Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 48
LEIKKONAN Kate Winslet vill að næsta verkefni sitt fjalli um kynlíf og framhjáhald. Titanic stjarnan hefur nefnilega í huga að gera klassíska skáldsögu Emile Zola, Therese Raquin, að nútímasögu um kynferðislegt leynimakk og morð. „Þetta er saga af sannri ástríðu. Gift kona er ástfangin af öðrum manni og saman ráðgera þau að drepa eiginmanninn. Og það er ástríðan sem fær þau til þess arna. Og með því að uppfæra söguna og færa hana í nútímabúning verður hún mun aðgengilegri,“ segir Kate um verkefnið. Hún og eiginmað- urinn Jim Threapleton, sem er að- stoðarleikstjóri, eiga kvikmynda- fyrirtækið Ultra Films sem framleiðir myndina, en tökur áttu að hefjast fyrr á þessu ári, en var frestað vegna yfirvofandi leik- araverkfalls í Bandaríkjunum. Kate sagði í Daily Mail að af framkvæmdum yrði án efa í árslok. „Við gátum bara ekki tekið áhætt- una með leikarana. Ég hef beðið lengi eftir að koma Therese Raquin á skjáinn og það eru margir aðilar sem vinna að því að tryggja að því verði.“ Kate Winslet framleiðir Emile Zola Framhjáhald og morð Reuters Kate Wins- let og herra eru greini- lega gefin fyrir sígildar syndir. FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:             ! " # $  % & '()'  * +   !" #" $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/! 333 & (  $4 & ( MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Í KVÖLD: Sun 8. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Fi 12. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 13 júli kl. 19 – Breyttur sýningartíma Fö 13 júlí kl. 23 – Breyttaur sýningartíma Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI TABU Leikhópurinn Fenris sýnir norrænt samstarfsverkefni ungs fólks Má 9. júlí kl. 20 HÁTÍÐARSÝNING Ath. Aðeins þessi eina sýning hér á landi Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið HARMONIKUTÓNLEIKAR SKOSKA SNILLINGSINS GARY BLAIRS, á vegum S.Í.H.U., verða mánudaginn 9. júlí í Norræna húsinu kl. 20.30. Enginn harmonikuunnandi má missa af þessu einstæða tækifæri að hlýða á snilli hans. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. ÚTSALAN hefst á morgun, mánudag, kl. 12.00 Laugavegi 11, sími 551 6811 HEDWIG KL. 20.30 Fös 13/7 örfá sæti laus Lau 14/7 örfá sæti laus Fös 20/7 nokkur sæti laus Lau 21/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-16 í Loftkastalanum alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 Í DAG á milli kl. 17:00 og 18:00 verður hljóðverkið „Com-Mix“ eftir listamanninn Bibba (rétt nafn: Birgir Örn Thoroddsen) flutt undir myndverkum Errós í A-sal Lista- safns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Tilefnið er Safnadagurinn, en þá kynna hin ýmsu söfn starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Ástæða þess að Birgir var feng- inn til að vinna þetta verk liggur m.a. í því, að listamennirnir tveir hafa verið að vinna með líkar hug- myndir innan tveggja ólíkra list- forma. Báðir hafa verið að vinna með svokallaða „concrète“-list; Erró hefur klippt saman ýmsar sí- gildar myndasögur („comics“) inn í myndir sínar en Bibbi hefur á líkan hátt verið að búa til tónlist/hljóðlist úr áður unninni tónlist. Því vinnur Bibbi „Com-Mix“ á líkan hátt og Erró hefur unnið sín verk, hljóð- bútum og tónlist sem fengin eru úr teiknimyndum er blandað saman í óreiðukennda hljóðheild. „Skýrasta dæmið um „concrète“- vinnubrögð,“ útskýrir Birgir, „er að finna í dans- og raftónlist samtím- ans. Þar er mikið um að listamenn- irnir „smali“ saman áður gerðum töktum og tónlistarbútum til að búa til einhverja nýja heild.“ Nafnið á verkinu „Com-Mix“ er orðaleikur og vísar í það að Bibba var fengið umboð til að vinna hljóð- verkið („Commisioned Mixing“ eða „Umboð til hljóðblöndunar“) og um leið í þann efnivið sem Erró er að vinna með („Comics“ eða mynda- sögur). En er það ekki mikill heiður að fá að vinna við verk eftir sjálfan Erró? „Þetta er vissulega mjög mikil viðurkenning fyrir mig,“ segir Birgir og er eðlilega stoltur. „Þetta er líka viðurkenning fyrir þau hljóðverk, sem ég hef verið að vinna. Það hefur því greinilega ver- ið fylgst með mér og ég er mjög ánægður með það. Á ferli mínum hef ég mikið unnið bæði með tónlist og myndlist og því passar þetta ágætlega.