Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 33 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít                         !   "  #$  #%%$  ! "  # $%  ""  & ' () * + % )                    !    "  #  $ ## % &      !  "# ! $ %   ! % ! & ''  " & ( ")  * *# % * * * +                !"#             !        !     "   #$ !  #$ " # "  $%  & '($ )* +  %  " ", * %   $* ",  # " %  - ", " )* ) . / * ", ) 0 1 (*%%  # "  # +            !"# $ ! %&&'! ( )# %&"*$$ +,!-                     !      ! "# ! $%  &!  ! &! $ $' ! &! ( !( ! & ( !( !( !# og þau komi á óvart. Ég veit að með Guðs hjálp og góðra manna mun Boggu systur minni og fjölskyldu hennar vera gefinn styrkur og reisn. Og öll eiga þau minninguna um góð- an eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Og við hin um góðan vin og sam- ferðamann til margra ára. Vertu sæll og þakka þér fyrir allt og allt. Jón Karlsson og fjölskylda. Nú hefur vinur okkar Bjargmund- ur Ingólfsson kvatt eftir erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að þurfa að kveðja þennan góða vin okkar sem við systkinin höfum þekkt alla okkar ævi og var okkur alltaf svo nærgætinn og góður. Við áttum okkur kannski best á því í dag hversu stórt hlutverk hann lék í lífi okkar af sínu látleysi og hóg- værð og fyrir það verðum við æv- inlega þakklát. Ávallt stóð heimili Bjargmundar, Boggu frænku og barna þeirra okk- ur opið og hvort sem á gleðistundum eða þegar erfiðleikar steðjuðu að var ómetanlegt að finna þá hlýju og vin- semd sem okkur var alltaf sýnd og hversu velkomin við vorum þar. Í minningunni lifa margar okkar skemmtilegustu og bestu stundir sem við nutum á heimili þeirra, í faðmi fjölskyldunnar. Elsku Bogga, Íris, Ingólfur og Ester, við vottum ykkur okkar inni- legustu samúð, virðingu og ást og biðjum góðan guð um að veita ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Með samúðarkveðju, Olga, Karl, Atli, Sigríður og Þórhildur. Ég kynntist Bjargmundi Ingólfs- syni fyrst fyrir tæpum tíu árum við undirbúning brúðkaups barna okk- ar, Irisar, dóttur hans, og Eiðs sonar míns. Ég hafði þá þekkt Irisi um nokkurt skeið og vissi hve stálhepp- inn Eiður var með konuefnið. Við fyrstu kynni af foreldrum hennar, Bjargmundi og Aðalbjörgu, varð mér strax ljóst að þar fór sömuleiðis mikið mannkostafólk og þarf víst engum að koma á óvart að þetta tvennt haldist í hendur. Með árunum hefur sú trú mín styrkst að betri tengdaforeldra hefði Eiður minn ekki getað eignast. Bjargmundur var afskaplega myndarlegur maður, hæglátur, hlýr, traustur og fastur fyrir. Þegar ég set þessa lýsingu á blað get ég næstum brosað yfir því hversu augljós sam- svörun er með nafni mannsins og ýmsum eðliseiginleikum hans. Þess- ir eiginleikar máttu sín þó lítils þeg- ar krabbameinið, þessi skaðvaldur okkar dauðlegra, sótti að honum af fullum krafti og lagði að velli á ótrú- lega skömmum tíma. Sagt er að guð ráði lífi og dauða og við hljótum að beygja okkur undir þá staðhæfingu. Hljótum við þá ekki að trúa að einhver tilgangur sé með þeirri undarlegu ráðstöfun guð- dómsins að taka Bjargmund til sín svo ungan, frá elskaðri eiginkonu, börnum og tengdabörnum. Frá barnabörnum sem enn eru of ung til að skynja til fulls hvað þau hafa misst. Frá systur sem nú sér á bak sínum einkabróður og eina systkini. Og svona mætti áfram telja. Þeim til hugarhægðar rifja ég upp fyrsta er- indi „Társins“ eftir Fjallaskáldið. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að heilsa Bjargmundi Ingólfs- syni og kveð hann með söknuði og virðingu. Ástvinum hans öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. María Vilhjálmsdóttir og fjölskylda. Á björtum sumardegi þann 1. júlí síðastliðinn barst sú fregn að einlæg- ur vinur og starfsfélagi, Bjargmund- ur Ingólfsson, hefði látist á heimili sínu eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var sem fyrir sólu dregið og voru allir sem til hans þekktu hjá Flugmálastjórn harmi slegnir en þar hafði hann starfað af lífi og sál í hátt á annan tug ára. Bjargmundur Ingólfsson fæddist á Akureyri þann 23. ágúst 1944 og helgaði sína starfsævi sviði fjar- skipta og leiðsögutækni. Hann