Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 8. JÚLÍ 2001
153. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Nútímamaður
í eigin heimi
10
„Vér mótmælum allir“
20
Að eilífu sumar
22
B
ELLEFU manns létust af völdum
skyndilegs fárviðris í Strasbourg í
Frakklandi á föstudagskvöld, þeg-
ar stórt tré brotnaði og lenti á
hópi fólks sem var á útitónleikum.
Yfir áttatíu slösuðust, tuttugu
þeirra lífshættulega með háls- og
höfuðmeiðsl, að því er lögregla
greinir frá.
Harmleikurinn varð um klukkan
tíu að staðartíma, eða um klukkan
átta að íslenskum tíma, í úthverfi
Strasbourg. Geysaði veðrið í um
10 mínútur og mun vindhraði hafa
farið yfir 40 metra á sekúndu.
Skipuleggjendur tónleikanna
höfðu stöðvað þá og beðið áheyr-
endur að leita skjóls undan snar-
versnandi veðrinu. En er áheyr-
endurnir höfðu hópast undir
segldúkshimin brotnaði tréð af
völdum kröftugs skýstróks, að því
er BBC hefur eftir lögreglu, og
féll á segldúkinn.
Tíu manns, sex karlar og fjórar
konur, létust samstundis. Allir
voru um 18 ára aldur. Ellefta fórn-
arlambið lést af meiðslum sínum á
sjúkrahúsi í gær. Að sögn lögreglu
tók næstum þrjár klukkustundir
að ná öllum líkunum undan trénu.
Um 100 slökkviliðsmenn og 30
læknar sinntu björgunaraðgerðum.
Varað við hvassviðri
BBC greinir frá því að varað
hafi verið við kröftugu hvassviðri á
leið vestur yfir Frakkland á föstu-
dagskvöldið. Mikil rigning og vind-
ur hafi truflað lestarsamgöngur á
þessu svæði og valdið umferðar-
teppu við Metz, Nancy og Dijon.
Í Belfourt, skammt suður af
Strasbourg, hafi fyrirhuguðum úti-
tónleikum verið aflýst vegna þess
að lögregla óttaðist um öryggi
þeirra 20 þúsund áheyrenda sem
mættir voru á tónleikana.
AP
Lögreglumaður í Strasbourg skoðar tréð sem brotnaði.
Ellefu létust í harm-
leiknum í Strasbourg
KARL Bretaprins hefur gefið í
skyn að hann muni ef til vill
ganga aftur í hjónaband, að því
er fram kemur
á fréttavef
BBC. Í viðtali
við breska
dagblaðið The
Daily Mail var
Karl spurður
hvort hann
hygðist kvæn-
ast vinkonu
sinni, Camillu
Parker Bowl-
es, og svaraði hann: „Hver veit
hvað Guð ætlast fyrir? Maður
getur ekki verið viss um neitt.“
Frá því að hjónabandi Karls
og Díönu prinsessu af Wales
lauk 1996 hefur breska kon-
ungsfjölskyldan haldið því fram
að væntanlegur erfingi krún-
unnar hefði engin áform um að
giftast Parker Bowles. En í
þarsíðustu viku sáust prinsinn
og Parker Bowles kyssast í
fyrsta sinn opinberlega, þegar
Karl smellti kossi á vanga vin-
konu sinnar er hann kom sem
gestur í veislu til hennar.
Fréttamaður BBC, er fylgist
með málefnum konungsfjöl-
skyldunnar, segir að spurning-
in um annað hjónaband sé lang-
viðkvæmasta málið sem Karl
standi nú frammi fyrir. Óljós
svör prinsins í viðtalinu kunni
að benda til þess, að konungs-
fjölskyldan telji slíkt ekki úti-
lokað.
Útilokar
ekki ann-
að hjóna-
band
Karl
Bretaprins
Yfirvöld hafa nú, fjórða árið í röð,
bannað Óraníumönnum að fara hefð-
bundna leið, á þeim forsendum að
svo mikil óvild ríkti á milli deiluaðila
að hætta væri á að átök brytust út ef
gengið yrði hefðbundna leið. Óeirðir
hafa brotist út í tengslum við göng-
una á hverju ári síðan 1995, og oft
leitt til frekari óeirða víðs vegar á
Norður-Írlandi.