“ Birgir segir þetta að lokum vera ákveðið samþykki fyrir hljóðlistinni sem listmiðli. „Ég hef líka alltaf verið mjög hrifinn af verkum Errós. Aðallega finnst mér þó skemmtilegt hvað þessar „concrète“ pælingar hans passa vel við það sem ég hef verið að gera í tónlist.“ Þar sem um Safnadag er að ræða er aðgangur ókeypis í Listasafnið í dag. Nýtt úr gömlu Morgunblaðið/Jim Smart Bibbi, Birgir Örn Thoroddsen, að störfum á ART 2000, raf- og tölvu- tónlistarhátíðinni sem fram fór hérlendis í október á síðasta ári. Erró + Bibbi = Com-Mix Í KÍNA hafa um 300 þúsund manns atvinnu við kvikmyndagerð. Þar eru um 50 þúsund sýningarsalir og þar eru reglur um að 2/3 þeirra kvik- mynda sem sýndar eru í þeim skuli vera kínverskar. Kvikmyndasam- steypurnar þar framleiða um hundr- að kvikmyndir á ári í fullri lengd. Aðrar hundrað eru svo framleiddar fyrir sjónvarp. Erlendar myndir eru valdar af nefndum og kínverskum bíógestum er boðið upp á að sjá inn- fluttu myndirnar talsettar á kín- versku eða með texta. Flestir kjósa talsettu útgáfunnar. Nú gefst íslensku kvikmynda- áhugafólki færi á að stíga fæti inn í kínverskan kvikmyndaheim samtím- ans, því kínverska sendiráðið og Fil- mundur hófu á fimmtudag kínverska kvikmyndaviku þar sem sýndar verða sjö myndir. Vikan er haldin í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Íslendingar og Kínverjar stofn- uðu til pólitískra tengsla. Í tilefni kvikmyndavikunnar er kominn hing- að sex manna hópur frá Kína, til þess að kynna þessa fjarlægu menningu fyrir þjóðinni. Leikstjóri myndarinnar Brotlend- ing (Crash Landing), Zhang Jian Ya, er einn þeirra. „Saga myndarinnar er sönn. Þetta gerðist í Shanghai árið ’98,“ segir hann um mynd sína. „Hjólin vildu ekki koma niður svo flugmennirnir vissu að þeir þyrftu að nauðlenda henni. Ég sá frétt um þetta í sjón- varpinu á sínum tíma og ég var viss um að þeir sem voru um borð hefðu góða sögu að segja. Þannig að ég reyndi að nálgast eins marga og ég gat af þeim. Það sem ég er að reyna að segja áhorfendum með þessari mynd er að flugstjórinn og áhöfnin lögðu allt sitt í að reyna að bjarga farþegunum. Mig langaði líka til þess að sýna hversu farþegarnir brugðust misjafnlega við. Það var líka ein skemmtilega saga í þessu. Flugstjórinn og einn farþegana voru par. Þau áttu í einhverjum erfiðleik- um og ætluðu að skilja. Eftir atvikið blómstraði sambandið á ný.“ Zhang sigraðist á flughræðslu sinni með því að vinna myndina. „Þegar ég var að vinna forvinnuna fyrir myndina sannaðist það fyrir mér að flugvélar eru með öruggari farartækjum í heimi. Atvinnumenn grandskoða alla vélina í hvert ein- asta skiptið áður en hún fer í loftið. Þannig er það ekki með önnur far- ar0tæki.“ Í hópnum er einnig leikkonan Xi Meijuan, en hún fer með aðalhlutverkið í mynd- inni Fullur Máni (Full Moon). „Þetta er saga sem gerist í litlu hverfi í nú- tímaborg í Kína,“ út- skýrir Xi. „Hún sýnir líf venjulegs fólks, í venju- legri borg í Kína. Sagan segir af konu sem vann fyrir hið opinbera í borg- inni. Hún er ekki ánægð með starfið, kvartaði og var því gefin umsjón yfir hverfisnefndinni. Hún er láglaunuð, þetta er einskonar sjálf- boðavinna. Hún reynir að hjálpa fólkinu og lærir að elska það. Það eru margar sögur í þessari mynd um fólkið úr hverfinu. Kærastamál per- sónunnar minnar, samskipti hennar við aldraða konu sem var í sama starfi og mín persóna er nú og svo kemur útlendingur í hverfið sem barnar konu. Þetta er mjög raunsæ mynd og hverfið er mjög týpískt fyr- ir hverfi í kínverskri borg.“ Kvikmyndavikunni lýkur á mánu- dag en dagskrá hennar er auglýst á bíósíðum Morgunblaðsins. Kínversk kvikmyndavika í Háskólabíói Kínverskur raunveruleiki Zhang Jian Ya.Xi Meijuan. Morgunblaðið/Jim Smart Úr myndinni Brotlending eftir Zhang Jian Ya.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.