Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 35 góðu sambandi við tengdadóttur okkar kínverska. Þær hittust ekki oft og ekki lengi í senn og gátu ekki talað saman nema túlkað væri á milli, en mynduðu samt gagnkvæm vináttutengsl. Þegar Hanna veiktist varð mikil breyting. Öll fjölskyldan barðist saman við óvininn. Hanna lærði að taka einn dag fyrir í einu og njóta hans eins og kostur var. Hún var ákveðin í að njóta lífsins með ástvin- um sínum eins lengi og hún gæti. Þau Óli fóru nokkrum sinnum til Kanaríeyja og þar leið henni vel í hit- anum og sólinni og kom endurnærð til baka. Hún Hanna gekk alls óhrædd til móts við dauðann. Um hana má segja, að sælir eru hjarta- hreinir, því að þeirra er guðsríki Hún hafði ekki áhyggjur af sjálfri sér, miklu frekar af fjölskyldu sinni. Hún ætlaði að faðma og kyssa litlu sonarsynina mína, þegar hún kæmi í nýju heimkynnin. Ég þakka henni samfylgdina og fyllist aðdáun yfir því, hvað hún gat gefið mikið af sér til allra, sem hún umgekkst. Hennar verður sárt sakn- að. Guð blessi minningu hennar og alla ástvini hennar. Ragnheiður Hansdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hanna var stór kona og sterk, en varð eins og svo margir aðrir að lúta í lægra haldi fyrir hinu illvíga krabbameini. Orrustan hefur staðið um nokkurra ára skeið og oft hafa unnist nokkrir sigrar í viðureigninni. Á björtum hásumardegi var stríðinu lokið. Maðurinn með ljáinn hafði bet- ur. Hanna hefur átt samleið með fjöl- skyldu okkar um áratuga skeið. Á árunum upp úr 1960 tók hún að sér að gæta elstu dætra okkar, þá á ung- lingsárum. Síðar varð henni tíðrætt um hversu gaman hún hafði af starf- inu, ekki síst að komast í brúðurnar sem til voru á heimilinu og fötin sem þeim tilheyrðu. Ásu, vinkonu henn- ar, þótti þetta tómstundagaman hennar helst til of barnalegt fyrir sinn smekk og lítt við hæfi ungra stúlkna sem senn voru að ná fullorð- insaldri, en Hanna lét slíka smámuni ekki á sig fá og klæddi brúðurnar upp á hverja af annarri. Hanna flutti ásamt Óla, eigin- manni sínum, til Patreksfjarðar þar sem þau bjuggu í nokkur ár og urðu samverustundirnar þá stopulli. Síðar högðuðu örlögin því svo að við flutt- um í sama raðhúsið við Litluhlíð á Akureyri þar sem við urðum ná- grannar í um tvo áratugi. Góðir ná- grannar eru mikils virði og ekki spillti frændsemi sem með fjölskyld- unum var fyrir því ágæta sambandi sem þá myndaðist okkar á milli. Um tíma unnum við einnig á sama vinnu- stað, á sömu deildinni á vistheimilinu Sólborg, og þá skorti ekki umræðu- efnin yfir kaffibolla hvort heldur sem yfir honum var setið kvölds eða morgna. Oft brugðum við einnig undir okkur betri fætinum og lögð- umst í ferðalög. Við nutum þess að ferðast með þeim hjónum um Fjörð- ur og þá var ferð um Strandir fyrir fáum árum einkar vel heppnuð. Ósjaldan var líka farið í styttri bíl- túra innanbæjar og til nágranna- byggðarlaga og komið við á kaffihús- um til að spjalla. Nú í janúar síðastliðnum áttum við með þeim ógleymanlega daga á Kanaríeyjum og þeir eru nú dýr- mætir í minningunni. Mjög var þá af Hönnu dregið en hún ætlaði að njóta þessarar síðustu ferðar þangað út í æsar. Hún þekkti þar vel til eftir nokkrar utanferðir og lagði sig í framkróka við að fara með okkur og sýna þá staði sem henni þótti mest til koma. Auðséð var að oft lagði hún ferðirnar með okkur um eyna á sig meira af vilja en mætti. Henni var umhugað um að senda okkur í kú- rekagarðinn, en treysti sér ekki með sjálf í það skiptið. Hins vegar hafði hún nægt þrekt til að búa svo um hnúta að frændi færi í fótsnyrtingu til sérfræðings sem þarna