Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 21
allir“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 21
ÖMMU minni, Þóru MörtuStefánsdóttur, kennara ogrithöfundi, var mjög annt
um Jón Sigurðsson frænda sinn og
var dyggur aðdáandi hans. Það
hékk stór ljósmynd af þeim hjónum
Jóni og Ingibjörgu Einarsdóttur í
stofunni heima hjá ömmu og afa og
man ég eftir því hvað hún var í fal-
legum útskornum ramma,“ segir
Elín Hirst, fréttamaður á Sjónvarp-
inu, en amma hennar, Þóra Marta,
var jafnskyld þeim hjónum Jóni og
Ingibjörgu sem voru systkinabörn
ásamt Jóni Benediktssyni, f. 1793,
langafa Þóru Mörtu og presti á
Hrafnseyri. Jón Benediktsson er
sonur Helgu, f. 1772, Jón Sigurðs-
son er sonur Sigurðar prófasts, f.
1777, og Ingibjörg er dóttir Einars,
f. 1775, sem aftur eru börn Jóns
Sigurðssonar, prests á Hrafnseyri
sem fæddur var árið 1740 og er þar
af leiðandi afi Jóns forseta, Ingi-
bjargar og Jóns Benediktssonar.
„Amma talaði mjög oft um Jón
forseta við okkur krakkana. Við
blikkuðum stundum hvort annað
þegar hún byrjaði enda hafði mað-
urinn verið dáinn í 90 ár þegar þetta
var. En Jón Sigurðsson var ömmu
svo ofarlega í huga að það var eins
og þau hefðu talast við í síma daginn
áður um næstu skref í baráttunni.
Amma sagði okkur með stolti frá
því að Jón Sig-
urðsson, frændi
hennar, hefði
verið leiðtogi
okkar Íslend-
inga þegar við
börðumst fyrir
sjálfstæði okkar
frá Dönum og
einhver mesta
hetja okkar fyrr og síðar. Þetta
fannst okkur auðvitað mjög merki-
legt. Okkur fannst hinsvegar skrýt-
ið að Jón hefði trúlofast náfrænku
sinni og að hún hefði þurft að bíða
eftir Jóni kærasta sínum á Íslandi í
tólf ár á meðan hann var að læra í
Kaupmannahöfn. Þetta fannst okk-
ur nú ekki góð framkoma af Jóns
hálfu. Amma varði frænda sinn auð-
vitað fram í rauðan dauðann og
sagði að hann hefði haft um mik-
ilvægari hluti að hugsa en kær-
ustuna.“
Elín Hirst.
Amma mín var dyggur aðdáandi
Þóra Marta Stefánsdóttir og Karl Albertsson Hirst og synirnir Stefán Hirst,
faðir Elínar, og Karl Jóhann Már Hirst.
Sigríður Jafetsdóttir orðin ekkja með börnunum sínum ellefu. Efsta röð: Einar,
Guðlaug, Anna, Einar og Nikólína. Miðröð: Þorbjörg Bergmann, Jafet, móðirin
Sigríður og Sigurður. Neðsta röð: Gyða, Gróa og Guðrún.
sem hann tók sér fyrir hendur á lífs-
leiðinni. Það er í sjálfu sér með ólík-
indum hvernig honum hefur tekist
að halda sér uppi án þess að vera í
hinu daglega brauðstriti. Alltaf fínn
og flottur í tauinu og barst töluvert
á, örlátur á fé við samlanda, opnaði
heimili sitt fyrir stúdentum og hélt
mjög skemmtilegar veislur. Hann
var hrókur alls fagnaðar þegar sá
gállinn var á honum. Jón var mikill
eldhugi.“ Jafet segir að einu sinni
hafi sér verið líkt við Jón Sigurðs-
son í útliti enda ekki leiðum að líkj-
ast. Í nokkur ár hafi hann ásamt
ömmu sinni og afa, Gruðrúnu Krist-
insdóttur og Jafet Sigurðssyni, haft
það fyrir sið að morgni 17. júní að
mæta í kirkjugarðinn við Suðurgötu
þar sem frelsishetjan hvílir.
ÓHÆTT er að segja að frænd-garðurinn sé stór þótt sjálf-ur hafi Jón forseti ekki
eignast beina afkomendur,“ segir
Guðrún Nordal, íslenskufræðingur
og dóttir Jóhannesar Nordal, fyrr-
verandi seðlabankastjóra, en Jón
Sigurðsson er langafabróðir bræðr-
anna Jóhannesar og Jóns Nordal.
Jens Sigurðsson, bróðir Jóns for-
seta, er langafi þeirra og Jón Jens-
son, yfirdómari í Reykjavík, sem
giftur var Sigríði Hjaltadóttur, afi
þeirra. Jón og Sigríður eignuðust
fjögur börn, Guðlaugu, Berg, Sess-
elju og Ólöfu, sem var móðir Jó-
hannesar og Jóns Nordal.
Jens Sigurðsson og Ólöf Björns-
dóttir eignuðust níu börn, fimm syni
og fjórar dætur, og bjuggu þau
lengst af við Aðalstræti í Reykjavík.
Þórdís, prófastsfrú á Ísafirði, var
elst, fædd 1849, og næstir komu
Björn kennari, Sigurður prófastur í
Flatey, Jón yfirdómari í Reykjavík,
Bjarni læknir á Breiðabólstað á
Síðu og síðar landlæknisritari,
Ragnheiður ógift, Ingibjörg, lækn-
isfrú í Stykkishólmi, Þórður stjórn-
arráðsritari og yngst var Guðlaug,
fædd 1878, sýslumannsfrú í Stykk-
ishólmi, sem gift var Sigurði, fóst-
ursyni Jóns Sigurðssonar. Bræð-
urnir fóru allir utan til náms og
bjuggu þá gjarnan hjá frænda sín-
um Jóni í Höfn. Af dætrunum fjór-
um eignaðist aðeins Þórdís eina
dóttur, sem upp komst, Kristínu,
sem eignaðist svo sjálf ekki börn.