BBC hefur eftir Sir Ronnie Flan-
agan, yfirmanni lögreglunnar, að
lögreglumenn muni „ekki hika“ við
að svara hvers kyns óeirðum sem
brjótast kunni út í dag. Aftur á móti
hefði lögreglan upplýsingar um að
helstu bardagasveitir sambands-
sinna (sem eru mótmælendur) hygðu
ekki á ofbeldisverk í Portadown.
Svonefnt Gönguráð hefur þegar
úrskurðað að Óraníureglan fái ekki
að ganga um miðbæ Londonderry,
norðaustur af Belfast, á fimmtudag-
inn kemur, eins og fyrirhugað var.
Verður gangan að fara að mestu um
þau hverfi bæjarins þar sem mót-
mælendur búa.
Göngur mótmælenda eru haldnar
árlega til þess að minnast fornra
sigra mótmælenda á kaþólskum.
Eru margar aldir liðnar síðan sigrar
þessir unnust og segja kaþólskir að
göngurnar séu úreltar og óþarfa ögr-
un. Mótmælendur segja aftur á móti
að göngurnar séu tjáning á menning-
ararfleifð þeirra og það sé réttur
þeirra að fá að halda göngur á al-
mannafæri.
Á morgun, mánudag, og á þriðju-
dag bjóða Berti Ahern, forsætisráð-
herra Írlands, og Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, deiluaðil-
um til viðræðna á Englandi. Eiga
þær að snúast um fjögur meginat-
riði, sem öll tengjast. Í fyrsta lagi
fækkun í herliði Breta á N-Írlandi, í
öðru lagi umbætur á lögregluliðinu, í
þriðja lagi afvopnun herskárra hópa
og í fjórða lagi leiðir til að halda
gangandi öllum stjórnarstofnunum.
Sambandssinnar, sem vilja að N-
Írland verði áfram breskt yfirráða-
svæði, krefjast þess að Írski lýðveld-
isherinn (IRA) leggi niður öll vopn í
samræmi við friðarsamninga er
gerðir voru 1998. Fyrir hálfum mán-
uði urðu mestu óeirðir er brotist hafa
út á N-Írlandi í þrjú ár. Hafa Bretar
sent aukinn herafla þangað og eru
nú alls um 15 þúsund breskir her-
menn á N-Írlandi.
Mikill viðbúnaður vegna göngutíðar
mótmælenda á N-Írlandi
Gönguleið
Óraníuregl-
unnar lokað
Belfast. AFP.
ÁRLEG göngutíð mótmælenda í Óraníureglunni á Norður-Írlandi hefst í dag
og í gær voru hermenn og lögregla að reisa vegatálma og koma fyrir gaddavír
þar sem ganga Óraníureglunnar á að fara um. Hefur leiðinni frá Drumcree-
kirkju til Garvaghy-vegar í Portadown, vestur af Belfast, verið lokað. Flestir
íbúar við Garvaghy eru kaþólskir.
AÐ minnsta kosti sex slösuð-
ust, þar af einn lífshættulega,
þegar naut stungu þá í fyrsta
nautahlaupi ársins á götum
Pamplona á Spáni í gærmorg-
un, að því er hjúkrunarfólk
greindi frá.
Sex naut, fimm til sex
hundruð kílóa þung, hlupu um
þröngar götur borgarinnar og
mörg hundruð manns hlupu á
undan þeim og reyndu að
forðast að verða fyrir hornum
nautanna eða lenda undir fót-
um þeirra. Tuttugu og níu ára
bandarísk kona hlaut heila-
skaða og djúpt sár á læri þeg-
ar naut stakk hana og 22 ára
Breti slasaðist alvarlega.
Fjórir Spánverjar slösuðust
minna.
Hlaupið tók um fimm mín-
útur, en að því loknu var farið
með nautin á leikvang þar
sem fella átti þau í ati síðdeg-
is.
Sex
stungnir
á Spáni
Pamplona. AFP.
Strasbourg. AFP.