var við störf. Staðhæfingar um að slíkt væri „bara fyrir kerlingar“ voru léttvæg- ar í hennar huga og á þær ekki hlust- að. Eiginlega þótti okkur mega líkja því við kraftaverk að hún skyldi koma karlinum, frænda sínum, í þessa fótsnyrtingu og óhætt er að fullyrða að það hefði enginn annar en Hanna getað gert. Hanna var létt í lund og glaðvær. Hún hafði gaman af því að gantast, segja og hlusta á skoplegar sögur og því var ætíð fjör í kringum hana. Ávallt var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd og þá reyndist hún best þegar mest á reyndi. Það er sárt til þess að hugsa að hún er ekki lengur á meðal okkar, en minningarnar um góða konu og ljúf- ar samverustundir munu fylgja okk- ur um ókomna tíð. Óla, eiginmanni hennar, sem staðið hefur við bak hennar í veikindunum og stutt af öll- um mætti, börnum þeirra, sem það hafa líka gert, þeim Hrafnhildi og fjölskyldu Lindu, Heiðari sem og Steinþóri bróður hennar vottum við samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar á erfiðum stundum. Eydís og Þór. Hanna vinkona mín er dáin, horfin sjónum okkar. Við sem eftir stönd- um með sorg í hjarta, getum þó glaðst yfir því að þjáningunum er lokið. Við Hanna vorum jafngamlar og ólumst upp á Eyrinni og vorum óaðskiljanlegar þegar við vorum smástelpur, en þegar skólaganga okkar hófst lentum við hvor í sínum skóla. Ég gekk í Oddeyrarskólann en Hanna í gamla Barnaskólann, sem nú er Brekkuskóli. Þarna skildu leiðir að sinni en fyrir nokkrum árum hittumst við á sjúkrahúsinu og það var eins og við hefðum aldrei skilið. Hanna virkaði eins og segull á vini sína. Hún hafði allaf tíma til að hlusta á þá og taka þátt í því sem þeir voru að fást við í það skiptið. Hún hafði þá greinst með krabbamein, sem nú hefur dregið hana til dauða. En Hanna gafst þó ekki upp baráttu- laust. Hún ætlaði sér að berjast til sigurs og hún barðist lengur en hægt var að ímynda sér að hægt væri að berjast. Hún hafði lifandi áhuga á svo mörgu. Við smíðuðum saman allskonar gripi sem nú prýða heimili mitt og hennar og barna hennar. Þessa smíðisgripi máluðum við og skeyttum og skemmtum okkur alveg ótrúlega vel yfir árangri verka okk- ar. Þarna kom í ljós hversu miklum hagleik Hanna bjó yfir. Það var sama hversu veik hún var, allaf reis hún upp þegar við fórum að smíða og skemmti sér þá af öllu hjarta. Einnig unnum við saman klippimyndir sem nú prýða veggi okkar. Ég mun sakna þessara sameiginlegu stunda okkar alveg eins og ég mun sakna þess að heyra ekki oftar glaðlegu kveðjuna hennar Hönnu þegar hún kom inn úr dyrunum og kallaði „Hæ, er einhver heima?“ Ég minnist hér á undan á veikindastríð Hönnu vinkonu minn- ar. Hún barðist við vágestinn af fá- dæma dugnaði og bjartsýni en hún stóð ekki ein í þeirri baráttu. Óli hennar og börnin þeirra hafa staðIð við hlið Hönnu og stutt hana með ráðum og dáð. Þeirra er nú missirinn mestur. Í gamalli bók standa þessi orð: Af öllu því sem viskan færir okk- ur til að við megum öðlast sem mesta lífshamingju er ekkert nándar nærri eins dýrmætt og vináttan. (Epikúros) Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín þeim Óla, Hrafnhildi, Lindu og Heiðari Erni og bið góðan Guð að létta þeim þess- ar sorgarstundir og minnast þess að „öll él birtir upp um síðir“. Að lokum langar mig að kveðja Hönnu vinkonu mína með þessum ljóðlínum. Kallið er komið. Komin er nú stundin. Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast. Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast. Margs er að sakna. Guð þerri tre- gatárin stríð. (Valdimar Briem) Lóa Barðadóttir.                           ! "# $  %     &' ( ) %  )  !  "  #$% & '% ()%%  ()%% " + +,                ! " # $# %$   ###  & #  & # '# () $# $ ) ! ' * Þegar þessi hljóði og kyrrláti maður kom inn í kennslustofuna var eins og birti. Það var líkt og geisli sólar hefði brotist í gegnum drungaleg skýin. Návist hans bar með sér frið og göfgi og einnig hrein- leika og tærleika íslenskrar öræfa og þeirrar kyrrðar og fegurðar sem þar ríkir. Þar leið honum líka vel. Nær- vera hans var mannbætandi og í ná- vist hans var gott að vera. Undirrit- uðum er ógleymanleg ferð þeirra er þeir röltu fyrir mörgum árum upp á Móskarðshnjúka í sól og blíðu á lognkyrrum haustdegi. Þá var fagurt um að litast og útsýni til allra átta. Það líkaði Gísla vel. Hann unni ís- lenskri náttúru. Gísli hóf störf við Tónlistarskóla Garðabæjar 1969. Nemendum í pí- anóleik fjölgaði stöðugt og það vant- aði nýjan kennara. Það var einstakt happ að fá Gísla fyrir þennan litla skóla sem þá bjó við hliðina á frægri þakpappaverksmiðju sem stundum spjó tjöru og annarri eimyrju inn um glugga kennslustofunnar. Urðu þá kennarar að loka honum snarlega og hlaupa til í „prestissimó“ áður en þeir og nemendurnir tækju að hósta og hnerra eða hlaupa út á götu. Einnig deildi skólinn húsnæðinu með skátafélaginu Vífli og varð kennslu helst að vera lokið kl. 17. Þá komu ylfingar, úlfynjur og ljósálfar eða hvað sem nú allir skátaflokkarnir heita. Þeir voru á næstu hæð beint fyrir ofan kennslustofuna. Hófust þá miklir stríðsdansar og óhljóð. Vældu skátar og stigu dans að hætti indí- ána. Lömdu þeir einnig gólf með lurkum. Var þá stundum erfitt að kenna og heyrðist vart í kennara og nemanda, hvað þá píanóinu. Ósjald- an mættu skátar á undan áætlun og oft urðu menn að kenna til 17.30 jafnvel 18. Það var erfitt. Öllu þessu tók Gísli með sínu jafnaðargeði, þótt undirritaður væri stundum all- strekktur á tauginni. Yfirvöld vildu áfram spyrða skól- ann við skátafélagið og eftir nokkur ár var hann teymdur út í nýtt skáta- heimili við hraunjaðarinn. Það var fallegt við hraunbrúnina og á vorin þegar litlir glókollar fóru í boltaleik og gleymdu spilatímanum kom fyrir að menn sátu í volgum hraunbolla úti í sólskininu og spáðu í lífið og til- veruna og biðu eftir glókollum. Var þá margt spjallað. En áfram héldu skátar að stíga tryllta dansa yfir höfði okkar, þótt margir ljúfir fundir væru einnig haldnir og gaman að kynnast litlum ljósálfum og ylfing- um. En okkur fannst að tónlistar- skóli og skátafélag ættu ekki sam- leið. En því voru yfirvöldin ekki sammála og við það sat. Nú hafa þau rækilega skipt um skoðun með bygg- ingu glæsilegs tónlistarskóla. Betra er seint en aldrei. Það hefði mátt gerast fyrr. Meðan skólinn var í skátaheim- ilinu kom nýr Petroff-flygil. Var það mikið framfaraspor því lengstum urðum menn að kenna á gamalt Stanway-píanó sem eitt sinn varð fyrir þeirri ólukku að allt fór á flot í kennslustofunni, þegar ofnar frostsprungu. Frusu þá bæði hamrar og demparar og strengir ryðguðu. Nýi flygillinn var því mikið fagnað- arefni. En nú verður fyrsti landskjálftinn á stuttri ævi Tónlistarskóla Garða- bæjar. Skólastjórinn lætur af störf- um. Við fáum nýjan skólastjóra. Öllu þessu tók Gísli af miklu jafnaðargeði og gerði það besta úr öllu sem hon- um heppnaðist alltaf vel. Var hann þá ráðinn yfirkennari skólans. Skömmu eftir að nýji flygillinn GÍSLI MAGNÚSSON ✝ Gísli Magnússonfæddist á Eski- firði 5. febrúar 1929. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 28. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju fimmtu- daginn 7. júní. kom lék Gísli þekktan píanókonsert með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og æfði sig stundum á Petroffinn. En oft er þungt að leika á þessi tékknesku hljóðfæri eins og margir þekkja. Það lét Gísli ekki á sig fá og æfði konsertinn af kappi. Fannst undirrit- uðum að ásláttur Gísla og kraftur hefðu aukist við glímuna við Petroff- inn og píanóleikur hans hefði orðið magnaðri þar á eftir. En nú varð annar landskjálftinn í sögu Tónlistarskóla Garðabæjar og það urðu kaflaskil. Það kviknaði í sjálfu skátaheimlinu og þáverandi skólastjóri aftók með öllu að skólinn yrði þar áfram að viðgerð lokinni. Greip hann snöfurlega til sinna ráða og fékk skólinn inni í kjallara nunnu- klaustursins við Holtsbúð. Ekki voru þó öll yfirvöld sátt við þessa lausn mála og vildu áfram hnýta skólann við skátafélagið. Þar voru hagsmunir í húfi. Það tókst þó ekki. En í klaustrinu var friðsælt og gott að vera og frábært að losna undan sam- býlinu við skátafélagið. Þar leið Gísla vel. Nú líða mörg ár og um tíma er skólinn í veglegu húsi við Hæðar- byggð. Að lokum flyst hann í Smiðs- búð 6 og síðan einnig í nr. 4. En þá verður þriðji landskjálftinn í sögu Tónlistarskóla Garðabæjar. Skóla- stjórinn lætur af störfum og yfirvöld biðja Gísla að taka að sér skólastjórn sem hann gerir til að bjarga skól- anum úr þáverandi hremmingum. Síðan er safnað undirskriftum allra kennara þar sem þeir skora á Gísla að taka að sér stjórn skólans. Og það gerir hann. Gísli stýrir síðan skóla sínum þar til hann lætur af störfum fyrir aldurssakir. Þá er Tónlistar- skóli Garðabæjar kominn í nýtt og veglegt húsnæði. En vegferðin úr þakpappaverksmiðjunni var bæði löng og ströng og þyrnum stráð. En öllu mótlætinu tók Gísli af sömu ljúf- mennskunni, mildinni og mann- gæskunni og gerði það besta úr öllu eins og hans innsta eðli bauð honum. Stjórn Tónlistarskóla Garðabæjar fór Gísla vel úr hendi eins og annað sem hann tók að sér. Þar var vandað til verka og allt gert eins vel og kost- ur var. Slíkt var honum eðlislægt. Það var ekki mikið brambolt en samt var það gert sem gera þurfti. Bumb- ur voru ekki barðar og greinar voru ekki skrifaðar í blöð til að vekja at- hygli á sjálfum sér, eins og nokkrir samstarfsmanna gerðu þó að lokum er þeir báru eymd sína á torg í öllum fjölmiðlum þjóðarinnar. Þá varð fjórði landskjálftinn í sögu skólans. Í Bókinni um veginn segir að hinn sanni stjórnandi stjórni án þess að nokkur taki eftir. Þannig stjórnaði Gísli. Samt sem áður skrifaði hann bæði áminningarbréf og tók menn á beinið þegar nauðsyn krafði. Gísli var hinn hljóði maður. Hann stjórnaði viturlega og betur en þeir sem vilja stjórna með hamagangi og tilskipunum. Og í Bókinni um veginn segir einnig: „Sá sem talar veit ekki. Sá sem veit talar ekki.“ Þetta vissi Gísli. Þess vegna skildu þeir, sem elska læti og gauragang, hann ekki. Okkur undirmönnum sínum gaf hann visst frelsi. En frelsinu fylgir ábyrgð. Það skildu ekki allir. Nú til dags eru hinir hljóðu van- metnir. Það er hávaðinn sem gildir. Logn kemur ætíð á eftir stormi og að lokum sigrar kyrrðin hávaðann. Gísli var því sigurvegarinn. Hann var boð- beri friðar, kyrrðar og sátta. Sálarlitróf Gísla Magnúsonar var fegurra en flestra annarra manna. Hann var blíður og hlýr og það birti þar sem hann kom. Ljós sólarinnar, sjálfs lífgjafans mikla, er blítt, samt leysir það upp allar hindranir og bræðir klakabönd þorra og góu og sigrar að lokum allt. Þannig var Gísli Magnússon í mínum augum. Hann var maður góðvildar, sátta og gæsku. Slíkar sálir gnæfa upp úr sem sigurvegarar eftir dauða líkam- ans. Karl Sigurðsson. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.