Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir hugsanlegt að lagt verði fram frumvarp til laga um breytingar á kynferðisafbrotahluta hegningarlaga á næsta þingi. Nú er unnið að endurskoðun lagaákvæða er varða kynferðisafbrot í nefnd á vegum ráðuneytisins og væntir ráð- herra tillagna nefndarinnar í haust. Ráðherra skipaði nefndina í kjöl- far skýrslu um vændi á Íslandi sem kom út í lok mars sl. og er nefndin að skoða ýmsa þætti er varða þessi mál, m.a. hegningarlögin hér og sam- bærilega löggjöf á Norðurlöndunum. Sólveig segir ýmsa þætti hafa ver- ið til umræðu, m.a. þær breytingar sem gerðar hafa verið á refsiákvæð- um um kynferðisafbrot á hinum Norðurlöndunum. Sólveig segir að Norðmenn hafi t.d. nýlega gert róttækar breytingar á þeim kafla hegningarlaganna er snerta kyn- ferðisglæpi og þar hafi misneyting- arþættinum í slíkum afbrotum verið gerð sérstök skil. Misneyting er þegar brotamaður notfærir sér einfeldni eða bágindi annars manns. Hvað kynferðisglæpi varðar á þetta við þegar geðveikum eða þroskaheftum einstaklingum er nauðgað, eða fólki með aðra skamm- vinna truflun, eins og eftir vímuefnaneyslu eða meðvitundar- leysi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og for- maður allsherjarnefndar Alþingis, segist telja að dómur sem féll í hrottafengnu nauðgunarmáli á mið- vikudag, þar sem brotamaðurinn fékk þriggja ára fangelsisdóm, og önnur slík mál undanfarin misseri gefi tilefni til að kynferðisafbrota- kafli hegningarlaganna verði yfirfar- inn. „Ég tel að við þurfum að fara mjög heildstætt yfir þessi mál. Við eigum að varast að meta og breyta löggjöf eingöngu út frá einu máli. Við þurf- um að líta til liðinna ára og fá helstu fagmenn á þessu sviði með okkur í þetta. Ég held að síðustu ár gefi til- efni til þess að farið verði yfir allan kynferðisbrotakafla hegningarlag- anna, bæði hvað varðar kynferðisaf- brot gegn börnum og fullorðnum,“ segir hún. Sólveig bendir á að refsiramminn í kynferðisafbrotamálum sé að há- marki 16 ára fangelsisdómur, og að lágmark refsingar sé eins árs dómur. „Refsiramminn á í sjálfu sér að vera nægilegur. Dómstólar hafa því nægi- legt svigrúm,“ segir ráðherra. „Þótt það sé ekki mitt hlutverk að ræða einstök dómsmál þá er ljóst að þessi dómur hefur vakið mikla umræðu og það hljóta að vera veigamikil rök fyr- ir því að áfrýja honum til Hæstarétt- ar, en það er auðvitað á valdi rík- issaksóknara að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Hún segist líta þessi mál alvarlegum augum. Þorgerður segir að Alþingi hafi skýrt og klárt verið að gefa út ákveðna línu með því að hafa lág- marksrefsingu í kynferðisglæpum og segja að það vilji ekki að vægt sé tekið á nauðgunarmálum. Hún vill þó ekki segja hvort hún telji að kynferð- isdómar séu of vægir, segir það ekki hlutverk Alþingis að segja dómstól- um fyrir um hvað dómarnir eigi að vera þungir. Þarf að skoða þyngd dóma Þorgerður telur nauðsynlegt að þessi mál verði rædd og vonar að þau komi til umræðu strax á næsta þingi. „Kannski komumst við að því eftir að hafa farið yfir lögin að það sé ekki rétt að breyta þeim,“ segir Þorgerð- ur. Hún segir aftur á móti að sé það niðurstaða endurskoðunarinnar að dómar í kynferðisafbrotum séu of vægir verði að spyrja hvað hægt sé að gera til þess að refsiramminn sé nýttur. „Það getur líka verið að eitt- hvað annað komi út úr þessu. Kannski væri með þessum hætti hægt að koma meiri upplýsingum til fólks og hægt að koma brotamönn- um í skilning um að þessir glæpir eru ólíðanlegir.“ Ráðherra bendir á að oft sé erfitt að sanna kynferðisglæpi og að miklu máli skipti að öll meðferð nauðgun- armála sé í lagi. Hún segir að rík- issaksóknari hafi nýlega skipað sér- stakan starfshóp sem muni skoða meðferð nauðgunarmála og athuga hvort gera þurfi einhverjar úrbætur í þeim efnum. „Ég hef sjálf nýlega haldið fund með yfirlækni og starfsmönnum neyðarmóttöku sjúkrahússins í Fossvogi, þar sem komu fulltrúar frá ríkissaksóknara, lögreglu, formaður vændisnefndar og ýmsir þeir sem starfa við þessi mál. Það var mjög fróðlegur og gagnlegur fundur,“ seg- ir Sólveig. Lagaákvæði sem varða kynferðisafbrot eru í endurskoðun hjá dómsmálaráðuneytinu Lagabreytingafrum- varp hugsanlega lagt fram á næsta þingi TVÖ fjögurra manna lið hjólreiða- garpa lögðu af stað í gær í keppni um hringveginn til að flytja lands- mótseldinn frá Reykjavík til Egils- staða þar sem landsmót ungmenna- félaganna verður sett í næstu viku. Annað liðið hjólar norður fyrir en hitt suður og austur um og eru báð- ar leiðir jafnlangar, 700 km. Keppnin hefur hlotið nafnið „Eldraunin“ og sögðust keppendur beggja liða vera í toppformi þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af