Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 39 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 13- 18. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Iain Farr- ington frá Englandi leikur verk eftir C.M. Widor, D. Shostakovich, L. Vierne og M. Mussorgsky. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsstarf yngri deild kl.20.30-22 í Hásölum. Krossinn. Almenn samkoma að Hlí- ðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Al- menn samkoma kl. 20 í umsjón Sam- hjálpar. Lofgjörðarhópur Maritu syngur. Vitnisburðir. Allir hjartan- lega velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Reykholt — Biskupstungur Einstaklingar - félagasamtök. Bjarkarbraut 24, Reykholti. Til sölu er 100,5 fm nýtt einbýlishús með glæsilegum innréttingum. Eignin skiptist í 3 herb., stofu, eldhús, sjónvarpshol, þvottahús, bað og útigeymslu. Eignin er laus til afhendingar strax. Í Reykholti er verslun, banki, sundlaug, íþróttahús og margt fleira í göngufæri Verð er 11,5 millj. Upplýsingar gefur: Heimir Guðmundsson, byggingameistari, í síma 892 3742.              !    !!  "# $$%# Þverholti 2 - 270 Mosfellsbæ - Sími: 586 8080 - Fax: 586 8081 - www.fastmos.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf sem Lárus Blöndal, stjórnarmaður í Lyfjaverslun Íslands hf., hefur sent hluthöfum: „Ágætu hluthafar í Lyfjaverslun Íslands hf. Ég hef nú starfað sem stjórnar- maður í Lyfjaverslun Íslands hf. í um þrjá mánuði í umboði hluthafa félags- ins. Eins og ykkur er væntanlega kunnugt um af fréttum þá hefur þessi tími verið viðburðaríkur en ekki ánægjulegur. Erindi mitt við ykkur hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hf. varðar kaup félagsins á hlutabréfum í Frumafli hf. af einum stærsta hluthafa félagsins, Jóhanni Óla Guðmundssyni, sem valdi þrjá af fimm aðalmönnum í stjórn félagsins og báða varamenn- ina. Ég tel sem stjórnarmaður í al- menningshlutafélagi að hluthafar hafi rétt til að vita hvað er að gerast í félagi þeirra. Því vil ég rekja í stuttu máli hvað hefur gerst innan stjórnar félagsins og varðar þetta mál. Verðmæti Frumafls Á fundi 2. maí 2001 var þetta mál fyrst tekið upp í núverandi stjórn Lyfjaverslunar Íslands hf. og var þá vísað til þess af Grími Sæmundsen, stjórnarformanni og viðskiptafélaga Jóhanns Óla, að samningaviðræður væru þegar hafnar og voru hugmynd- ir seljanda um verð þá kynntar. Ósk- aði ég þá eftir því að stjórninni væru kynntir útreikningar á verðmæti hlutabréfanna í Frumafli hf. sem stjórnarformaðurinn taldi virði 180.000.000 kr. hluta í Lyfjaverslun Íslands hf. sem samsvaraði tæpum milljarði kr. að markaðsvirði. Í ljós kom að ekkert verðmat lá fyrir þann- ig að eftir nokkrar umræður var ákveðið að fá endurskoðanda félags- ins, Birki Leósson, endurskoðanda hjá Deloitte & Touche endurskoðun- arskrifstofu, til að meta verðmæti félagsins. Jafnframt tilkynnti stjórn- arformaðurinn Grímur Sæmundsen að hann ynni að greinargerð sem hann myndi leggja fyrir stjórnina. Á næsta fundi 22. maí 2001 lá fyrir greinargerð frá endurskoðanda fyr- irtækisins þar sem hann í stuttu máli mat fjárfestinguna á núvirði 125.000.000 til 143.000.000 kr. eftir því hvort miðað væri við 