Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 17 SÝNING Victors Cilia er önnur í röðinni á örskömmum tíma. Fyrir fáeinum mánuðum sýndi hann á Gallerí Gangi málverk sem óneitan- lega hljóta að skoðast sem for- smekkur að myndunum hjá Sævari Karli. Ef það var sterk tilvísun í manér- íska list á Gallerí Gangi þá er and- rúmsloftið hjá Sævari Karli í hæsta máta rómverskt. Hvort sem það er vegna þess að salurinn er ofan í kjallara og and- rúmsloftið þar af leiðandi baðhúsa- kennt eða hellislegt – grotteskt – ellegar vegna þess að mótíf sumra verkanna líkjast gosbrunnum eða handlaugum, þá tekst Victori að skapa heildstæðan svip, einkum í dýpri enda salarins. Þar er hægt að tala um sam- ræmda skipan sem minnir að sumu leyti á hinar þekktu myndskreyting- ar hellensk-rómversku innanhúss- málara. Það má raunar velta því fyrir sér hvort Victor ætti ekki að stíga skrefið til fulls og kynna sér mósaík- tækni Rómverja og veggmálverka- gerð því hjarta hans virðist slá í takt við fornklassísk gildi. Þar með er ekki sagt að hann þurfi að gefa strigann og blindrammann upp á bátinn. Hann mætti að ósekju prófa samþættingu málverka sinna við lit- aða veggi líkt og tíðkaðist í öðrum og þriðja stíl hins pompeiska mál- verks. Þessar spekúlasjónir eru til marks um möguleikana sem blasa við listamanninum. Svo merkilega vill til að ólífugænt yfirbragð verka hans getur varla verið annars staðar fengið en úr klassískum undirlit, dæmigerðum fyrir tækni sem bauð listmálurum að byggja myndir sínar á einum ákveðnum grunntón. Með sérkennilegri nálgun sinni við málaralist og mótíf fyrri alda markar Victor Cilia sér afar sér- stæðan og athyglisverðan bás meðal íslenskra myndlistarmanna. Allt fram streymir... MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Til 12. júlí. Opið á verslunartíma. MÁLVERK VICTOR CILIA Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt af málverkum Victors Cilia í Galleríi Sævars Karls. Halldór Björn Runólfsson OPNUÐ verður sýning í GUK á verkum eftir listakonuna Hildi Jónsdóttur í dag, sunnudag, – kl. 14 á Íslandi í garðinum við Ártún 3 á Selfossi og kl. 16 í Danmörku og Þýskalandi. Hildur lauk námi frá MHÍ árið 1994 og hefur síðan verið búsett í Hamborg í Þýskalandi þar sem hún hefur stundað framhaldsnám og unnið að myndlist sinni og sýn- ingarhaldi, mest í Þýskalandi og hér heima. „Í verkum sínum skapar Hild- ur samhengi með málverkum, teikningum, myndböndum og gjörningum. Aðdáun á kynlegu útliti plantna eða steina verður kveikja að vitnisburði, stuttri frá- sögn eða ofurnákvæmri nátt- úrustúdíu,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningarnar í GUK standa í þrjá mánuði og hefur skapast hefð fyrir því að þær eru opnar fyrsta sunnudag hvers mánaðar og á lokadaginn. Einnig er hægt að sjá sýningarnar á öðrum tím- um og á slóðinni http://www.sim- net.is/guk. Í Danmörku hefur GUK aðset- ur í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre og í Þýskalandi í í eldhúsi í Callinstrasse 8 í Hannover. Hildur Jónsdóttir sýnir í GUK Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sig- urjóns Ólafsson- ar á þriðjudags- kvöld kl. 20.30 eru flytjendur þau Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí- anóleikari. Á efn- isskrá eru Sónata í c-moll fyrir altbásúnu og píanó eftir G. Ph. Telemann, Fantaisie fyrir básúnu og píanó eftir Zyg- ismond Stojowski, Morceau sym- phonique fyrir básúnu og píanó eft- ir Philippe Gaubert og Són- ata fyrir básúnu og píanó eftir Paul Hindemith. Ingibjörg hef- ur komið fram sem einleikari við ýmis tæki- færi, meðal ann- ars með Sinfón- íuhljómsveit Tónlistarháskól- ans í Gautaborg. Þorsteinn Gauti Sigurðsson hef- ur hlotið starfslaun listamanna frá íslenska ríkinu og frá Reykjavík- urborg. Ingibjörg Guðlaugsdóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson Verk fyrir básúnu og píanó í Sigurjónssafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.