Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ engin tilviljun að athafnamaðurinn Jaebes virðist standa hjarta nútíma- mannsins nær heldur en miskunn- sami Samverjinn í dæmisögu Jesú. Að minnsta kosti hefur bókin Bæn Jaebesar notið geipilegra vinsælda og trónaði svo mánuðum skiptir efst á metsölulista í Bandaríkjunum. Eins og titillinn ber með sér snýst kjarni bókarinnar um bæn Jaebesar. „Hann ákallar Guð og segir: „Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæf- unni frá mér, svo að engin harm- kvæli komi fyrir mig.“ Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.“ Varla þarf að efast um skilaboðin: græðgi er Guði þóknanleg. Gallinn er bara sá að mennirnir fá aldrei nóg. Páll Skúlason, heimspekingur og rektor HÍ, segir í bók sinni Siðfræði frá árinu 1990 að svo virðist sem engin veraldargæði – auður, völd eða frægð – geti náð að svala löngunum manna eftir þessum gæðum. Auður- inn sé aldrei nægur, völdin aldrei al- gerlega tryggð og frægðarinnar njóti menn sjaldnast nema stund og stund. Skortur sé hlutskipti manna hvernig sem fyrir þeim sé komið. „Það vantar ævinlega eitthvað upp á að allt sé eins og menn kjósa að það sé í veraldlegum efnum. Ekki síst vegna þess að fólk ber aðstæður sín- ar endalaust saman við aðstæður annarra, það er fjárhag og velgengni við öflun veraldargæða. Þess vegna er lífsbaráttan hörð og stundum lítil eða engin grið gefin í samkeppninni um veraldargæðin,“ segir Páll og síð- ar kemur fram að með því aukist hættan á því að lestir haldi innreið sína í líf fólks. Réttlæti víki fyrir hroka og öfund, ástin víki fyrir ágirnd og heift, dómgreind fyrir leti og skeytingarleysi (bls.45). Ekki voru allir sammála um að aukin áhersla á samkeppni hefði endilega neikvæð áhrif á náunga- kærleik í samfélaginu almennt. Frið- rik H. Jónsson, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, minnti á að sam- keppni á vinnumarkaðinum sneri fyrst og fremst að ákveðnum hópi í nánasta umhverfi hvers og eins. „Þú ert kannski að reyna að komast fram fyrir vinnufélaga þinn. Þess vegna er alls ekkert víst að tengsl þín við ann- að fólk breytist. Gleymum því heldur ekki að skeytingarleysi gagnvart náunganum hefur alltaf þekkst, eins og kom fram í rannsóknum Banda- ríkjamanna eftir morðið á Kitty Genovese árið 1964. Persónan sjálf virðist ekki ráða mestu um hvort fólk réttir öðru fólki hjálparhönd,heldur miklu frekar aðstæðurnar. Ég get nefnt dæmi eins og hvernig fólk túlk- ar aðstæður, hversu margir eru við- staddir og hversu líkur sá nauðstaddi er viðkomandi. Ungt fólk hjálpar öðru ungu fólki. Konur hjálpa kon- um. Hvítir hjálpa hvítum og svartir hjálpa frekar öðrum svörtum.“ Samheldni úti á landi „Ég skynjaði sérstaklega vel breytinguna í átt til ákveðinnar firr- ingar borgarsamfélagsins þegar ég fluttist aftur til Reykjavíkur fyrir þremur árum,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir. „Munurinn var mikill enda kom ég úr ákaflega sterku og samheldnu samfélagi í Vestmanna- eyjum. Öllum þótti sjálfsagt að líta til með náunganum svo utan um hvern einasta mann er nánast hægt að segja að myndaður hafi verið eins konar félagslegur björgunarhringur. Í Reykjavík finn ég fyrir sterkum skilaboðum um einstaklingshyggju. Ein afleiðingin af því er að vaxandi hópur fólks er beinlínis einmana og þarfnast hjálpar. Við þurfum að eignast vilja til að sjá út fyrir okkur sjálf. Allt í kringum okkur er hjálp- arþurfi fólk,“ sagði Jóna Hrönn og sagðist