Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ J ÓN Sigurðs- son var Vest- firðingur, fæddur á Hrafnseyri við Arnar- fjörð hinn 17. Júní árið 1811. Foreldrar hans voru séra Siguður Jónsson, 1777– 1855, prestur þar, og kona hans, Þórdís Jóns- dóttir, 1772–1862. Séra Sigurður var sonur sr. Jóns Sigurðssonar, er prestur hafði verið á Stað á Snæfjallaströnd áður en hann vígðist til Hrafnseyrar og var Sigurður aðstoð- arprestur föður síns þegar Jón sonur hans fæddist. Séra Jón var bónda- sonur frá Ásgarði í Grímsnesi og er ættin kölluð Ásgarðsætt. Þórdís, 1771–1862, móðir Jóns, var dóttir séra Jóns prófasts Ásgeirssonar í Holti í Önundarfirði og voru ættir hennar vestfirskar. Um foreldra Jóns Sigurðssonar ber mönnum saman um að þau hafi bæði verið hinar mestu fyrirmyndar- manneskjur, þar sem vart hafi hall- ast á um mannkosti. Hefur Jón sonur þeirra erft frá þeim báðum ýmsa þá eiginleika, sem í honum bjuggu og svo skýrt komu í ljós á lífsleið hans. Hér er einkum til að nefna góð- ar gáfur, iðjusemi og reglusemi og sagt er að hið fyrst talda hafi hann ekki síður átt til móður sinnar að sækja því að hún var orðlögð sem hin mikilhæfasta gáfukona. Sitthvað annað er hann talinn hafa átt beint til hennar að sækja, svo sem ytra yfirbragð og höfðingslund, en hún þótti einlægt sýna fá- tæku fólki sérstakt ör- læti. Tvö yngri systkini Jón var elstur þriggja systkina, en hin voru Jens, 1813–1872, latínu- skólakennari í Reykjavík og síðar rektor Latínuskólans, og Margrét, 1816–1888, húsfreyja á Steinanesi í Arnarfirði. Ekki er vitað hversu mörg núlifandi ættmenni Jóns Sig- urðssonar eru, en Jens eignaðist níu börn með konu sinni Ólöfu Björns- dóttur, Gunnlaugssonar, yfirkennara við Latínuskólann, og Margrét ellefu, þar af komust sjö til fullorðinsára, með eiginmanni sínum, Jóni skip- herra Jónssyni á Bíldudal, sem féll frá á miðjum aldri árið 1856. Jón Sigurðsson og Ingibjörg Ein- arsdóttir, kona hans, voru alla tíð barnlaus, en þau tóku einn af sonum Margrétar, Sigurð Jónsson, 1851– 1893, í fóstur árið 1859, þá átta ára gamlan, ólu upp og kostuðu til náms. Hann varð stúdent frá Borgardyggð- arskólanum í Kaupmannahöfn 1869 og lauk lögfræðiprófi frá Kaup- mannahafnarháskóla 1875. Sigurður var skipaður sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu 1878 og gegndi því starfi til dauðadags 1893, en hann lést aðeins 42 ára að aldri. Hann kvæntist árið 1878 Guðlaugu Jens- dóttur og voru þau hjónin systkina- börn. Jón, bróðir Margrétar, styrkti systur sína að auki fjárhagslega eftir að hún var orðin ekkja með mörg börn í ómegð og lagði m.a. árlega um nokkurt skeið 50 ríkisdali inn á versl- unarreikning hennar á Bíldudal sem gerði henni kleift að halda heimilinu að Steinanesi saman, en þangað fluttu foreldrar Jóns þegar séra Sig- urður hætti prestskap á Hrafnseyri og eru þau jarðsett í Otradal í Arn- arfirði. Í einu bréfi Margrétar til Jóns bróður síns stendur: „Þú mátt heita faðir barnanna“ og verður þakklæti hennar fyrir aðstoðina varla betur lýst. Jens, bróðir Jóns, nam skólalær- dóm af föður sínum líkt og hann og var síðan í Bessastaðaskóla um nokk- urt skeið og útskrifaðist þaðan 1837 með mjög góðum vitnisburði og lauk síðan guðfræðiprófi frá Hafnarhá- skóla 1845 með 1. einkunn. Voru þeir bræður samvistum í Kaupmanna- höfn og var alla tíð mjög kært á milli þeirra. Jón Sigurðsson andaðist í Kaup- mannahöfn 7. desember 1879, þá 68 ára gamall, eftir nokkurra mánaða erfið veikindi. Kona hans, Ingibjörg, sem hafði verið við sjúkrabeð manns síns, lést svo níu dögum síðar. Þau hjón hvíla í kirkjugarðinum við Suð- urgötu í Reykjavík. Heimildir: Safn Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri, Jón Sigurðsson forseti – ævisaga í hnotskurn eftir Hallgrím Sveinsson, „Vér mótmælum Sigurður Jónsson lög- fræðingur, fóstursonur Jóns forseta. Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir skömmu eftir brúð- kaup þeirra 1845, en þá hafði hún setið í festum á Íslandi í 12 ár á meðan hann var við nám og störf í Höfn. Síðastliðinn fimmtudag var 150 ára afmælis þjóðfund- arins í Reykjavík minnst, en þá tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka. Jóhönnu Ingvarsdóttur lék forvitni á að kanna hug nokkurra ættmenna til frelsishetju Ís- lendinga og hvort saga hans hefði að einhverju marki fylgt þeim í gegnum tíðina. Sjálfur var Jón barnlaus og á þar af leiðandi ekki beina afkomendur, en hann átti tvö systkini, sem varð samtals tuttugu barna auðið. 