing-
ar á vegum ÍTR í Breið-
holtslaug á þriðjudög-
um og fimmtudögum kl.
9.30. Púttvöllurinn er
opin virka daga kl. 9–18,
Kylfur og boltar til
leigu í afgreiðslu sund-
laugarinnar. Allir vel-
komnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10-16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí-14. ágúst.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Á morgun kl. 9
hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9.30-12. Vegna for-
falla eru tvö sæti laus á
Vestfirði 16.-19. júlí
uppl. í síma 554-3400.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 10 bænastund, kl.
13 hárgreiðsla, kl. 13.30
til 14.30 gönguferð.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, kl. 13 spil-
að.
Norðurbrún 1. Á morg-
un verður fótaaðgerða-
stofan opin kl. 9–14,
bókasafnið opið kl. 12–
15, ganga kl. 10. Handa-
vinnustofur lokaðar í júlí
vegna sumarleyfa.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9 dagblöð og kaffi,
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 almenn
handavinna, kl. 10- 11
boccia, , kl. 11.45 matur,
kl. 14.30 kaffi.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, morgunstund
og almenn handmennt,
kl. 10 fótaaðgerðir, kl.
11.45 matur, kl. 13 leik-
fimi og frjáls spil, kl.
14.30 kaffi.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnarnes-
kirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ, Síðu-
múla 3-5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laugardög-
um kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sólvalla-
götu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Brúðubílinn, verður á
kl. 14 við Skerjafjörð við
Reykjavíkurveg.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort. Þeir sem
hafa áhuga á að kaupa
minningarkort vinsam-
legast hringi í síma 552-
4994 eða síma 553-6697.
Minningarkortin fást
líka í Háteigskirkju við
Háteigsveg.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju, s.
520-1300 og í blómabúð-
inni Holtablómið, Lang-
holtsvegi 126. Gíróþjón-
usta er í kirkjunni.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
sími 520-1300 og í
blómabúðinni Holta-
blómið, Langholtsvegi
126. Gíróþjónusta er í
kirkjunni.
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í Kirkju-
húsinu v/Kirkjutorg.
Í dag er sunnudagur 8. júlí, 189.
dagur ársins 2001. Seljumanna-
messa. Orð dagsins: Velgjörðasöm
sál mettast ríkulega, og sá sem gef-
ur öðrum að drekka, mun og sjálfur
drykk hljóta.
(Orðskv. 11, 25.) ÉG hef undanfarið fylgst
með greinum í Velvakanda
um hundahald. Mikill hiti
hefur verið í þessum skrif-
um eins og ávallt þegar slík
mál ber á góma. Oft finnst
mér þeir sem eru á móti
dýrum ansi grimmir og
óréttlátir við eigendur
dýra. Þeir virðast hafa lít-
inn skilning á því hversu
mikils virði dýrin eru eig-
endum sínum. Það má
segja að dýrin séu oft eins
og börnin þeirra og ég hef
horft á fullorðna mann-
eskju gráta þegar hún
neyddist til að láta svæfa
dýrið sitt. Þeir sem eru á
móti dýrum hafa allt á
hornum sér, benda sífellt á
lög og reglur sem eflaust
væri þörf á að endurskoða.
Þegar ég las grein konunn-
ar á Kársnesinu skellihló
ég. Hún sá hundaskít út um
allt og stéttin hjá henni var
sem hundaklósett. Af orð-
um hennar að marka er
engu líkara en stéttin hjá
henni sé mikill uppáhalds-
staður hunda til að hægja
sér á. Og allan þennan
hundaskít sem hún sér út
um allan bæ hef hvorki ég
eða aðrir séð. Hún vildi
ekki mæta hundi dýravinar
sem skrifaði í Velvakanda
fyrir stuttu, en í ljós kom að
sá hundur var dáinn. Grát-
broslegt það. Þegar jarð-
vist okkar lýkur vonumst
við öll eflaust eftir að kom-
ast í paradís og þar sem
guð skapaði dýrin líka,
gætu þau vel verið þar.
Hefur konan á Kársnesinu
hugsað út í það? Hún
blandar pólitík inn í þetta
mál og segir hún og aðrir
sem á móti hundum eru
myndu athuga hvaða flokk-
ur mundi taka málstað
þeirra fyrir næstu kosning-
ar. Fólk í stjórnmálum eru
líka dýravinir og sumir eiga
eflaust líka dýr og ég veit
ekki betur en forsætisráð-
herra sé mikill dýravinur.
