Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hanna Sigurðar-dóttir fæddist á Akureyri hinn 30. janúar 1947. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hinn 29. júní síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigur- hönnu Kristinsdótt- ur, f. 1. janúar 1926, d. 13. júní 1947, og Sigurðar Stefánsson- ar, síðast ljósmynd- ara á Akureyri, f. 10. janúar 1918, d. 8. janúar 1973. Alsystir hennar er Kolbrún, f . 7. apríl 1945. Sigurður kvæntist síðar Guðrúnu Ármannsdóttur, f. 30. ágúst 1933, og eignuðust þau tvo syni, Ármann, f. 22. nóvember 1961, og Stefán, f. 27. október 1964. Hjónin Friðrik Jóhannes- son, f. 28. september 1918, d. 11. ágúst 1972, og Sigríður Sigur- steinsdóttir, f. 10. desember 1912, d. 28. febrúar 1999, tóku Hönnu í fóstur nýfædda. Uppeldisbróðir hennar er Steinþór Friðriksson vélvirkjameistari, fæddur 2. nóv- ember 1947. Hinn 18. júní 1967 giftist hún Óla H. Sæ- mundssyni sjómanni, f. 20. september 1945. Börn þeirra eru þrjú: Hrafnhild- ur, f. 8. apríl 1966, maður hennar er Börkur Birgisson rafvirki, f. 23. ágúst 1966, börn þeirra eru Bryndís Björk, f. 3. nóvember 1986, Kristrún Ösp, f. 3. júní 1990, og Baldur Óli, f. 27. desember 1994; Linda garðyrkjufræðingur, f. 23. september 1973; og Heiðar Örn, f. 27. desember 1976. Hanna átti alla tíð heima á Ak- ureyri, utan fimm ára, sem þau Óli bjuggu á Patreksfirði. Utan heimilis vann hún lengst að að- hlynningu fatlaðra, bæði á vist- heimilinu Sólborg og á sambýlum. Útför Hönnu verður gerð frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 9. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í Prédikaranum segir, að öllu sé afmörkuð stund og að sérhver hlutur undir himninum hafi sinn tíma. Að fæðast hafi sinn tíma og að deyja hafi sinn tíma. Óhrekjanlegur sannleikur, mynd upphafs og endis hér á jörðu. Þriðjudaginn 26. júní, stuttu eftir hádegi, þegar lítil rós í garðinum opnaði krónu sína móti sólu, var Hanna frænka mín flutt meðvitund- arlítil á sjúkrahús, tæpum þrem sól- arhringum síðar var hún öll. Eftir harða og oft tvísýna baráttu við illvígt mein í rúman hálfan áratug laut hún þeim örlögum, sem verða okkar allra einhvern tímann. Þrek hennar, sem svo lengi hafði barist og að okkur fannst oft verið við dauðans dyr, en staðið upp aftur og aftur, það var þorrið, aðeins hvíldin eilífa var eftir. Þeim óhjákvæmilegu vista- skiptum kveið hún ekki. Hanna átti stórt hjarta og hlýjan hug. Þegar svartnætti helgrimmrar sorgar helltist tvívegis yfir fjöl- skyldu mína með rúmu árs millibili, var gott að eiga hana að. Það var gott að koma til hennar, að sitja hjá henni og spjalla eða bara að þegja saman. Hún hafði svo góða návist. Þegar ég varð átta ára gamall, þurfti ég að liggja nokkra daga á sjúkrahúsi. Á afmælisdaginn kom Sigga móðursystir mín til mín og færði mér bókina um Hróa hött. Svo bað hún mig að geta mér til um hvað hún hefði alveg nýverið eignast og væri heima hjá henni. Átta ára strákar, sem lesa Hróa hött, hafa þann sjóndeildarhring, sem ein- göngu spannar áhugamál þeirra, miklu síður mannlífið allt. Mér varð svars vant. Þá sagði hún mér, að heima ætti hún tveggja daga gamla stúlku og ég hef líklega bæði fyllst undrun og stolti að vera búinn að eignast frænku. Siggu og Friðriki, manni hennar, hafði ekki orðið barns auðið, svo