Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 1/7–7/7  NÁTTÚRUVERND rík- isins telur að mat á um- hverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði sýni að álver- ið muni valda mjög mikilli mengun og að ekki verði um sjálfbæra nýtingu á vatnsorku að ræða. Þetta kemur fram í umsögn sem Náttúruvernd hefur skilað til Skipulagsstofnunar.  ÞÝSKUR ferðamaður lést í sundlauginni á Skóg- um undir Eyjafjöllum á mánudagskvöld. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Hvolsvelli sem nýtur aðstoðar heil- brigðisnefndar Suðurlands og Vinnueftirlits ríkisins.  KAUPÞING hefur selt 21 milljón að nafnverði eða 9,38% hlut í Trygg- ingamiðstöðinni hf. til Ovalla Trading. Söluverð hlutarins er 1.102,5 millj- ónir.  BRÝN þörf er á að styrkja lánastarfsemi Byggðastofnunar að mati Theodórs A. Bjarnasonar, forstjóra stofnunarinnar. Lánsumsóknum hefur fjölgað um 23% á milli ár- anna 1999 og 2000 og það sem af er árinu er aukn- ingin 26%. Áætlað er að aðeins 30-40% umsókna fái jákvæða afgreiðslu. Lánsfé þessa árs sam- kvæmt fjárlögum er upp- urið.  BORGARRÁÐ sam- þykkti að endurskoða álagningarprósentu fast- eignagjalda með það að markmiði að endurskoðað fasteignamat leiði ekki til þess að heildarálögur á Reykvíkinga hækki. Þroskaþjálfar í óform- legum viðræðum FULLTRÚAR úr samninganefnd Þroskaþjálfafélags Íslands og samn- inganefnd ríkisins hafa átt í óformleg- um viðræðum síðustu daga varðandi kjaradeilu þroskaþjálfa sem starfa hjá ríkinu, eftir að viðræður deilenda sigldu í strand hjá ríkissáttasemjara á þriðjudag. Sólveig Steinsson, formað- ur Þroskaþjálfafélagsins, sagði við- ræðurnar hafa strandað á launaliðnum þar sem raunhækkun heildarlauna sé ekki nægjanleg. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir nefndina hafa boðið þroskaþjálf- um sambærilegt launakerfi og aðrir háskólamenn hafi samið um, en sé ekki tilbúin til að bjóða meira en aðrir háskólamenn hafi samið um. Verkfall- ið bitnar á um ellefu hundruð þroska- heftum einstaklingum, sem annað hvort missa þjónustu alveg eða að hluta til. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður 11. júlí nk. „Vér mótmælum allir!“ Fáir atburðir Íslandssögunnar eru jafn ofarlega í vitund íslensku þjóð- arinnar og þjóðfundurinn árið 1851. Hundrað og fimmtíu árum síðar hafa þrjú orð sem þar voru mælt sterka skírskotun: „Vér mótmælum allir!“ Í þessum orðum kristallast sjálfstæðis- barátta Íslendinga. Hinu erlenda valdi var ögrað og krafti hleypt í sóknina eftir sjálfstæði. Á þjóðfundinum settu Íslendingar, með Jón Sigurðsson í far- arbroddi, fram kröfur sem sjálfstæð- isbaráttan byggðist á þar til hún var unnin. „Hvar skyldi nútíminn í póli- tískri sögu okkar Íslendinga byrja, ef ekki þarna? Á þessari stundu var kveðið upp úr með það, að við vildum vera Íslendingar en ekki Danir,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í ávarpi á hátíðarsamkomu á Sal Menntaskólans í Reykjavík þar sem 150 ára afmælis þjóðfundarins var minnst. INNLENT Milosevic formlega ákærður SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, stóð einsamall frammi fyrir saksóknurum og dómur- um í stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag sl. þriðjudag þegar honum voru formlega birtar ákærur fyrir stríðs- glæpi í tengslum við baráttu her- sveita hans í Kosovo fyrir tveimur ár- um. Neitaði Milosevic að svara ákær- unni og sagði dómstólinn ólöglegan og til þess eins