Ég efast ekki um að hann
skilji aðra dýravini. Um-
ræðan um hundahald og
gagnvart dýrahaldi al-
mennt minna orðið einna
helst á sápuóperu, þar sem
hundaeigendur, hundaand-
stæðingar og að sjálfssögðu
dýrin leika aðalhlutverkið.
Finnst mér að þessi um-
ræða mætti vera í öðrum
farvegi. Ég vil að lokum
segja við þetta fólk sem er
svona mikið á móti dýrum
að það hefði gott af því að
kynnast þeim. Dýrin hafa
líka sál og tilfinningar eins
og maðurinn og þau eignast
oft marga góða vini. Ég tek
líka undir skrif fólksins
sem segist ekki vilja mæta
konunni á Kársnesinu, mig
langar nefnilega ekki til
þess heldur.
Sigrún.
Réttindi
málleysingja
MIG langar til þess að lýsa
vanþóknun minni á því fólki
sem lítur á hunda og ketti
sem einhvern óþverra.
Þetta eru gæludýr sem öll-
um fjölskyldumeðlimum
þykir vænt um. Þetta eru
fjölskyldumeðlimir. Dýrin
eiga að hafa rétt, það á ekki
að níðast á réttindum þess-
ara málleysingja. Ég sá ná-
granna minn skvetta úr
vatnsfötu yfir lítið kattar-
grey, sem gekk yfir gras-
flötina hjá henni. Og mig
langar líka að benda á að
þeir sem búa í fjölbýlishús-
um, t.d. unglingar, valda oft
tjóni og þá er sáralítið gert.
Svenlausar nætur, útældar
lyftur, útkrotaðir veggir og
fleira, enginn getur gert
neitt. Það eina sem gert er,
er að það er tekin skýrsla
–búið.
Dýravinur.
Tilmæli til bæjarstjór-
ans í Hafnarfirði
MIG langar til að vekja at-
hygli á því, að í Hafnarfirði
getum við eldri borgarar
ekki fengið sleginn blettinn
okkar eins og var gert fyrir
þremur árum. Það eru vin-
samleg tilmæli til bæjar-
stjórans okkar, hans Magn-
úsar, að hann sjái sér fært
um að koma þessu í lag.
Með kveðju
Eldri borgari
úr Hafnarfirði.
Strætisvagnar
Reykjavíkur
MIG langar að senda Lilju
Ólafsdóttur hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur
kveðju. Ég hef notað
strætó frá 1950 og finnst
mér hafa orðið mikil breyt-
ing til hins betra hin síðari
ár. Tillitssemi hefur aukist
til muna hjá strætó og einn-
ig þjónustulundin og ég er
óskaplega þakklát fyrir þá
þjónustu sem ég fæ hjá
þeim.
Þorbjörg.
Tapað/fundið
Barnagleraugu
töpuðust
BARNAGLERAUGU töp-
uðust á leikvelli á bak við
blokk í Breiðvangi 1-11 í
Hafnarfirði, fimmtud. 28.
júní sl. Uppl. í s. 555-3192
eða 864-3192.
Dísarpáfagaukur
í óskilum
GRÁR og gulur dísarpáfa-
gaukur fannst á Laugavegi
sl. mánudag. Uppl. í s. 552-
3621 (Dýralæknastofa
Dagfinns).
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sápuópera
Víkverji skrifar...
ELLEFU ára dóttir vinar Vík-verja var ein heima á dög-
unum þegar dyrabjöllunni var
hringt og þegar hún fór til dyra
stóð þar útsendari Íslandspósts
með pakka til móður hennar. Þótt
aðeins væri um venjulegan pakka
að ræða – ekki ábyrgðarpóst eða
neitt slíkt – var ekki að tala um að
dóttirin gæti tekið á móti honum.
Móðirin yrði að gera það sjálf.
Gesturinn hélt því á braut, en
skildi eftir tilkynningu sem þyrfti
að sýna þegar náð yrði í pakkann á
næsta pósthús.