9% eða 10% ávöxtunarkröfu. Almennt er nú miðað við 15% ávöxtunarkröfu af fjárfest- ingum af þessu tagi sem gæfi að sjálf- sögðu mun lægri niðurstöðu. Í báðum tilvikum var miðað við að áætlanir seljanda myndu standast fullkomlega og vextir af fjárfestingalánum væru 7,5% sem eru töluvert undir því sem nú gerist, sérstaklega þegar um 100% fjármögnun er að ræða eins og í þessu tilviki. Í þessari greinargerð kom jafnframt fram að verulegar skekkjur væru í reiknilíkani seljanda aðallega varðandi skatta, endurnýjun á tækj- um auk vaxtakostnaðar. Útreikningar formannsins Á þessum sama fundi lagði stjórn- arformaðurinn, Grímur Sæmundsen, fram sína greinargerð. Í henni kom fram að hann taldi verðmæti samn- ingsins vera kr. 360.000.000 en síðan segir hann: „Við mat á viðskiptavild verkefn- isins voru stækkunarmöguleikar á Sóltúni, þ.e. 4. hæð og/eða frekari framkvæmdir á Sóltúnsreitnum metnar á 130 milljónir króna. Samkeppnisforskot vegna annarra verkefna í heilbrigðisþjónustu en öldrunarverkefna var metið á 50 milljónir króna. Þá var viðskiptavild vegna eins sambærilegs verkefnis til viðbótar metin á 360 milljónir króna. Þetta gerir samtals 900 milljónir króna. Verkefnið er til sölu fyrir 860 milljónir króna.“ Rétt er að taka fram að ekkert ligg- ur fyrir um það að leyfi fáist til að byggja við Sóltún 2, ekkert liggur fyr- ir um að það fáist annað verkefni fyrir öldrunarþjónustu, hvað þá að það sé væntanlegt á næstunni. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að kaup á Frumafli tryggi eða geri sérstaklega líklegt að slíkir samningar náist þar sem allar líkur eru á að þessi þjónusta verði boðin út ef yfirleitt verður framhald á einkavæðingu á þessu sviði sem hefur a.m.k. í bili verið stöðvuð að sögn nú- verandi heilbrigðisráðherra. Þá er ljóst að ætlað verðmæti samningsins í verðmati Gríms er ekki í neinu sam- ræmi við núvirðisútreikninga endur- skoðanda Lyfjaverslunar Íslands hf. Það er auðvitað ljóst að mat stjórn- arformannsins á viðskiptavild Frum- afls ehf. að fjárhæð 540 milljónir króna er algerlega út í loftið og ekki í neinu samræmi við reglur eða venjur um mat á slíkum verðmætum. Ef tek- ið er mið af útreikningi endurskoð- anda Lyfjaverslunar þá er ljóst að verið er að greiða tæplega 800 millj- ónir króna fyrir viðskiptavild Frum- afls ehf. sem er auðvitað hrein fjar- stæða þegar tekið er mið af því að fyrirtækið hefur ekki einu sinni tekið til starfa. Á þessum fundi barðist stjórnar- formaðurinn, Grímur Sæmundsen, hart fyrir því að samningurinn næði fram að ganga miðað við 180.000.000 kr. greiðslu að nafnverði hlutafjár í Lyfjaverslun. Ég gat ekki séð að stjórnarformaðurinn væri að hugsa um hagsmuni Lyfjaverslunar Íslands hf. í sínum málflutningi. Ég er starf- andi hæstaréttarlögmaður og tel mig því þekkja þær skyldur sem stjórn- armenn í almenningshlutafélögum hafa gagnvart hluthöfum félagsins. Ræddi ég við meðstjórnarmenn mína um ábyrgð þeirra og eftir tveggja tíma þref var samþykkt að fá verðmat frá viðskiptabanka fyrirtækisins, Búnaðarbanka Íslands, þannig að stjórnarmenn hefðu einhvern grunn til að byggja ákvörðun sína á. Var ákvörðun síðan frestað þar til áætlað var að niðurstaða