Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 11
Erfiðar aðstæður Jóna Hrönn játar því að tilefnis- lausum árásum hafi farið fjölgandi í borginni. „Fyrst og fremst held ég að skýringanna sé að leita í vaxandi vímuefnanotkun. Vímuefnaneytandi er ekki alltaf í ástandi til að lesa réttu skilaboðin út úr framkomu annarra. Hann getur t.a.m. túlkað hraðar hreyfingar sem beina árás á sig. Ég varð nýlega vitni að því að nokkrir ungir menn gengu fram á utangarðs- mann á bekk í miðbænum. Maðurinn var að því leyti líkur manninum í sög- unni um miskunnsama Samverjann að hann var greinilega í erfiðum að- stæðum. Ungu mennirnir gáfu sig að honum og algerlega að tilefnislausu kýldi einn úr hópnum hann beint í andlitið svo að það blæddi úr honum. „Þú áttir þetta skilið,“ sagði hann og hló um leið og hann gekk í burtu. Á göngulagi ungu mannanna var auð- velt að sjá að þeir voru undir áhrifum vímuefna. Þegar við verðum vitni að slíku fyllumst við eðlilega reiði. En sannleikurinn er sá að þarna voru all- ir í erfiðum aðstæðum.“ Samverjar á lágum launum Þeirri spurningu hefur verið hreyft hvort vaxandi afskiptaleysi gagnvart náunganum megi rekja til þess að almenningur hafi að stórum hluta varpað ábyrgðinni á samhjálp- inni yfir á stofnanir á borð við sjúkra- hús og félagsþjónustu. Bragi Skúla- son sjúkrahúsprestur segist sjá vaxandi afskiptaleysi gagnvart náunganum sem hluta af stærri þró- un sem átt hafi sér stað í ríkum mæli á Íslandi á síðustu öld. „Fyrst ber þess að geta að samhjálpin er að stórum hluta komin inn í stofnanir þar sem miskunnsamir Samverjar eru á launum, lágum að vísu, við að annast um þá sem hafa þörf fyrir slíkt. Hitt er eins víst að samfélag sem byggðist mikið á stórfjölskyldu- tengslum og Gullnu reglunni: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“, gestrisni og jafnvel umhyggju fyrir ókunnugum náunga; samfélag, sem hefur gengið í gegnum jafnróttækar breytingar og við höfum gert, getur svo auðveldlega glatað gildum sín- um. Við höfum upplifað afhelgun gamalla gilda, viðhorfa til embætta og stofnana, þéringarnar hurfu á ákveðnum tíma, kjarnafjölskyldan tók við af stórfjölskyldunni, gríðar- legir búferlaflutningar áttu sér stað frá sveit til borgar, samkeppni á ýmsum sviðum varð áberandi og í stað ábyrgðar tók við umræða um frelsi sem segir: „Gerðu það sem þú vilt“. Það hefur bara gleymst í þeirri umræðu að maðurinn sem liggur við vegkantinn, særður, blæðandi, getur ekki valið úr fólki til að hjálpa sér. Hann/hún er upp á miskunn ókunn- ugs kominn, sem getur verið hver sem er.“ Bragi minnir á að börn, sérstak- lega í borgarsamfélaginu, séu alin upp í því að vera tortryggin í garð ókunnugra. „Ofbeldis- og misnotk- unarumræðan hefur leitt í ljós ljót- leika í mannlegum samskiptum sem við viljum helst vera laus við. Fyrir svo utan það að afskiptasemi um mál annarra er illa séð,“ segir hann og veltir því fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á hvort menn komi fórnarlömb- um slíkra aðstæðna til hjálpar. „Hvort það gerir! Auk þess eru beit- endur ofbeldis líka í vaxandi mæli í annarlegu ástandi sem þorri almenn- ings kann ekki að bregðast við. Auðvitað getum við sagt sem svo að ef við borgum skattana okkar verði séð fyrir þörfum allra sem minna mega sín. Það er hins vegar ákaflega grunnt hugsað. Það, að við sem samfélag metum umönnunar- störf til svo lágra launa sem raun ber vitni, segir líka hversu lítils við met- um þarfir þeirra sem liggja við veg- kantinn og geta enga björg sér veitt. Við metum það sem sjálfsögð mann- réttindi að njóta góðrar heilsu og geta veitt okkur hvað sem hugurinn girnist. Efnahagsleg gildi hafa tekið völdin af mannlegri umhyggju og slíkt samfélag mun óhjákvæmilega standa frammi fyrir því að sífellt fjölgar í hópnum sem fær enga hjálp. Lykilspurningin er auðvitað þessi: Þegar þú ert sá sem liggur við veg- kantinn og getur enga björg þér veitt, hver á þá að hjálpa þér?