alltaf fagna því þegar fólk ut- an af landi flytti með sér gildin þaðan til Reykjvíkur. Friðrik H. Jónsson segir ekki endilega víst að rótgrónir borgarbú- ar skipti sér síður af náunganum en aðrir. „Rótgrónir borgarbúar hafa hugsanlega mótað sér ákveðnari reglur um hvenær eigi að hafa af- skipti af öðrum og hvenær ekki. Al- veg er því hægt að hugsa sér að þeir hafi ákveðið að koma alltaf til hjálp- ar. Fólk nýkomið til borgarinnar og vanara sterkari tengslum við fá- mennan hóp gæti alveg eins verið óöruggara og ákveðið að koma aldrei til hjálpar.“ Jóna Hrönn var spurð að því hvort henni fyndist að almenningur ætti að sinna tilkynningaskyldu sinni gagn- vart öðrum betur. „Við verðum að vera afar vakandi fyrir tilkynninga- skyldu okkar, einkum gagnvart börnum og unglingum. Hins vegar verðum við að hafa í huga hvað til- kynningaskylda gagnvart einkalífi fólks getur verið viðkvæm og flana ekki að neinu. Það er eitt að vera virkur og ábyrgur borgari og annað að vera ofvirkur, eins og við hjónin upplifðum eitt sinn fyrir nokkrum árum. Þá bjó fyrir ofan okkur ungt par sem við þekktum lítið sem ekk- ert. Einn laugardag heyrðum við há- reysti og dynki berast ofan frá íbúð þeirra og töldum einsýnt að hér væri ofbeldi í gangi. Maðurinn minn rauk upp og bankaði fast á dyrnar. Konan kom undrandi til dyra og hann spurði hvort ekki væri allt í lagi. „Jú, meira en í lagi,“ svaraði konan. „Ísland var að skora!“ Við vorum víst eina fólkið sem gleymt hafði að fylgjast með landsleik Íslendinga og Frakka þennan daginn.“ Hvað er til ráða? Þótt vaxandi afskiptaleysi gagn- vart neyð náungans geti átt sér viss- ar skýringar, eins og að framan er rakið, virðast flestir hallast að því að um ákaflega óheillavænlega þróun sé að ræða. Páll Skúlason útskýrir í bókinni Siðfræði hvernig hægt sé að styðjast við svokallaða alhæfingar- reglu til að komast að því hvort ákveðin hegðun sé siðaregla eða ekki. Prófið er einfalt og felst í því að svara einni spurningu: Hvað myndi gerast ef allir breyttu eftir þessari tilteknu reglu? Stóra spurningin myndi þá felast í því hvað gerðist ef enginn hefði nokkru sinni afskipti af neyð náunga síns. Hver og einn get- ur velt svarinu fyrir sér þótt líklega myndu flestir að lokum komast að þeirri niðurstöðu að samfélagið yrði með talsvert öðrum og neikvæðari brag ef enginn sæi ástæðu til að koma ókunnugum til aðstoðar. En hvað er þá til ráða? Jón Kal- mansson telur líklegt að skeytingar- leysi haldist í hendur við hversu mik- il rækt er lögð við það sem skiptir máli í mannlegu lífi. „Því minni áherslu sem við leggjum til dæmis á að rækta tengslin við börn okkar í uppeldinu því veikari eru þessi tengsl líkleg til að verða þegar fram líða stundir. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Eina raunhæfa leiðin til að vinna gegn skeytingar- leysi er því að fólk fái svigrúm til að rækta það í lífinu sem gefur því gildi. Ef skeytingarleysi er vandamál í samfélaginu þá væri gagnlegra að nálgast það ekki eingöngu sem vandamál ákveðinna félagslegra hópa heldur einnig sem tækifæri til að takast alvarlega á við þær spurn- ingar hvernig lífi við sjálf viljum lifa og hvernig samfélagi við viljum búa í,“ segir Jón þegar spurningunni er varpað fram. Aðrir benda á mikilvægi fyrir- mynda. Greint er frá prófi Bryans og Tests á áhrifum hjálpsamra fyrir- mynda í bókinni Sálfræði 2. Þeir töldu hversu margir ökumenn stöðv- uðu bíla sína til að hjálpa konu að skipta um dekk á