Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 45 DAGBÓK ÞÚ ert í vestur, í vörn gegn fjórum hjörtum og velur að koma út með lítinn spaða: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 10754 ♥ D32 ♦ KG32 ♣ K2 Vestur ♠ D863 ♥ 4 ♦ Á9875 ♣ Á43 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Sagnir hafa lítið gefið til kynna um skiptingu suðurs og strax í öðrum slag þarftu að taka erfiða ákvörðun. En byrjum á byrjuninni: Mak- ker leggur til spaðagosann í upphafi og suður tekur með ás. En spilar svo tíguld- rottningu. Er hún önnur eða stök? Á að gefa eða taka? Við þessu er ekkert rétt svar til, en þú ákveður að drepa á ásinn og makker sýnir þrílit. Þetta var þá góð ákvörðun. En hvað svo? Spaðastaðan er nokkuð ljós – suður hefur byrjað með ÁK9(x). Gosi makkers er annaðhvort stakur eða annar, svo það er besta áætlunin að spila spaða í þeirri von að hann geti trompað. En það er örugg- ara að hafa varaáætlun upp á að hlaupa ef makker getur ekki trompað spaðann. Hún felst í því að spila spaða- drottningu! Norður ♠ 10754 ♥ D32 ♦ KG32 ♣ K2 Vestur Austur ♠ D863 ♠ G2 ♥ 4 ♥ Á6 ♦ Á9875 ♦ 1064 ♣ Á43 ♣ 1098765 Suður ♠ ÁK9 ♥ KG109875 ♦ D ♣ DG Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að sagnhafi komist snarlega inn í borð á spaða- tíu til að henda spaða niður í frítígul. Suður verður að taka slaginn og spila trompi. Makker drepur strax, spilar laufi yfir á ásinn þinn, og nú loks kemur spaðastungan og fjórði slagurinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Minni þitt er með afbrigðum gott og þess vegna er gjarn- an til þín leitað þegar menn þurfa skjót svör. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Takmarkið er hreint ekki svo langt undan sem þér sýnist. Bíttu á jaxlinn og haltu áfram hvað sem tautar og raular. Svo ertu allt í einu kominn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Finndu þér farveg fyrir orku þína og athafnaþrá. Það er svo margt hægt að gera nú til dags og sumt kostar bara tíma og fyrirhöfn en lítið fé. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þér finnist flest þér mót- drægt skaltu ekki láta það draga úr þér kjarkinn. Sýndu þolinmæði og þegar mótviðr- inu slotar kemur þinn tími. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinur leitar til þín og biður þig að endurgjalda honum löngu gerðan greiða. Taktu honum vel því bón hans er vel innan þess sem þú ert fær um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Finnist þér dagarnir orðnir hver öðrum líkir skaltu freista þess að breyta til. Það dugar þér alveg að gera bara einhverja smábreytingu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ertu viss um að þú gefir áhugamálum þínum nægan gaum? Kíktu á málið og reyndu að finna þér smugu til þess að upplifa einhver ný ævintýri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt erfiða daga fyrir hönd- um en ef þú leyfir vinum þín- um og vandamönnum að hjálpa þér, verður siglingin auðveld og þig hrekur ekki af leið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þar kemur í samræðum þín- um við samstarfsmann að þig skortir þekkingu til þess að halda áfram. Reyndu ekki að blekkja neinn, leitaðu upp- lýsinga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki draga þig inn í deilur manna á vinnustað þínum. Takist þér að halda þig utan við þær stendur þú vel að vígi þegar fárinu slot- ar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu það ekki á þig fá þótt þér finnist enginn veita fram- lagi þínu athygli. Eftir þér er tekið og þú munt uppskera þín laun þegar þar að kemur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þannig getur smámis- skilningur leitt til stórra hluta. Talaðu því skýrt og skorinort svo allir skilji. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu þér smáhvíld frá dag- lega amstrinu. Farðu á þínar uppáhaldsslóðir og finndu þann frið og þá ró sem end- urnýja þig til frekari athafna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÍSLAND Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir, landið, sem aldregi skemmdir þín börn, hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn. Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá, fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá. Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná. Bægi sem kerúb með sveipanda sverði silfurblár ægir oss kveifarskap frá. – – – Bjarni Thorarensen. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir nokkru í Ohrid í Makedóníu. Hinn firnasterki ísraelski stórmeistari, Boris Avrukh (2600) hafði svart gegn Attila Czebe (2502). 39...Hg1+! og hvítur lagði niður vopnin þar sem eftir 40.Bxg1 Hxg1+ 41.Kh3 Rf4+ 42.Kh4 g5+ fellur drottningin í valin. Í sumar fara margir íslenskir skákmenn í skákvíking. Fjöl- margir munu leggja lykkju á leið sína til að tefla í Pardubice í Tékklandi. Háskóla- nemar voru að ljúka HM háskóla er fór fram í Singapore. Sigurður Daði Sigfússon situr nú að tafli í Ungverjalandi ásamt nokkr- um meðlimum háskólasveit- arinnar. Það er því mikið líf og fjör hjá íslenskum skák- mönnum og vonandi að menn hafi gagn og gaman af. Skákáhugamenn geta fengið nasasjón af öllum herleg- heitunum á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik Árnað heilla 50ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 9. júlí, verður fimmtugur Guð- laugur A. Stefánsson, Íra- bakka 34. Eiginkona hans er Elín Hauksdóttir. Guð- laugur er að heiman á af- mælisdaginn. 50ÁRA afmæli. Á morg-un mánudaginn 9. júlí, verður fimmtugur Gúst- af H. Ingvarsson frá Stykk- ishólmi, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Af því tilefni býður hann upp á kaffi í Félagsheimili Karlakórsins Þrasta að Flatahrauni 21, Hafnarfirði eftir kl. 20 á af- mælisdaginn. Ljósmynd: G.H. TVÖFALT SYSTKINABRÚÐKAUP. Hinn 23. júní sl. voru gefin saman af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Guðrún Sif Hannesdóttir og Kristinn Valdi Valdimarsson. Heimili þeirra er að Álfholti 48, Hafnarfirði; og Benedikta Hann- esdóttir og Oddur Valdimarsson. Heimili þeirra er í Háholti 9, Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Útsalan hefst þriðjudag Opið frá kl. 9.00 - 19.00 Vinnufata -búðin Laugavegi 76, sími 551 5425 Ertu í vandræðum? Við leysum þau! Stærðir 2XL - 7XL Kr. 7.900 Stuttar og síðar glæsilegar kápur Regnkápur Vínilkápur Sumarúlpur Ný sending af höttum Útsala 5-50% Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardaga kl. 10-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.