Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTAR- og saknaðar-kveðjur, sem þessadagana hljóma í eyrumog blasa við augumþegar leitað er á vit
fjölmiðla og rætt um samskipti Ís-
lendinga beggja vegna Atlantsála
vekja furðu ef tekið er mið af því
hugarfari, sem einkenndi afstöðu
þeirra landa vorra, er hvöttu Ís-
lendinga til vesturfarar á seinni
hluta 19. aldar. Svo er að sjá sem
ýmsir nafnkunnir hvatamenn að
búferlaflutningi Íslendinga hafi lit-
ið á landið sem óbyggilegt úrhrak,
einskonar „skítapleis“ eins og sum-
ir táninga okkar hefðu kallað fóst-
urjörðina. Hér væri óhugsandi að
„meika það“ og eins gott að forða
sér við fyrsta hentugt tækifæri.
Segja má að þjóðskáldið séra
Matthías Jochumsson hafi lýst hug-
arfari og afstöðu fjölda landa sinna
í ljóði því er hann kvað og vildi síð-
an helst ekki kannast við að hafa
ort. „Hrafnfundna land“.
Fræðimenn hafa undanfarið
fjallað um byggðir Vestur-Íslend-
inga og minnst nafnkunnra landa
vorra í Vesturheimi. Margt ber að
þakka sem þar hefir verið flutt til
fróðleiks og skemmtunar. Má þar
nefna þætti um Stephan G. Steph-
ansson, sem fluttir voru í Ríkisút-
varpinu.
Þá ber að nefna bækur Böðvars
Guðmundssonar um örlög vestur-
fara og einnig rit Guðjóns Arn-
grímssonar um vesturfara.
Þess ber að geta að tveir Eyr-
bekkingar, annar tvítugur innan-
búðarmaður í Lefólís-versl-
un en hinn ungur
guðfræðingur, síðar nafn-
kunnur klerkur birtu ávarp
þegar árið 1869. Ávarp
þeirra félaga er einstakt í
sinni röð. Þar kveður við
annan og gjörólíkan tón en í
ávörpum þeim sem sam-
þykkt eru á ýmsum mann-
fundum, sem bændaforingj-
ar og þingmenn beittu sér
fyrir og höfðu að markmiði
endurreisn og eflingu þjóð-
menningar og bjargræðis-
vega. Kaldlyndi og nap-
uryrði sem einkenna ávarpsorð
Eyrbekkinganna tveggja vekja
slíka furðu að lesandann setur
hljóðan.
Virðum nú fyrir okkur ávarp
Eyrbekkinganna.
Ávarpið:
„Hvernig á nokkur þjóð að
geta orðið efnuð eða rík í
alveg ónýtu landi?“
Síðan Ísland byggðist frá Noregi,
eru nú liðin því nær 1000 ár. Allan
þennan tíma höfum vér á eyju þess-
ari getað varðveitt þjóðerni okkar,
bókmenntir og mál. Orsökin til
þess, að vér höfum getað þetta, er
sú, að land vort er mjög afskekkt
frá öðrum löndum. En af fjarlægð-
inni leiðir, að hér munu aldrei verða
verulegar samgöngur við aðrar
þjóðir. Hinar þjóðirnar sjá, og
munu ávallt sjá, að hér er eiginlega
eptir engu að sækjast. Landið er af
náttúrunni svo fátækt, að hér getur
ekkert, sem nokkuð er í varið, te-
kizt eða borgað sig, svo að sú ves-
öld og fátækt, sem hér hefir átt sér
stað, mun ávallt eiga sér stað, því
hvernig á nokkur þjóð að geta orðið
efnuð eða rík í alveg ónýtu landi?
Aumlegur árangur íslenskrar
jarðyrkju. Þeir sem lært hafa
erlendis leggja plóginn frá sér,
„orðinn riðgaður“
Nokkrir Íslendingar hafa fullyrt,
og fullyrða enn, að eymd landsins
sé ódugnaði landsbúa að kenna, og
að allt gæti farið margfalt betur, ef
landsmenn nenntu og vildu. En
þeir af löndum vorum, sem hafa
haldið þessari skoðun fran, eru
flestir bóknámsmenn við háskólann
í Kaupmannahöfn. En það gengur
eðlilega til, að þeir í þessu fari villir
vegar. Þeir koma til Hafnar um tví-
tugt, eða á þeim aldri, er þeir enga
lífsreynslu eru búnir að fá. Þeir sjá,
að í Danmörku er mikil velmegun,
og að allt gengur þar með miklu
fjöri og lífi. Nú hugsa þeir, að eins
mætti fara á Íslandi, ef landsmenn
legðu fram þann dugnað, sem
þyrfti. En að hinu leytinu er hægt
að skilja, að menn á þessum aldri
hafi alveg skakka skoðun á þessu
máli, og það hafa þeir líka sann-
arlega. Reynslan hefir sýnt, að þeir
af þeim, sem á eptir fara að búa
hér, taka í engu tilliti fram hinum
sem aldrei hafa séð önnur lönd.
Þeir Íslendingar, sem hafa farið ut-
an til að læra jarðyrkju, sýna það í
verkinu, að árangurinn af hinni ís-
lenzku jarðyrkju er næsta aumleg-
ur, því vanalega fer það svo hjá
þeim, að þegar þeir í stuttan tíma
eru búnir að brúka þá kunnáttu,
sem þeir hafa aflað sér erlendis, til
að fá ávöxt af jörðunni, þá leggja
þeir plóginn frá sér, svo að hann
innan skamms er orðinn riðgaður.
Margra ára reynsla er því búin
að sýna og sanna, að land vort er í
raun og veru af náttúrunni eitt-
hvert hið aumasta land, sem til er.