Bræðurnir eiga sér hins vegar allir
afkomendur nema Þórður.
„Ég hef alltaf vitað af þessum
fjölskyldutengslum því frændsemin
við Jón forseta var mjög lifandi í
minningu Ólafar ömmu minnar,
dóttur Jóns Jenssonar enda var
hann kallaður „bróðir“ af föð-
ursystkinum hennar. Það var mjög
kært með þeim og Jóni, enda dvöldu
Jón og Ingibjörg jafnan á heimili
Jens og Ólafar þegar þau komu til
Íslands og systkinin áttu hann að í
Höfn. Amma skráði minningar sínar
um fjölskylduna fyrir okkur afkom-
endur sínar og þar er að finna mörg
atvik sem lýsa örlæti hans við bróð-
urbörnin. Það er í sjálfu sér óþarft
að taka dæmi; þau vitna umfram allt
um áhuga hans á unga fólkinu. Það
er því óhætt að segja að minningin
um þetta fólk hafi lifað góðu lífi allt
fram á okkar dag. Ekki má gleyma
því að maður eins og Jón er líka
mjög fyrirferðarmikill í sögunni og
minnir sömuleiðis á sig þannig. Það
hlýtur öllum að finnast mikið til
Jóns koma, ekki aðeins ættmennum
hans. En mér hefur alltaf þótt vænt
um að eiga þetta persónulega sjón-
arhorn á Jón Sigurðsson; að hugsa
um manninn sem afabróður ömmu
fremur en um stjórnmálamanninn.
Sú hlýja, sem einkennir allar fjöl-
skyldusögurnar um hann segir lík-
lega meira um hvern mann hann
hafði að geyma en mörg hástemmd
orð,“ segir Guðrún.
Hann er mitt leiðarljós
„Okkur er minning Jóns frænda
og bróður hans Jens, sem var langa-
langafi minn, afar kær og okkur
þykja þeir bræður hafa verið mjög
til fyrirmyndar og eftirbreytni,“
segir Jón Bragi Bjarnason, prófess-
or í lífefnafræði við Háskóla Íslands,
sem er að heita má jafnskyldur Jóni
forseta og Nordal-systkinin, en ætt-
bogi hans liggur í gegnum Bjarna
lækni Jensson og Ólöfu dóttur hans,
móður Bjarna Braga Jónssonar,
hagfræðing og fyrrverandi aðstoð-
arseðlabankastjóra og forstjóra
Efnahagsstofnunarinnar, sem nú er
á áttræðisaldri og er faðir Jóns
Braga.
„Það má segja að ég hafi í gegn-
um árin haft ýmislegt af því að leið-
arljósi sem Jón frændi skrifaði um í
draumsýn sinni. Ég starfa nú við
þann Þjóðskóla sem hann taldi
nauðsyn á í ritum sínum og rektor
HÍ minntist á í ræðu til útskrift-
arnema fyrir skemmstu. Versl-
unarfrelsi og úrbætur í atvinnulífi
landsmanna voru einnig mjög of-
arlega í huga Jóns og hann skrifaði
um það mjög
merkilega bækl-
inga. Einn þeirra
ber titilinn: „Ein
lítil fiskibók“. Þar
fjallar Jón um góða
meðferð á fiskafla,
vinnslu aukaafurða
í fiskvinnslu og þau
verðmæti, sem
skapa má með
þeim. Þetta í sjálfu
sér hefur orðið mitt lífsstarf.
Ég hef verið að vinna að rann-
sóknum á ensímum úr þorski og er
nú búinn að þróa tvenns konar verð-
mætar afurðir þar sem ensímin eru
notuð og í kringum þær hefur verið
stofnað fyrirtækið Ensímtækni.
Annars vegar er um að ræða afurð
sem heitir pensím-áburður, sem
unninn er úr þorskslógi. Farið var
að selja þetta í apótekum í desember
sl. og þykir einkum hafa góð áhrif á
húðina, t.d. ofnæmi, psoriasis, gigt
og sveppasýkingar. Hins vegar hef-
ur verið þróuð vara, sem í eru
bragðefni úr fiski þar sem ensím úr
þorski eru notuð til þess að útbúa
þessi bragðefni. Framleiðslan á
þessu er í höndum fyrirtækis á Höfn
í Hornafirði sem heitir Norðurís og
geri ég mér vonir um að draumar
Jóns frænda míns geti að einhverju
leyti ræst í þessu,“ segir Jón Bragi
og bætir við: „Segja má að okkar
líf fléttist saman á skemmtilegan
hátt enda hef ég alltaf litið á Jón
sem mitt leiðarljós. Ég hef sömu-
leiðis haft það fyrir venju að fara að
morgni þjóðhátíðardags að leiði
Jóns Sigurðssonar með litla son
minn, Bjarna Braga. Fyrst og
fremst geri ég það vegna þess að
hann er okkar þjóðfrelsishetja, en
hitt skemmir ekki að hann er Jón
frændi og sumir þykjast sjá ein-
hvern ættarsvip.“
Var kallaður „bróðir“
Börn Jens Sigurðssonar rektors og Ólafar Björnsdóttur. Efri röð frá vinstri:
Þórður, Björn, Sigurður, Jón og Bjarni. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg, Guðlaug
og Ragnheiður, en Þórdísi vantar.
Guðrún Nordal.Jón Bragi Bjarnason.Jens Sigurðsson.