150 ár eru nú liðin frá li i þjóðfundinum í Reykjavíkj i í j í VIÐ systkinin höfum alla tíðverið mjög meðvituð umskyldleikann við Jón forseta, sem er langömmubróðir minn, og í reynd mjög stolt af okkar uppruna,“ segir Vagna Sólveig Vagnsdóttir, húsmóðir á Þingeyri. Faðir hennar, Vagn Þórleifsson, er sonur Þórleifs Jónssonar, eins af börnum Margrét- ar á Steinanesi, systur Jóns Sigurðs- sonar. Önnur börn hennar voru Sig- ríður, Þórdís, Jóhanna Þórunn, Jón og Marsibil. Líklegt er talið að þau hafi öll búið vestur á fjörðum en um fjölda afkomenda Margrétar er ekki vitað. Vagna Sólveig segist ekkert vita um þetta frændfólk sitt. Aftur á móti hafi afkomendur Þórleifs afa síns haldið vel saman og m.a. efnt til ætt- armóta að Núpi og í Borgarfirði. For- eldrar Vögnu Sólveigar, Vagn og Sól- veig, bjuggu að Ósi í Mosdal í Arnarfirði um hríð en þegar Gísli Ás- geirsson hætti búskap á Álftamýri og flutti suður til Hafnarfjarðar 1940 út- vegaði Ásgeir Ásgeirsson, fyrrver- andi forseti Íslands, Vagni ríkisjörð- ina Álftamýri til ábúðar, m.a. vegna ættartengsla hans við Jón forseta. Af fimmtán börnum Vagns komust þrettán á legg, fimm synir og átta dætur, sem lengi hafa gengið undir nafninu „Álftirnar frá Álftamýri“. „Jón Sigurðsson var baráttumaður og ég tel að sá eiginleiki hafi fylgt okkur systkinunum alla tíð. Við höf- um yfirleitt verið baráttumanneskjur í þessum legg,“ segir Vagna Sólveig þegar hún er spurð hvort saga Jóns hafi í einhverju fylgt þeim systk- inum. Flestar systranna hafa starfað við fiskvinnslu á lífsleiðinnien Vagna Sólveig segist hafa orðið að hætta í fiskinum fyrir um fimm árum síðan þegar hún hafi orðið fyrir því óláni að missa löngutöng í kjötskurðarvél. Þá hafi hún snúið sér að trélist og list- málun og eru myndir hennar m.a. til sölu hjá Gallerí Fold og til sýnis á Edduhótelinu að Núpi í Dýrafirði. „Svo er ég alltaf að baka kleinur fyrir fólk sem ekki nennir því sjálft.“ Að sögn Vögnu Sólveigar var afi Þórleifur, sem var bóndi í Hokinsdal í Arnarfirði, talinn göldróttur maður og var því gjarnan kallaður Galdra- Leifur. „Svo ákveðnir voru menn í þessu að hann komst varla inn í kirkjugarðinn á Hrafnseyri þegar hann var jarðsettur, heldur hvílir hann í kantinum við kirkjugarðs- vegginn. Sonur minn Jóhannes hefur alltaf verið með þennan langafa sinn á heilanum og ákvað fyrir um tveim- ur árum síðan að gera sér ferð úr Reykjavík vestur að Hrafnseyri til að hlú að leiði langafa síns og merkja það almennilega með krossi. Ári seinna eignaðist hann son eftir margra ára biðtíma. Snáðinn, sem nú er rúmlega eins árs, var að vonum skírður Þórleifur. Sá gamli hefur ver- ið að minna á sig og þakka fyrir sig.“ Stolt af upprunanum Sex af átta dætrum Vagns Þórleifssonar. Frá vinstri : Elínborg, Halldóra, Sól- veig, Aðalheiður, Kristjana og Guðlaug. ÉG hef alltaf haft miklar mæturá Jóni forseta og er að vonumdálítið montinn yfir því að geta rakið okkar ættir saman. Í fyrstu fannst mér við vera mjög fjarskyldir, en eftir því sem maður fer að lesa ættarsöguna meira á síð- ari árum finnst manni meira til þess koma þótt tengingin sé nokkuð löng þrátt fyrir allt,“ segir Jafet S. Ólafs- son, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofu, en langamma Jafets og bróður hans Magnúsar Ólafssonar, forstjóra Osta- og smjörsölunnar, hét Sigríður Jafetsdóttir, 1849– 1915, sem gift var Sigurði Ein- arssyni útvegsbónda í Bollagörðum á Seltjarnarnesi 1850–1906. For- eldrar Sigríðar voru Þorbjörg Niku- lásdóttir og Jafet Einarsson gull- smiður og var Einar faðir hans föðurbróðir Jóns Sigurðssonar for- seta. Sigríður eignaðist ellefu börn, þeirra á meðal voru Jafet Sigurðs- son, afi Jafets Ólafssonar, og Nikó- lína Sigurðardóttir sem var móðir Guðna rektors. Að sögn Jafets hafa engin sérstök tengsl, sér vitandi, verið á milli ætt- menna Jóns forseta enda ætti hann sér ekki sjálfur beina afkomendur. Hins vegar hafi frændgarðurinn út frá Sigríði Jafetsdóttur og Sigurði Einarssyni haldið þó nokkrum tengslum, m.a. í gegnum ættarmót. „Ég hef lesið mjög vel sögu Jóns og mér finnst mjög merkilegt hvað hann hefur haft mikinn tíma og fjármuni til þess að standa í öllu því Dálítið montinn yfir frændseminni Jafet S. Ólafsson og Hildur Hermóðs- dóttir ásamt börnunum sínum Jó- hönnu, Ara Hermóði og Sigríði Þóru. join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.