Búnaðarbankans lægi fyrir 25. maí 2001. Mat Búnaðarbankans hentaði ekki Eftir að stjórnarformaðurinn hafði rætt við Búnaðarbanka Íslands hf. frestaði hann fundi til 29. maí 2001 þegar matið átti að liggja fyrir. Bún- aðarbankinn er viðskiptabanki fyrir- tækisins og var ég þess fullviss að hann myndi ráða okkur stjórnar- mönnum heilt um það hvað væri skynsamlegt að gera varðandi þessi viðskipti, út frá hagsmunum félags- ins. Taldi ég nauðsynlegt að fá fram hans viðhorf í þessu máli og gerði engar athugasemdir við það að fund- inum yrði frestað þar til mat hans lægi fyrir, deginum áður en ég færi í sumarleyfi í þrjár vikur með fjöl- skyldu minni. Hinn 29. maí 2001 kl. 15:35 sendi svo stjórnarformaðurinn stjórnar- mönnum tölvupóst þar sem sagði m.a.: „Vegna fjarveru stjórnarmanna á næstunni er rétt að fresta Frumafls- málinu þangað til allir aðalmenn geta verið viðstaddir afgreiðslu þess. Stjórnarfundur sem hugsanlega yrði boðaður áður mundi því ekki taka ákvörðun um það mál.“ Grímur Sæmundsen hringdi síðan í mig síðdegis 29. maí sl. þar sem hann tilkynnti mér að Búnaðarbanki Ís- lands hf. treysti sér ekki til að meta verðmæti hlutabréfanna í Frumafli hf. Seinna um kvöldið hringdi hann nokkrum sinnum þar sem hann reyndi að fá mig til að taka þátt í því að samþykkja þessi kaup án þess að nokkurt mat lægi fyrir. Að sjálfsögðu hafnaði ég því enda hafði ég þá kynnt mér vel útreikninga endurskoðanda félagsins. Nú veit alþjóð að Búnaðar- bankinn treysti sér mjög vel til að verðmeta verðmæti Frumafls hf. Vandamálið var það eitt að Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Lyfjaverslunar Íslands hf., vildi ekki taka við mati bankans – honum fannst það of lágt. Ekki þarf að geta sér til um hvaða hagsmuni hann hafði þar í huga – hann opinberaði sig sem samningamann fyrir Jóhann Óla Guð- mundsson en ekki sem fulltrúa hlut- hafa félagsins. Í síðasta símtali okkar Gríms það kvöld kom fram sá ásetningur hans að halda fund daginn eftir að ég færi utan og samþykkja samninginn við Frumafl hf. Ég gerði honum þá þegar grein fyrir því að með þeirri ráðstöf- un væri hann að efna til átaka við mig og fjölda annarra hluthafa Lyfja- verslunar Íslands hf. sem hefðu sömu skoðun á málinu. Kl. 23:00 barst mér síðan formlegt fundarboð á fund sem fyrirfram lá fyrir að ég gæti ekki sótt. Ágætu hluthafar. Hér hefjast þau átök sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur í Lyfjaverslun Íslands hf. Eftir að þetta fundarboð barst mér átti ég ekki annara úrkosta en að bregðast hart við og gerði ég það með því að krefjast þess ásamt Aðalsteini Karlssyni og Guðmundi A. Birgis- syni, hluthöfum í Lyfjaverslun Ís- lands hf., að boðaður yrði hluthafa- fundur sem tæki afstöðu til kaupanna á Frumafli ehf. Með því töldum við okkur tryggja það að stjórn félagsins gæti ekki tekið þessa ákvörðun enda almennt talið að stjórn hlutafélags geti ekki tekið ákvörðun um málefni sem löglega hefur verið krafist að hluthafafundur fjalli um. Stóð heldur ekki á því að Grímur Sæmundsen lýsti því yfir í fjölmiðlum að aldrei hafi staðið annað til en að hluthafafundur tæki endanlega ákvörðun í þessu máli. Leynifundur í skjóli nætur Annað kom síðan á