bíl í vegkantinum. Ýmist var konan ein eða hjá henni stóð karlmaður og öðrum bíl var lagt þar skammt frá. Af 4000 ökumönn- um stönsuðu 93 til að veita aðstoð sína, 35 á meðan hún var ein og 58 á meðan maðurinn stóð hjá henni við bílinn. Þessi könnun og aðrar sam- bærilegar gefa til kynna að annað fólk hafi ekki aðeins áhrif á hvenær við látum kyrrt liggja, jafnvel þótt neyð sé á ferðinni, heldur gegni ann- að fólk einnig því hlutverki að vera fyrirmynd sem segi okkur hvenær sé við hæfi að leika miskunnsama Sam- verjann. Regína Ásvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjölskylduþjónustunn- ar Miðgarðs í Grafarvogi, bendir á að ein leiðin til að vinna gegn stórborg- arfirringu sé að færa ákvörðunar- valdið nær almenningi. „Að mínu mati var stofnun Miðgarðs ákveðið andsvar við tilhneigingu í átt til af- skiptaleysis gagnvart náunganum. Markmiðið var að færa þjónustuna nær íbúunum í hverfinu. Íbúarnir koma beint að stjórnkerfinu, bera ákveðna ábyrgð gagnvart starfsem- inni og þar af leiðandi hver á öðrum. Eins er vert að hafa í huga að hverfið er að vissu leyti afmörkuð heild eins og sérstakt bæjarfélag þar sem fólk þekkir hvert annað og í slíkum sam- félögum hefur fólk tilhneigingu til að hjálpa hvert öðru. Mér finnst athygl- isvert að hverfalögreglunni gengur yfirleitt betur að stilla til friðar í hverfinu heldur en ef lögreglulið annars staðar að er á vaktinni.“ Að lokum var bent á hversu fræðsla væri mikilvæg til að spyrna gegn þróuninni og með rannsóknum hefur t.a.m. verið sýnt fram á að með því að segja fólki frá hinu svokallaða „Genovese-heilkenni“ minnki líkurn- ar á því að það láti sig neyð annarra engu varða. Jóna Hrönn Bolladóttir minnir á hversu hlutverk uppaland- ans sé mikilvægt. „Við ættum að brýna fyrir börnum að láta sér annt um og bera virðingu fyrir náungan- um. Um leið verðum við að reyna að kenna þeim að meta aðstæður hverju sinni. Á sama hátt og við viljum að börn bregðist rétt við með því að að þiggja ekki far með ókunnugum og segja t.d.: „Mamma segir að ég megi ekki þiggja far með ókunnugum“, verðum við að reyna að koma þeim í skilning um að stundum getur verið betra að kalla til einhvern fullorðinn. Með því að ræða mikið við börn okk- ar, segja þeim sögur af fólki og að- stæðum og örva þau til sjálfstæðrar hugsunar, þannig eflum við með þeim dómgreind og lífsleikni sem ver þau gegn áföllum.“ Jóna Hrönn telur að kirkja, heim- ili og skóli eigi að taka höndum sam- an um að hefja til vegs og virðingar hin kristnu gildi. „Kristinn siðaboð- skapur er bæði mannbætandi og afar samfélagsvænn. Ef hin kristnu gildi fá að blómstra í samfélginu skapast ekki andrúmsloft einstaklingshyggj- unnar þar sem allir lifa í ótta og ábyrgðarleysi.“ ago@mbl.is „Rótgrónir borgarbúar hafa hugsanlega mótað sér ákveðnari reglur um hvenær eigi að hafa af- skipti af öðrum og hve- nær ekki. Í BRETLANDI og Bandaríkj-unum er það rótgróið við-horf að ekki beri að skyldamenn með lögum til að bjarga mönnum í neyð. Það er meginviðhorf í engilsaxneskum venjurétti (common law) að hlut- verk réttarreglna sé að varðveita friðinn í samfélaginu og afstýra því að fólk vinni hvað öðru mein. Lögin eigi ekki að skikka menn til að gera góðverk. Þetta viðhorf á rætur í sjónarmiðum um einstak- lingsfrelsi og að hver sé sjálfum sér næstur. „Menn geta því án þess að baka sér ábyrgð reykt vindling á ströndinni á meðan náunginn drukknar og horft á barn eða blinda manneskju fara sér að