þeim nokkrum mínútum fyr- ir brottför. „Plan A er að vinna – plan B er að lifa ferðina af,“ sagði einn kappsfullur keppandinn þegar hann hjólaði af stað. Keppendur sögðust búast við að ferðin tæki rúman sólarhring. Hægt er að fylgjast með hjólreiðamönnunum á mbl.is. Eldraun með lands- mótseld Morgunblaðið/Brynjar Gauti SAMKVÆMT bráðabirgðatölum úr sektarkerfi lögreglunnar nemur fjölgun útsendra sektarboða vegna umferðarlagabrota 15 prósentum milli ára. Alls var sent út 19.091 sekt- arboð fyrstu 6 mánuði ársins 2001 en til samanburðar voru send út 16.644 sektarboð á sama tíma í fyrra. Búið er að afgreiða 91 af hundraði sektarboðanna með einhverjum hætti úr kerfinu og hafa tveir þriðju hlutar þeirra þegar verið greidd, 5,9 prósent hafa farið til dómsmeðferðar en afgangurinn er enn til afgreiðslu í kerfinu en lögregla segir reynsluna sýna að 99,9 prósent fái afgreiðslu úr kerfinu. Sektað fyrir 20.666 brot Alls var sektað fyrir 20.666 um- ferðarlagabrot þessa fyrstu 6 mán- uði ársins og stafar tæpur helmingur þeirra af of hröðum akstri. Þá voru alls 62 sviptir ökuréttind- um á grundvelli umferðarpunkta. Í hönd fer annasamasti tími lög- reglu við umferðarlöggæslu og segir hún að búast megi við að fleiri en nokkurn tíma verði stöðvaðir fyrir umferðarlagabrot. Sektum vegna um- ferðarlaga- brota fjölgar FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir viðræður við fulltrúa Norðuráls um orkuverð á byrjunarstigi. „Við höfum átt við þá viðræður og eigum von á því að þær haldi áfram um miðjan mánuðinn,“ segir hann. Aðspurður um hvort Norðuráli sé boðið sambærilegt orkuverð og Reyðaráli segir Friðrik ljóst að ekki geti verið mikill munur þarna á milli. Ekkert hefur verið gefið út um orku- verðið og segir Friðrik það vera milli Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar. Framkvæmdastjóri Norðuráls hefur sagt að enn beri nokkuð í milli aðila varðandi orkuverðið en Friðrik segir allt of snemmt að segja til um hvort samningar náist. „Á þessu stigi sýnist mér ekki vera óbrúanlegt bil milli hugmynda þeirra og okkar um verð,“ segir hann. Norðurál áætlar stækkun úr 90 þúsund tonna álframleiðslu í 180 þúsund tonn og 60 þúsund tonn til viðbótar á síðari stigum. Til að út- vega orku fyrir fyrri stækkunina áætlar Landsvirkjun annars vegar að virkja Tungnaá við Búðarháls, sem fengist hefur leyfi fyrir, og hins vegar að mynda lón við Norðlinga- öldu, sem eftir á að fara í lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Einnig þarf að leita sérstaks leyfis þar sem hluti lónsins verður innan friðlýsts svæðis Þjórsárvera. Óeðlilegt að Náttúruvernd myndi sér skoðun fyrirfram Náttúruvernd ríkisins hefur sagt að hún muni ekki fallast á fram- kvæmdir við Norðlingaöldu. „Það er fullkomlega óeðlilegt að Náttúru- vernd hafi fyrirfram skoðun á því máli því enn hefur ekki verið leitað leyfis og enn er ekki ljóst nákvæm- lega í hverju framkvæmdin verður fólgin,“ segir Friðrik. Náist ekki leyfi fyrir Norðlinga- ölduveitu á Landsvirkjun, að sögn Friðriks, ekki möguleika á því að út- vega orku árið 2004 fyrir þessa stækkun. Það skýrist í byrjun næsta árs hvort leyfi fæst fyrir fram- kvæmdum. Norðurál á einnig í viðræðum við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur, en ljóst er að þessi fyr- irtæki geta ekki boðið nægjanlega orku árið 2004, þegar fyrri áfangi stækkunar Norðuráls á að vera kom- inn í gagnið. Friðrik segir að þrjú ár séu ekki of skammur tími. „Við getum byrjað strax í sumar að undirbúa Búðar- hálsinn með því að brúa Tungnaá og leggja veg að fyrirhuguðu stæði við stöðvarhúsið. Þannig gætum við strax á næsta ári byrjað á fram- kvæmdum við sjálfa virkjunina sem tekur þessi þrjú ár, 2002, 2003 og 2004.“ Friðrik bendir á að framkvæmdir við Norðlingaöldulón muni taka styttri tíma, þar sem ekki þurfi að byggja stöðvarhús, eingöngu sé um stíflur og göng að ræða. „Svo munum við nota þær virkjanir sem eru nú þegar í rekstri í Tungnaánni,“ segir Friðrik. Nýta þarf tímann vel að mati iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist gleðjast yfir því í hvaða farveg viðræður stjórnvalda og Landsvirkjunar við Norðurál um stækkun álversins á Grundartanga eru komnar. „Það er augljóst að nota þarf tím- ann vel ef þau áform sem uppi eru um gangsetningu fyrsta áfanga stækkunarinnar eiga að geta gengið eftir. Óneitanlega er margt ekki komið í höfn ennþá,“ segir Valgerð- ur. Hún vill ekki tjá sig um stöðu við- ræðna um orkuverð við Norðurál, þær gerist á viðskiptagrundvelli fyr- irtækja í milli. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, um viðræðurnar við Norðurál Ekki óbrúanlegt bil milli aðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.