þetta var þeim mikil gleði- gjöf. En hún átti bara að vera hjá þeim í nokkra daga, en dagarnir urðu að árum og síðar áratugum. Seinna þetta ár eignuðust þau svo son, Steinþór, og allt í einu vorum við orðin þrjú, frændsystkinin. Mér var stundum falið það ábyrgðarverk að keyra þau í barnavagni og síðar kerru og eftir að þau fluttu í næsta hús við okkur, varð samheldnin sterkari, vináttan varanlegri. Við uxum úr grasi saman, lékum okkur saman þrátt fyrir miseldrið og stundum var okkur ekki alveg ljóst, í hvoru húsinu við ættum heima. Að vera saman var svo sjálfsagt. Enn liðu ár og þá fluttist í þriðja húsið í röðinni, Guðrún Kristjáns- dóttir og ungur sonur hennar, hann Óli. Húsmæðurnar þrjár voru allar fæddar og uppaldar að mestu vestur í Hörgárdal og það tengdi þær og fjölskyldurnar enn sterkari böndum. Tímans rás breytir mörgu. Við urðum unglingar og síðan tóku full- orðinsárin við. Óli fór ungur til sjós og það varð hlutskipti Steinþórs og Hönnu að verða nemendur mínir í skóla. En sjómenn eru í landi milli róðra og því fór svo, að Hanna og Óli rugluðu saman reytum sínum til frambúðar og eftir það voru þau ætíð nefnd í einu lagi: Hanna og Óli. Fyrstu árin bjuggu þau í heimili með Siggu og Steinþóri og þar fædd- ist þeim dóttirin Hrafnhildur. Síðar fluttu þau til Patreksfjarðar og bjuggu þar í 5 ár. Þar vestra fæddust þeim tvö yngri börnin, þau Linda og Heiðar Örn. Heimkomin settust þau að úti í Glerárhverfi, þar sem þau bjuggu æ síðan. Lengst bjuggu þau í Litluhlíð- inni, en fyrir rúmum þrem árum keyptu þau hús í Bakkhlíð 5 með Hrafnhildi og Berki. Líf sjómannskonunnar er oft margbrotið. Þar sem Óli var lang- dvölum á sjónum, kom ýmis umsýsl- an utan húsmóðurstarfanna í hlut Hönnu. Hún brást við því af dugnaði, tók bílpróf fullorðin og vann auk þess utan heimilis er börnin voru vaxin úr grasi, lengst við umönnum fatlaðara, bæði á vistheimilinu Sól- borg og í sambýlum. Þar naut eðl- islæg góðmennska og glaðværð hennar sín vel. Heimili hennar stóð öllum opið og smátt og smátt varð það einskonar miðpunktur fjölskyldunnar, þangað voru allir hjartanlega velkomnir, börn sem fullorðnir og svo lagaði hún alveg einstaklega sterkt og gott kaffi. Á árinu 1995 var ljóst, að hún gekk ekki heil til skógar. Hinn 29. janúar 1996, degi fyrir 49. afmælisdaginn, féll dómurinn: krabbamein. Barátta hennar við þann mikla vágest varði nákvæmlega 5 ár og 5 mánuði. Þar skiptust auðvitað á skin og skúrir, erfiðir tímar, en líka vonbetri stund- ir. Hún naut allrar þeirrar hjálpar, sem í mannlegu valdi stóð. Friðrik Yngvason, læknir og hjúkrunarfólk- ið á FSA, stundaði hana af þvílíkri alúð og hlýju, að ekki verður þakkað með orðum. Hún háði harða baráttu, studd af fjölskyldu og vinum, full af bjartsýni þótt oft syrti vissulega í álinn. Ég verð betri á morgun var gjarnan svarið þegar ég innti hana eftir líðan hennar. Ég held, að henni hafi liðið einna best eftir Kanaríeyjaferðirnar, sem þau Óli fóru gjarnan á útmán- uðum. Auk þeirra ferða, var hún dugleg að ferðast innanlands til að heimsækja vini og kunningja. Síð- ustu ferðina fór hún mánuði fyrir andlát sitt suður í Hvalfjörð ásamt dóttur sinni og fjölskyldu hennar, sem var á leið til útlanda. Daginn eft- ir brottför þeirra ætlaði hún norður aftur. Ég hafði af henni áhyggjur og reyndi að