gerðan að búa til fals- aða réttlætingu á stríðsglæpum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Ko- sovo. Aðaldómari réttarins, Richard May, færði inn yfirlýsingu um sakleysi fyrir hönd Milosevic. Var réttarhöldunum síðan frestað, en næsti liður þeirra fer fram í lok ágúst. Auk ákæra um glæpi gegn mannkyninu vegna átakanna í Kosovo, þar sem hermenn Milosevic börðust gegn Kosovo-búum af al- bönskum uppruna, er þess vænst að dómstóllinn ákæri Milosevic í október nk. fyrir glæpi sem framdir voru í Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu. Fréttaskýrendur telja ólíklegt að rétturinn taki vel í þær fullyrðingar Milosevic að eini glæpur hans hafi ver- ið að standa uppi í hárinu á NATO. Hann viðurkenndi lögmæti dómstóls- ins í Haag þegar hann sem forseti Ser- bíu undirritaði Dayton-samkomulagið 1995 um lok stríðsins í Bosníu. Sam- kvæmt samningnum var stjórn hans skuldbundin til samstarfs við dómstól- inn. Milosevic gengur í réttarsalinn í Haag á þriðjudag.  CARLOS Menem, fyrr- verandi forseti Argentínu, var formlega ákærður á miðvikudaginn fyrir að hafa verið höfuðpaurinn í „ólöglegum félagsskap“ sem seldi með ólöglegum hætti vopn til Ekvador og Króatíu á síðasta áratug. Var jafnframt gefin út skipun um að Menem skyldi handtekinn. Hann hefur viðurkennt að hafa heimilað útflutning vopna til Panama og Venesúela, en kveðst ekki hafa haft hugmynd um að vopnin yrðu flutt áfram til Ekva- dor og Króatíu.  SAMTÖK olíuútflutn- ingsríkja, OPEC, sam- þykktu á fundi í Vín á þriðjudaginn að halda framleiðslu á olíu í ríkj- unum óbreyttri þótt horfur séu á að Írakar hefji olíuút- flutning að nýju. Á fund- inum var rætt um þann möguleika að draga úr framleiðslu til að koma í veg fyrir verðhrun vegna mikilla birgða og minnk- andi eftirspurnar.  HUNDRAÐ fjörutíu og fimm manns létu lífið þeg- ar rússnesk farþegaþota fórst í aðflugi við borgina Irkútsk í Síberíu á þriðju- daginn. Enginn komst lífs af. Þotan var þriggja hreyfla, af gerðinni Tupo- lev TU-154 og var í eigu rússnesks flugfélags. Var hún á leið frá Jekater- ínborg í Úralfjöllum til Vladívostok á austur- strönd Rússlands og átti að millilenda í Irkútsk til að taka eldsneyti. ERLENT OPIÐ Í DAG 13-17 BT SKEIFAN Í FULLUM GANGI „VIÐ Vatnsfellsvirkjun er í fyrsta sinn í virkjunarsögu landsins unnið að gerð stíflu með steyptri klæðn- ingu vatnsmegin í stað hefðbundinn- ar kjarnastíflu,“ segir Björn A. Harðarsonar staðarverkfræðingur. Hann segir að sérstætt byggingar- lag stíflunnar ráðist af skorti á hefð- bundnu hráefni en jarðvegurinn við virkjunina samanstandi að mestu af móbergi og mjög kostnaðarsamt sé að flytja fínkornótt efni til stíflugerð- ar á svæðið. „Það var þó gert við tvær minni stíflur. Við gerð skurða er jarðveg- urinn alla jafna skafinn með stórum gröfum þannig að mjög lítið hefur þurft að sprengja. Undirlag aðalstífl- unnar er svo styrkt með því að dæla sementsefju í holur í jarðveginum. Þá er stíflugarðurinn hlaðinn í nokkrum þrepum svo hann verði nægilega þéttur í sér. Steyptu hlið- ina er mikil kúnst að gera en hún er gerð úr steyptum flekum sem steypumótið er dregið hægt upp af á meðan steypt er,“ sagði Björn og bætti við að allt að 10 tíma tæki að steypa hvern fleka. Íslensk hönnun byggingarvirkja Björn segir að gerð og smíði virkj- unarinnar hafi verið boðin út af hálfu Landsvirkjunar og starf sitt fælist í yfirumsjón og samræmingu verka. „Eftirlitið var