daginn þegar meirihluti stjórnar Lyfjaverslunar Ís- lands hf. ákvað á næturfundi aðfara- nótt 12. júní sl. að kaupa allt hlutaféð í Frumafli ehf. af Jóhanni Óla Guð- mundssyni. Var ég ekki boðaður á þann fund þrátt fyrir að formanni stjórnarinnar hafi sérstaklega verið tilkynnt um það með hvaða hætti fundarboðum skyldi komið til mín meðan ég væri staddur erlendis en ég hafði gert ráðstafanir til að komast til Íslands með skömmum fyrirvara. Hins vegar fékk ég fréttir af fund- inum í gegnum Örn Andrésson stjórnarmann sem boðaður var á hann með 30 mínútna fyrirvara en Örn var eini stjórnarmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn kaupunum. Eins og öllum er væntanlega ljóst gripum við til þess ráðs að krefjast lögbanns á það að Jóhann Óli færi með eða ráðstafaði þeim hlutum í Lyfjaverslun sem hann fékk sem greiðslu fyrir Frumafl ehf. Mér er hreint ekki skemmt yfir þeim ákvörð- unum sem sýslumaðurinn í Reykjavík tók eða þeim úrskurði sem nú er genginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ég hef talið mig vera að verja hags- muni almennra hluthafa í þessu fyr- irtæki með þeirri einföldu kröfu að lagt sé hlutlaust mat á þau verðmæti sem kaupa átti af Jóhanni Óla Guð- mundssyni, þeim sama manni sem valdi meirihluta stjórnar félagsins. Það getur varla talist óeðlileg krafa þegar um viðskipti við nátengda aðila er að ræða. Hafa verður í huga að ef Frumafl ehf. er keypt of háu verði er ljóst að það hlýtur að leiða til þess að eign þeirra hluthafa sem fyrir eru rýrnar sem því nemur. Gætum hagsmuna okkar Ágætu hluthafar. Ég bað ekki um þessi átök sem eru í stjórn Lyfja- verslunar Íslands hf. en taldi mér skylt sem stjórnarmanni í almenn- ingshlutafélagi að bregðast við með þeim hætti sem ég gerði. Nú hefur úr- skurður héraðsdóms verið kærður til Hæstaréttar en óvíst er hvort niður- staða hans muni liggja fyrir þegar hluthafafundurinn hefst 10. júlí nk. Mikið meira er ekki hægt að gera að svo stöddu en afdrif þessa samnings um Frumafl ehf. munu væntanlega ráðast á þessum hluthafafundi. Það er þó ljóst að hluthafar í Lyfjaverslun Íslands hf. hafa af því mikla hagsmuni hvernig máli þessu lyktar og því hljót- um við sameiginlega að leggja okkar lóð á vogarskálina með því að nýta at- kvæðisrétt okkar á hluthafafundin- um. Að lokum vil ég að það komi fram að flestir stærstu hluthafar í Lyfja- verslun Íslands hf. fyrir utan Jóhann Óla, Grím Sæmundsen og þeirra fyr- irtæki, hafa bundist samtökum um það að hrinda þessari atlögu að Lyfja- verslun Íslands hf. Með því að Jóhann Óli fái að neyta atkvæðisréttar fyrir þá hluti sem hann fékk frá félögum sínum í stjórn Lyfjaverslunar Íslands hf. þá er sú barátta erfið en alls ekki óvinnandi. Þegar þetta er ritað höfum við fengið mörg hundruð umboða af- hent frá hluthöfum í Lyfjaverslun Ís- lands hf. sem vita hvernig þeir geta varið sína hagsmuni. Þá sem ekki hafa veitt okkur umboð hvet ég til að hafa samband við okkur og/eða að mæta á hluthafafundinn nk. þriðju- dag og hafa þannig áhrif á framgang mála og nýta þannig samtakamáttinn til að koma í veg fyrir að kaupin á Frumafli gangi eftir.“ Opið bréf til hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.