naut á uppvaxtarárum sínum leiðsagnar um heillandi tækniveröldina hjá föð- ur sínum heitnum, Ingólfi Bjarg- mundssyni raffræðingi, sem var einn af frumkvöðlum við uppbyggingu leiðsögu- og fjarskiptamannvirkja á langri starfsævi sinni hjá Flugmála- stjórn. Eftir kynni mín af báðum þessum sómamönnum er ljóst að Bjargmundur hafði fengið í arf frum- kvæði og hæfni á tæknisviðinu og voru þeir feðgar að mörgi leyti líkir í framgöngu sinni. Bjargmundur nam rafeindavirkj- un hjá Pósti og síma og starfaði sem ungur maður á sumrin hjá radíóupp- setningardeild Flugmálastjórnar. Hann starfaði við ýmis tæknistörf hjá Pósti og síma uns hann hóf störf haustið 1969 í Lóranstöðinni á Gufu- skálum. Þar starfaði hann samfellt til ársins 1985, þar af síðustu fimm árin sem stöðvarstjóri. Bjargmund- ur hafði ætíð haft áhuga á flugi og beitti sér fyrir eflingu áhugaflug- starfssemi á Rifi og stuðlaði meðal annars að því að einkaflugmanns- námskeið var haldið þar. Árangurinn var einkaflugmannspróf og sameign Bjargmundar í flugvél og flugskýli á Rifsflugvelli við aðra flugáhuga- menn. Það kom því ekki á óvart þeg- ar Bjargmundur sýndi áhuga á starfi hjá Flugmálastjórn árið 1986. Hon- um var að vonum vel tekið enda mik- ill fengur í slíku valmenni til radíó- deildar Flugmálastjórnar. Þar starfaði hann við margbreytileg og krefjandi verkefni, nú síðustu árin með aðalverkefni sem verkefnis- stjóri yfir rekstri á búnaði Flugmála- stjórnar í fjarskipta- og ratsjár- stöðvum. Bjargmundur Ingólfsson var óvenju ósérhlífinn og hæfur starfs- maður þótt lítillátur væri og ljúf- menni í framgöngu. Hann hafði mikla breidd á starfssviði sínu, allt frá því að hanna og smíða flókinn raf- eindabúnað og til þess að stjórna uppbyggingu og rekstri tæknibún- aðar. Eftirlitsferðirnar í fjarskipta- stöðvar úti á landi urðu oft langar og erfiðar. Þá kom þrautseigja og æðru- leysi Bjargmundar sér vel og nutu samferðarmenn góðs af. Bjarg- mundur var hæglátur að eðlisfari en hafði ákveðnar skoðanir og gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Oft var slegið á létta strengi milli stríða og var þá stutt í hláturinn á bak við pípuna hjá Bjargmundi. Hjálpsamur var hann og bóngóður þeim er til hans leituðu. Bjargmundur var lán- samur í einkalífi og mátti finna hversu umhugað honum var um fjöl- skylduna í dagsins önn. Það er til marks um andlegt þrek og lifandi áhuga Bjargmundar á starfinu að hann stundaði vinnu sína að eigin ósk þrátt fyrir harða baráttu við veikindin allt þar til nokkrum vikum fyrir andlátið. Það er okkur starfs- mönnum Flugmálastjórnar gæfa og dýrmæt reynsla að hafa átt samleið með Bjargmundi Ingólfssyni í svo mörg ár. Með söknuði kveð ég vin minn Bjargmund og óska honum alls góðs á guðs vegum. Ég votta Aðalbjörgu Karlsdóttur eiginkonu Bjargmundar og börnum þeirra dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Haukur Hauksson. Það voru miklar sorgarfréttir þeg- ar okkur var tjáð að Bjargmundur vinur okkar og starfsfélagi væri lát- inn. Það er erfitt að sjá á eftir svona góðum félaga. Fyrr á þessu ári hafði Bjargmundur tjáð okkur að vanlíðan sem hann hafði búið við í lengri tíma væri sökum krabbameins. Hann var mjög sterkur maður og trúðum við því að hann myndi ná að vinna á sjúkdómnum og að við fengjum hann aftur til liðs við okkur. Það verður víst ekki og verðum við því að sætta okkur við þá staðreynd. Bjargmundur var einstaklega hæfileikaríkur maður og fær á flest- um sviðum. Hann var mjög vinnu- samur og gekk í öll verk hversu erfið sem þau voru og var oft erfitt fyrir okkur hin að halda í við hann. Átti hann mjög gott með að leysa tækni- leg vandamál sem komu upp og var útsjónarsamur við að finna hag- kvæmar lausnir á vandamálum. Oft hannaði hann sjálfur búnaðinn sem vantaði og fékk kerfin til að virka lengur og betur en áður. Bjarg- mundur skilur því eftir mikið skarð í okkar hópi. Við kveðjum Bjargmund félaga okkar með söknuði. Hugur okkar allra er hjá þér, Aðalbjörg, og börn- um ykkar á þessari stundu. Megi Guð veita ykkur huggun og styrkja ykkur í sorginni. Samstarfsfólk á radíódeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.