ná í hana í síma og athuga hvort ég ætti að skreppa suður og vera með henni í jeppanum. Þegar hún loks svaraði, sagði hún að áhyggjur væru óþarfi, hún væri í Öxnadalnum og yrði komin eftir hálftíma. En nú er þessu öllu lokið. Litla stúlkan, sem móðursystir mín tók að sér í janúarlok 1947 er öll. Ljúf kona, eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, systir og frænka er horfin á braut. Skarðið er stórt, söknuðurinn er sár, staðreyndin óumflýjanleg. Hönnu Sigurðardóttur hefur verið afmörkuð stund. Bernharð Haraldsson. Hún Hanna er horfin frá okkur og það er komið stórt skarð í litla fjöl- skyldu. Hún háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og þegar yfir lauk voru liðin fimm ár og fimm mán- uðir frá því hún greindist með krabbamein. Alltaf vonuðum við, að kraftaverk myndi gerast og sjálf var hún full bjartsýni og taldi kjark í okkur hin. Svo fór þó að lokum, að sjúkdómurinn sigraði og þá var eins og sólin gengi til viðar og kuldahroll- urinn hríslaðist um okkur. Veröldin tók ekki blíðlega á móti Hönnu, þegar hún fæddist. Foreldr- ar hennar voru bæði veik af berkl- um. Ljósmóðirin tók hvítvoðunginn, nýfæddan og fór með hann til barn- lausra hjóna, sem bjuggu í sama húsi og bað húsmóðurina að hafa barnið í nokkra daga. Þar með var framtíð hennar ráðin, því þessi góðu hjón tóku hana að sér og móðir hennar dó nokkrum mánuðum seinna. Fóstur- foreldrar Hönnu, Sigríður og Frið- rik, eignuðust síðan dreng níu mán- uðum seinna, þannig að gjörbreyting varð á lífi þeirra. Hanna og fóstur- bróðir hennar Steinþór voru fædd sama árið og voru alla tíð mjög náin systkini. Þórbjörg tengdamóðir mín og Sigríður móðir þeirra voru systur og samgangur var mikill og góður milli heimilanna. Benni var eins og stóri bróðir þeirra systkina og vin- átta þeirra þriggja var mikil og ein- læg og ég leit á Hönnu sem mágkonu mína. Ég fann strax hlýjuna og vel- vildina, sem stafaði frá henni. Hún var svo opin og einlæg, átti gott með öll samskipti við fólk. Hún var alltaf í góðu skapi, laus við alla fordóma og það var alltaf stutt í kímnina, jafnvel þótt hún væri fárveik. Þau Óli hófu sambúð ung að árum og bjuggu lengst af hér á Akureyri fyrir utan nokkur ár, sem þau bjuggu á Patreksfirði. Sambúð þeirra var farsæl og hamingjurík. Það er margs að minnast frá liðnum árum, þegar börnin okkar voru að alast upp. Hanna var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, ef á þurfti að halda. Það var ekki vandi að biðja hana. Fjölskyldur okkar áttu marg- ar góðar stundir saman með börn og bú. Hanna var ákaflega barngóð og þess nutu börnin mín. Sama gilti auðvitað um börnin hennar og barnabörnin, sem voru augasteinar hennar. Það lýsir Hönnu vel, hvað hún náði HANNA SIGURÐARDÓTTIR       !        ! "  #     ! "# $ "# %&'()) *                 ! "# #$ %$ $$ &% ' ()*       !" # $%  &'  ('' ) * +( , - $ ##$ . +/$ , )$ (0 / ( 1 ##$  $( ##$ /2 3 , ,/  0 *                   !"# $%&!'("                  !   !"! # $ "%  &%" '! $ '!  $ (%%)! *%%  '!!  % + $ '"! $ '!!  ' ,%-.%$! /0              !      ! ##  #$   !  "#                           !"#$% &&    ' ( ) & '  ! " # $%& ' ( # ) * '*% $%& '+  $$, ! -$.& '*% $$, / &$ $ %& # % '*% $$, 0 # $.& $%&  0 1 .& '*% $%& ) -& 0 2.%$$, ,0 -*"$) MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.