“ Áhrif einstaklingshyggju Nokkrir viðmælendur Morgun- blaðsins vekja sérstaka athygli á því að vaxandi einstaklingshyggja í hin- um vestræna heimi hafi ýtt undir af- skiptaleysi almennings gagnvart náunganum. Bent er á að einstak- lingshyggja hafi á sér tvær hliðar. Önnur hliðin felist í því að byggja upp þroskaða og sjálfstæða einstak- linga. Hin hliðin felist í því að á sama tíma og einstaklingarnir verði með- vitaðri um eigin hagsmuni minnki áhuginn á hagsmunum heildarinnar. Vaxandi harka og samkeppni í heimi viðskiptanna virðist hafa kynt undir hinu síðarnefnda. Ef til vill er því eigin heimi Morgunblaðið/Sigurður Jökull „Skeytingarleysi felur oft í sér ákveðið hugsunarleysi og verður áleitnara vanda- mál þegar við látum stjórnast af vana, flýti eða ótta.“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 11 EKKI er víst að allir átti sig á því að skeyt-ingarleysi gagnvart óviðkomandi mannisem hætta steðjar að, t.d. vegna slyss,getur beinlínis varðað við lög. Nokkrar greinar almennra hegningarlaga ná til svokall- aðra beinna athafnaleysisbrota og geta viðurlög numið sektum og jafnvel fangelsi eins og dæmi er um í 221. greininni. Þar segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varði slíkt fangelsi allt að 2 árum eða sektum ef málsbætur eru. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor rekur dæmi um brot gegn ákvæðinu í bók sinni Afbrot og refsiábyrgð frá árinu 1999. Hann rekur m.a. dóm frá árinu 1986 þar sem kona nokkur var ákærð fyrir refsivert skeytingarleysi. Hún hafði verið viðstödd hrottafengna árás félaga síns á þriðja mann. Hin tvö fyrrnefndu yfirgáfu mann- inn meðvitundarlausan og höfðust ekkert að fyrr en konan hringdi á sjúkrabíl síðdegis daginn eft- ir. Árásarþoli var þá látinn. Dómurinn hafnaði því að konan hefði gerst brotleg við 220. grein hegningarlaganna þar sem hún hefði ekki staðið að árásinni og þar af leiðandi ekki borið skylda til að sjá um árásarþola í skilningi þess ákvæðis. Hins vegar var hún sakfelld fyrir brot á um- ræddri 221. grein laganna, þ.e. fyrir beint at- hafnaleysisbrot. Af öðrum greinum hegningarlaganna skal sér- staklega bent á 126. og 169. grein. Eins og í fyrr- nefndu greininni er skyldan til athafna háð því að viðkomandi stofni ekki eigin heilsu eða annarra í hættu. Fyrri greinin fjallar um að láta undir höf- uð leggjast að koma í veg fyrir eða kæra alvarleg afbrot til lögreglu. Hin síðari lýtur að skyldu al- mennings til að koma í veg fyrir vá á borð við eldsvoða, sprengingu, útbreiðslu skaðlegra loft- tegunda, vatnsflóð o.s.frv. Fáir dómar Jónatan Þórmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að lagaákvæði í tengslum við bein athafnaleysisbrot væru afar fátíð í hegning- arlögum miðað við athafnabrot, þ.e. brot gegn bannreglum laganna. „Þeim hefur hins vegar far- ið fjölgandi, einkum í sérrefsilögum, vegna marg- háttaðra þjóðfélagsbreytinga sem hafa leitt af sér æ fleiri og ríkari athafnaskyldur að viðlagðri refsiábyrgð, t.d. um upplýsinga- og tilkynn- ingaskyldu ýmiss konar,“ sagði hann og nefndi að nokkur ákvæði í tengslum við athafnaleysisbrot væri að finna í umferðarlögum, t.d. í 10 greininni um aðstoð vegna umferðaróhappa. „Mjög fáir dómar hafa gengið um bein athafnaleysisbrot gegn hegningarlögum. Oft getur reynst erfitt að sanna að viðkomandi hafi gert sér nægilega vel grein fyrir aðstæðum til að hægt sé að koma fram ábyrgð á hendur honum. Refsingar fyrir slík brot eru yfirleitt vægar, oftast sektir, og margs konar málsbætur koma til greina.“ Getur varðað við lög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.