Allir hyggnir menn, og allir þeir,
sem hafa reynsluna fyrir sér, eru
líka á þessu máli. En þeir, sem
byggja mikla loptkastala um Ís-
land, eru þessir: 1. Íslendingar í
Höfn fyrstir í flokki. 2. Nokkrir
kaupstaðarbúar hér á landi. 3. Fá-
einir bændur hér til sveita; en þeir
búa flestir illa.
„Bandafylkin í Norðurameríku –
eitthvert hið auðugasta land,
sem til er“
Okkur undirskrifuðum hefir því
dottið í hug, að gjörandi væri, að
nokkrir ungir menn tækju sig sam-
an og færu utan, til að gjöra tilraun
til, að komast í betri stöðu, en menn
hér almennt geta. Til norðurálfu-
landanna er nú orðið til lítils að
fara, því þau eru orðin svo þétt-
byggð, að þar er mjög þröngt um
alla atvinnu, þótt þessi lönd í sjálfu
sér séu ágæt. En það land, sem að
okkar áliti er bezt til þessa fallið,
eru Bandafylkin í Norðurameríku.
Land þetta er af náttúrunni eitt-
hvert hið auðugasta land sem til er.
Það sýnir hinn mikli uppgangur
þeirra manna, sem það byggja.
Þeir, sem áður hafa farið úr Norð-
urálfunni til þessa lands, hafa farið
þangað á víð og dreif, og blandazt
innan um þá menn, er þar eru. En
við höfum hugsað okkur, að hafa
þetta öðruvísi, nefnilega, að heill
flokkur færi þangað héðan, og fengi
sér útmældan blett til að búa á. Að
okkar áliti er mikið unnið við að
haga þessu þannig. Með þessu móti
er maður ávallt innan um lands-
menn sína, og getur þannig haldið
þjóðerni sínu, siðum og trú. Annað
gott leiðir og af þessari tilhögun, en
það er, að framvegis geta þeir Ís-
lendingar, er óska kynnu að fara
þangað, leitað á sama stað og verð-
ur því eigi neitað, að það er marg-
falt betra, að hitta þar fyrir lands-
menn sína, en að þurfa að blandast
innan um alveg ókennda menn sem
tala annað mál og hafa aðra siði.
Þannig hafa Norðmenn farið að í
Canada, og búa þeir þar á einum
stað svo tugum þúsunda skiptir. Ef
fyrirtæki þetta tækist, þá væri með
þessu móti eins og tilbúið heimili
fyrir þá, sem á eptir vildu flytja sig
í þetta ágæta land frá okkar auma
landi.
„Allir verða að hafa
með sér biflíur og sálmabækur“
Ferðakostnaðurinn allur er undir
hálft annað hundrað dalir, svo að
þeir peningar, sem hver þarf að
hafa, eru nálægt 250 rd. alls. Svo
þarf og hver að hafa föt, til eins árs,
og svo rúmföt. Það er alveg ómiss-
andi að 3 eða 4 hreinlegir og dug-
legir kvenmenn væru með, er gæti
fengizt við öll innanhúss-störf. En
annað kvenfólk en það, sem er dug-
legt og hreinlegt, er óhafandi, eins
og líka enginn karlmaður má takast
í félag þetta sem er óreglumaður
eða drykkjumaður. Allir verða og
að hafa með sér biflíur og sálma-
bækur, og vanalegar guðsorðabæk-
ur. Alveg er nauðsynlegt að sem
flestir væru smiðir, bæði húsasmið-
ir og bátasmiðir.
Pétur Guðmundsson, faðir grein-
arhöfundar og oddviti Eyrarbakka-
hrepps þegar hreppurinn keypti jarð-
næði sem var í eigu Páls Grímssonar.
Eggert Sigfússon. Hann fór aldrei til
„fyrirheitna landsins“. Át kringlur og
aflýsti messum í Vogsósum. Skipti
mönnum í „skúma“ og „lóma“.
Ólafur Magnússon/Þjóðminjasafnið
Frú Pálína Pálsdóttir. Hún sendi vatn
úr brunni á Eyrarbakka vestur um haf
þegar ferjan „Eyrarbakki“ hlaut nafn í
byggðum Íslendinga þar.
Þjóðminjasafnið
Jón Gíslason sonur Gísla Ísleifssonar
prests í Kálfholti í Holtum. Sagt er að
Jóni hafi verið útþrá í blóð borin og
hann langað utan strax í barnæsku.
William Wickmann, Dani sem bjó
um tíma á Eyrarbakka. Dvaldi í tíu ár
á Íslandi en fluttist til Bandaríkjanna
1865 og settist að í Wisconsin.
Bandaríska ferjan Eyrarbakki sem er í notkun í Íslendingabyggðum í Vesturheimi.
„Hvernig á nokkur þjóð
að geta orðið efnuð eða
rík í alveg ónýtu landi?“
Fræðimenn hafa undanfarið
fjallað um byggðir Vestur-
Íslendinga og minnst nafn-
kunnra landa vorra í Vest-
urheimi, segir Pétur Pét-
ursson þulur, sem rifjar
m.a.upp ávarp tveggja
ungra Eyrbekkinga frá því
árið 1869, þar sem þeir
hvöttu unga Íslendinga til
að setjast að í „Bandafylkj-
um“ Norðurameríku.
Afrit úr gerðabók Eyrarbakkahrepps frá fundi 16. febrúar 1901. Pétur Guðmundsson og
Guðni Jónsson sitja fundinn: Samning þessum er eg sem seljandi samþykkur, gert Eyr-
arbakka 16. febr. 1901 Páll Grímsson