Daginn eftir fóru svo húsbónd-
inn, þ.e. eiginmaður pakkaeigand-
ans, og áðurnefnd ellefu ára dóttir
þeirra hjóna, í bíltúr. Óku sem leið
lá frá heimili þeirra að pósthúsinu,
þar sem dóttirin fór inn með til-
kynninguna góðu, afhenti hana og
fékk pakkann í staðinn eins og
ekkert væri sjálfsagðara, á meðan
pabbinn beið úti í bíl.
Reglur eru reglur.
x x x
Vin Víkverja hefur lengi dreymtum að eignast gítar en aldrei
látið verða af því. En hann hefur
misserum saman fylgst með aug-
lýsingum slíkra gripa, og er alltaf
jafnundrandi þegar ein þeirra, frá
Gítarnum ehf. við Stórhöfða, birt-
ist á prenti. Þar er greint frá opn-
unartilboði, þar sem „rafmagnsgít-
ar, magnari m/effekt, ól og snúra“
eru sögð hafa kostað 40.400 krónur
áður, en nú 27.900 krónur.
Vinurinn tekur reyndar sérstak-
lega fram að strangt til tekið sé
alls ekki farið með rangt mál í aug-
lýsingunni, en fullyrðir hins vegar
að hún hafi birst óbreytt með jöfnu
millibili í að minnsta kosti tvö ár.
x x x
Víkverji lærði það einhverntíma að á íslensku væri talað
um fylki í Kanada en ríki í Banda-
ríkjunum – enda köllum við síð-
arnefnda landið ekki Bandafylkin,
þó svo það virðist hafa tíðkast um
tíma í gamla daga skv. plöggum
sem Víkverji hefur lesið.
Nokkuð hefur hins vegar borið á
því upp á síðkastið að enska orðið
State hafi verið þýtt fylki en ekki
ríki, þegar fjallað er um einstaka
hluta Bandaríkjanna, bæði í sjón-
varpsþáttum og myndum, kvik-
myndum og talsvert í fréttatímum
sjónvarpsstöðvanna. Víkverji hefur
jafnvel heyrt fréttamenn menntaða
í Bandaríkjunum tala um fylki þar
í landi. Ætli þetta sé gert af ásettu
ráði og jafnvel talið í lagi nú orðið?
Þýðendur eða fréttastofur geta
kannski svarað því.
x x x
Börn eru oft býsna orðheppin.Við erum stödd í afgreiðslu
Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í
Þorlákshöfn. Feðgar sem eru að
kynna sér aðstöðuna þar og kanna
hvort þeir og aðrir fjölskyldumeð-
limir séu ekki örugglega bókaðir í
ferjuna, vegna fyrirhugaðrar ferð-
ar til Eyja eftir nokkra daga hafa
komist að því að allt er klappað og
klárt, en sonurinn er spenntur að
sjá bátinn. Hann er einhvers stað-
ar á leiðinni og faðirinn ákveður að
þess vegna bíða um stund í þeirri
von að hann komi fljótlega að
landi.
Sonurinn, sem er fjögurra ára,
verður hins vegar fljótlega nokkuð
óþolinmóður og segir stundarhátt:
„Pabbi, hvenær kemur eiginlega
þessi Eyjólfur?“
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 lúpulegur, 8 leyfir, 9
hinn, 10 starfsgrein, 11
daufa ljósið, 13 dræsur,
15 rusl, 18 vel verki far-
inn, 21 bókstafur, 22 látin
af hendi, 23 bál, 24 gæf-
an.
LÓÐRÉTT:
2 reikar, 3 stúlkan, 4
ásókn, 5 alda, 6 feiti, 7
konur, 12 flana, 14 iðka,
15 fokka, 16 sundrast, 17
er ólatur við, 18 él, 19
fiskur, 20 magurt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kotra, 4 hagur, 7 líkur, 8 innir, 9 arð, 11 nóra,
13 saur, 14 kappa,
15 mark, 17 glit, 20 hal, 22 kutar, 23 jarls, 24 arnar, 25
teina.
Lóðrétt: 1 kúlan, 2 tekur, 3 aura, 4 hlið, 5 ginna, 6 rýrir,
10 rupla, 12 akk, 13 sag,
15 mýkja, 16 rótin, 18 lerki, 19 tuska, 20 hrár, 21 ljót.
K r o s s g á t a