Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 23 TILKYNNT var um innbrot í þrjá bíla í Breiðholti í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun og var geislaspilurum stolið úr þeim en þjófarnir brutu hliðarrúður á öllum bílunum. Þá var tilkynnt um klukkan níu í gærmorgun um innbrot í bíl í Faxa- feni og þar var einnig stolið geisla- spilara. Hins vegar var framrúða brotin í því tilfelli. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík hefur verið mikið um innbrot í bíla að undanförnu og eru það helst bílar með geislaspil- urum sem verða fyrir barðinu á þjóf- um en bílar með segulbandstækjum eru á hinn bóginn látnir í friði. Mikið um inn- brot í bíla að undanförnu INNLENT HREPPSNEFND A-Eyjafjalla- hrepps ákvað á fundi sínum nýverið að leggja niður Grunnskólann að Skógum. Stefnt er að því að 16 nem- endur í 1. til 10. bekk skólans verði sendir í aðra skóla í nálægum sveit- arfélögum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nið- urstöðu skólanefndar hreppsins, sem féllst ekki á að halda úti áfram- haldandi skólastarfi, en mikil nem- endafækkun varð í skólanum eftir þá ákvörðun íbúa V-Eyjafjallahrepps í vor, að taka börn sín úr skólanum og senda þau í Hvolskóla. Að fenginni umsögn skólanefndar var gerð könn- un meðal heimila skólabarna í A- Eyjafjallahreppi og vildu fimm heimili halda úti grunnskólanum en fimm ekki. Eitt heimili svaraði ekki. Verið er að ganga frá samningum við Hvolskóla á Hvolsvelli um að taka við nemendum Grunnskólans í Skógum í 8.-10. bekk og Seljalands- skóla um að taka við nemendum í 1.-7. bekk. Grunnskólinn að Skógum lagður niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.