voða án þess að hreyfa legg eða lið,“ skrifar kanadískur lög- skýrandi um þetta efni. Meginlandsréttur Réttarstaðan er önnur á meg- inlandi Evrópu og á Norðurlönd- um. Þar er almennt lögð skylda á fólk að hjálpa þeim sem eru í neyð að viðlagðri refsingu. Refsiábyrgð veltur einatt á því hvort viðkom- andi gerði sér grein fyrir því að hinn nauðstaddi var í mikilli hættu. Ekki skiptir í því samb- andi máli hver urðu í raun afdrif hins bágstadda. Lögin fordæma afskiptaleysi óháð afleiðingunum sem slíkum. Það er misjafnt eftir löndum hvernig nákvæmlega hættuástandinu er lýst. Í sumum löndum er gerð krafa um lífs- háska en í öðrum er talað með al- mennari orðum um yfirvofandi hættu. Í sumum tilfellum felst skyldan í því einfaldlega að koma til bjargar án þess að það sé út- listað með hvaða hætti, á meðan í öðrum er gerð krafa um að við vissar aðstæður beri mönnum að láta yfirvöld vita geti þeir ekki sjálfir rétt hjálparhönd. Svo dæmi sé tekið ganga ákvæði franskra hegningarlaga alllangt í þessu efni og lengra en ákvæði almennu hegningarlag- anna íslensku. Þannig segir í grein 223-6 að hver sá sem hefði án þess að stofna sjálfum sér eða öðrum í hættu getað afstýrt af- broti geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi eða þunga refs- ingu. Sama á við um þann sem lætur viljandi undir höfuð leggj- ast að koma nauðstöddum til bjargar eða kalla til hjálp. Ákvæði þetta fordæmir óhóf- lega eigingirni en mælir samt ekki fyrir um hetjudáðir, sbr. að skyldan til bjargar leggst einung- is á þá sem gætu hafa lagt lið án þess að stofna sjálfum sér í hættu. Fjölmargir dómar eru til frá seinni árum þar sem reyndi á þetta ákvæði. Þannig var talin brotleg að lögum konan sem hreyfði hvorki legg né lið til að af- stýra því að elskhugi hennar kæmi manni hennar fyrir kattar- nef þótt henni mætti vera ljóst hvert stefndi, vitnið að rússnesku rúllettunni sem stóð aðgerðar- laust hjá þegar banaskotið reið af, eða konan sem gerði ekkert til að hindra kynferðislega misnotkun manns síns á fósturdóttur þeirra. Fjölmargir dómar varða einnig skyldur lækna að þessu leyti og hafa dómstólar ekki sýnt neina linkind þegar læknar verða upp- vísir að kæruleysi í þessum efn- um. Engilsaxneskur venjuréttur Þótti engilsaxneskur venjurétt- ur leggi ekki skyldu á menn að hjálpa öðrum að viðlagðri refs- ingu er ekki þar með sagt að aðr- ar leiðir séu ekki farnar til að hvetja menn til dáða. Þannig hafa verið mótaðar reglur um að mis- kunnsami Samverjinn eigi rétt á bótum ef hann verður fyrir tjóni við að bjarga öðrum, einkum og sér í lagi ef þriðji aðili á sök á hættuástandinu. Sjálfsagt velta fæstir því fyrir sér á ögurstund hver nákvæmlega réttarstaða þeirra sé að þessu leyti en dóm- stólar hafa samt fundið hjá sér þörf til að lýsa velþóknun á þeim sem kemur náunganum til bjarg- ar enda ekki sanngjarnt að menn þurfi sjálfir að bera tjón sem þeir verða fyrir ef annar er valdur að hættuástandinu. Svipaðar reglur gilda reyndar einnig samkvæmt skaðabótarétti í mörgum Evrópulöndum. Bretland sker sig frá meginlandinu Lagareglur um skyldu manna til að koma náung- anum til hjálpar eru mismunandi frá einu landi til annars. Sérstaklega má, að sögn Páls Þórhallssonar, sjá skýran mun á engilsaxneskum rétti og evrópskum meginlandsrétti að þessu leyti eins og mörgu öðru. Fáar dæmisögur lýsa siðaboðskap kristinnar trúar betur en frásögn Jesú af miskunnsama Samverjanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.