líka boðið út og ég er starfsmaður fyrirtækjanna sem tóku það að sér, Lahmeyer International, VSÓ Ráðgjafar og Almennu verk- fræðistofunnar hf. Í dag eru t.a.m. sjö verktakafyrirtæki að störfum við auk fjölda undirverktaka. Gerðar eru gríðarlegar kröfur til mannvirkis eins og þessa hér sem á að standa um aldur og ævi,“ sagði hann og bætti við að gaman væri að segja frá að öll byggingarvirki á svæðinu væru ís- lensk hönnun en Hönnun hf. í Reykjavík væri aðalhönnuður virkj- unarinnar. Björn sagði kostnað við virkjunina nema um sjö milljörðum og þótti það nú ekkert svakalegt í samanburði við rísandi verslanamiðstöð í Kópavogi sem hann taldi að ætti að kosta um 10 milljarða. „Þarna er ólíku saman að jafna,“ sagði Björn, „enda hlýtur að felast meiri arðsemi í því að búa til peninga með orkusölu en að rétta þá milli handa í verslunum.“ Erfiðara að fá fólk til starfa Í sumar segir Björn að starfi yfir 300 manns við gerð virkjunarinnar og sagði hann að væru taldar saman vinnustundir jöfnuðust þær örugg- lega á við 700 til 800 manna þorp. Hann sagði jafnframt að stöðugt yrði erfiðara að fá menn til starfa. „Enda verðum við að bjóða betri kjör en aðrir. Þarna kemur margt til, breytt þjóðfélagsmynstur með pabbana meira heimavið en áður og svo auð- vitað þensla á vinnumarkaði.“ Þá sagði Björn sérstætt við smíði þess- arar virkjunar að slysatíðni hafi ver- ið mun lægri en við aðrar fram- kvæmdir af þessari stærðargráðu. „Engu að síður hafa hér orðið slæm slys, þar má telja banaslys á síðasta ári og svo hefur nokkrum sinnum þurft að kalla til þyrlu Landhelgis- gæslunnar,“ sagði hann. Björn sagði mjög mikið lagt upp úr öryggi starfs- manna og nefndi að á svæðinu væri sjúkrastöð og hjúkrunarfræðingur öllum stundum til taks og jafnframt kæmi læknir reglulega. Þá sagði hann að björgunarlið væri ávallt til reiðu, auk sjúkrabifreiðar og slökkviliðs. „Svo er einn starfsmaður í fullu starfi öryggisfulltrúa af hálfu eftirlitsins sem gengur úr skugga um að fyllstu öryggiskröfum sé fylgt á vinnusvæðinu auk fjölda öryggis- fulltrúa á vegum verktakanna,“ sagði Björn. Augnmeiðsl og minni áverkar Elín Pétursdóttir hjúkrunarfræð- ingur segir þær vera þrjár sem skipti á milli sín vikunum. „Þetta er mikil viðvera, við megum aldrei fara svo langt frá að við séum meira en 10 mínútur aftur á staðinn. Hér er unn- ið öllum stundum og ekki hægt að segja til um hvenær eitthvað getur borið út af. Þetta er mjög hættulegt vinnuumhverfi,“ sagði hún. Elín staðfesti þó að hingað til hafi minna verið um slys við þessa virkjun en fyrri virkjanir. Þar talar hún af reynslu því hún starfaði sem hjúkr- unarfræðingur bæði við Blöndu- virkjun og Sultartanga. „Við Sultar- tanga var helst hrunhætta en hér er fallhætta,“ sagði hún og bætti við að mest væru það minniháttar skeinur og skrámur sem upp kæmu en einnig kæmi fyrir að menn fengju sand eða annað í augun. Elín sagði viðveru hjúkrunarfólks skipta miklu fyrir líðan starfsfólks og mikilvægt fyrir fólk að vita að hugað væri að öryggi þess og vellíðan á vinnustað. Vatnsfellsvirkjun við Þórisvatn á brún hálendis Íslands Morgunblaðið/Þorkell Menn að vinnu við uppsetningu annars rafals virkjunarinnar þar sem beljandi flaumurinn á eftir að streyma. Gríðarlegar kröfur gerðar til mannvirkisins Morgunblaðið/Þorkell Nýmæli við gerð virkjunarinnar er að vatnshlið aðalstíflunnar er steypt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.